22.4.2013 | 11:50
ICEsavebandalagið gegn Framsókn.
Og deilan alltaf sú sama, hvort stjórnmálamenn eigi að gæta hagsmuna örfárra ofurríkra, eða hagsmuna almennings.
Hvort fjármagnið þjóni fólki eða fólk sé í ánauð fjármagnsins.
Það sérstaka við þessar kosningar er að meðlimir ICEsave bandalagsins koma jafnt frá últra vinstrinu sem og últra hægrinu.
Slíkt bandalag hefur ekki myndast frá því að Stalín samdi við Hitler á sínum tíma og fórnarlömbin þá, eins og núna, er hinn siðmenntaði heimur sem fyrirlítur kúgun, þrælkun og skuldaánauð.
Í sjálfu sér þarf ekki að segja meir en Sigmundur sagði, en það er alltí lagi að endurtaka það;
Annað hvort verður mynduð ríkisstjórn um skuldaleiðréttingu, afnám verðtryggingar og heilbrigðara fjármálakerfi eða ríkisstjórn þeirra sem telja í lagi að láta vogunarsjóði ákveða hvenær Ísland brýst úr viðjum skulda og hafta, ríkisstjórn sem telur ekki rétt að nýta einstakt tækifæri til að koma til móts við skuldsett heimili, ríkisstjórn um óbreytt fjármálakerfi, ríkisstjórn um verðtryggingu.
Flóknara er það nú ekki.
En hins vegar er það kristaltært að fjórflokkurinn fær ekki annað tækifæri til að svíkja almenning.
Hann fær ekki annað tækifæri til að leiðrétta þau afglöp sín að hafa lotið efnahagsráðgjöf AGS, sérstakrar innheimtustofnunar hins skítuga fjármagns.
Þess vegna á hið gamla vald allt undir að Framsóknarflokkurinn fái góða kosningu, og standi við orð sín.
Annars!!
Kveðja að austan.
Sigmundur: Vinstristjórnaráróður sjálfstæðismanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1225
- Frá upphafi: 1412779
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1084
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hrun sem skapaðist vegna að mestu leiti vegna siðleysis viðskiptamanna sem eitt höfðu það að leiðarljósi að græða þótt þeir þyrftu að selja sál sína og gleymdu öllum gildum hins samviskusama manns og mistaka ráða manna sem lokuðu augunum þótt við sigldum að feigðarósi, allir viss að svona gat þetta ekki gengið upp en að allt myndi hrynja svo til á einni nóttu var eitthvað sem fáa gat rennt í grun með. Ríkistjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna gerði margt gott og nauðsynlega hluti og það er óumdeilanlegt að þau tóku við erfiðu búi eftir allsherjar hrun, en það er líka margt sem sem þau gerðu í óþökk landsmanna, vítaverð mistök sem þeirra verður minnst fyrir um aldur og ævi enda sést það á fylginu nú . Seint mun hann gleymast reiðisvipurinn á Jóhönnu þegar henni varð ljóst að hjarta þjóðarinnar sló ekki í takt við hennar eigin hjarta sem gegnumsýrt virtist vera þrælslund lítilmagnans og draumurinn um hraðferð í ESB virtist renna út í sandinn. Þjóðin er ekki heimsk og gerir sér grein fyrir að þörf er breytinga enbreytingar eru ekki gerðar bara breytingana vegna, það þurfa að koma til raunhæfar breytingar og þær felast ekki í örflokkum eða skipta um andlit sömu hugsjóna sem virðast ríkja í röðum jafnaðarmanna. Menn virðast halda að ef hræðslu áróðri sé beitt nógu oft þá beri það árangur og nú snúist allt um hvort Framsóknarflokkurinn vinni með hægri öflum eða vinstri þá sé það eitt til ráða að tryggja atkvæðið í þá átt sem maður vill en það gleymist að það er líka hægt að setja X-ið við B og þar með tryggja sem best að loforð Framsóknarmanna nái fram að ganga því eins og staðan er í dag þá er það raunhæfasti kosturinn að eitthvað róttækt verði gert til breytinga á því kerfi sem nú er og ég treysti því að þeim takist að lyfta því grettistaki sem þarf en auðvitað verður það ekki þóknarlegt öfgunum hvorki til hægri né vinstri.
Friðrik Már , 22.4.2013 kl. 22:11
Ertu að segja að Hitler hafi verið ultra hægri maður. Þú ættir kannski að kynna þér fyrir hvað hægri stendur og bera það saman við það sem Hitler stóð fyrir!
Wilfred (IP-tala skráð) 23.4.2013 kl. 08:57
Menn kunna að eiga erfitt með að gera upp við sig, hvað skuli kjósa -- það á við um mig líka, Ómar. Væri ég í Reykjavíkurkjördæmi suður, kæmi til greina að kjósa Sturlu Jónsson, fullveldissinnaðan mann, Icesave- og ESB-andstæðing og vin heimilanna. Væri ég vinstri maður, kysi ég Regnbogann. En nú er þessu ekki að heilsa!
Menn draga lærdóma af frammistöðu flokka á liðnu kjörtímabili, það hefur áhrif á það, hvernig þeir nota atkvæði sitt, um leið og þeir horfa þó mest fram á við og skoða (af varfærni þó, margbrenndir kjósendurnir ) hverju flokkarnir lofa fyrir kosningar.
Mér þykja sum kosningaloforð Framsóknar vafasöm, en þætti þó gott, ef B- og D-listar bræddu saman góða ríkisstjórnarstefnu fyrir skuldsett heimili. Annað eins hefur nú verið gert fyrir ýmis stórfyrirtæki, í hundraða milljarða afskriftum, gjarnan í gegnum ríkisfyrirtækið Landsbankann nýja! Jafnvel Björgólfur Guðmundsson, einn sér sem einstaklingur, fekk 96 milljarða króna afskrifaða! Á þá ekki að bjarga heimilunum? Hvað ætli hann eigi sér mörg heimili?
En ég horfi trúlega mest til þess, að Framsókn brást ekki þjóðinni í Icesave-málinu. Sigmundur Davíð og félagar hans á þingi eiga heiður skilinn fyrir það og þakklæti þjóðar. Hefðu það ekki verið um 70% þingmanna, sem samþykktu Buchheit-samninginn, heldur hátt í 100%, þá hefði forseti Íslands átt mjög erfitt með að synja lögunum staðfestingar, og þá værum við nú búin að borga 65 milljarða króna í beina, óafturkræfa vexti af þeim Buchheit-samningi, allt í erlendum gjaldeyri sem við eigum ekki til -- skuldum margfalt meira, jafnvel sjálfan gjaldeyrisvaraforðann! Sjá nánar hér: Krónuteljari við svartholið Icesave.
Ég kýs því Framsóknarflokkinn, hvet aðra til þess og segi: X-B !
Jón Valur Jensson, 23.4.2013 kl. 12:14
Eftir hinn hrikalega þátt í Sjónvarpi í kvöld dreg ég þessa lokaniðurstöðu mína til baka. Ég gert ómögulega treyst Framsóknarflokknum í hinu mikilvæga ESB-máli eftir að hlusta á Frosta Sigurjónsson í kvöld. Sjá nánar hér, nýjustu grein á Fullveldisvaktinni: Vonlaus hópur siðferðislegrar uppgjafar í "Evrópustofu"-máli í kosningaumræðu.
Jón Valur Jensson, 24.4.2013 kl. 00:52
Blessaður Jón Valur.
Hægri - vinstri, þessi hugtök hafa enga merkingu í dag, og vandamál heimsins þurfa aðra nálgun en þá sem hringsnýst með eða á móti Marx.
Þú og nafni þinn Jón Bjarnason eru af sama meiði, báðir þjóðlegir íhaldsmenn sem þekkið muninn á réttu og röngu.
Í raun eruð þið samherjar, og trúðu mér Nietzhe hafði rangt fyrir sér, það er ekki guð sem er dauður, Marx er dauður. Óþarfi að láta hann sundra meir.
Þið Jón eruð heilir í ESB, stefnan snýst síðan um að rækta það sem við höfum og það sem við eigum, leiðarljósið er mannúð og mennska.
Fyrir þig er valið ekki flókið Jón.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.4.2013 kl. 08:09
Takk fyrir þitt ágæta innlegg Friðrik.
Já, Wilfred, Hitler var últra hægri maður. Svo mikið til hægri að það var aðeins handaband á milli hans og Stalíns.
Því skoðnair eru ekki beinlínulaga.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.4.2013 kl. 08:10
Extrema se tangunt er líka sagt, Ómar minn ("öfgarnar mætast").
Þakka þér fyrir góð orð mér ætluð.
Jón Valur Jensson, 25.4.2013 kl. 02:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.