19.11.2013 | 21:46
Kostnaður hlýst af sameiningu.
Stundum alltaf óendanlegur eins og við sjáum með Landsspítalann þar sem stjórnunarkostnaður hefur sogað til sín gífurlega fjármuni.
Kostnaður sem kerfið reynir að fela með því að dreifa honum á Tortillakerfi bókhaldslykla.
Auk hins dulda kostnaður að skera á samkeppni, minnka stjórnunarlega snerpu, fá óskilvirkara bákn.
Mannkynssagan hefur afgreitt þessa heimsku hinna eilífu sameininga þegar hún henti Sovétinu á öskuhauga sögunnar.
Rök kommúnista voru að þeirra kerfi væri hagkvæmar vegna þess að í því væru engin óþarfa sóun margra eininga. Þess vegna til dæmis sameinuðu þeir margar jarðir í nokkrar risastórar og náðu þannig fram hinni margfrægu kostnaðarsamlegð sameininganna.
En þeim bar gæfa til að hlífa hinu smæsta, einkaframtakinu sem mátti yrkja sína jarðaskika, og þess vegna dóu þeir ekki úr hungri áður en þeir fóru á hausinn sökum óskilvirkni annarra risaframleiðslueininga.
Sameiningar í stór bákn eru alltaf besta leiðin til að drepa niður grósku og gróandann, og ríkisrekstur er þar ekki undanskilinn.
Vilji menn ná niður ríkisbákninu þá eiga menn að endurskoða allt pappírsfarganið sem reynir að skrá næstum hvert einasta viðvik áður en það er framkvæmt.
Og rífa sig frá regluverki sem reynir að segja til um hvern einasta hlut sem framkvæmdur er í samfélaginu.
Í regluverkinu liggur tregðan, þar er hinn raunverulegi kostnaður sem leggst á samfélagið, og sýgur til sín skattfé almennings.
En stjórnmálamenn okkar, þeir sem settu þessar reglur á, þeim dettur ekki í hug að snerta undirstöðu valda þeirra.
Þeim dettur ekki í hug að ráðast á uppsprettu hinna sjálfvirku reglugerðarsetningar, EES samninginn.
Því þeir hafa enga löngun til að ná niður kostnaði og auka skilvirkni kerfisins.
Hagræðingartal þeirra snýst um að deila og drottna, fá tækifæri til að hlaða inn sínu fólki, auka völd sín, flækja kerfið.
Og það er hugsað sem atkvæðasnap, til að tryggja sér kosningu og yfirráð yfir stjórnkerfinu.
Það er sorglegt að vel gefið íhaldsfólk skuli falla fyrir þessu rugli.
Skuli falla fyrir þessum sósíalisma andskotans.
Til þess eins að skerða frelsi sitt og svigrúm til athafna.
Stalín myndi glotta ef hann væri hér.
En staðgengill hans, hin dauða hönd ESB skrifræðisins, glottir í hans stað.
Og fólk sér það ekki.
Kveðja að austan.
Mikilvægt að hafa starfsfólkið með | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 506
- Sl. sólarhring: 679
- Sl. viku: 6237
- Frá upphafi: 1399405
Annað
- Innlit í dag: 428
- Innlit sl. viku: 5283
- Gestir í dag: 393
- IP-tölur í dag: 387
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll ómar
Ég er búinn að horfa á strákanna okkar tapa gegn Króatíu í kvöld. Og ég dái þessa baráttu strákanna. Þeir voru 11 á móti 11. jafn lið og tþeir töpuðu í kvöld fyrir betra liði.
Ég er stoltur af strákunum vegna þess að þeir gáfust ekki upp og lögðu inn í sinn reynslu banka.
En þeir þurfa að læra af þessari reynslu sinni í kapphlaupinu til að vera á meðal þeirra bestu. Þeir þurfa að skara fram úr fjöldanum. Þetta vita þessir strákar og þeir munu gera það með tímanum og þurfa að trúa á getu sína en þurfa að fara eftir einföldum reglum til að leiða fram sigur og um leið rífa sig heiðarlega frá meðalmennskunni sem regluverkið er, sem allir halda að sé leiðarvísir til árangur.
Ég er sammála þér hérna í þessum pistli því ég held að afturför athafna og frelsis hafi byrjað með boði og bönnum. Hagræði án græðgi (Kommúnismi=Kristin trú = ESB)
Öll boð,bönn og eftirlit hafa verið boðuð í nafni góðs tilgangs og því vil ég nefna sameiginleg orð og reglur Kristninnar kirkju , Kommunisma og . Þau eru nánast þau sömu.
Það má segja að sagan endurtaki sig í boðum og bönnum. ESB hagar sér í dag eins og Kristin kirkja hefur hagað sér í margar aldir. Áróður til fólksins og eftirlit með gjörðum og athöfnum, til þess að ná tilgangi sínum til fylgis- loforð til fólksins um betra líf- jöfnuð allra. Boðskapur sem sumir íslendingar bjóða enn í sinni pólitík
Ég er ekki hissa á því að þú teljir Stalin glotti, ef hann upplifði þennan veruleika- því hræsnin er viðblasandi.
Ég glotta líka í skjóli skjásins, en ég bíst við að þú sért skellihlæjandi.
Eggert Guðmundsson, 20.11.2013 kl. 01:41
Katastrófa litla og VG sjá þann kost vænstan gegn almenningi að skuldamálin komist ekki á dagskrá! Enginn vafi er á að annað hrun blasir við heimilunum. Það þarf ekki annað en lesa atvinnuframboð á vmst.is. Það hefur ekki verið minna frá 2008. Skallagrímur ver svo rakka sinn í Svörtuloftum sem hefur ítrekað gelt að launafólki. Verðbólgu"draugurinn" gæti vaknað upp ef brauðmolum er hent í öreigana! Hann gætir þess að minnast ekki á vítisvélina sem knýr hinn manngerða "draug".... Hrægammana þarf að vernda framar öllu. Án þeirra geta kvislingarnir ekki þrifist!
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/verdtrygging-eilifdarvelin-sem-brast
Þjóðólfur meðhjálpari ofl. í Frekjuskarði (IP-tala skráð) 20.11.2013 kl. 13:04
Blessaður Eggert.
Ég renndi núna áðan yfir innslag #9 hjá þér og sá að ég var að tækla það líka í svari mínu.
Jú, drengirnir verða að fá sitt tækifæri.
En ekki lengur en til 30. nóvember, ef þeir svara ekki skýrt þá, þá er ljóst að þeir eru að spila með stuðningsmenn sína, og þeir ganga erinda annarlega hagsmuna.
En það er rétt að ég glotti oft þegar ég sit hér í netheimum, ekki þá í merkingunni að ég sé að glotta að fólki, heldur er bara svo margt broslegt og mér leiðast ekki umræður þar sem tekist er á. Eiginlega er það þveröfugt hvað leiðindin varðar, þess vegna þrífst ég svo illa í lognmollunni, missi svo fljótt áhugann.
Ég er að brosa núna þegar ég las þessi orð þín; "(Kommúnismi=Kristin trú = ESB)", þú minnir mig svo mjög á uppáhalds frænda minn.
Og ég brosi vegna þess sem ég hef verið að gera undanfarið, það er að leita svara í Nýja Testamentinu, ég trúi nefnilega ekki á tilviljanir og það er of margt skrifað þar um einu lausnina sem ég tel duga til sigurs gegn hinum eyðandi öflum tregðunnar, að um tilviljun geti verið um að ræða.
Ég er ekki að tala um guðstrú, heldur um hugsun og aðferðafræði.
Ég hef aðeins þreifað mig á eldklerkinum, og hann telur mig argasta trúleysingja og guðlastara, eða það held ég.
Ég sé að þú hefur greinilega ekki lesið þær umræður.
En ég er alveg sammála þér með boðin og bönnin, er maður frjálslyndis, en ekki forræðishyggju. Vil bara fá að vera í friði, sérstaklega fyrir áníðslu höfðingja og annarra ofríkisseggja.
En ég veit að reglur eru nauðsynlegar, þær eru forsenda siðmenningarinnar, og þess að samfélög haldist saman. En þær geta verið fljótar að snúast upp í andhverfu sína ef þeim er misbeitt, og ef þeim er ofbeitt.
En öfgarnar mega vera orðnir miklir áður en þeir eru orðnir verri en stjórnleysið.
Stjórnleysið er vettvangur hins sterka til að kúga hinn veika.
En ég hefði sett í þessa jöfnu kirkju, í merkingunni stofnun, en ekki kristna trú. Mér vitanlega voru mjög fáar reglur í boðskap Jesú frá Nasaret, en þær voru algildar, og án undantekninga.
En þeir sem skildu hann ekki, þeir settu reglurnar, og það er önnur saga.
Ég held að við hefðum gaman að tæma eina Whiskí flösku og ræða þessi mál.
Kannski gerum við það einhvern daginn, hver veit.
Væri ekki verra að hafa skáldið með, hann er algjör regluantipatisti.
Takk fyrir spjallið Eggert.
Það var gaman að fá þessi innslög þín.
Við eigum örugglega eftir að heyrast aftur.
Á meðan.
Kveðja að austan.
Bið að heilsa.
Ómar.
Kv
Ómar Geirsson, 20.11.2013 kl. 14:14
Mæltu manna heilastur Þjóðólfur meðhjálpari í Frekjuskarði.
Það er óhætt að segja að umhyggja Steingríms fyrir öreigunum sé orðin kæfandi, svo vænt þykir honum orðið um þá.
Eins og allir vita þá eru brauðmolar ekki hollir.
Það er meira járn í naglasúpunni sem framreidd er úti á gaddi.
Takk fyrir innlitið Þjóðólfur.
Bið að heilsa sveitungum þínum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.11.2013 kl. 14:28
Heyrði dæmi um hagræðingu í opinberri stofnun. Þetta er er ótrúlegt, en er búinn að sannreina það. Umrædd stofnun er Lánastofnun námsmanna. 1 var sagt upp eftir hrun, og 4 hafa verið ráðnir í staðin!!!!
Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.11.2013 kl. 17:41
Blessaður Guðmundur.
Ég vona að þú haldir ekki að þetta fólk hafi verið ráðið til að hjálpa þeim í Seðlabankanum við að naga blýanta??
Hugsaður þig aðeins betur um.
Þessi pistill minn, og nokkrir aðrir um sama efni, fjalla um skýringar þess að ríkisbáknið þenst út.
Ein skýringin er stöðugt regluflóð, sem kemur frá þessum sömu stjórnmálamönnum sem stunda atkvæðasnap út á lýðskrumsorðið hagræðing.
Þeir auka eftirlitið, auka flækjustigið, og til að sinna því þarf að ráða fólk.
Og þessi þróun er endalaus, og það er henni sem þarf að snúa við.
Stjórnmálamaður sem vill hagræðingu í alvörunni, hann leggur ekki til sameiningu eða öskrar orðið hagræðing út í loftið.
Hann afreglar, minnkar flækjustigið, og þar með minnkar báknið.
Ég sé Guðmundur að þú ert einn af fórnarlömbum atkvæðasnapsins.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.11.2013 kl. 18:27
Kannaði þetta sérstaklega first tiltekin stofnun var nefnd. Lögum um Lánastofnun námsmanna hefur ekki verið breytt eftir hrun og eru óbreytt frá 1992!
Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.11.2013 kl. 18:46
Gott að einhver vill borga hærri skatta og fá 4 fyrir 1 sem vinna sama verk, hahahahhahhahaha
Almenningur (IP-tala skráð) 20.11.2013 kl. 19:00
Sæll Ómar, kunningi minn sagði mér frá því að hérna í Noregi hefðu þeir reiknað það út að vegtollar, sem eiga að vera til að spara ríkinu peninga og auka kostnaðarvitund fólks, kostuðu ríkið 1,50 kr í kostnað við að innheimtu hverrar krónu. Þetta má nú aldeilis kalla einkarekna atvinnusköpun með atbeina ríkisins.
Með bestu kveðju frá Noregi.
Magnús Sigurðsson, 20.11.2013 kl. 20:07
Æ bíttu í þig Almenningur, aulahúmor þinn kemur óorði á almenning.
Guðmundur, hvert er pointið??
Það væri nú gott að lifa í þessum heimi, ef við hefðum bara lög, en engar reglugerðir.
Reglugerðum lánasjóðsins er breytt reglulega, og án þess að ég hafi hugmynd beint um þessa stofnun í dag, þó ég viti hvernig hún vann í denn, að þá er stofnanatregðan sú að gera sífellt meiri kröfur um allt og ekkert, og sem flest vottorð. Sem lesa sig ekki sjálf, fara ekki yfir sig sjálf, gera ekki athugasemdir sjálf, eða svara endalaust í síma til að útskýra í símann, að "já þetta er ofsalega vitlaust, og ég skil þetta ekki sjálfur, en svona eru reglurnar".
Svo ég vitni í nærtækt dæmi frá skurðlækninum mínum sem notaði matartímann til að fylla út vottorð, vegna ferðakostnaðar, svo ég fengi ferðina endurgreidda, en hann var að fara í 6 aðgerðarferli til að fjarlæga æxli úr heila, að hann sagði í meinhæðni, "til hvers skyldi ég hafa gert þessa aðgerð??,. eins og ég hafi kvóta yfir Austfirðinga í aðgerð sem ég þarf að uppfylla mánaðarlega".
"Ég sætti mig við margfalt lægri laun en ég get haft úti (hann kom frá toppsjúkrahúsi í USA), ég sætti mig líka við endalausan niðurskurð og aukið vinnuálag, en ég er að vera vitlaus á að geta ekki sinnt vinnu minni vegna heimskulegrar skriffinnsku". Það næsta sem ég frétti af honum var að hann fór aftur út. Til að kóróna heimskuna þá þurfti ég líka að fara til heimilislæknis míns, til að láta hann staðfesta að ég hafi farið suður og í aðgerð. Þó hafði hann ekkert með málið að gera á neinu stigi þess.
Þessi kerfislæga skriffinnska er úti um allt Guðmundur og það er skýringin á kerfinu. Ekki starfsfólkið sem er ráðið til að sinna henni.
Og það versta við þá vanþekkingu sem innslag þitt endurspeglar, er að ríkið hefur mjög strangar reglur um ráðningar. Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytisins þarf að staðfesta stöðugildið sem ráðið er í, og svo fer ríkisendurskoðun yfir allt saman.
Ríkisendurskoðun gerir sífellt strangari kröfur til bókhalds, og skrýtið þær kröfur vinna sig ekki sjálfar.
ESB reglurnar sem Alþingi innleiddi á síðasta kjörtímabili, vegna aðlögunarferlisins, nema þúsundum blaðsíðna, og bara það eitt að lesa þær krefst mikils fjölda starfsmanna, hvað þá að framfylgja þeim, og hafa eftirlit með því.
Þetta er vandinn, um þennan vanda fjallar þessi pistill, og er í samhengi við aðra pistla um þetta efni.
En þeir sem ábyrgðina bera á þessu kerfisskrímsli, þeir takast ekki á við orsökina, þeir fífla fólk til að snapa atkvæði, og því miður lætur fólk fíflast.
Og situr uppi með ennþá óskilvirkara kerfi fyrir vikið.
Og það er sorglegt, og það er mein.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.11.2013 kl. 20:12
Blessaður Magnús.
Vegtollakerfið, er ein meinsemd frjálshyggjunnar, að notandi borgi kostnaðinn.
Fyrir utan að halda fátæku fólki niðri, gera því ókleyft að taka þátt í samfélaginu, því allt kostar í dag, allt nema andrúmsloftið en frjálshyggjan lætur örugglega kvótavæða það þegar allt annað er komið í kvóta, og fyrir utan kerfiskostnaðinn sem þessu fylgir, þá er öll þessi gjaldhlið, og allar þessar kostnaðarhindranir, hvar sem þeim er plantað niður, viðskiptahindranir.
Sem er það alvarlegasta.
Svona gjaldhlið eru eins og tollhliðin í gamla daga, og bara við það eitt að losna við þau, þá tók hagvöxtur við sér í Evrópu.
Við Rín minnir mig að sé kastali með 500 metra millibili, þar sem ástandið var verst, og öll sníkjudýrin heimtuðu toll. Með þeim afleiðingum að áin var illa nýtt sem samgöngutæki.
Þegar miðstýrða valdið tók yfir, samræmdi tolla og gjöld, þá blómstraði allt.
Frjálshyggjan er versta útgáfan af Stalínisma sem sagan þekkir, fyrir utan að vera siðlaus og sjúk.
Að frjálslynt fólk skuli styðja þennan óskapnað er mér alveg fyrirmunað að skilja.
Fólk var ekki frjálst þegar það bjó við ánauð aðalsins í gamla daga, og það verður ekki frjálst þegar örfá stórfyrirtæki og auðmenn hafa yfirtekið samfélagið, sett kostnað á allt, og rukka svo fyrir hann.
Halda niðri launum, lífskjörum, öllu.
Og það eru stjórnmálamenn sem eru fóðraðir í vasa þeirra sem gera atkvæðasnap sitt út þá skammsýna heimsku sem heitir hagræðing, þegar þegar er búið að hagræða í 4 ár.
Hagræðing er góð og gild, og það þarf alltaf að vega og meta útgjöld. En Jísús Kræst í dag, eftir Steingrím og Jóhönnu, hvernig getur fólk verið svona blint.
Það liggur við að ég pistli annan pistil um þetta, svo mikið hristi ég hausinn akkúrat núna.
En ég er að lesa mér til um forna þjóðflokka í Anatólíu og á Balkanskaganum, allt þeim mæta frjálshyggjudreng Helga að kenna.
Svona leiðir eitt af öðru, og núna veit ég þó nokkuð um útdauð Indóevrópsk mál.
Þannig að frjálshyggjan er ekki alslæm.
Takk fyrir innlitið Magnús.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.11.2013 kl. 20:28
Svo vill til að ég þekkki vel til þessa máls sem Guðmundur er að tala um. "Aulahúmor" Almennings sem fer svona í þig er bláköld staðreynd - en nístandi kaldhæðin. En þú mátt afneyta henna fyrir mér ef hún hentar ekki málflutningi þínum. Ég veit betur. Og margir aðrir líka.
NN (IP-tala skráð) 20.11.2013 kl. 21:04
Blessaður NN.
Það er gott að þú vitir betur en ég dreg það stórlega í efa fyrst að þú veist ekki einu sinni hvað þú heitir.
Ég veit ekki hvort þú ert að rífast um það hvort einum hafi verið sagt upp en fjórir ráðnir í staðinn, eitthvað sem ég dreg ekki í efa að sé rétt, ef það er rétt.
Það sem ég benti Guðmundi á er að það sé ástæða fyrir þessari starfsmannaaukningu, og ástæðan sé kerfislæg.
Það er alltaf verið að útvíkka skriffinnskuna.
Ef þú ert hins vegar að rífast yfir því að það sé rétt að 4 manneskjur hafi verið ráðnar til að vinna eins manns verk, þá veit ég ekki hvað ég á að segja.
Ég vona að þú vitir að þar með ertu að lýsa vinnustað þar sem yfirmenn eru óhæfir, allir sem einn, og þó að flokkurinn hafi hlaðið sínu liði inn, þá efa ég það samt.
Þú ert líka að lýsa brotalöm í fjármálaráðuneytinu, og þó að flokkurinn hafi hlaðið sínu fólki þar inn, þá efa ég að það sé rétt.
Og þú ert að lýsa vanhæfri ríkisendurskoðun, og ég veit að það er rangt.
Því flokkurinn hefur ekki komist upp með að hlaða sínu fólki þar inn.
En ef þetta er rétt, þá lýsir það spillingu sem tengist þeirri leitni að flokkarnir hlaða sínu fólki í ríkiskerfið, og það er eitthvað sem samfélagið þarf að takast á við.
En kemur ekki hagræðingu ekki neitt við.
Heldur uppgjöri við gjörspilltan fjórflokk.
Og þar með kem ég aftur að tilefni þessa pistils.
Hættu svo að vita betur NN ef þú getur ekki útskýrt þitt mál.
Það geta allir dylgjað.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.11.2013 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.