Einn daginn verður ekki sagt Úlfur, Úlfur.

 

Vegna þess að það verður enginn eftir til að vara okkur við allt sé byrjað að hrynja á Landsspítalanum

Starfsfólkið sem eftir er gefst upp, orkar ekki meir, fer.

 

Við getum ekki hundsað þessi aðvörunarorð Friðbjörns Sigurðssonar; "Ég finn að það er vaxandi órói innan spítalans um að það sé ekkert að fara að gerast, og fyrst og fremst eru gríðarleg vonbrigði varðandi fjárlögin.  ....Væntingar hafi verið uppi um að í þetta sinn yrði bætt í, eftir áralangan niðurskurð."

Það þurfa ekki margir starfsmenn að veikjast, það þurfa ekki mörg tæki að bila, og spítalinn ræður ekki við ástandið.  Því það er ekkert uppá að hlaupa, heldur er gengið á innistæðuna og bráðum verður ekkert eftir.

Það verður að gera eitthvað.

 

Moggabloggið hefur verið vígi íhaldsbloggara af  ýmsum gerðum, sem hafa átt það sammerkt að gagnrýna harðlega stefnu síðustu ríkisstjórnar, þjónkun hennar við erlent braskarafjármagn, niðurskurðarstefnu hennar, skatthækkanir, almenna atlögu að efnahagslífinu og framtíð þjóðarinnar.

Núna þegar þeirra flokkar eru komnir í stjórn, þá annaðhvort mæra þeir stefnu hinna hallalausu fjárlaga, sem var hornstein stefnu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, eða þeir þegja, þunnu hljóði.

Þekkt ferli stuðningsmanna Steingríms Joð Sigfússonar eftir umpólun hans í ársbyrjun 2009, þegar hann á einni nóttu hætti harðskeyttri gagnrýni sinni á óráð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins  og gerðist fjármálaráðherra í ríkisstjórn sem hafði efnahagsstefnu sjóðsins að útgangspunkti.  Og stuðningsmenn hans gleymdu á sömu nótt, æru sinni, sæmd og sóma.

 

Það er sorglegt að sjá sjálfstæða menn svona ósjálfstæða, svona hrædda við sjálfstæða hugsun.

Á því eru þó undantekningar, og mig langar að minnast á eina sem ég las núna rétt áðan hér á Moggablogginu.

Pistillinn heitir "Fresta tekjuskattslækkun - upphæðina í heilbrigðiskerfið"og er eftir Axel Jóhann Axelsson.  

Mig langar að vitna í orð hans; 

 

Tækjakostur Landspítalans er meira og minna úr sér genginn og úreltur og sú sáralitla endurnýjun tækja sem átt hefur sér stað á undanförnum árum hefur komið frá ýmsum félagasamtökum eftir fjársafnanir meðal þjóðarinnar. Ný ríkisstjórn hefur boðað að miðþrep tekjuskatts einstaklinga skuli lækkað um 0,8% og spara launþegum þannig um fimm milljarða króna á næsta ári.  .... Þrátt fyrir að þjóðin sé orðin fullsödd af skattaáþján vinstri stjórnarinnar verður hreinlega að fresta fyrirhugaðri tekjuskattslækkun um eitt ár og láta fimm milljarðana renna til heilbrigðiskerfisins, en með því móti væri hægt að bjarga því frá hruninu sem annars er stórhætta á að verði.;

 

Og á þessu augnabliki hef ég engu við þau að bæta.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Erfitt verk fyrir höndum á lyflækningasviði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þessu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2013 kl. 13:00

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Ásthildur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.10.2013 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 521
  • Sl. sólarhring: 673
  • Sl. viku: 6252
  • Frá upphafi: 1399420

Annað

  • Innlit í dag: 442
  • Innlit sl. viku: 5297
  • Gestir í dag: 406
  • IP-tölur í dag: 399

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband