Hvað varð um gömlu áætlun AGS??

 

Féll hún um leið og ICEsave??

 

Er fólk búið að gleyma hvað íslenska ríkisstjórnin skrifaði upp á haustið 2008???

Búið að gleyma hvað fólst í efnahagsáætlun AGS sem íslensk stjórnvöld skuldbundu sig að framfylgja??

Það var áætlað að íslensk ríkið tæki lán uppá 10 milljarða dollara, 5 milljarða vegna ICEsave og 5 milljarða vegna gjaldeyrisvarasjóðsins sem ætlaður var til að mæta útstreymi krónueigna útlendinga.

 

Íslensku þjóðinni bar gæfa til að segja Nei við ICEsave, en AGS lánið var tekið.  

Og íslensk stjórnvöld skrifuðu undir viljayfirlýsingu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, um að þau ábyrgist að erlendir eigendur íslenskra eigna geti skipt þeim í erlendan gjaldeyri þegar gjaldeyrishöftum hefur verið aflétt, á stöðugu gengi.  Þar er um að ræða hundraða milljarða króna ríkisábyrgð  á skuldum við útlendinga. (Ívar Páll Jónsson, viðskiptablaðamaður á Morgunblaðinu).

Er þessi viljayfirlýsing ennþá í fullu gildi?'

Er það hún sem Katrín Júlíusdóttir er að ræða út í Washington, að fullvissa AGS um að allt tal fjórflokksins í kosningabaráttunni um að skerða hár á höfði vogunarsjóða sé aðeins kosningabrella til að hindra að þjóðin fylgi eftir Nei-inu í ICEsave og skipti ICEsave bandalaginu út af þingi??

 

Gufar svona viljayfirlýsing bara upp??

Af hverju er hún ekki rædd, af hverju er alvarlegast ógnin sem steðjar að þjóðinni í þagnarbindindi þjóðmálaumræðunnar??

Er einhver frekari ástæða að treysta ICEsave bandalaginu núna en þegar það lofaði öllu fögru fyrir kosningarnar 2009, en samdi svo um beint gjaldþrot þjóðarinnar og beina yfirtöku breta á fjármálum ríkisins??

 

Ef þjóðin væri frjáls úr hlekkjum hugarfarsins þá væru öll rauð ljós blikkandi og allar aðvörunarbjöllur klingjandi.

En við erum í dróma.

Teljum okkur ekki eiga líf sem þarf að verja.

Látum okkur duga fóður frasa og blekkinga.

 

Og uppskerum þjóðargjaldþrot eftir kosningar þegar ICEsave bandalagið mun klára verkið sem hófst haustið 2008.

Nokkur tár sáu til þess.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Árangur Íslands ræddur á vorfundi AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og ég geri ráð fyrir að þú munir eftir umræðunni um gjaldeyrisvaraforðann.  Hann átti jú aldrei að nota ef eitthvað var að marka orð Seðlabankastjóra frá þessum tíma.

Er nokkuð því til fyrirstöðu að við greiðum upp AGS lánin með forðanum, neitum að flytja gjaldeyriseignir lífeyrissjóðanna heim og gerum þrotabúin upp í krónum? Ég hefði haldið að ef kröfuhafar sæu fram á svoleiðis ferli þá myndi það örfa þá til dáða við samningaborðið, en ég svo sem veit það ekki.

Seiken (IP-tala skráð) 20.4.2013 kl. 18:55

2 Smámynd: Ómar Geirsson

"undir viljayfirlýsingu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, um að þau ábyrgist að erlendir eigendur íslenskra eigna geti skipt þeim í erlendan gjaldeyri þegar gjaldeyrishöftum hefur verið aflétt, á stöðugu gengi.  Þar er um að ræða hundraða milljarða króna ríkisábyrgð  á skuldum við útlendinga.".

Þetta var sannleikurinn á bak við þá umræðu Seiken.

Sá bitri sannleikur sem ég er að reyna að vekja athygli á, og spyrja hvort hann sé ekki í raun ennþá sannleikurinn.  Að þessi viljayfirlýsing sé ekki ennþá í fullu gildi.

Þó í annarri mynd sé.

En AGS lánið hefur þegar verið greitt af hluta og sagt er að restin sé klár inná bók.  

Að sjálfsögðu á að greiða þetta og láta þá svara til saka sem tóku lánið á sínum tíma.  Heilbrigðiskerfið okkar var látið borga vextina og það er glæpur.

Síðan þarf að semja um stóra lánið sem var tekið fyrri hluta árs 2008, og skila því hægt og rólega til baka.  

Síðan á að setja það í stjórnarskránna að það sé bannað að taka erlend lán til að halda uppi gengi krónunnar.

Varðandi kröfuhafa gömlu bankanna, þá er það þannig að það á að mæta þeim eins og hverjum öðrum innrásarher, það væri hægt að fá ráðgjöf hjá breskum stjórnvöldu, uppí væntanlegar ICEsave skaðabætur, hvernig innrásarlýður er trakteraður.

Mig minnir að það sé barið á skildi, menn beri tennur, og síðan er sest við samningaborð.

Þar sem hagsmunir þjóðarinnar eru tryggðir, og samið er um sanngjarna greiðslu fyrir allt það tjón sem bankarnir ullu efnahagslífinu og samfélaginu.

Restina, ef einhver er, mega vogunarsjóðirnir hirða, þeir verða ánægðir með það sem þeir fá.

Góð fjárfesting samt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.4.2013 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 446
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 385
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband