3.10.2013 | 15:43
Hvenær fær þjóðin nóg af þessu kjaftæði stjórnmálamanna???
Þó Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sé einn gangandi frasi, lögfræðingur að mennt, án nokkurrar þekkingar á hagfræði eða hagsögu, og stefni því þjóð sinni í glötun með stefnu sinni um hallalaus fjárlög á kostnað innviða samfélagsins, þá á hann ekki að komast upp með lygi.
Lygi sem hefur verið ástundið í fjögur ár, en gerir lygi Bjarna engu betri fyrir vikið.
Bjarni stendur ekki vörð um velferðarkerfið, hann stendur vörð um fjármagnið.
Það er varðstaðan um fjármagnið sem skýrir hallan á ríkissjóð, og skýrir hina meintu skuldastöðu ríkisins.
Ekki samfélagssáttmálinn sem honum ber skylda að standa vörð um.
Það er engin velferð án heilbrigðis, og varðstaða um heilbrigðiskerfið felst ekki í að brenna það til grunna.
Eins og ætlun Bjarna er með fjárlagafrumvarpi sínu.
Vilji menn ekki lygi og kjaftæði eins og fjármálaráðherra býður þjóð sinni uppá, þá skulu menn lesa frétt á Mbl.is, sem ber yfirskriftina, "Sjúkrahúsið liggur eftir í sárum", og vísar í grein Helgu Ágústu Sigurjónsdóttir, sérfræðings á lyflæknadeild Landsspítalans. Grein sem birtist í Læknablaðinu og Morgunblaðið linkar á.
Þetta segir Helga meðal annars;
"Læknir sem ekki hefur ritara, sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga eða aðra lykilheilbrigðisstarfsmenn sér við hlið læknar færri sjúklinga. Punktur! Til að reyna að hindra þetta hafa allir hlaupið hraðar en nú stöndum við á öndinni og þegar deildarlæknum á sviðinu hefur fækkað um meira en helming náum við ekki andanum lengur. Tækjakostur sjúkrahússins er úr sér genginn á mörgum sviðum. Sérfræðilæknar hafa ekki lengur þann tækjakost eða þau úrræði sem voru talin sjálfsögð í framhaldsnámi þeirra.
Bráðveikum er sinnt en það sem má bíða, bíður. Einfalt. Er eitthvað skrítið að deildarlæknarnir á sviðinu séu flestir farnir? Þau hafa val bæði innanlands og utan. Þau sækja ekki í lyflækningar þar sem þau hafa í litlum mæli átt kost á að kynnast því hve áhugaverðar og skemmtilegar sérfræðigreinar sviðsins eru í eðlilegu starfsumhverfi. Hér er framtíð lyflækninga á Íslandi í húfi!,"
Það þarf enga glöggskyggni til að skynja örvæntinguna sem býr að baki þessum orðum hennar.
Og þessi orð eru sönn, ólíkt kjaftæðinu í Bjarna.
Stefna hans er heims, andstæð allri hagþekkingu, og dæmd af sögunni sem rugl, og sami dómur mun verða kveðinn upp yfir henni ef vitiborið fólk rís ekki upp, einu sinni og ver framtíð barna sinna.
Sjálfstæðismenn klappa, blístra, fagna, loksins á að ráðast á fjárlagahallann ógurlega.
Eins og þeir verði aldrei veikir, eins og það þurfi ekki að annast foreldra þeirra, þurfi ekki að sinna börnum þeirra þegar þau veikjast.
Þeim er ekki vorkunn eins og stuðningsmönnum síðustu ríkisstjórnar, því í fjögur ár hafa sjálfstæðismenn gagnrýnt óhæfu síðustu ríkisstjórnar og fordæmt árásir hennar á heilbrigðiskerfið.
Að skipta um skoðun á einni nóttu vegna þess að þeirra menn eru heimskir, það er óhæfa.
Það má vera að það þurfi að skera niður lífsnauðsynlega þjónustu þegar tekjur dragast saman, en aðeins þegar önnur ráð eru ekki í stöðunni.
Til dæmis þegar búið er að lækka stýrisvexti niður undir núllið.
Tekjur ríkissjóðs eru nægar í dag til að reka mannsæmandi heilbrigðiskerfi, en þessum tekjum er rangt varið.
Þær fóðra fjármagn á kostnað fólks.
Sem er hin algjöra heimska, því án fólks, er engar tekjur, enginn arður, engar vaxtatekjur.
Það þarf fólk til að framleiða, það þarf fólk til að skapa verðmæti.
Þess vegna skera menn ekki niður grunnþjónustu samfélagsins.
Ekki frekar en menn lækni blóðeitrun með því að fjarlæga hjartað.
Heilbrigðiskerfið er hjarta samfélagsins.
Og það er ekki að hruni komið.
Hrun þess er þegar hafið.
Við fáum ekki önnur fjárlög til að stöðva þá þróun.
Og kjaftæði fær því engu breytt.
Kveðja að austan.
Staðinn verði vörður um velferðarkerfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 130
- Frá upphafi: 1412828
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 114
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.