Aumingjagæskan mældist marktæk.

 

Tæp 2 % landsmanna vorkenndi Bjarna svo mikið eftir atlögu vikunnar að þeir sögðust ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

Svo Bjarna liði betur.

En hve traust er sú gæska?? 

 

Atlaga Kjartans Gunnarssonar að sitjandi formanninn flokksins er án nokkurs fordæmis.  

Tilgangurinn að auka hróður Hönnu Birnu á kostnað Bjarna, gróf endanlega undan mislukkaðri kosningabaráttu flokksins.  

Grímulaus barátta um völd og áhrif í aðdraganda kosninga er ekki efst á óskalista þjóðarinnar.  Hún treystir einfaldlega ekki slíkum flokki til að kljást við aðsteðjandi vandamál, þeir sem geta ekki leyst sín eigin vandamál, leysa ekki vanda annarra.

 

Og það er ljóst að Bjarni Benediktsson er ekki stórlaskaður, hann er búinn að vera sem formaður flokksins, héðan verður aðeins hlegið að honum.

Formaður þessa fyrrum stolta flokks, sem lætur slíka atlögu yfir sig ganga, án þess að snúast til varnar, er ekki sá formaður sem flokkurinn vill.

Ekki bætti úr skák þegar Bjarni kvað að það myndi gróa um heilt, slík lygi er ekki boðleg nokkrum manni, ekki einu sinni örvæntingarfullum stuðningsmönnum flokksins.

 

Hins vegar er ljóst að aðför Kjartans hefur stórskaðað Hönnu Birnu, hún virðist ekki hafa það stöðumat sem sterkur leiðtogi þarf að hafa.  

Það eina sem gat frýjað hana ábyrgð á aðför Kjartans var tafarlaus stuðningsyfirlýsing við formann flokksins, og afdráttarlaus fordæming á aðförinni að honum í miðri kosningabaráttu.   Það var síðan Bjarna að vinna sig út úr stöðunni, hans ákvörðun gat verið að draga sig í hlé, en þá var Hanna með hreinan skjöld.  Eða eins hreinan og hægt var miðað við aðstæður.

En hin loðnu svör um að hún styddi ákvörðun Bjarna, beindu aðeins athyglinni að henni og meintri þátttöku hennar.

 

Dómgreindarleysi hennar var síðan algjört þegar hún lýsti yfir mikilli ánægju á fundinum í Garðabæ með ákvörðun Bjarna að halda áfram sem formaður.

Bjarni var nýkosinn formaður flokksins og menn lýsa ekki yfir mikilli ánægju með ákvörðun að hann ætli að vera áfram formaður.  

Menn fordæma þær aðstæður sem settu hann í þá stöðu að hafa þurft að taka slíka ákvörðun. 

Flokksins vegna, flokksmanna vegna.  

 

Aumingjalegri gat atburðarrásin ekki verið en hún varð um síðustu helgi.

Eftir stendur niðurlægður formaður, og dómgreindarlaus varaformaður.

Og flokkur án leiðtoga.  

 

Enginn flokksmaður hafði kjark og manndóm til að rísa upp og fordæma vinnubrögð Kjartans og félaga.  Enginn var krafinn svara, enginn var látinn gera hreint fyrir sínum dyrum.

Menn annað hvort mjálmuðu eða þögðu.

 

Vissulega er aumingjagæska rík í þjóðinni.

En hvort hún dugi til að snúa við hinu frjálsa falli á fylgi flokksins er ákaflega ólíklegt.

Tugþúsundir manna eiga í erfiðleikum vegna hinna stökkbreyttu skulda.

Þúsundir fyrirtækja hafa verið rænd öllu eigin fé og eru rekinn af miskunn bankanna.

 

Við slíkar aðstæður eru aumingjar ekki fyrsti valkostur fólks.

Eða það skyldi maður halda.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þarna fórstu með þetta alveg Ómar þú verð bara aumingjavæðinguna með þessu annað ekki,við sjáum þetta 28/4 og tölum þá saman,manni dettur í hug þú hafir Guðs vald eða þér finnist það!!!,kveðja að sunnan

Haraldur Haraldsson, 16.4.2013 kl. 10:07

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Haraldur.

Það þarf ekki Guðs vald til að benda á staðreyndir hins vegar hefur þeim í neðra verið eignað fals og blekkingar, líkt og það sem villir ykkur sjálfstæðismönnum sýn. 

Síðan er mér fyrirmunað að skilja hvernig þú færð það út að ég sé að verja aumingjavæðingu þó ég bendi á hana í flokki þínum.  Hvarflar að mér að þú hafir aðeins lesið fyrirsögnina.  En ekki innihaldið.

Það stendur ekki á mér að spjalla 28/4 eða þar á eftir, reikna samt ekki mikið með að blogga eftir kosningarnar, þá verður ICEsave lokið með hruni ICEsave flokkanna. 

Hins vegar þar sem ég hef vissar taugar til ykkar sjálfstæðismanna þá myndi ég ráðleggja ykkur að hætta þessu væli og hysja upp um ykkur brækurnar.  

Þið gætuð til dæmis séð að krakkarnir eru ekki að meika þetta, hafa ekki hugsun út fyrir frasana.  Í stað þess að níða stanslaust niður ykkar gamla formann, þá ættuð þið að senda bænarskjal uppí Móa, ásamt einlægri afsökunarbeiðni, og biðja um aðstoð.

Margt má segja um Davíð, en grenjuskjóða er hann ekki.  Hvað þá einn stór frasi eins og vonarstjarna ykkar.

Og kraftinn hefur hann, baráttuþrek, og hann mætir atlögum EKKI með bakinu.

Þeir sem vega Davíð, vega hann að framanverðu.  Ef þeir fá þá til þess færi.

Hafið mín ráð Haraldur, hann er ykkar eina von.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.4.2013 kl. 11:03

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Nokkuð raunsönn mynd Ómar

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.4.2013 kl. 12:33

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Loksins erum við þarna sammála Ómar vinur minn,þú hefur mig aldei í að hallmæla Davíð en verjan bara,aftur var Geir Haarde vinur minn en ekki þessu valdandi ,vann hjá mér unglingur í Sipp,en Ólafi Thors var mitt uppáhald,en svona ekki alveg alltaf ángður með Bjarna heitin Ben. Geir Hallgrímsson sæmilegur,Jóhann Hafsftein ekki góður,fremur slæmur, hafði um tíma trú á Þrsteini Pálssyni það horfið,en Davíð toppar þetta með Thors!!!en satt við þurfum að taka okkur á það hefi ég lært á langri æfi!!!!!kveðja að sunnan

Haraldur Haraldsson, 16.4.2013 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 1440178

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband