Varnarsigur.

 

Fyrir nokkrum dögum var allt útlit fyrir að VinstrGrænir dyttu út af þingi og að fylgi Samfylkingarinnar færi niður í 10%, jafnvel neðar.  

Vel heppnuð kosningabarátta flokkanna hefur náð að snúa þeirri þróun við og fylgi þeirra er aftur á uppleið.  

Glöggur stjórnmálaskýrandi eins og Ólafur Þ. Harðarson hefði átt að benda á það trend, og koma  með sambærileg dæmi úr kosningasögunni, eins og til dæmis þegar Gylfi Þ. Gíslason náði með grátbeiðni sinni að bjarga Alþýðuflokknum í kosningunum 1974.  Þá var flokkurinn við að þurrkast út af þingi því ekki var útlit að hann næði inn kjördæmakjörnum manni.  Ákall Gylfa dugði og í kosningunum 1978 vann flokkurinn stórsigur.

 

Í stað þess lætur Ólafur Morgunblaðið nappa sig til að gefa blaðinu neikvæða fyrirsögn og jafnframt tækifæri til að vinna gegn hinni vel heppnuðu varnakosningarbaráttu.

Frétt þar sem myndbirting af Steingrími Joð Sigfússyni og Jóhönnu Sigurðardóttur telst ekki óeðlileg.

 

Hin vel heppnaða varnarkosningabarátta stjórnarflokkanna felst í ákaflega þykkum þagnarmúr, mun þykkari en skjaldborgin um auðmenn, um þessa tvo fyrrum formenn sína.

Sem eru orðnir táknmynd svika sem enginn getur réttlætt eða fyrirgefið.

Steingrímur ætlað að ráðast í 23 virkjanir til að geta borgað bretum ICEsave, og Jóhanna reisti gjaldborg um almenning í stað skjaldborgarinnar sem hún hafði lofað.

 

Ekkert í stöfum fyrrverandi ríkisstjórnar er hægt að réttlæta fyrir stuðningsmönnum flokksins, enda er ræða núverandi formenn VG og Samfylkingarinnar um allt annað en síðustu 4 ár.  

Árni Páll um stöðugan gjaldmiðil og Katrín um dúllerí.

 

Myndbirtingu Morgunblaðsins verður að skoða í þessu samhengi og ég spái því að þeim eigi eftir að fjölga næstu daga.

Steingrímur hér og Jóhanna þar og fylgið aftur til andskotans.

 

Sjáum til.

Kveðja að austan.


mbl.is Yrði eitt mesta fylgistapið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrrverandi kjósendur VG og Samfylkingar láta EKKI gjepjast aftur af gylliboðum þessara ömurlegu flokka !

Ég kaus VG af því að þeir LOFUÐU að vera á móti ESB. SVIK !

Ég studdi ríkistjórnia, af því hún LOFAÐI að hjálpa heimilunum í landinu EKKI BARA SUMUM ! SVIK !

Megi þetta pakk hljóta verstu kosningu ever...öllum er sama !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 20.4.2013 kl. 09:13

2 identicon

sammala svik og lygi auðvitað a að refsa svona fólki

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 20.4.2013 kl. 09:37

3 identicon

Vonbrigðin eru mikil

það byrjaði að fjara undan þessum flokkum strax

og ljóst var að ríghalda átti í gamlar hefðir

enda töldu forystumenn flokkana sig hokna af reynslu

og vita betur en allir aðrir

Grímur (IP-tala skráð) 20.4.2013 kl. 09:48

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Vil aðeins minna á að til lítils er að refsa svikurum ef fjármagnið sem fékk flokkanna til að svíkja sín helgu vé, getur fengið fólk til að kjósa aðra flokka, skilgetin afkvæmi svikaflokkanna.

Í raun er fylgistapið lítið ef bætt er við fylgi Pírata og Bjartrar framtíðar.

Og þeir sem sviku fengu góð laun.

Svo til hvers ekki fyrir næsta að svíkja, og svo næsta.

Allavega gekk allt upp hjá fjármagninu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.4.2013 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband