Þarf réttlæti að utan??

 

Er stjórnmálastéttin okkar svo heillum horfin að hún getur ekki breytt rétt??

 

Tveir ungir menn hafa gert sig ærulausa með fyrsta fjárlagafrumvarpi sínu.  Fyrir utan að kreddan um hallalaus fjárlög er röng, sannarlega röng samkvæmt dómi sögunnar, þá heykjast þeir við að takast á við grunnvanda þjóðarinnar.

Sem er verðtryggingin og afleiðingar hennar.  Sýndarkrónurnar sem hafa ekki nokkra tilvísun í raunverulega verðmætasköpun, eignaupptaka sem er meiri en jafnvel bolsévikar treystu sér til á fyrstu stjórnarárum Lenín, þjóðfélagslegur óróleiki, efnahagsleg stöðnun.

Endalok þess samfélags sem við þekkjum ef ekki er gripið til rótækra ráðstafana.

 

Frasinn um hallalaus fjárlög er ekki slík ráðstöfun.  Hagheimska sem er langt komin með að leggja lönd Suður Evrópu í rúst, og mun ganga að heilbrigðiskerfinu okkar dauðu innan ekki svo langs tíma.

Og þessi frasi eru einu aðgerðir þessu ungu manna.

 

Stjórnmálastéttin okkar gat ekki að fyrra bragði krafið bankanna um að fara eftir lögum um vexti og verðtryggingar, það þurfti dóm Hæstaréttar til að gengislán yrðu leiðrétt.

Stjórnmálastéttin okkar ætlar ekki að horfast í augun á skaðsemi verðtryggingarinnar svo að von efnahagslífsins felst í að dómur að utan staðfesti ólögmæti hennar miðað við evrópska reglugerð um neytendalán.

Stjórnmálastéttin okkar getur ekki neitt annað en að skipta um hlutverk milli stjórnar og stjórnarandstöðu þar sem sömu ræðurnar eru fluttar aftur og aftur.

 

Engin döngun, ekkert þor, ekkert áræði til að skipta úr einskis nýtum frösum yfir í umræðu um raunhæfar aðgerðir.

Í raun er stjórnmálastétt okkar einskis nýt, og það besta sem hægt er að segja um hana að hún er gjörspillt, peningarnir sem fóðra hana ráða öllum hennar gjörðum.

 

Þjóð sem þarf réttlæti að utan, er ekki þjóð sem ræður við þá ábyrgð sem fylgir sjálfstæði og frelsi.

Hún ræður ekki við að tryggja börnum sínum mannsæmandi framtíð, ef hún þarf utanaðkomandi aðstoð við að tryggja réttlæti og frið.

 

Í dag er Ögurstund þjóðarinnar.

Ef við leyfum litlu strákunum að eyðileggja heilbrigðiskerfi þjóðarinnar þá er allt búið.

Ef við látum óréttlæti stökkbreyttra lána viðgangast þá er allt búið.

Ef við sækjum réttlæti að utan, þá er forsenda sjálfstæðis okkar úr sögunni.

 

Og þó við lokum augunum og ímyndum okkur að allt sé í himna lagi, eða til vara, að allt lagist að sjálfu sér, þá er það ekki svo.

Það er líklegra að við læknum banvænt krabbamein með slíkum tilburðum en að við leysum vanda þjóðarinnar með slíkri aðferðafræði.

Við högum okkur eins og við séum öll steingeld, að við eigum ekki líf sem þarf að vernda.

 

Sem við erum ekki.

Þó við þrífumst í tómi, þá þrífst framtíð barna okkar ekki í tómi.

 

Við eigum ekki að þurfa réttlæti að utan.

Við eigum sjálf að vera réttlát.

Og tryggja náunganum rétt, þó við sjálf höfum ekki skaðast.

 

Við erum öll á sama báti.

Við erum ein þjóð.

 

Við erum við.

Kveðja að austan.


mbl.is Leita álits EFTA-dómstóls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki nokkuð ljóst að lausnin felst í því að gera allar eignir lífeyrissjóðakerfisins upptækar og nota þá reiknuðu fjármuni til þess að "núlla" út reiknaðir skuldir einstaklinga? Taka síðan upp gegnumstreymiskerfi lífeyris að evrópskri fyrirmynd og hætta þessari sýndarmennsku með reiknaða sjóðsmyndun, sem er verri en einskis virði eins og dr. Ólafur Margeirsson hefur margsinnis bent á?

E (IP-tala skráð) 9.10.2013 kl. 18:45

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Er ekki eign í ríkisbréfum aðeins eitt form gegnumstreymiskerfis??

Annars hélst ég að sparnaður sem festur er í raunverulegum verðmætum hefði alltaf gildi.  

Það er allavega til fjölskyldur útí hinum stóra heimi sem hafa ekki unnið í aldir en lifa ágætis lifi á sparnaði forfeðra sinna.

Ég held, án þess að ég þori að fullyrða það, að Ólafur sé fastur í þeirri hugmyndafræði sem hann var fóðraður á námi, og hugsi út frá henni.

Hann sér vankanta hennar, en hugsar ekki út fyrir hana.

Það var hugmyndafræðin sem kom því í gegn að lífeyrissjóðirnir mættu aðeins fjárfesta í óverðmætum en það þarf ekki að vera svo.

En það er önnur umræða.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.10.2013 kl. 06:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 24
  • Sl. sólarhring: 140
  • Sl. viku: 189
  • Frá upphafi: 1320032

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 165
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband