19.11.2013 | 08:56
Útburðurinn nær nýjum hæðum.
Í tíð núverandi ríkisstjórnar.
Var það ástæðan að þjóðin gaf þeim Jóhönnu og Steingrími rauða spjaldið??
Að þau báru ekki út nógu margar mæður, sendu ekki nógu mörg börn á gaddinn??
Að mæta fjármálakreppu, sem allir viðurkenna er sök gangstera sem höfðu stjórnmálastétt okkar fóðraða í vasanum, með því að bera fólk af heimilum sínum, er ekki aðeins efnahagslega rangt, heldur lýsir algjöru siðleysi, það lýsir aumingjaskap, og á rætur sínar frá þeim tímum þar sem fólk naut engra réttinda, í þjóðfélagi fámennrar yfirstéttar sem átti allt, og réði öllu.
Og við getum bara ekki kennt stjórnmálamönnum okkar um það siðleysi, þann aumingjaskap.
Við verðum að líta í eigin barm.
Ef við líðum þennan óskapnað, ef við líðum stjórn þeirra ómenna sem eira ekki fólki þegar fjármagnið krefst blóðfórna, þá erum við samsek.
Engu betri en gangsterarnir sem við fordæmum svo mjög.
Aumasta af öllu því auma, sem ég les hér í netheimum, í fjölmiðlum, eða hlustað á í bylgjumiðlum, er sú röksemd, að ómennskan, að mannvonskan sé efnahagsleg nauðsyn. Að það sé ekkert við þessu að gera.
Já, sú röksemd er aumari en siðleysi þeirra sem sluppu en benda á hina og segja að þetta sé þeirra eigið sjálfskaparvíti.
Því sjálfslygi til að réttlæta stuðning sinn við hina algjöra óhæfu, Útburðinn, er það lægsta sem einn maður getur lagst.
Strax við Hrunið bentu ungir hagfræðingar á leiðir til að vernda heimili fólks, til að tryggja að fólk væri ekki borið út vegna fjármálahamfara sem það hafði engin tök á að forðast.
Forsetafrúin okkar áminnti okkar um siðaða hegðun þegar hún spurði sakleysislega eins og henni einni er lagið, "Er ekki til nóg af húsum??, þurfa hús að standa auð??".
En neyð eins er gróði annars.
Og siðblint fjármálafólk veit að það er góður buisness að yfirtaka eignir fólks er það getur ekki staðið í skilum, afskrifað hluta skulda sem hvíla á eignum þess, og selt einhverjum öðrum á viðunandi kjörum.
Þessi siðblinda sem hefur stjórnmálamenn okkar í fóðruðum vösum sínum, réði því sem gert var eftir Hrun.
Smá aukakostnaður við að múta álitsgjöfum, til að fæða fjölmiðlamenn, smá átök við að kippa í hálsólina svo stjórnmálamennirnir gangi í takt.
En restin hreinn gróði í óseðjandi vasa sem aldrei fyllast.
Vasa hinnar taumlausu græðgi.
Afsökun okkar sem þjóðar er engin.
Við erum aum þjóð að líða þetta.
Og við erum ekki þjóð ef við látum þetta líðast mikið lengur.
Heldur sundurlaus hjörð, vegandi hvort annað.
Óöld, skálmöld, spáði skáld Hávamála fyrir 1.000 árum síðan, og lýsti þar framtíð barna okkar í samfélagi þar sem vitfirringar hafa öll völd, og etja saman lýðnum í þágu valda sinna og auðsöfnunar.
Útburðurinn er dauðadómur þjóðarinnar.
Gleymum því ekki.
Kveðja að austan.
Rúmlega 4 þúsund heimili í vanskilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 1226
- Frá upphafi: 1412780
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1085
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ásta Hafberg, baráttukona fyrir bættum heim setti þennan status á feisbók sína og ég rændi honum í heilu lagi og ákvað að setja hann sem fyrstu athugasemd við þennan pistil.
Sönn orð, sem allir ættu að lesa.
Ómar Geirsson, 19.11.2013 kl. 09:13
Verð bara að endurtaka þessi orð Ástu.
Ómar Geirsson, 19.11.2013 kl. 09:13
Sæll Ómar
Skrifa aldrei í kommenta kerfið, en ég verð að gera það nú. Blog þitt við þessaari frétt er með því flottasta sem ég hef lesið varðandi þessi ömurlegu mál. Þetta er málið í hnotskurn. Hafðu þakkir fyrir!! Vonandi les þetta einhver í fjórflokknum og áttar sig á aumingjaskap Alþingis og fer að gera eitthvað til að stoppa þetta siðleysi. Einnig glæsileg orð frá Ástu.
Bestu kveðjur
Jón
Jón S. Sigurdsson (IP-tala skráð) 19.11.2013 kl. 12:29
Hvert orð satt, bæði í pistli síðuhaldara og innleggi Ástu.
Toni (IP-tala skráð) 19.11.2013 kl. 13:13
Ég hef talsverða reynslu af þessu en ég starfaði í nokkur ár á lögmannsstofu sem tók að sér samningsumleitanir fyrir hönd skjólstæðinga umboðsmanns skuldara sem voru í greiðsluaðlögun auk þess að sækja um sértæka skuldaaðlögun fyrir einstaklinga og heimili. Mitt starf var undirbúningur og samningsumleitanir. Kuldinn og óbilgirnin innheimtustarfsmenn fjármálafyrirtækja geta sýnt fólki sem er að missa heimili sitt er slíkur að ég tel að mjög margir sem við þetta starfa séu síkópatar.
Toni (IP-tala skráð) 19.11.2013 kl. 13:15
Blessaður Jón.
Það er lúxus að skrifa svona blogg vegna þess að þó ég hafi áhuga á þessu máli, og skrifaði margar greinar í árdaga um þetta siðleysi, þá er annað og verra sem rekur mig áfram.
Andóf gegn þeim öflum sem ætla sér að gera okkur að eign erlendra fjárfesta, hvort sem það eru vogunarsjóðir, ICEsave, innlendir auðmenn með kennitölu í útlöndum eða aðrir sem ætla sér að maka hér krókinn á kostnað þjóðarinnar.
Þetta er lúxus fyrir andófsblogg því svona pistlar hreyfa ekki IP tölur.
Það er ekki bara að fólki sé sama um náungann, náunginn er líka slétt sama um sjálfan sig. Sem er öllu verra.
Fagleg blogg um skuldamál heimilanna, eins og hjá Marínó G Njálssyni, eða Tímarím Ólafs Arnarssonar, ná ákveðnum lestri, ákveðnum viðbrögðum.
En ekki nema broti af því ef til dæmis Hallgrímur Helgason, Illugi Jökuls, Guðmundur Andri, Karl Th Birgisson, og aðrir þeir sem vinna fyrir vogunarsjóðina og hagsmuni þeirra, dreifa skít á margdreifða skítagarða, það er á gamla íhaldið sem löngu er hægt að ráða nokkru, illt umtal um Sjálfastæðisflokkinn og málflutningur í þágu auðaflanna hefur alltaf vinninginn, þannig að 14-2 sigur dana er aðeins barnaleikur.
Svona er bara raunveruleikinn, og þetta er skýring þess að eini stjórnmálamaðurinn sem sameinaði vit, þekkingu og áhuga á að berjast fyrir almenning, en ekki auðmenn, hrökklaðist úr stjórnmálum.
Það er napurt en fólk hefur ekki áhuga á að hjálpa sér sjálft.
En mér fannst ástæða til að blogga við þessa frétt svo ég gæti vakið athygli á þessum góða status Ástu.
Ip tölurnar sótti ég í pistilinn sem kom á undan, og svo þann sem kom á eftir.
Takk samt fyrir innlitið og hlýleg orð Jón.
Því þrátt fyrir allt er það fídbakkið sem drífur menn áfram.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.11.2013 kl. 14:22
Blessaður Toni.
Það er ekki alltí lagi með þetta fólk.
Og hefur aldrei verið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.11.2013 kl. 14:22
Takk Ómar fyrir þetta svar, það hittir beint í mark. (Ég les ávallt blogg Marinós og Ólafs)
Það gefur manni auðvitað von að til eru Íslendingar sem skynja þessi mál frá sjónarholi manneskjunar, en ekki augum græðginar, fjármagnsins eða sjálfselskunar. Sem betur fer eru margir sem hugsa frá hjartanu á Íslandi. Kannski ef við fengum fleiri inná Alþingi sem hugsa þannig (þeir sem hafa reynt en hrökluðust frá vegna ofurefli eiginhagasmuna kæmu þá kannski aftur) þá myndi maður horfa bjartara á framtíðinna á Íslandi fyrir börn og famelíu. Maður lifir í voninni :-) Gangi þér vel!
Jón S. Sigurdsson (IP-tala skráð) 20.11.2013 kl. 15:59
Því miður Jón þá er víst eitthvað samhengi milli vilja kjósenda og þeirra viðhorfa sem þingmenn hafa.
Og eiginlega er það eini vandi þjóðarinnar, að hún fær það sem hún kýs.
Lausnirnar eru til, en þær framkvæma sig ekki sjálfar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.11.2013 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.