2.10.2013 | 19:28
Hjálpaði Steingrímur við ræðuskrifin??
Að eigin sögn er Steingrímur Joð hjálpsamur þessar dagana, heldur á töskum, mætir á fundi, heldur uppi aga í þingsal.
Spurningin er því, hjálpaði hann við ræðuskrifin, sem reynslubolti mikill, jafnt í stjórn sem stjórnarandstöðu.
Katrín hefur örugglega þegið góð ráð en stóra spurningin er, hvað með núverandi fjármálaráðherra??
Sem þarf að útskýra öll sviknu loforðin og réttlæta um leið áframhaldandi stefnu síðustu ríkisstjórnar.
Steingrímur er vanur maður á þessu sviði.
Gæti örugglega hjálpað, gæti jafnvel skrifað sjálfa ræðuna án þess að nokkur yrði þess var.
Spurningin er með stolt Bjarna, þiggur hann ráð frá þeim sem ráð hafa að gefa.
Það skýrist í kvöld, ef ræðan er mælsk, og ekki vottur af iðrun yfir sviknum orðum, þá er handbragð Steingríms auðþekkt.
En hinn möguleikinn er vissulega til staðar, að þeir noti sama ræðuskrifara, einhvern óþekktan úr fjármálaráðuneytinu sem þráir að geta lokað ríkisreikningunum á núlli þó það sé á kostnað velferð og velmegun þjóðarinnar.
Allavega mun þjóðin hlusta á sömu ræðuna og hún hefur heyrt frá Hruni.
Að hún hafi ekki efni á tilveru sinni því fjármagnið þarf sitt.
Og sömu menn munu klappa og áður, menn sem kallast stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar.
Þeir kyngja öllu, þeir styðja sína menn.
Kveðja að austan.
Ætlar ekki að vera til vandræða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 20
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 1244
- Frá upphafi: 1412798
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 1094
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.