Af hverju grípur Bjarni ekki líftaugina??

 

Hví reynir hann ljúgandi að réttlæta mistökin sem hann ber ábyrgð á.

Án stuðnings, án nokkurrar samhljómunar út í samfélagið.

 

Þverpólitísk sátt, með Kristján Þór Júlíusson í fararbroddi, náðist um að skera hann niður úr snörunni sem pólitísk kredda kom honum í.

Svo bullar stráksgreyið um að aðhaldsaðgerðir fjárlagafrumvarpsins bitni ekki á Landsspítalanum.

Eins og að hann sé á móti öðru tækifæri í stjórnmálum.

 

Við hvað er Bjarni hræddur??

Að Hannes flengi hann, að Kjartan Gunnarsson verði reiður??

Óttast hann jafnvel að Friedman rísi upp úr gröf sinni og skammi hann fyrir undanlátssemi við velmegun og velferð??

 

 

Hvað er að Bjarna Ben???

Veit það nokkur???

Kveðja að austan.


mbl.is Aðhaldsaðgerðir bitna ekki á LSH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Ómar.

Þér hefur ekki dottið það í hug að  Bjarna hefur tekist það sem hefur verið efst í huga sjálfstæðismanna í gegnum árin, þ.e. að byggja upp og hlúa að velferð þjóðarinnar.  Honum  hefur tekist að skapa mikinn samhljóm í samfélaginu og á Alþingi.

Þessi samhljómur kostaði ekki meira en svo en að áætla skitnar  200 milljónir tekjur aukalega  til handa Landspítalanum  í fjárlagafrumvarpinu. 

Umræðan um þessar 2oo milljónir eru að stefna í að verða 3 milljárðar í framlög til heilsugæslunuar (landspítalans) umfram það sem áður var birt.

Honum hefur tekist að mynda þennan samhljóm um aukin framlög til spítalns. Stjórnarandstæðan mun ekki rísa upp og mótmæla öðrum niðurskurði á  vígstöðvum niðurskurðarhnífsins.

Honum hefur tekist að fá samhljóm samfélagsins um sterkan niðurskurð á sviðum ríkisinsi, en sá samhljómur á niðurskurði á ekki við heilsugæsluna.

Ég mun bíða spenntur þegar Alþingi hefur samþykkt 3 milljarða aukningu til handa Landspítalnum og sjá hvar hnífurinn lendir til að ná upphaflegu markmiði um jöfnun eða + í fjárlögum. 

 Þannig að ég get með nokkurri vissu segja, að enginn mun rísa upp úr sæti og láta reiði sína í ljós, því flestir munu sjá sín tækifærin í náinni framtíð.

Eggert Guðmundsson, 10.10.2013 kl. 22:52

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eggert.

Ég skal játa að ég fattaði ekki þetta sjónarhorn.  Að leiðin til að bjarga heilbrigðiskerfinu væri að hóta að eyðileggja það.

Hvað þá að ég hafi vitað að það þyrfti skapa samhljóm út í samfélaginu til að bjarga heilbrigðiskerfinu.

Ég dreg það ekki í efa Eggert að sjálfstæðismenn almennt, líkt og restin að þjóðinni, haft velferð og uppbyggingu samfélagsins í forgang.  Hef sjálfur fært fyrir því rök því ég þekki ágætlega sögu Sjálfstæðisflokksins.

En auðmannapóltíkin, kennd við Friedmanisma, gerir það sannarlega ekki.  Hún er hönd dauðans yfir samfélögum Vesturlanda, og er mesta ógnin í dag við heimsfriðinn.  Vegna þess að arðrændur kostnaður rís alltaf upp, að lokum.

Og þá með hatri og heift gegn ríkjandi stéttum.

Auðmannapólitíkin er að baki efnahagsstefnu Brussel, að skera niður til að ná hallalausum fjárlögum, að vernda gjaldmiðil á kostnað grunnþjónustu, að bjarga fjármálakerfi í stað þess að bjarga samfélögum.

Ég get ekki sagt að þessi stefna niðurrifs og samfélagsógnar sé stefna núverandi ríkisstjórnar, hún reynir að vernda velferðarkerfið.  En innan ramma hugmyndafræði ESB um niðurskurð og hallalaus fjárlög.

Sem er röng efnahagsstefna því skert eftirspurn leiðir til skertrar framleiðslu, einföld staðreynd sem sjálfstæðismenn vissu í áratugi.  Eins og þú bendir réttilega á með orðinu "uppbygging".

Enda er uppbygging íslensku þjóðarinnar á síðustu öld einsdæmi í Evrópu og á sér aðeins samsvörun í uppbyggingu Suður Kóreu.

Það er ekki sagan sem sjálfstæðismenn þurfa að skammast sín fyrir, það er nútíminn, að þeir kasta ekki af sér hlekkjum Friedmanismans og leiti í rætur flokksins.

En það er önnur saga og fyrir utan athugasemd þína.

Ef þetta er rétt mat hjá þér, þá tel ég að Bjarni hafi vakið upp óvin sem mun reynast ríkisstjórninni mjög erfiður.

Sá óvinur er reiði almennings, sem hann mun ekki ná að sefa þó hann gefi eftir.

Hefði hann haft kjark til að setja strax pening í Landsspítalann, þá hefði hann hugsanlega geta varið fjárlagafrumvarpið.

Hans bíður undanhald, og það verður honum til háðungar.

Því miður Eggert, þannig er það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.10.2013 kl. 15:06

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Ómar.

Það verður ekki svo mikil reiði hjá almenningi sem mun beinast að Bjarna, þegar endanleg fjárlög ná í gegn.  Þegar búið er að skýra út fyrir fólki, almennilega, nauðsyn þess að skera niður "báknið"og út af hverju þjóðartekjur útflutningsafurða okkar geta ekki haldið sama "standard" og hefur verið sl. áratug. 

Þú bendir réttilega á að "auðmannapólitíkin" í Brussel (þó ég vil meina að það sé auðmannapólitík  í Þýskalandi) vill hallalaus fjárlög, sem mun bitna á allri grunnþjónustu í ESB. Við vitum báðir að með  hallalausum fjárlögum ríkja í ESB, þá veldur það skertri kaupgetu almennings. Skert kaupgeta almennings í Þýskalandi á eftir að skella á þar innan 2-5 ára.  

Á sama tíma og við íslendingar erum að vinna bug á okkar efnahagsvanda, þá mun vandi almennings  aukast í flestum ríkjum ESB, og þangað flytjum við mikið af okkar útflutningsafurðum í samkeppni við eitt ríkasta land jarðar. 

Það væri gott ef fréttamenn okkar væru"heiðarlegir" og segðu söguna eins og hún blasir við fréttamönnum þeirra ríkja sem þeir starfa í.  Alvöru fréttamenn þurfa ekki annað en að segja SANNLEIKANN- og vera heiðarlegir í því.

Ég tel að bæði Sjálfstæðis-og Framsóknarflokkur séu að nálgast´hugmyndafræðilegar  rætur sínar og munu sína það á komandi vetri. Ég tel þaðhafa verið rétt að vekja athygli almennings á kostnaði Ríkisins af hverjum  sjúklingi á hverjum degi hjá sjúkrastofnun. Égheld að fréttir í RÚV og fleiri miðlum hafi sett mikla rannsóknarvinnu í gang vegna þessa.

Því tel ég ekki að það verði neitt undanhald, heldur fremur sókn til velferðar.  Því Sjálfstæðismenn vita það að sjúkir menn vinna ekki þau störf sem þarf að vinna, og því hafi Bjarni sýnt kjark í því að ögra öllum, til þess að menn gætu tekið upp rétta stefnu.

Eggert Guðmundsson, 11.10.2013 kl. 22:00

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eggert.

Einhvern daginn munt þú sjá mótsagnirnar í þvi sem þú segir hér að ofan.

Vissulega hef ég áður mætt þessum mótsögnum, ég byrjaði ekki að blogga í gær, blautur á bak við eyrun.  En að baki bjó viss lífsháski sem ekki er til staðar í dag.

Það vita það allir að Bjarni er dauður ef hann gefur ekki eftir.

Og þar með hreyfir þetta ekki við mér lengur. 

Mér er alveg sama hvaða vitleysa verður ofaná, eða hvað vitleysingur fær mestu athyglina.  Þjóðin uppsker það sem hún sáði.  

Og við því er ekkert að gera.

Það þjónaði tilgangi að veikja vinstri stjórnina, það þjónar ekki tilgangi að veikja þessa stjórn.

Hvað mig varðar þá má fólk hafa sínar skoðanir fyrir mér, en ég ýti ekki undir óreiðuna nema ég telji það þjóna einhverjum tilgangi.

Þetta er allt sama tóbakið í dag.

Kveðja að austan.

Það mátti deila um orð Geirs Harde á sínum tíma, hvort nokkur þörf væri fyrir guð að blessa heiminn, en maður deilir ekki um slíkt í dag, vonar aðeins að hann blessi þjóðina svo hún farist ekki.

En það er eins og það er.

Ómar Geirsson, 12.10.2013 kl. 04:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 450
  • Frá upphafi: 1412812

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 389
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband