ICEsavebandalagið bætir við sig.

 

Hvernig skyldi standa á því??

 

Er fólk svona hrifið af hinum 23 virkjunum sem þau Steingrímur og Jóhanna sögðu forsenda þess að hægt væri að borgar bretum??  Eru náttúruverndarsinnar að kjósa VG svo þeir hafi nóg að gera við að mótmæla næsta kjörtímabil??

Eða var það nánösin sem kom loks úr skúmakoti sínu og gaf upp stuðning sinn við ICEsavebandalagið.

Um hana var þessi drápa ort;

Á Íslandi þekkjum við mætavel þennan hroka og mannfyrirlitningu. Fórnarlömb Hrunsins er hædd, niðurlægð. Ekki bara í gjörðum kerfisins, heldur líka í orðum þeirra sem styðja helförina gegn heimilum landsins. "Óráðssíufólk", "flatskjáakynslóðin", og mesta fyrirlitningin af öllu, "fólkið sem tók lán". "Sjálfsskaparvíti", "getur sjálfum sér um kennt".
Þeir, sem réttlæta aurasýki sína og mannfyrirlitningu með níðumræðu um skuldara landsins sem áttu enga aðra valkosti en að taka lán með verð eða gengistryggingu, ef þeir á annað borð ætluðu að lifa í landi feðra sinna og mæðra, geta ekki afsakað sig með uppeldinu eins og aumingja hvítu húsmæðurnar í Jackson Mississippi, eða að rasismi hafi verið landlægur í landinu um aldir eins og Þjóðverjar grípa gjarnan til þegar þeir útskýra yfirgang sinn og níðingsskap gagnvart veikari nágrönnum sínum.
Þeir geta ekki vísað í hagfræðileg rök eða efnahagslega skynsemi, Hrunið afhjúpaði öll þau falsrök.
Þeir eiga sér enga afsökun. Aðeins hugarfar nánasarinnar útskýrir hugarfar þeirra og orðræðu. Nánasarinnar sem veit ekkert hræðilegra en að glata aur úr veski sínu. Styður því efnahagslega hryðjuverkastarfsemi verðtryggingarinnar sem kostar hana þúsundir áður en yfir líkur.
 

Mannníð og náttúruníð, stefna ICEsavebandalagsins í hnotskurn.

Það verður gert eftir kosningar sem tókst ekki fyrir, að eyðileggja landið okkar, að eyðileggja þjóð okkar.

 

Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, VinstriGrænir munu sjá til þess.

Þessum flokkum er ekkert heilagt, nema eitt.

 

Fjármagnið.

Kveðja að austan.


mbl.is Fylgi stóru flokkanna minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 1529
  • Frá upphafi: 1321537

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1304
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband