Hver segir að lýðskrum skili ekki árangri??

 

Aðeins einn flokkur hefur sannarlega á stefnuskrá sinni eyðingu íslensks efnahagslífs, Sjálfstæðisflokkurinn sem ætlar að klára það verk sem tókst ekki þegar hann kallaði eftir aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir Hrunið 2008.

Stefna flokksins í skuldamálum heimila og fyrirtækja mun leiða til þjóðfélagslegrar upplausnar þar sem eina sem öruggt er, er að öfgaöfl munu leika lausum hala.

Sagan kann engin dæmi um vöxt og viðgang í ofurskuldsettum þjóðfélögum, aðeins deilur, sundrungu, átök.   Samdrátt, stöðnun, örbirgð fjöldans.

 

Stefna flokksins í ríkisfjármálum er þrautreynd stefna Evrópusambandsins um aðhald og niðurskurð. Með sömu afleiðingum og í Evrópusambandinu, hrunið efnahagslíf þeirra þjóða sem neydd hafa verið til að framfylgja heimskunni.

Fyrir íslensku þjóðina, sem er skuldsett uppí rjáfur vegna hrunsins haustið 2008, þýðir heimskan aðeins eitt, endalok efnahagslegs sjálfstæðis hennar, undirokun erlends fjármagns,  skuldaánauð þar sem skatttekjur fara í ríkisskuldir en restin af ráðstöfunartekjum fólks í ótæmandi hít verðtryggingarinnar.

 

Þetta eru einfaldar staðreyndir sem ekki er hægt að rífast um, sagan hefur þegar gert úttekt á þessum heimskra manna ráðum.

En flokkurinn svífur um á þöndum vængjum lýðskrumsins, málar fallegar myndir yfir hryllinginn sem hann boðar, hagræðir staðreyndum, lýgur til um stefnu sína í skuldamálum heimilanna.

Og kemst upp með það.

 

Ef Ísland væri lýðræðisríki þá væri flokkurinn dæmdur frá kosningunum eftir að frambjóðendur hans gerðu sig bera að þeirri lygi að fullyrða að tillögur flokksins lækkuðu höfuðstól skulda heimilanna um allt að 20%.

Tillögur flokksins lækka höfuðstól verðtryggðra skulda ekki um krónu og framboð á ekki að ná kjöri á forsendum slíkrar augljósrar lygi.

Það eiga að vera takmörk fyrir öllu lýðskrumi.

Einhver fótur þarf að vera fyrir fullyrðingum, einhver hálfsannleikur sem hægt er að skýla sér á bak við.

 

Flokkurinn býður þrautpíndum almenningi upp á tvo valkosti.

Að hluti skatta þess fari í vasa eiganda verðtryggingarinnar í stað þess að forða heilbrigðiskerfinu frá hruni og að eigendur verðtryggingarinnar fái aðgang að séreignasparnaði þess, sem þeir gátu ekki nálgast áður.

Þessar aðgerðir auðvelda vissulega fólki að greiða hinar stökkbreyttu skuldir, en það gerir það með eignum sínum og tekjum, en ekki á nokkurn hátt með samfélagslegri aðstoð.

Og höfuðstóll þess lækkar ekki, hann er sá sami og áður og hækkar í takt við tilbúna verðbólgu.

 

Flokkurinn toppar síðan ruglið með því að ætla að ábyrgjast grunnþjónustu á sama tíma og hann boðar skattalækkanir, nýta síðan hluta af þessum lækkuðum sköttum til að veita fólki skattaafslátt sem renna á í vasa eiganda verðtryggingarinnar, og þar að auki ná hallalausum rekstri á ríkissjóð, eitthvað sem getur aldrei farið saman eins og staða efnahagsmála er í dag.  

Ef meira er skorið niður í grunnþjónustunni þá hrynur allt kerfið.

Skattalækkanir skila sér ekki sjálfkrafa í auknum tekjum ríkissjóðs, sérstaklega ekki í ofurskuldsettu þjóðfélagi.  Svigrúmið sem þær skapa nýta heimili og fyrirtæki fyrst og síðast til að standa í skilum, til að reyna að forðast gjaldþrot.

 

Fyrir öllu bulli og allri lygi eiga að vera takmörk.

Við lifum ekki á þeim tímum að valdhafar geta gert hesta sína að ráðherrum, að þeir geti umgengist almannasjóði eins og sína eigin, að þeir megi segja hvað sem er, gera hvað sem er.

Flokkur á ekki að geta náð völdum með því að lofa hverju sem er, með því ljúga öllu því sem honum dettur í hug um stefnu sína og markmið.  Og nýta síðan völdin til að eyða efnahagslífi þjóðar sinnar.

Eru ekki örlög Grikkja víti til að varast.  Þar sem stjórnmálamenn voru kosnir út á lygi (evrunnar) og eyddu síðan þjóð sinni í kjölfarið.

 

En því miður eru ekki slík takmörk.

Flokkar sem urðu uppvísir að landráðum í ICEsave fjárkúgun breta, bjóða fram.  

Ríkisfjölmiðill okkar komst upp með stuðning sinn við hina erlendu fjárkúgara, og núna að gæta grimmt hagsmuna vogunarsjóða sem ætla sér að blóðmjólka þjóðina.

Fjármunir eru nýttir til að sundra mótspyrnu þjóðarinnar, ótal framboð sérviskunnar eru kostuð svo öruggt sé að  þjóðin nái ekki að mynda mótspyrnu gegn ásælni hins arðrænandi fjármagns.

Og flokkurinn, sem neitar fórnarlömbum Hrunsins, Hrunsins sem hann bara meginábyrgð á, um réttlæti, er með mesta fylgið því hann virðir engin lýðræðisleg takmörk á lýðskrumi í málflutningi sínum.

 

Við blasir endalok okkar sem þjóðar.

Við virðumst ekki eiga líf sem þarf að vernda.

Og við þráum líf skuldaþrælsins framar öllu.

 

Við verjum ekki líf okkar.

Við verjum ekki framtíð okkar.

 

Við verjum ekki þjóð okkar.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef enga trú á að þetta verði endanleg niðurstaða kosninganna.

Þjóðin lætur ekki þessar skoðanamyndandi "kannanir" rugla sig þegar á hólminn kemur.

Sama hvað djöflast var í áróðrinum af fjölmiðlum og með "könnunum", þá fór það nú samt svo, þegar að kosningum kom, að þjóðin sagði Nei við Icesave III.

Vart ætlar þjóðin nú að gerast svo kex-rugluð að verðlauna alveg sérstaklega puntudúkkurnar, búrakratana og gluggaskrautið sem voru svo veruleikafirrt að samþykkja ólögmætar kröfur á þjóðina ?????

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.4.2013 kl. 20:01

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður félagi Pétur.

Það hvarflar að mér að þú hafir sleppt að lesa innihaldið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.4.2013 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 396
  • Sl. sólarhring: 719
  • Sl. viku: 5980
  • Frá upphafi: 1399919

Annað

  • Innlit í dag: 356
  • Innlit sl. viku: 5120
  • Gestir í dag: 345
  • IP-tölur í dag: 343

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband