Af hverju ekki 1.000 milljarðar?

 

Það er miklu fallegri tala.

Lýsir miklu meiri stórhuga, velvilja, manngæsku.

Að gera allt fyrir alla, síðustu vikur kjörtímabilsins, vitandi að aðrir taka á sig skömmina að hafa ekki fundið peningana til að uppfylla allan stórhuginn.

 

En ég verð að vekja athygli á sérstöðu menntamálaráðherra, vissulega á hún Lín útgjöldin, en hún hreykir sér lítt af því.

Hún skrifaði hógværa grein í Morgunblaðið núna fyrir nokkrum dögum sem hét Efling íþrótta.  Þar segir Katrín;

 
Til þess að fylgja stefnumótuninni eftir hafa fjárveitingar til íþróttamála verið auknar og áætlun um frekari hækkanir hefur verið lögð fyrir forystu íþróttahreyfingarinnar. Samkvæmt áætluninni munu framlög til Afrekssjóðs, Ferðasjóðs og sérsambanda hækka um samtals 75% frá árinu 2012 til 2016. Samkvæmt henni hækkuðu framlög til afrekssjóðs á þessu ári úr 34,7 m.kr. í 55 m.kr. og munu verða 100 m.kr. árið 2016. Framlög til ferðasjóðs hækkuðu úr 64,7 m.kr. í 70 m.kr. og munu verða 90 m.kr. árið 2016 eins og framlög til sérsambanda sem hækkuðu á þessu ári úr 60,5 í 70 m.kr.
 

Þetta eru ekki háar tölur í hinu stóra samhengi, 6 milljóna króna hækkun til ferðasjóðs, 10 milljóna króna hækkun til sérsambanda.

Þær setja ríkissjóð ekki á hausinn, þær er hægt að standa við.

Hvort þær séu stóra málið sem fær fólk til að fylkja sér að baki formanni VinstriGrænna, er aftur spurning, en þetta er satt, ekki lýðskrum, ekki lygi, ekki lofað uppí ermina á sér.

 

Og ekki öfugmæli eins og kosningastjórar VG létu hana skrifa í Morgunblaðið í dag;

 
Við stöndum á tímamótum og valkostirnir eru skýrir. Við höfum tækifæri til þess að taka skrefið til fulls og halda áfram uppbyggingu velferðarsamfélags þar sem hagsmunir almennings eru í fyrirrúmi. Allar forsendur til þess hafa verið skapaðar á undanförnum árum. Við getum eflt heilbrigðiskerfið, bætt menntakerfið, bætt kjörin og byggt upp fjölbreytt atvinnulíf án þess að ganga á náttúruna og tækifæri komandi kynslóða.
 

Ríkisstjórn sem vinnur eftir forskrift Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur ekki gert neitt af þessu sem Katrín telur upp.

Katrín veit það, flokkur hennar varaði við aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins því hann stæði vörð um fjármagn á kostnað velferðar, menntunar, jafnaðar.   Forsenda AGS fyrir endurreisn efnahagslífsins var að erlent fjármagn virkjaði hverja sprænu og flytti arðinn úr landi.  

Það gekk ekki eftir því þjóðin sagði Nei við ICEsave, en markmiðið var það sama þrátt fyrir það.

 

Hvernig ung kona, móðir, getur logið svona kinnroðalaust er umhugsunarefni um áhrif ímyndunarsmiða á nútímastjórnmál.  Raunveruleikinn skiptir engu, aðeins hönnun réttrar ímyndunar.

Því takist þeim það, þá er lýðræðið úr sögunni en við tekur alræði fjármagnsins.

 

Þess vegna var hin persónulega grein um Eflingu íþrótta góð grein, en kosningagreinin í dag, vond grein.

Önnur var sönn, hin var bein lygi.

Og þó lygin skili árangri fyrir valdasjúka stjórnmálamenn, þá vinnur hún gegn framtíð barna okkar.  Því hún varðar leiðina til Heljar.

 

Ung kona, móðir.

Það er það sem slær mann. 

Að valdasjúkir karlar geti falið sig á bak við ímynd þeirra.

 

Eins og þær eigi ekki líf sem þarf að verja.

Kveðja að austan.

 

 

 
 

 


mbl.is 100 milljarðar í ný útgjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 590
  • Sl. sólarhring: 642
  • Sl. viku: 6321
  • Frá upphafi: 1399489

Annað

  • Innlit í dag: 505
  • Innlit sl. viku: 5360
  • Gestir í dag: 462
  • IP-tölur í dag: 455

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband