Á kjaftæðið sér engan endi???

 

Er ráðherrum ríkisstjórnarinnar fyrirmunað að tala mannamál??

"Hagkvæmni og öfluga grunnþjónustu að leiðarljósi.".

Vestmannaeyingar vilja skurðstofu, og skatttekjur þeirra duga til að fjármagna þá þjónustu.

Vestmannaeyingar telja það öryggisatriði og færa fyrir því rök.

Svar ráðherra Sjálfstæðisflokksins er kerfismál sem enginn skilur.

 

Hver stillir orðinu "hagkvæmi" gegn öryggisatriði??, 

Og hvað er átt við með orðinu "grunnþjónusta"??  Er það þjónusta án öryggis, eða er öryggi alltaf inní grunnþjónustu??

Af hverju hafa menn ekki kjark til að fjalla um þann vanda sem deilt er um???  Hvort það eigi að hafa skurðstofuna áfram opna eða það eigi að loka henni??

 

Er þetta kjarkleysi, að þora ekki að segja að þeir þori ekki að loka, eða ráða menn ekki lengur við íslenska tungu, geta aðeins tjáð sig á kerfismáli??

En í ljósi ræðu forsætisráðherra, sem er það argasta kjaftæði sem flutt hefur verið í sölum Alþingis, og ekki skortir þó samkeppnina í þeim málum, þá er ljóst að kjaftæði er hið nýja tungumál ríkisstjórnar Íslands.

Henni er fyrirmunað að tala við þjóðina um þau vandamál sem við blasa, og þær lausnir sem eru nauðsynlegar til að þjóðin eigi sér viðreisnar von.

 

Maður bjóst við ýmsu, en þessu átti ég aldrei von á.

Að hin nýja ríkisstjórn myndi reyna að toppa þá gömlu, og að henni tækist það.

 

Ömurlegt er þetta allt saman, en ömurlegast að öllu er fólkið sem áður vissi hvað væri rangt, en reynir núna að verja þau ósköp sem það fordæmdi áður á meðan "hinir" voru í stjórn.

Stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar eiga mjög bágt.

Mjög bágt.

 

En vonandi er þeim viðbjargandi.

Kveðja að austan.


mbl.is Skurðstofa í Eyjum mönnuð fram í nóvember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband