12.11.2013 | 15:11
Klúður um klúður.
Aumingja Framsóknarmenn, flest verður þeim að háðung í dag.
Nú síðast að gera alþingismann að meintum aðstoðarmanni forsætisráðherra.
Hér á árum áður hét þetta að menn ynnu náið saman.
Núna heitir þetta að vera aðstoðarmaður, bæði til minnkunar fyrir forsætisráðherra sem og þann unga dreng sem háðungina hlaut.
Líkt og Sigmundur Davíð sé Gnarraður og Ásmundur Einar hafi aðeins verið uppá punt í hagræðingarnefndinni.
Sem hann náttúrulega var, aðeins hugsaður sem blóraböggull að hálfu Sjálfstæðismanna.
Það er ótrúlegt að framsóknarmenn hafi ekkert lært af óförum Halldórs Ásgrímssonar.
Hann sat alltaf uppi með skammirnar en Sjálfstæðisflokkurinn með hrósið að hætti góðrar og gildrar frjálshyggju. Sbr. að láta auðfólk hirða hagnaðinn en almenning skuldirnar.
Barnaskapur Halldórs hafði næstum útrýmt flokknum, en honum til tekna í hugum hinna dyggu að þá gerði hann nokkra þeirra ofurríka.
Sigmundur Davíð vann mikið afrek við að endurreisa fylgi flokksins, þó hann hefði náð lengra ef hann hefði verið heill í Keynisma sínum. Keynisminn bjargaði jú Vesturlöndum úr klóm kommúnista og tryggði velsæld í 60 ár.
En meir er afrek hans að klúðra svo málum að í vetrarlok mun þurfa að nota logandi ljós, og það sterkt, til að finna einhvern sem játar að hafa kosið flokkinn.
Að láta sér detta í hug að forysta Sjálfstæðisflokksins hafi haft nokkurn annan tilgang með ríkisstjórnarþátttöku sinni annan en þann að vera ljónið í vegi réttlætis og framfara.
Það þarf mikla valdablindu til að sjá ekki hið augljósa.
En guð minn góður, það afsakar ekki restina.
Rasisma Vigdísar Hauksdóttur, klúðrið með hagræðingarnefnd, ítrekuð frí á ögurstund þjóðarinnar.
Svikin loforð, klaufaskapur í þágu athlægis.
Þetta er afrek, mikið afrek.
En ekki í þágu þjóðar, heldur hins svarta fjármagns.
Vogunarsjóðirnir kunna sitt fag.
Eftir situr hnípin þjóð í vanda.
Kveðja að austan.
Ásmundur aðstoðar Sigmund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 513
- Sl. sólarhring: 711
- Sl. viku: 6097
- Frá upphafi: 1400036
Annað
- Innlit í dag: 465
- Innlit sl. viku: 5229
- Gestir í dag: 446
- IP-tölur í dag: 441
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ómar minn, ég verð að segja að mér lýst vel á margar af þessum tillögum sem hagræðingarnefndin hefur skilað af sér, menn segja að þetta sé almennt orðað og svo framvegis, en þetta eru fyrst og fremst tilllögur sem eftir á að ræða um og ákveða, þess vegna er betra að þær séu ekki of njörvaðar niður. Með því að fá svo Ásmund til að fylgja þessum tillögum eftir, setur vigt á verk nefndarinnar. Við verðum bara að sjá hvað kemur svo út úr þessu. Þarna er margt sem hefur einmitt verið rætt um og leiðir tvímælalaust til sparnaðar, án þess að illa fari, í mesta lagi að einhver möppudýr missi vellaunaða vinnu. Eigum við ekki að bíða og sjá?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2013 kl. 18:25
Blessuð Ásthildur.
Þú kemur eiginlega með þessa athugasemd inní vitlausan þráð því hér að ofan er ég ræða yfirvofandi fall Framsóknarflokksins.
Í pistli mínum um hagfræði andskotans rek ég af hverju það er heimskara en heimskt að bregðast við kreppu með hagræðingu og í athugasemd bendi ég einu sjálfstæðismanni á þá einföldu staðreynd að stjórnmálamenn sem skilja ekki einföldustu lögmál hagfræðinnar, ættu ekki að koma nálægt stjórn landsins.
En þar sem þú ert ekki stjórnmálamaður Ásthildur þá vil ég benda þér á að erfiðleikar Evrópusambandsins stafa ekki af því að ríkjasambandið heitir Evrópusamband, heldur vegna þess að ráðamenn þar hafa hundsað þessi einföldu lögmál hagfræðinnar.
Og gagnrýni mín á Jóhönnu og Steingrím átti sér ekki rætur í nöfnum þeirra, það er að þau hétu Jóhanna og Steingrímur, heldur vegna þess að þau fylgdu þessari hagfræði andskotans, í þágu auðs og auðmanna, á kostnað almennings og þjóðar.
Eins virðist þú ekki átta þig á því Ásthildur að hin meintu möppudýr hafa vinnu vegna þess að þau vinna eftir lögum og reglum sem samþykkt eru á Alþingi.
Ef hagræðingarnefndin hefði ráðist gegn þessu reglubákni, það er lagt til atlögu gegn regluverki ESB, þar sem fyrsta skrefið er að segja upp EES samningnum, þá fylgdi alvara orðum.
En það er ekki lagt til.
Heldur aukin samþjöppun og óskilvirkni, í anda ESB.
Enda notuð sömu rökin, sömu frasarnir og til dæmis Spánverjar þurftu að hlusta á þegar núverandi forsætisráðherra íhaldsmanna ætlaði að auka hagvöxt með niðurskurði og einföldun regluverksins.
En þar sem hann lagði ekki til úrsögn úr ESB, þá gerðist náttúrlega ekki neitt í sambandi við regluverkið, og hönd dauðans lagðist yfir spænskt efnahagslíf.
Frasar duga ekki gegn raunveruleikanum Ásthildur, heldur raunveruleikinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.11.2013 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.