Á krepputímum er hagræðing hagfræði andskotans.

 

Efist menn, þá skulu þeir skoða hagtölur Evrópusambandsins, þar hafa menn reynt að hagræða sig út úr kreppunni í um 5 ár.

Eytt fyrirtækjum, byggðum, samfélögum.

Uppskorið samdrátt, auknar ríkisskuldir, vonleysi, fátækt.

 

Hve einfaldir þurfa sjálfstæðismenn að vera til að hlusta á sömu frasana og þau Jóhanna og Steingrímur buðu þjóð sinni uppá i 4 ár??

Sömu frasana og núverandi forsætisráðherra Spánar notaði  í kosningabaráttu sinni þegar hann hét þjóð sinni endurreisn með niðurskurði og hagræðingu.  

Trúði hinn almenni sjálfstæðismaður ekki sínum eigin orðum þegar hann gagnrýndi þessa vitleysu síðustu ríkisstjórnar. 

Hvað er það sem Steingrímur átti eftir að hagræða??

 

Veit hann ekki að kommúnismi snýst um svona hagræðingar, svona sameiningar, til að skapa risabákn út um allt.

Gegn grósku og gróanda.

Fattar hann ekki muninn á einföldun regluverks til að auka skilvirkni samfélagsins og þess að hagræða öllu saman í risabákn sem mun hvíla sem mara á öllu samfélaginu.

Er báknið ekki nógu mikið fyrir???

 

"Hvað vakir fyrir  fólki?" spyr Guðlaugur Þór í forundran.

Steinhissa að samfélagið er ekki yfirfullt af einfeldningum sem gleypa við öllu.

 

Hefði Guðlaugur haft kjark til að ráðast gegn reglubákninu með því að leggja til að EES samningnum væri sagt upp, þá mætti virða viðleitni hans.

Þá fylgdi alvara orðum, þá væru orðin ekki innantómir frasar til að fífla fólk.

 

En þá væri Guðlaugur ekki í Sjálfstæðisflokknum.

Svo einfalt er það.

Kveðja að austan.


mbl.is „Hvað vakir fyrir fólki?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Oftast hef ég bæði gagn og gaman af skrifum þínum Óma... þ.e.a.s. þar til nú.

"Veit hann ekki að kommúnismi snýst um svona hagræðingar"..... Er það kommúnismi að reyna að eyða minna umfram tekjur en árið áður? Jidúddamía.... við erum þá sennilega öll gegnrauð og brjáluð.

Hér þarf sameiningar og kröftugan niðurskurð og skera af spena og sepa sem eru um allt á ríkisbákninu. Það þýðir ekkert að koma með "Jóhönnu-sameiningar" þar sem að fyrirfram var vitað (og lofað) að ekkert yrði skorið niður í stærsta kostnaðarliðnum, nefnilega launum.

Það kal enginn segja mér að eins og hægst hefu á hagkerfinu að allt það fók sem treður út stofnanir ríkisins hafi eitthvað að gera allann daginn og að þeim megi ekki fækka.

Hundruðir smárra sjóða, hver með sýna yfirbyggingu, stýrur/stjóra, ritara, og reiknisstofu.

Eitt er sem ekkert er nálgast og það er ónýting niðurgreiðslna á verði til neytenda sem margir halda að séu framleiðslustyrkir í landbúnaði. Þessum greiðslum var komið á til að lækka verð til neytenda en nú spretta upp hver á fætur öðrum milliliðirnir sem ónýta þessar greiðslur  uppá hálfa Hörpu .... N.B. á hverju ári.

Óskar Guðmundsson, 12.11.2013 kl. 16:08

2 identicon

Það er ekki að heyra á umræðum í ræðustól Alþingis að þingmenn lesi þau gögn sem dreift er til þeirra

Mér skilst líka að í gegnum tíðina hafi einungis Hjörleifur Guttormsson náð því að lesa því sem var útbýtt og það hefur bara aukist

Grímur (IP-tala skráð) 12.11.2013 kl. 16:10

3 identicon

Ágæti Óskar Guðmundsson

Það sem Ómar er að benda á er að valdið færist á sífellt færri hendur, innan ríkiskerfisins, með "hagræðingunni".

Ég hef ætíð vitað að orð Lao Tse eru sönn:

"Eftir því sem lög og reglugerðir verða fleiri, þeim mun meira verður um þjófa og ræningja."

Stefna ríkisstjórnarinnar virðist ekki vera í þá veru, heldur til aukinnar miðstýringar í anda furstanna.

Færri leppa að fóðra með aukinni miðstýringu og að lokum örfáum héluðum nómenklatúru dúddum

efst á toppi Kremlar.

Að því leytinu til gengur þessi ríkisstjórn þvert gegn anda hinnar upprunalegu sjálfstæðis- og samvinnu stefna.

Það er það sem ég tel að Ómar sé réttilega að benda á.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 12.11.2013 kl. 17:13

4 identicon

Leiðrétt:

Stefna ríkisstjórnarinnar virðist ekki vera í þá veru að auka möguleika hina mörgu og smáu til grósku og gróanda,

heldur til aukinnar miðstýringar í anda furstanna.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 12.11.2013 kl. 17:15

5 identicon

1. Væri ég nógu vitur, myndi ég fara veginn eilífa.
2. Vegurinn eilífi er beinn og greiðfær,en mönnum eru krókaleiðirnar kærari

3. Höllin ljómar af skrauti, en akrarnir eru vanhirtir og hlöðurnar tómar.
Að búast í skart og vera girtur biturlegu sverði, eta og drekka óhóflega og hafa fullar hendur fjár – það er ofmetnaður ræningja.

(Bókin um veginn, LIII)

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 12.11.2013 kl. 17:30

6 identicon

Í fyrsta lagi er það undarleg og óþægileg, en söguleg staðreynd, að sameining stærri stofnana leiðir til viðvarandi aukins kostnaðar.

Í öðru lagi eru grunnkenningar Keynes meira og minna í fullu gildi.

Tek því undir þessi orð pistlahöfundar.

Þjóðólfur í Frekjuskarði. (IP-tala skráð) 12.11.2013 kl. 17:52

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Ekki veit ég hvar þú fékkst þá flugu í höfuðið að ég væri að blogga til að skemmta þér.

En já, það er kommúnismi að leita að samlegðaráhrifum í einu stóru bákni.  Varnarræður Guðlaugs Þórs hefðu sóma sér hjá hvaða kommúnista sem er á kreppuárunum þegar spjótum var beint að kapítalistum og smárekstri þeirra.  

Yfirburðir kommúnismans fólust í hagræðingu framleiðslueininga, að ein stór eining væri látin gera það sem margar smáar gerðu í hinum kapítalísku þjóðfélögum.  

Rök hagræðingarnefndarinnar eru í raun sömu rökin og notuð voru til að dásema  samyrkjubúskap Stalíns.

Raunveruleikinn var sá að Sovétið hefði dáið úr hungri ef samyrkjubændur hefðu ekki mátt eiga garðskika sem þeir máttu rækta og selja.  Það voru einstaklingarnir, hið smáa sem björguðu bákninu.

Sama samlegðarkjaftæðið drífur áfram sameiningar stórfyrirtækja í dag, samt er það hið smáa sem drífur áfram hagvöxtinn.

Nákvæmlega sömu lögmál gilda á Íslandi, því stærra bákn, því óskilvirkara kerfi.

Ef menn vilja skera niður hjá ríkinu, þá fækka menn verkefnum þess, en reka það ekki eins og þeir kunni ekki að lesa.

Síðan er það hagfræði andskotans að mæta minnkandi tekjum ríkisins með niðurskurði.  Alltaf með sama árangri, nýjasta dæmið er vandræði Evrópusambandsins.

Að baki býr einföld hagfræði, og ef stjórnmálamenn ráða ekki við hana, þá eiga þeir að sinna öðru.

Frasar eru ekki hagfræði.

Þú mátt þó eiga Óskar að þú svarar spurningu minni hvað það væri sem Steingrímur átti eftir að hagræða.  Nefnir laun, og játar þar með að gagnrýni þín á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir hafi verið í þá vegu að hún hafi ekki gengið nógu langt í eyðingu efnahagslífsins.  

Enda náði Jóhanna ekki sama árangri fyrir AGS og ríkisstjórn Grikklands gerði fyrir Brussel.  

Sorglegast er samt að þú látir eins og ríkisstarfsmenn geri ekki neitt.  Og þú áttar þig þá ekki á samhenginu sem ég benti á í pistli dagsins,  

Á eftir Landsdóm kom hagræðing.

þar sem ég benti á einfalda staðreynd;

"Samt gera Sjálfstæðismenn það í hrönnum, fellandi þann dóm yfir síðustu ríkisstjórnum flokksins, að þær hafi verið vanhæfar og vitlausar og látið kerfið þenjast stjórnlaust út."

að Sjálfstæðisflokkurinn hefði þá þanið út kerfið á þann hátt að ríkisstarfsmenn sætu og skoðuðu tærnar á sér allan daginn.

Það er ekki eins og aðrir flokkar hafi stjórnað landinu síðustu áratugina.

En þetta er rasismi Óskar og þú átt að skammast þín fyrir hann.

Ríkisstofnanir gegn lögboðnu hlutverki, sem Alþingi ákveður. Líklegast vegna þess að það telur slíkt hlutverk nauðsynlegt fyrir samfélagið.

Og það er bölvað kjaftæði að ríkisstofnanir okkar séu óskilvirkar, þær standa sig með sóma í því sem þær gera og standa erlendum fyllilega snúning, þrátt fyrir minni mannafla og tækjakost.

Nefni sem dæmi Sjómælingar Íslands, Landhelgisgæsluna, Landsspítalann, Lögregluembættin, nefndu það bara.

Það er barnaskapur að væla svona án þess að færa rök fyrir sínu máli.

Og því miður voru börn kosin á þing til að framkvæma vælið.

Börn sem tala í frösum en hafa ekki kjark til að ráðast gegn hinu kæfandi evrópska regluverki.

Og Óskar, hagræðingarnefnd leggur ekki til niðurskurð á greiðslum til bænda.  

Hún leggur yfir höfuð ekkert til.

Nema frasa sem fólk eldra en tvívetra hefur heyrt í fleiri ár en það kærir sig um að muna.

Kjark hafa þó frjálshyggjustrákarnir sem þora þó að leggja til minna ríkisbákn.  Þú getur lesið þá á linknum hér að ofan.

Ég er ekki sammála þeim, en þeir tala ekki í frösum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.11.2013 kl. 18:34

8 Smámynd: Flowell

Þetta er mikið rétt hjá Ómari og Pétri. Báknið stækkar, miðstýring í anda fursta eykst.

Af hverju gerist þetta, þrátt fyrir yfirlýsta stefnu flokka í öfuga átt? Þrátt fyrir að meirihluti þingmanna vilji það persónulega ekki? Þrátt fyrir að meirihluti landsmanna vilji það ekki?

Af hverju heldur þessi stefna áfram og áfram ótrauð þrátt fyrir skipbrot hennar og mótlæti meirihlutans? 1. Vegna nýklassískrar hagfræði og þess auðræðis sem hún skapar og 2. Vegna auðlinda okkar.

Því þó grunnkenningar Keynes séu meira og minna í fullu gildi, líkt og Þjóðólfur nefnir, þá eru þær ekki notaðar nema að örlitlu leyti. Mikilvægasta innsýn Keynes í peningalegt kapítalískt hagkerfi (e. monetary production economy) snéri að óvissu, peningum og tvöföldu verðmyndunarkerfi (e. two-price system) fyrir núverandi framleiðslu annars vegar og eignir (e. capital assets) hins vegar. En ekki er stuðst við þessa innsýn - með skelfilegum afleiðingum fyrir okkur Íslendinga sem og önnur vestræn ríki.

Með að leiða innsýn Keynes hjá sér líta nýklassískir hagfræðingar framhjá þeim kjarna kapítalísks kerfis að sumir aðilar kjósa að safna auði í gegnum eignamarkaði (fjármálalegum eignum, t.a.m. peningum). Með þvi að telja að það skipti ekki máli hvort nýir peningar fari á eignamarkaði eða í núverandi framleiðslu leiddu nýklassískir hagfræðingar hjá sér síaukna skuldsetningu einkaaðila á eignamörkuðum, sem leiddi svo til þeirrar alþjóðlegrar fjármálakreppu 2007-8 sem enn stendur yfir og er einnig helsta ástæða þess að nú safnast auður á æ færri hendur (á eignamörkuðum) samhliða því að valdamiklir stjórnmálamenn eru keyptir. Þetta er ekki spurning um sósíalisma eins og mjög margir anti-Keynesistar öskra, heldur um kapítalisma sem virkar. Þetta er jafnvel spurning um að lýðræði líði ekki undir lok.

Nýklassískar hagfræðikenningar leiða þannig með beinum hætti til þess að aukin miðstýring á sér stað yfir tíma, jafnvel þó því sé haldið fram að hið öfuga eigi að gerast yfir tíma og að aðgerðir stjórnmálamanna miði sífellt að hinu öfuga. Yfirborð nýklassískrar hagfræði gerir það að verkum að menn geta haldið þessu fram en þegar skyggnst er undir yfirborðið og alveg ofan í grunn þeirra nýklassískra hagfræðikenninga kemur í ljós að þær byggjast upp á rökleysum - sem Keynes hrakti á fjórða áratug siðustu aldar.

Fæstir hagfræðingar skyggnast þó undir yfirborðið, námið leyfir það ekki. Hvað þá stjórnmálamenn - en margir þeirra fá ráðleggingar frá hagfræðingum sem byggja ráðleggingar sínar á rökleysum.

Allir gömlu stjórnmálaflokkar landsins hlýða þannig á þessar rökleysur og framfylgja þeim í von um betri tíð en sökkva um leið þjóðinni í dýpra og dýpra fen spilltrar miðstýringar sem hættulegt er fyrir lýðræði og framtíð þjóðarinnar.

Já, framtíð þjóðarinnar. Við skulum ekkert fara í felur með þetta lengur. Auðræðið sem fylgir nýklassískri hagfræði ætlar sér að komast yfir auðlindir okkar. Ef það gerist er framtíð þjóðarinnar í hættu.

Flowell, 12.11.2013 kl. 20:13

9 identicon

Landsvirkjun er í sigtinu....leynt og ljóst!

Almenningur (IP-tala skráð) 12.11.2013 kl. 20:49

10 identicon

Það er algjör lífsnauðsyn þjóðinni að átta sig á því að stjórnarformenn tveggja banka, Friðrik Sophusson og Þorsteinn Pálsson ráða nú algjörlega förinni ásamt Gunnlaugi Sigmundssyni og Vilhjálmi Þorsteinssyni og Davíð Oddssyni. 

Á meðan munu Össur og Ögmundur hlæja eins og slafrandi hýenur með Steingrími Joð á bakvið tjöldin enda allir með öll sín réttindi tryggð alla leið niður til heljar þjóðarlíkamans.

Brátt líður að því að Landsvirkjun verður einkavædd án þess að þjóðin rumski. 

Þjóðin flýtur að feigðarósi meðan fjölmiðlar ofangreindra manna flytja helst fréttir af kolvetnakúrum og samförum á klósettum fatlaðra og kitlar þannig starfsemina neðan þindar en til forheimskunar heilabús þjóðarinnar. 

Ég las það í Samúel (IP-tala skráð) 12.11.2013 kl. 21:50

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Flowell og aðrir góðir  kappar.

Ég held að til sé mjög einföld leið til að skera úr um hvor grein hagfræðinnar feli í sér grósku og gróanda, og hvor marki endalok siðmenningarinnar.

Keyníski skólinn og sá Nýklassíski gætu tilnefnt sinn hvorn fulltrúann sem þeir treystu best til að standa fyrir máli sínu, og leiða þessa deilu í eitt skipti  fyrir allt til lykta.

Með deilendur yrði farið um borð í skip, og siglt rakleiðis að eyju Róbinson Krúsó, og þeir settir þar á land, til að útkljá þessa deilu, í eitt skipti fyrir allt.

Þeir ættu að dvelja þar í þrjú ár og í farareyri mættu þeir velja milli fullrar kistu af gulli, eða fullrar kistu af jarðverkfærum og útsæði.

Ég veit hvað Keynistinn myndi velja, enn ekki viss um þann nýklassíska.  En standi hann fast á kenningu sinni, og velji hinar peningalegu eignir, þá er óþarfi að vitja hans eftir þrjú ár, ekki nema þá til að jarðsetja jarðneskar leifar hans.

Því deilan er fáránleg, en hún gerir suma ríka.

Og við hin látum þessa suma spila með okkur út í eitt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.11.2013 kl. 23:08

12 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Að auka ríkisframkvæmdir með lántökum til að "keyra" út úr kreppunni er hagfræðikenningin sem virkaði í kreppunni miklu fyrir miðja síðustu öld. Nú er þessi sama kenning að keyra ríkið um koll Vestanhafs.

Þesi hagfræði virkar á meðan einhver vill lána ríkinu og lánstraustið þraut ekki á 4. áratug síðustu aldar.

Þegar enginn vill lána lengur þá er staðan að öllum líkindum orðin mun verri heldur en þegar farið var út í framkvæmdirnar. Þá er ekki bara atvinnulífið og heimilin gjaldþrota heldur einnig ríkisvaldið. Hér er betra að staldra vð og hugsa vandlega næstu skref.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 13.11.2013 kl. 07:33

13 identicon

Peningaprentun er ein af leiðum ríkisins til lántöku Ragnar Geir.

Toni (IP-tala skráð) 13.11.2013 kl. 07:56

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ragnar.

Þú ferð rangt með allt, staðreyndir, orsakasamhengi.

Í fyrsta lagi er ekki verið að keyra á peningaprentun USA, bandaríski Seðlabankinn bjargaði fjármálakerfinu frá hruni með því að kaupa skuldabréf af bönkum, og hann gerir það í dag í einhverju mæli, færir fyrir því rök að það sé skaðlegra að láta allt kerfið hrynja, og þau rök standast skoðun.

Hin beina peningaprentun er ekki mörg prósent af heildarpeningamagni í umferð, aðeins brot af þvi sem bankarnir bjuggu til á þenslutímum sínum.  Mig minnir að hún hafi verið innan við 3% þegar hún var sem mest, en ég nenni ekki að fletta upp á því.

Peningaprentun byggist ekki á því að einhver vilji lána ríkinu, peningaprentun byggist á því Seðlabanki ríkja með sjálfstæðan gjaldmiðil, prenti peninga þegar skortur er á þeim í kerfinu.  

Hún er viðskiptavaki, svipað og þegar menn fundu gullnámur í gamla daga, eða fóru í ránsleiðangra til annarra landa til að ná sér í gull og önnur verðmæti.

Í dag er hins vegar stundað andpeningaprentun, ríkið er skuldfært og peningar síðan teknir úr efnahagslífinu í formi vaxta.

Vandinn er þannig aukinn og það fyndna að þessi kreppa af manna völdum er kölluð efnahagsstefna, og fólki talið í trú um að ekki séu önnur úrræði í stöðunni.

En sú trúgirni hefur ekkert með raunverulegar staðreyndir að gera.

Hún er bara trúgirni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.11.2013 kl. 09:03

15 Smámynd: Flowell

Sæll Ragnar.

Forsenda fyrir að sama hagfræðikenning sé notuð nú og á fjórða áratug síðustu aldar er að peningur sem hlýst af auknum lántökum ríkisins fari í verkefni sem gefa einhver verðmæti af sér. Að peningur fari í raunhagkerfið en ekki á eignamarkaði - það er tvennt ólíkt. T.d. mannaflsfrekar framkvæmdir.

Sæll Ómar.

Já, þessi deila er fáránleg en hópþrýstingur virðist vera besta ráðið til að fá einhverju breytt og því nauðsynlegt að rifja deiluna upp með reglulegu millibili. Þrýstingurinn er orðinn svo mikill að sums staðar er hagfræðikennsla að breytast því nemendur þrýsta svo mikið á kennara sína um að fá henni breytt. Það veit á gott. Því grunnvandræðin má að einhverju leyti rekja til hagfræðináms þar sem nýklassískar kenningar einoka mestallt námið, í það minnsta á Vesturlöndum.

Flowell, 13.11.2013 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 12
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1664
  • Frá upphafi: 1412778

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 1483
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband