17.4.2013 | 06:55
Syndandi hagvöxtur.
Ef makrílinn hefði ekki tekið uppá því að synda hingað norður eftir í ætisleit, þá hefði hagvöxtur vart mælst frá Hruni.
Búbót hans var sá innspýting þurfti til að mælar Hagstofunnar næmu hagvöxt.
Eyjafjallajökulsgosið og útgreiðsla séreignarsparnaðar hefði ekki dugað til.
Hvað segir okkur þetta um efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem ríkisstjórnin fylgdi samviskusamlega eftir???
Efnahagsáætlunina sem gerði ráð fyrir 40% hagvexti á síðasta ári og svipuðum vexti næstu árin??
Efnahagsáætlun sem gerði ráð fyrir 160 milljarða afgangi á vöruskiptum við útlönd svo þjóðin gæti staðið í skilum með öll lánin sem hún átti að taka á sig vegna Hrunsins.
Efnahagsáætlun hávaxta, mikillar niðurskurðar, skattahækkana, ofurskuldsetningar efnahagslífsins.
Eftir sögulegt góðæri í utanríkisviðskiptum þjóðarinnar þá var það syndandi fiskur sem bjargaði henni fyrir horn.
Að hún reyndist ekki með öllu ónýt.
Reyndar ásamt höfnun ICEsave samningsins sem hafði meðal annars þær afleiðingar að ekki var gengið á lán AGS til að greiða út erlendar krónueignir á yfirverði.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hælir sér að þessum árangri, að það hafi fundist land þar sem hægt var að brjóta öll efnahagslögmál og samt ná einhverjum árangri.
Árangri sem reyndist svo vera syndandi fiskar.
Og eldgos.
Spurningin er hins vegar hvaða árangur hefði náðst ef efnahagsáætlun sjóðsins hefði tekið mið að af hagsmunum efnahagslífsins en ekki erlendra kröfuhafa hinna föllnu banka.
Að skuldir hefðu verið afskrifaðar strax í þann raunveruleik sem heimili og fyrirtæki stæðu undir.
Að vextir hefðu tekið mið að efnahagslegum raunveruleik og verið í kringum núllið eins og í þeim löndum sem glímdu við efnahagserfiðleika í kjölfar fjármálakreppunnar haustið 2008.
Að vöxtur efnahagslífsins hefði verið látinn brúa fjárlagahallann en ekki niðurskurður og skattahækkanir.
Að efnt hefði verið til friðar, ekki ófriðar við þjóðina.
Ég fullyrði að þá hefði syndandi fiskar eða umsvif í jarðskorpunni ekki haft nein úrslitaáhrif á hvort Hagstofan hefði getað mælt hagvöxt.
Kreppunni væri lokið og það væri bjart framundan.
Því það er þannig að þegar bátur verður olíulaus og getur ekki stundað sjóinn, þá útvega menn sér hreina olíu svo hægt sé að halda á miðinn og afla verðmæta.
Menn drýgja ekki eldsneytið með sjó eða öðrum ódýrum óhreinindum, slíkt veldur aðeins gangtruflun og jafnvel að menn verði af afla og tekjum, ef menn þá á annað borð komast á miðinn.
Það er ekki flókið hvernig unnið er á kreppu.
Aðeins hagsmunir hins erlenda fjármagns hindruðu að AGS legði til þær leiðir.
Því Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er innheimtustofnun, ekki stofnun sem aðstoðar þjóðir og ríki að vinna bug á efnahagserfiðleikum sínum.
Starfsmenn sjóðsins þiggja laun fyrir að vera fífl.
Hafa vottorð uppá það að allt sem þeir hafa komið nálægt hafi mistekist, verið til bölvunar, gert illt verra, slæmt óbærilegt.
Nema á Íslandi.
Þar kom makríllinn þeim til bjargar.
Þeim mistókst vissulega að skuldaþrælka þjóðina en það mældist hagvöxtur.
Þó ekki sé hann þeim að þakka.
En bjargar andlitinu út á við.
Annars staðar þar sem sjóðurinn hefur komið til aðstoðar vitnar auðnin ein um árangur hans.
Kveðja að austan.
60 milljarðar úr makríl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 524
- Sl. sólarhring: 665
- Sl. viku: 6255
- Frá upphafi: 1399423
Annað
- Innlit í dag: 445
- Innlit sl. viku: 5300
- Gestir í dag: 408
- IP-tölur í dag: 401
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.