EES samningurinn gerði Ísland gjaldþrota.

 

Það var hann sem losaði um allar hömlur og öll höft sem kolbrjálaðir bankamenn nýttu sér til hömlulausrar útrásar.

Ef íslensk stjórnvöld reyndu að malda á móti, þá var kært til ESA, með þekktum afleiðingum.

 

Gleymum ekki staðreyndum.

Kveðja að austan.


mbl.is Íslendingar tóku gagnrýni sem árás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

það er engin leið að kenna þessum samningi um þetta. Heldur miklu heldur þeim sem misnotuðu þennan nýja samning og einnig þeim stjórnvöldum sem ekki hirtu um að setja eðlilegar leikreglur um starfssemi banka og fjármálafyrirtækja svo eitthvað sé nefnt.

Hér átti að verða til fyrirmyndarríki í fjármálaviðskiptum og alheimsfjármálamiðstöð sem gæti tekið að sér hlutverk ekki óskyldu þvi sem er á Tortola.

Kveðja

Kristbjörn Árnason, 5.10.2013 kl. 18:18

2 identicon

Það er alla vega enginn endir á því hversu saklausir, góðir og heiðarlegir Íslendingar telja sig í samanburði við glæpamennina, öfundarmennina og hrægammana sem byggja útlöndin. En ef það er eitthvað sem Íslendingar skara framúr í þá er það að skíta uppá bak og benda á alla aðra. Manndómurinn til að horfast í augu við eigin galla, viðurkenna mistök sín og taka afleiðingunum er ekki til í þjóðarsálinni.

Espolin (IP-tala skráð) 5.10.2013 kl. 18:42

3 identicon

blessuðu ERLENDU sérfræðingarnir sem allt vissu

verst að þeir fengu enga vinnu hjá matsfyrirtækjunum sem héldu okkur í A+++++++++++++++++

alveg fram af bjarbrúninni

Grímur (IP-tala skráð) 5.10.2013 kl. 19:56

4 Smámynd: Þarfagreinir

„Einkavæðingin hefur nú staðið yfir í rúman áratug. Búið er að selja mikinn fjölda ríkisfyrirtækja á þeim tíma. Áður var til dæmis allur fjármálamarkaðurinn bundinn af eignarhaldi ríkisins á viðskiptabönkunum. Nú hafa þeir allir verið seldir og verið er að undirbúa sölu á Landssíma Íslands. Engin krafa var gerð um einkavæðingu í samningnum um EES.“

https://www.andriki.is/default.asp?art=05052004

Þarfagreinir, 5.10.2013 kl. 20:07

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristbjörn.

Á einhverjum tímapunkti verður þú að sjá hvað er að gerast í heiminum.

Ísland er ekki eyland.

Farðu á bókasafnið og lestu Bréf til Maríu eftir Einar Már Jónsson, og svo strax í kjölfarið Örlagaborgina eftir sama höfund.

Þá þekkirðu illfylgin sem við erum að glíma við, þau stjórna ESB í dag.

Kyngdu því svo að leikreglurnar okkar voru nákvæmlega eftir reglubók ESB, enda var okkur ókleyft annað.

Hættu svo að trúa bretalyginni um það að hér hafi ekki verið staðið eðlilega að málum, menn voru með stimpla bak og fyrir frá viðeigandi eftirlitsstofnunum ESB/EFTA um að svo væri, sem og OECD.

Vitleysingarnir okkar gátu aðeins gert sín strandhögg vegna hins sameiginlega markaðar.

Eini munurinn á okkur og hinum þjóðunum var sá að hér var gengið rösklegar í verkið að setja fjármálakerfið á hausinn.  

En ef Lehamsbræður hefðu fallið 2 árum seinna, þá hefði Þýskaland líka farið, ásamt Bretlandi og USA, og falla hinna síðastnefndu hefði verið það stórt, að það hefði ekki verið hægt að fela það með peningaprentun.

Evru bönkunum var svo bjargað 2011/2012, af Evrópska seðlabankanum.

Áttaðu þig á Friedmanismanum Kristbjörn, Hannes fann hann ekki upp.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.10.2013 kl. 20:43

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Espolin.

Á milli klukkan 5 á föstudögum, til klukkan 8 á mánudögum, þá nenni ég ekki að skattyrðast við nafnlaus vogunarsjóðskostuð skrípi.

Ef þú ert ekki slíkt skrípi, komdu fram undir nafni.

Og hættu að tala eins og bjáni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.10.2013 kl. 20:45

7 identicon

en þetta eru frjálshyggjukreddur sem vaða uppi, að einkavæða alla skapaða hluti og allt

verður svo betra, en ísland er einmitt dæmi um hætturnar í því. Á vinstri vængnum vilja

menn sameinast þjóðabandalögum eins og að allt verði betra þá, það er ekkert víst heldur

Grikkland, Spánn og Kýpur eru mjög góð dæmi um það.

þorvaldur (IP-tala skráð) 5.10.2013 kl. 20:46

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þarfagreinir.

Hvaða samband er á milli banka í einkaeigu og bankahrunsins mikla á Vesturlöndum haustið 2008???

Ertu ekki staddur í vitlausri greiningu???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.10.2013 kl. 21:38

9 identicon

er ekki best að hafa þetta eins og á gamla íslandi, fá gjaldeyri fyrir fiskinn

og hafa trausta banka sem vinna fyrir þjóðina, þeir vinna fyrir einhverja allt

aðra í dag, ég held að það er í lagi að vera með gjaldeyrishöft áfram

þorvaldur (IP-tala skráð) 5.10.2013 kl. 21:44

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er svo sem best fyrir þjóðina þorvaldur, en kemur sér illa fyrir fjárþjófa. Og braskara.

Og leppar þeirra stjórna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.10.2013 kl. 23:51

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Vissulega voru til menn sem vöruðu við á ýmsum forsendum, en flestar aðvaranirnar eru eftirá skýringar.

Svo féll fjármálakerfi Vesturlanda, í heild sinni.

Sérstaða Íslands var sú að það var ekki hægt að sópa fallinu undir tepp seðlabanka.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.10.2013 kl. 23:53

12 identicon

Ekki get ég annað en verið sammála hverju einasta innslagi hjá þér Ómar.

Jón Logi (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 12:10

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Jón Logi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.10.2013 kl. 12:31

14 identicon

Ísland fór aldrei á hausinn.

Þrír bankar í einkaeigu fóru á hausinn.

Spilltir pólitíkusar ákváðu svo að steypa ríkinu í hrikalegar skuldir til að aðstoða einkarekin fyrirtæki.

Það hefur ekkert með EES samninginn að gera.

Það var ekkert til fyrirstöðu að láta bankana bara fara, hefði verið nóg að stofna einn nýjan.

Ríkið var skuldlaust fyirr hrun, og gæti verið í svipuðum sporum enn í dag hefðu spilltir mútuþegar fjórflokksins ekki ákveðið að ríkisvæða allt þetta tap.

Við erum t.d. núna að borga tugi miljarða á ári, í dýrmætum gjaldeyri í vaxtakostnað af gjaldeyrisforða sem við höfum ekkert með að gera.

(nema til að aðstoða einkarekin fyrirtæki).

Það væri ágætis byrjun að skila öllum gjaldeyrisforðanum, og enn betra ef við færum svo í svokallaða skiptigengisleið yfir í nýjan gjaldmiðil og skiljum skuldir kröfuhafanna eftir.

Það eru einkaaðilar sem skulda þessum kröfuhöfum, ekki ríkið og algerlega galið að ríkið fari að skuldsetja sig í erlemdum gjaldeyri til að aðstoða erlenda vogunarsjóði að hámarka sinn arð.

Sjóðir sem sennilega flestir er hér í gegnum víkingana okkar sem fár rentu af öllu draslinu.

Sigurður (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 17:07

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Það má svo sem alveg deila um það orðalag hvort þjóð verði gjaldþrota við að fjármálakerfi hennar hrynur, með þeim afleiðingum að 60-70% allra fyrirtækja missa sjálfstæði  sitt í hendur fjármálastofnanna, og um 40% af heimilum landsins verði gjaldþrota ef lánaskilmálum húsnæðislána þeirra verði ekki breytt.

En ég skil pointið, íslenska ríkið varð ekki gjaldþrota, og þjóðin gat staðið í skilum með erlend lán sín.

En ég ætla samt að halda áfram að nota þetta orðalag, það segir allt sem segja þarf um ástandið haustið 2008, og afleiðingar þess.

Restin af athugasemd þinni fjallar um það sem gerðist eftir Hrun og kemur þeirri staðreynd ekkert við að fjármálahrunið varð vegna EES samningsins.

Það er svo einfalt að það þarf algjöra afneitun til að sjá það ekki.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 6.10.2013 kl. 18:48

16 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ekki misskilja mig Ómar. Ég hef alltaf verið í andstöðu við inngöngu Íslands í ESB og einnig í andstöðu við aðild Íslands að EES samningum og aðild Íslands að EFTA.

Mundu Ómar að í grunninn er ég húsgagnasmiður og þekki á eiginn skinni hvernig það er að taka á móti sérfræðingum frá norðurlöndunum sem komu til að tala niður til okkar hér á Íslandi. En þetta voru allt markaðssérfræðingar í dulaklæðum fyrir erlend fyrirtæki sem notu vitneskju þessara manna til að hertaka íslenskan markað.

Ég er einnig sammála þér að upptaka evru bjargar engu, það þarf að taka upp ábyrga efnahagstjórnun á Íslandi og einnig að breyta ýmsu öðru. Þá breytir litlu hvaða mynt við notum. Það sama má segja um höftin umræðan um þau þjóðsagnakennd.

Þetta voru samskonar sérfræðingar og við sendum til Afiríku.

En auðvitað voru þessir samningar misnotaðir af þeim sem það gátu. Það er einnig staðreynd að íslensk stjórnvöld brugðust skyldum sínum gagnvart þjóðinni.

Kristbjörn Árnason, 6.10.2013 kl. 19:10

17 identicon

Ómar.

Þú horfir bara á aðra hlið peningsins.

Það má kannski segja að bankahrunið hafi verið vegna EES samningsins, en án EES samningsins hefði heldur aldrei verið neitt bankakerfi til að hrynja.

Það er ekki sanngjarnt að kenna EES samningnum um hrunið, hann hefur fært okkur stóraukin lífsgæði og hagsæld síðan við innleiddum hann.

En það er með hann eins og allt annað, að það er hægt að misnota hann.

En ég held að flestir hljoti að vara sammála um að það hafi verið framfaraspor að fara inn í þetta samstarf á sínum tíma.

Sigurður (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 20:56

18 Smámynd: Aztec

Kristbjörn hefur rétt fyrir sér í #1, sökin liggur að stórum hluta hjá Alþingi sem láðist að setja reglur varðandi fjármálafyrirtæki. Í Danmörku og Svíþjóð, sem eru í ESB (og reglurnar um frjálst flæði fjármagns innan EES kemur þaðan) hafa áratugum saman verið í gildi lög sem banna fjármálafyrirtækjum að veita lán með hlutabréf í bankanum sjálfum sem veð. Svona lög samþykkt í byrjun aldarinnar hefði komið í veg fyrir öll sýnadarviðskiptin og bankaránin, sem voru framin af Jóni Ásgeiri og fleirum, og sem var meginorsök bólunnar, sem sprakk á endanum með falli bankanna. Þessi lög hefðu að vísu ekki komið í veg fyrir IceSave-svindl þeirra Björgólfsfeðga, en önnur svipuð lög hefðu getað gert það.

Þannig að fyrst ríkisstjórnum þess tíma láðist að semja frumvarp um þetta, þá hefði Steingrímur J. getað a.m.k. reynt að afstýra fyrirsjáanlegu ríkisgjaldþroti með því að koma með svona tillögur, en hugmyndafræðin blindaði hann alveg eins og andstæð hugmyndafræði blindaði Davíð Oddsson. Í staðinn barðist SJS eins og bundin rjúpa gegn allri einkavæðingu, sem var tapað mál. Pólítísk grafskrift þeirra stjórnmálamanna sem hefðu getað komið í veg fyrir hrunið með einfaldri lagasetningu 2002 (sem vel að merkja hefði engan veginn brotið gegn EES-samningnum), en gerðu það ekki, verður sennilega: "Þeir skópu hörmungar með dugleysi sínu".

Aztec, 6.10.2013 kl. 22:09

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Þú eiginlega fattaðir sjálfur vankanta málflutnings þíns.  Og vissulega skal ég taka undir að án EES samningsins hefði ekki verið neitt bankakerfi til þess að hrynja.

En það var einfaldlega það sem ég var að segja í þessum örpistli mínum.

Annað sagði ég ekki um þennan blessaða ógæfusamning, hver og einn getur svo gert það upp sig hvort braut framfara liggi í gegnum þjóðargjaldþrot og reglugerðabákn.

Þær skoðanir fá menn að hafa í friði fyrir mér.

Allavega á þessum þræði.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.10.2013 kl. 22:34

20 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristbjörn, ég er svo sem ekki að misskilja þig, veit alveg hvar hjarta þitt slær.

Var aðeins að benda þér á að óvinurinn kom að utan, og að okkar menn spiluðu með, en bjuggu ekki óvininn til.

Varðandi það hvort íslensk stjórnvöld hafi brugðist skyldu sinn þá svo sem er erfitt að halda öðru fram eftir Hrunið og afleiðingar þess.  Og ekki verður því á móti mælt að stjórnvaldið okkar var langt komið með að verða aðeins eitt af mörgum útibúum bankanna, ásamt fjölmiðlum okkar,  og þeim hluta akademíunnar sem hafði eitthvað með fjármál að gera.

En þau brugðust ekki skyldu sinni gagnvart evrópsku reglugerðinni, þau uppfylltu hana, um það vitna öll gögn, allur vitnisburður.

Og þá er ég að tala um gögn fyrir Hrun, ekki eftirá skýringar eftirá.

Það er vissulega rétt að það er hægt að benda á raddir sem vöruðu við, en þær voru hjáróma miðað við hallelúja kórinn, og háværari eða öðruvísi en í öðrum vestrænum löndum.

Það voru samdar bækur sem vöruðu við allsherjar hruni sýndar fjármálakerfisins, og allt sem sagt var í þeim gekk eftir.  

Þessar raddir voru líka hundsaðar í öðrum löndum.

Eina sérstaða okkar Íslendinga var að bankar okkar voru of stórir, stjórnvöld treystu sér ekki í til að bjarga þeim.

Íslensku bankarnir urðu ekki bara gjaldþrota október 2008, breska og bandaríska bankakerfið komst í þrot.  En seðlabankar viðkomandi landa gátu haldið þeim á floti, en það var mjög tæpt.  

Á svipuðum tíma féllu einstaka evrópskir bankar, það írska svo vorið 2009, gríska kom í kjölfarið, svo það spænska, og loks allt evrópska bankakerfið fyrir tæpum tveimur árum síðan.

Við megum ekki gleyma þessu Kristbjörn, það féll allt sem fallið gat.

Það tók Friedmanisman innan við þrjá áratugi að eyðileggja Vesturlönd.  Uppgjör við hann er í nánd, og það eru aðeins tveir valkostir í stöðunni fyrir venjulegt fólk eins og okkur.

Annað hvort styðjum við höfðingjanna sem þjóna hinu dauða fjármagni, eða við styðjum lífið, líf barna okkar og framtíð þeirra.

Fyrir mig er þetta ekkert val, því ég sé aðeins einn kost.

Og skrifa eftir því.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.10.2013 kl. 22:58

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Láttu þig dreyja Aztec um að slík lög hefðu komið í veg fyrir bankahrunið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.10.2013 kl. 23:00

22 Smámynd: Aztec

Jæja, Ómar. Hvers vegna féllu þá ekki dönsku og sænsku bankarnir (að undanskildum tveimur litlum bönkum)?

P.S. Það er m í dreyma.  Og ég lifi ekki í neinum draumi.

Aztec, 6.10.2013 kl. 23:20

23 Smámynd: Ómar Geirsson

Danska bankakerfið féll Aztec.

Leggstu í skræður og kynntu þér málin.

Ef ég man það rétt, þá gripu sænsk stjórnvöld til aðgerða vegna síns bankakerfis, en líklegast hefði það nú samt gengið án þeirrar aðstoðar.  

Í allri Vestur Evrópu voru það aðeins Skandinavísku bankarnir sem stóðu af sér fjármálahrunið, og það var vegna strangari löggjafar sem til var kominn vegna þess að þeir féllu um 1990, en þá voru þeir einmitt kálfar á vori í nýfengnu frjálsræði.  Hins vegar var þessi löggjöf gagnrýnd fyrir að vera gamaldags, að hún hamlaði bönkunum í hinni nýju veröld fjármálaheimsins.  Og það stóð til að aðlaga hana að "nútímanum".    Það var bara ekki búið fyrir hrunið mikla.

Sama ferlið var allsstaðar í gangi, það var aðeins mislangt komið.

En þessar staðreyndir snerta samt ekki draumaheim þinn, þú skalt ekki láta þig dreyma um annað en að bankaguttarnir okkar hefðu ekki fundið smugu framhjá löggjöfinni, og komist upp með það.

Jónas Fr. var ekki að ræða bankamál við þá á leynifundum sínum í Fjármálaeftirlitinu, hann var að ræða málefni Sjálfstæðiflokksins, og það valdastríð sem þar geisaði.

Ísland féll þegar það varð opinber stjórnarstefna að allt væri leyfilegt.

Fyrir suma.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.10.2013 kl. 07:05

24 identicon

Aztec.

Danske bank, og allt danska bankakerfið hefði hrunið ef döns yfirvöld hefðu ekki bjargað þeim.

http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/07/28/danski-sedlabankinn-var-tilbuinn-med-outfyllta-avisun-til-bjargar-danske-bank-i-upphafi-kreppunnar/

http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/11/26/danske-bank-vard-naerri-thvi-gjaldthrota-2008/

Sigurður (IP-tala skráð) 7.10.2013 kl. 09:10

25 Smámynd: Aztec

Ómar, það sem þú skrifar styður einmitt mína athugasemd, a.m.k. að hluta til. Ef þessi lög og önnur hefðu verið hér í gildi hér á landi, þá hefði skellurinn verið mikið minni. Og öfugt, sem svar til Sigurðar, ef þessi bankalög hefðu ekki verið í gildi í Danmörku, þá hefði Danska ríkið ekki getað bjargað þeim án þess að verða gjldþrota og þá þurft að fara írsku leiðina, sem er svo sligandi að það tekur fleiri kynslóðir að greiða upp skuldina.

Það sem er mikilvægt núna og (löngu) áður en allt verður gefið frjálst á nýjan leik, að reglur um bankastarfsemi  verði hert til muna, svo að bæði fyrrverandi, óhengdir bankaræningjar eins og Jón Ásgeir og tilvonandi bankaræningjar sem eru núna standandi á hliðarlínunni með öndina í hálsinum og vona að ESA stöðvi þannig löggjöf, fái ekki að endurtaka leikinn. Ef það gerist samt, þá er alþingismönnum ekki launa sinna verðugir og þá geta þeir allt eins farið heim til sín að lúlla. Og síðasti maður út slökkvir og læsir.

Aztec, 7.10.2013 kl. 11:11

26 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Aztec.

Dönsk stjórnvöld gátu bjargað bönkunum sínum vegna þess að lánalínur héldust opnar.

Það er lykilatriðið í þessu dæmi.  Til dæmis þá hefði inngrip breska seðlabankans ekki dugað ef ekki hefði til komið lánalína frá þeim bandaríska, sem sá til þess að breska kerfið hefði dollara til ráðstöfunar.  

Það falla allir bankar, nema þeir svissnesku, ef það er skrúfað fyrir lánalínur.  Ef íslensku bankarnir hefðu verið hluti af evrópsku lánalínunni eða þeirri bandarísku, þá hefðu þeir lifað af, svona í einhverjar vikur að minnsta kosti.

Lögin sem þú vísar í hafði ekkert með björgun dönsku bankanna að gera, þau dugðu ekki gegn sýndarbraskinu sem gegnsýrði þá.

En það er rétt, þeir voru ekki píramídar eins og þeir íslensku, en það gerði engan gæfumun, sýndin (pappírsviðskipti) gegnsýrði þá þrátt fyrir það.

En við erum komnir út fyrir þráðinn, ég benti aðeins á í þessum pistli að EES samningurinn var forsenda þess fjármálakerfis sem hrundi, ég tók enga afstöðu til þess hvort það hefði hrunið hvort sem er.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.10.2013 kl. 15:59

27 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það er satt Ómar, að það getur verið hættulegt að fara um miðborgina um nætur einkum um helgar. Þar leynast margar hættur.

En um þessar hættur vitum við sem hér búum og sleppum því að fara í miðborgina á þessum tímum. Hættulegast er að rölta um þessi stræti á þessum tímapunktum ölvaður.

Það sama á við um lendur ESB, þeir aðilar sem tróðu Íslandi inn í þetta ríkjasamnband þekktu mjög vel leikreglurnar í ESB. En einnig stjórnmálamennirnir og ráðherrar þeir sem tóku þessar ákvarðanir.

Því segi ég það, að þeir ráðmenn sem tóku þessar ákvarðanir hljóta að eiga einhverja sök á því hvernig fór. Auk þess, að íslenska ríkisvaldinu var heimilt að gera ýmsar bráðnauðsynlegar ráðstafanir fyrir Ísland. En ekkert var gert.

Ég mynndi vilja að Ísland segð bara upp öllum samningum sínum við ESB. Bæði EFTA samningum og EES samningum.

Kristbjörn Árnason, 10.10.2013 kl. 13:59

28 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristbjörn.

Ber sá sök sem innleiddi hugmyndafræði sem gerði þjóðina gjaldþrota þannig að við henni blasir að verða mjólkurkú "fjárfesta" um ókomna tíð?? 

Ber sá sök sem gerði ekkert til að hamla á móti hugmyndafræðinni, heldur ýtti undir hana og reyndi að kæfa alla umræðuna sem benti á ágallana og spáði hinu óumflýjanlega??

Að sjálfsögðu er svarið já, þeir bera ábyrgð, og það alla ábyrgð.

Þess vegna er ekki svarið að hengja 2 - 3 stjórnmálamenn, eða skipta út einhverjum flokkum, á meðan hugmyndafræðin lifir, og stjórnar öllu.

Það er stóri pytturinn sem þið vinstri menn félluð í, þið áttuðu ykkur ekki á, eða réttara sagt, neituðu að horfast í augun á þeim napra sannleika að flokkar ykkar gengu erinda sömu hugmyndafræði, lutu stjórn innheimtustofnunar hins alþjóðlega ræningjafjármagns, AGS.

Í stað þess að halda áfram stríðinu við þessa hugmyndafræði andskotans, sem ekki bara felldi Ísland, heldur öll Vesturlönd.

En þessi sekt, sem er algjör, er ekki það sem ég er að benda á þessum örstutta pistli mínum, og síðan í umræðunni hér að ofan.

Reglur ESB gerðu útrásina mögulega, og reglur ESB hömluðu allt andóf gegn henni.  Ef reglur "heima í héraði" töldust hamla hinu frjálsa flæði, þá urðu þær að víkja og voru látnar víkja.  ESA var til dæmis með fjölda mála í gangi gegn Noregi þar sem reglurnar sem settar voru í kjölfar bankakreppunnar þar á tíunda áratugnum, voru taldar íþyngjandi.

Íslensk stjórnvöld voru ekkert sér á báti, þetta var svona um alla Vestur Evrópu, skriðþungi auðmanna var óviðráðanlegur.

Og það er ekki hægt með neinu rökum hægt að segja að þau hafi vanrækt eftirlit, það var allt samkvæmt bókinni.  Það var hins vegar bókin sem var vitlaus skrifuð, það var hún sem vanmat áhættuna og sá ekki fyrir endalok sýndarviðskiptanna.

Það er þetta sem ég er að benda á.

Við vorum ekki sértæk, við vorum hluti af stærra dæmi, hraðlest græðginnar sem gegnsýrði öll Vesturlönd.

Hún er óvinurinn, hana þarf að vega.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.10.2013 kl. 10:05

29 Smámynd: Kristbjörn Árnason

vissulega eiga vinstri menn einnig hlut af kökunni.

En við erum ósammála um einhver smáatriði sem ekki skipta máli Ómar.

Það kom ansi margt með EFTA samningunum líka eins og t.d eignarhaldsfélögin og fjármagnsskattarnir og allur sá hrærigrautur.

Kristbjörn Árnason, 13.10.2013 kl. 00:47

30 Smámynd: Ómar Geirsson

Aðeins blæbrigði Kristbjörn, ekki í kjarna.

Takk fyrir spjallið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.10.2013 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 459
  • Frá upphafi: 1412821

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 398
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband