Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll já er það virkilega.

Sigurður Haraldsson, 24.3.2013 kl. 09:32

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Jamm Sigurður.

Þarna er mikið af góðu fólki sem hefur reynt af fyllstu einlægni að berjast gegn auðrónunum og ránsskap þeirra.

Hins vegar hefði ég kosið að útsendarar vogunarsjóðanna fengju ekki að stýra baráttu Dögunar í þágu öruggar skuldaánauðar þjóðarinnar.

Hún er örugg því fólki ber ekki gæfu til að snúast gegn þeim öflum sem hafa hag og ávinning  af þrælkun og hörmunum alþýðu landsins.

En Sigurður, það þýðir ekki alltaf að vera hnýta í fólk.

Stundum verður maður að láta það eiga það sem það á.

Og þess vegna segi ég enn og aftur, flottir listar, flott fólk.

Í þessum pistli læt ég hitt liggja milli hluta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.3.2013 kl. 09:56

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk þú ert sannur, ég veit að á þessum lysta er mjög gott fólk en þar sem Margrét Tryggva sveik kjósendur sýna þar á meðal mig þá á ég virkilega erfitt með að sætta við mig við hana í forsvari :(

Sigurður Haraldsson, 24.3.2013 kl. 11:30

4 identicon

Merkilegt þó að einn einstaklingur þarna skuli vera á tveimur listum í sitt hvoru kjördæminu.

Nonni (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 11:31

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Mannaflasjóður okkar er að þverra þar sem við erum ekki nema 320 þúsund í heyld og sennilega ekki nema 200 þúsund sem hugsanlega geta verið í framboði og kosið.

Sigurður Haraldsson, 24.3.2013 kl. 11:34

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ómar, þetta innlegg þitt gleður mig.  Nonni ég hvái við þínu innleggi, segðu mér hver og hvar þessi manneskja er?  Það hlýtur að vera einhver mistök.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2013 kl. 11:42

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Er þetta ekki bara praktískt vandamál Nonni, eins og Sigurður bendir á??

Sigurður, ég er ekki á neinn hátt að mæra Dögun eða einbeittan vilja flokksins til að eyða sjálfum sér.

Bendi aðeins á það sem mér finnst.

Að þetta er flott fólk, það er það sem ég þekki til.

Þetta með Margréti já, eigum við ekki að segja að hún hafi átt sína góðu spretti líka.  

Núna þegar framboð hafa raðað sig upp, þá verður að reyna meta þá sem sýna vilja til góðra verka.  Ef maður er ósáttur, þá getur maður boðið fram, framboð númer ótal og einn.

Hvað mig varðar þá er ljóst að barátta mín fyrir sameinuðu framboði fólks gegn óhæfunni, undir merkjum réttlætis, vonar og framtíðar, hefur ekki hlotið hljómgrunn.  En ef maður skælir bara og skælir, þá er öruggt að Bjarni myndar stjórn með litlu og stóru Samfylkingunni.

Viljum við það??

Takk Ásthildur, ég á þetta til, að gleðja fólk.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.3.2013 kl. 12:56

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Það má líka segja "af litlu verður vöggur fegin"

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2013 kl. 13:08

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jæja, Ómar minn, er það virkilega?!

Hvað er svona "flott" við það að fá fullveldisframsalsmanninn og ESB-innlimunarsinnann Gísla Tryggvason í efsta sæti á framboðslista Dögunar? Kannski til að verða alþingiskjósendum víti til varnaðar?

Jón Valur Jensson, 24.3.2013 kl. 15:50

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jón minn, þó Gísli Tryggvason sé esb sinni, þá ber að geta þess að flestir sem eru í fyrstu sætum í Dögun er fólk sem ekki hefur áhuga á inngöngu,  sum þeirra vilja skoða málin betur, aðrir eru á móti inngöngu, ég veit um marga innanborðs mig þar á meðal sem vilja alls ekki þangað inn, allir efstu menn til dæmis í Norðvestur kjördæmi.

En það er þessi árátta manna að vilja stýra því hvernig fólk hugsar.  Ég gleymi ekki yfirhalningunni sem ég fékk þegar ég ákvað að vilja nýju stjórnarskrána, það er allskonar hræðsluáróður í gangi með hana, en þó 111 greinin geti á einhvern hátt verið varasöm ef Samfylkingin; VG og Björt Framtíð fái umboð til stjórnar, þá breytir það ekki því að það er svo ótal margt í þessari nýju stjórnarskrá sem færir miklar réttarbætur fyrir lýðræði í landinu.  En Ómar hefur sagt að hann sé ekki sammála stefnu flokksins, hann er einungis að benda á að honum finnist þarna vera gott fólk innanborðs.  Hann hefur alveg fullan rétt til þeirrar skoðunar, rétt eins og við öll, þú þar á meðal hefur fullan rétt á því að hafa skoðanir á málum og mönnum.  Umburðarlyndi og réttlæti hljóta alltaf að vera aðalstefið í okkur öllum, og að kunna að meta andstæðinga sína að verðleikum er eitt af því.  Þess vegna er ég til dæmis svo ánægð með þessi ummæli vinar okkar Ómars.  Og í mínum huga er hann maður að meiri fyrir vikið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2013 kl. 18:03

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón Valur.

Það er nú engin rós án þyrna, við verðum bara að treysta á mótvægið sem eru okkar ágætu samherjar í ICEsave slagnum, Ásthildi og Helgu Þórðar.

Mig minnir að Gísli hafi líka staðið ICEsave vaktina með okkur.

Svo hann er ekki alslæmur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.3.2013 kl. 18:23

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gerði hann það? Ertu svo viss um það? Gakktu nú úr skugga um þetta.

Ásthildur, 111. greinin er hrikalega hlættuleg -- og er óskagrein manna eins og Þorvaldar Gylfasonar, Vilhjálms Þorsteinssonar, Eiríks Bergmanns Einarssonar, Þórhildar Þorleifsdóttur, Guðmundar Gunnarssonar í Rafiðnaðarsambandinu, Gísla Tryggvasonar, Silju Báru Ómarsdóttur, Illuga Jökulssonar og annarra ESB-taglhnýtinga sem sátu í stjórnlagaóráðinu.

Svo gengu þeir svo tryggilega um hnútana, að meirihluti kjósenda gæti bara kosið sig INN Í Evrópusambandið (111. greinin), en EKKI ÚT ÚR ÞVÍ ! --- það tryggðu þeir sér með 67. grein sinni -- þótt þjóðaratkvæðagreiðslur verði leyfðar, skuli sérstök undantekning gilda um þjóðréttarsamninga, um þá megi EKKI fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu, sama hversu margir biðja um hana!!!

Jón Valur Jensson, 25.3.2013 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 654
  • Sl. sólarhring: 749
  • Sl. viku: 6238
  • Frá upphafi: 1400177

Annað

  • Innlit í dag: 596
  • Innlit sl. viku: 5360
  • Gestir í dag: 567
  • IP-tölur í dag: 555

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband