Vitglöp Bjarna.

 

Er að fatta ekki grundvallarmuninn á að reka ríki eða reka heimili.

Heimili skera niður þegar endar ná ekki saman vegna samdráttar launa, ríki bæta í þegar endar ná ekki saman vegna samdráttar.

 

Bjarni hefur haft 4 ár til að tileinka sér afleiðingar niðurskurðarstefnu Brusselelítunnar í löndum Suður Evrópu.  

Fjögur ár hefur hann haft til að tileinka sér einföldustu staðreyndir efnahagsmála, fjögur ár hafði hann til að undirbúa sig til að taka við stjórn ríkisfjármála.

Fjögur ár hafði hann til að móta stefnu sem ekki var ættuð úr ranni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Steingrímur Joð Sigfússon framfylgdi af svo mikilli hörku að nafn hans er ritað í frægðarhöll Friedmans.

 

Og hann klúðraði tækifæri sínu algjörlega. 

Nýtti aðeins tímann til að læra ræður Steingríms utanbókar.

Ræðst að almenning, en hlífir fjármagninu.

 

Vandi ríkissjóðs stafar að vaxtastefnu Seðlabankans og þeim trúarbrögðum Friedmanista að neyða ríkissjóð að taka lán hjá öðrum en Seðlabankanum.

Vandi fyrirtækja stafar af vaxtastefnu Seðlabankans og of mikilli skuldsetningu þeirra eftir að fjárglæpamennirnir sem settu þjóðina á hausinn komust upp frjálsar hendur við endurskipulagningu skulda atvinnulífsins.

Efnahagslífið líður fyrir háa vexti,  mikilli skuldasetningu, skattahækkunum og niðurskurði ríkisútgjalda.

Heimilin líða svo fyrir alla þessa vitleysu sem lýst er hér að ofan.

 

Þjóðin þarf fjármálaráðherra sem skilur þetta.

Núverandi fjármálaráðherra gerir það ekki.

 

Þrautagöngunni er ekki að ljúka.

Kveðja að austan.


mbl.is Endurfjármögnun bankanna kostaði 250 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Bjarni Ben er kosinn til að verja þá sem eiga eignir og Peninga.Og þar fyrir utan er Bjarni ekki maður Fólksins í Landinu..

Vilhjálmur Stefánsson, 1.10.2013 kl. 22:53

2 identicon

Sjálfstæðisflokknum er ekki viðbjargandi.  Formaður hans gerir allt rangt og nærist á óréttlæti.

The Deep Throat (IP-tala skráð) 2.10.2013 kl. 00:48

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Ég held að það sé mikið til í þessu hjá ykkur.

En ég set spurningu við hvort Sjálfstæðisflokknum verði ekki bjargað, margt gott fólk styður flokkinn og grasrót hans var öflug í ICEsave andófinu.

Fólkið er til staðar, spurningin er um manndóminn.

Eða hvort að músagildrur verði helsta ógn flokksmanna??

Menn eða mýs, það er efinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.10.2013 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1226
  • Frá upphafi: 1412780

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1085
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband