VinstriGrænir fljúga uppá við.

 

Sem sýnir að innst inni kunna harðir vinstri menn að meta svik og óheilindi.

Og þjáningar og illvirki, sérstaklega alþýðunnar, hins brauðstritandi fólks.

 

Þrátt fyrir morðöldu Stalíns sem aðeins Maó gat toppað, enda úr stærri hóp fórnarlamba að velja, þá héldu vinstri menn ekki vatni þegar Rauð Kemrar tóku Phnom Penh og fræg er fyrirsögn Þjóðviljans, "sigur þjóðfrelsisaflanna", eða eitthvað álíka.

Og ekki minnkaði hrifningin þegar saklaust fólk var rekið út í sveitirnar til að afvenjast borgarlegu lífi, og yfir höfuð að afvenjast lífinu.  Að setja sig í spor fórnarlamba hugmyndafræðinnar er vinstri mönnum algjörlega ofviða.

Reyndar þekkjast einarðir vinstri menn af slíkum kulda.  Og hugsjónahrifningunni fyrir hönd annarra.

 

Þess vegna er valið nokkuð skýrt fyrir þá í þessum kosningum.

Annars vegar eru það heiðarlegt fólk undir forystu Jóns Bjarnasonar, og hins vegar þeir sem tóku að sér í verktöku böðulsverkið þegar Sjálfstæðisflokkurinn heyktist á að sækja um aðild að ESB.

Að sjálfsögðu njóta verktakarnir yfir 90 stuðnings vinstri manna.

 

Undir mottóinu, ef það er ekki hægt að valda hörmungum almennings með kommúnískri byltingu, þá tökum við það sem í boði er.  Ef það veldur hörmungum og síðustu áratugina hafa fáir eins mikla reynslu og Alþjóðagjaldeyrissóðurinn í þeim geira.

Það er þeim sem níðist á fólki.

 

Spurningin er hins vegar hvað náttúruverndarfólk er að gera hjá VG.

Það voru 23 virkjanir undir í ICEsave samningnum.

Þar á meðal Bjarnaflag, Krýsuvík, Reykjanesið, eiginlega allt nema stórfljót Skagafjarðar.

 

Líklegasta skýring þess er að þetta svokallað náttúruverndarfólk þarf að lifa eins og annað fólk, og siðlaus aðför að náttúrunni eins og ICEsave samningurinn var, skaffar salt í grautinn.

Þá er nóg að gera við að mótmæla.

 

Í raun á allt sínar skýringar, ef maður aðeins íhugar hvatir fólks.

Vinstrimenn eru svag fyrir hörmungum alþýðunnar, og það er ekki góður bissness að lifa af náttúruvernd, ef enginn níðist á náttúrunni.

 

Þess vegna spái ég því að fylgi VinstriGrænna eigi eftir að aukast, og aukast, sérstaklega ef kosningum verði frestað.  

Og unga fólkið, sem hélt að vinstrimennska snérist um hugsjónir og heiðarleika, og ákvað því að fylkja sér undir merkjum Regnbogans, það á eftir að læra sína lexíu.

Að hugsjónir séu til að svíkja, og almenningur til að níðast á.

Það er ef þú ætlar í framboð fyrir íslenskan vinstri flokk.

 

Hvort það læri er önnur saga.

Þeirra vegna vona ég það ekki.

 

Þjóðarinnar vegna vona ég ekki.

Því í draumnum um mannsæmandi líf í manneskjulegu þjóðfélagi er von barna okkar falin.

Og það þurfa einhverjir að trúa á þann draum.

Kveðja að austan.


mbl.is Framsókn stærst í könnun Stöðvar 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Yndislegt.

https://www.youtube.com/watch?v=togWr-QrTlU

Sigurður Þorsteinsson, 26.4.2013 kl. 07:27

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Einmitt Sigurður, þegar harðkjarninn áttaði sig á hvað ríkisstjórnin hafði í raun gert, þá sáu þeir að þetta voru þeirra menn.

Stalín náði völdum með svikum og undirferlum, undirmálum og blekkingum.  

Og hann nýtti völd sín til að segja alþýðunni og náttúrunni stríð á hendur.

Dýrkaður síðan af þeim hörðum.

Steingrímur hefur aðeins uppfyllt sína arfleið, og þess vegna fylkja þeir sér á bak við hann í dag.

Vítin eru til að varast, nú verður ekki aftur bilað eins og í Ungó.

Vg fær sín 10%.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.4.2013 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 486
  • Sl. sólarhring: 707
  • Sl. viku: 6217
  • Frá upphafi: 1399385

Annað

  • Innlit í dag: 412
  • Innlit sl. viku: 5267
  • Gestir í dag: 379
  • IP-tölur í dag: 374

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband