Flokkur heimilanna.

 

Er flokkur um þarfan hlut, hlut sem engin þjóð getur verið án.

Heimili.

Sem hafa verið pínd og kvalin af ríkisstjórn Samfylkingar og VinstriGrænna, eins og þau séu hin seku.  

Að þeirra sekt, sé sektin eina, að hafa komið þjóðinni á hausinn.

Að Hrunið sé þeirra.

 

Skaðað þar með auðmenn og ríka fólkið, sem flokkar félagshyggju og velferðar hafa svo þurft að vinna dag og nótt við að bjarga.

Það getur enginn ímyndað sér erfiðið hjá Steingrími og Jóhönnu við að koma ICEsave á þjóðina svo auðmenn fái evru og frjálsa flutninga á fjármunum sínum úr landi.

Eða hvað þau Steingrímur og Jóhanna þurftu að reka mikið á eftir bönkunum við að afskrifa skuldir þessara fórnarlamba Hrunsins.

Fórnarlamba heimilanna, vesalings auðmennina og ríka fólkið.

 

Flokkur heimilanna hefur aðra sýn á Hrunið en íslensku vinstrimennirnir.

Flokkur heimilanna telur að heimilin séu fórnarlömb Hrunsins.  

Að þau sitji uppi með sínar stökkbreyttu skuldir, og stjórnmálamenn í vasa auðklíkunnar beiti stjórnkerfinu markvisst til að hindra að heimilin fái nokkra leiðréttingu.

Að auðmenn fái allt en heimilin ekkert.

 

Þessu ætlar flokkur heimilanna að breyta.

Og mun gera það ef þú hjálpar.

 

Það er fundur annað kvöld.

Mætum.

Kveðja að austan. 


mbl.is Flokkur heimilanna stofnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það má kannski orða það sem svo að hrunstjórnin hafi verið sú sem rústaði vörnum heimilanna en helferðarstjórnin sé sú sem stóð vaktina á meðan rústirnar voru rændar. Það einkennilega er að hvað liðsandinn hefur haldið í gegnum þikkt og að alþingi hefur veitt helfrðarhyskinu brautargengi til ódæðsiverkanna síðustu fjögur árin. Efast einhver um hvar stærstu skipulegu glæpasamtök lýðveldisins er að finna.

Magnús Sigurðsson, 19.3.2013 kl. 21:00

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Vissulega er það rétt að þar voru línurnar lagðar. 

Og það tók ekki betra við, þó öðru hefði verið lofað.  

Sem er hið sára í dæminu, hrunstjórnin þóttist aldrei vera neitt annað en hagsmunagæslustjórn fjármagnsins.

Og ekki verður það af Alþingi skafið að hafa staðið sína vakt vel. 

Fyrir hrunverja, fyrir fjármagnið.

En innsti kjarni glæpaklíkunnar er ekki á þingi, hún stjórnar þinginu, beint og óbeint.  

Þess vegna skiptir svo miklu máli að átta sig á því að það verður aldrei flóafriður í landinu fyrr en hart er látið mæta hörðu, og þessi klíka verði hrakin úr skúmaskotum sínum.

Þetta er sammannleg barátta, háð um allan heim.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.3.2013 kl. 21:22

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvað með heimili flokkanna ?

Allt í einum pakka ?

hilmar jónsson, 19.3.2013 kl. 21:36

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Veistu það Hilmar, að stundum ertu svo góður að ég get ekki fundið flöt á að vera ósammála þér.

En spurning hvort til sé nógu stórt íbúðarhús til að hýsa slíkt heimili, hvort það þyrfti ekki Laugardalshöllina eða jafnvel Egilshöllina.  

En það reddast örugglega.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.3.2013 kl. 21:50

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Harpan ?

hilmar jónsson, 19.3.2013 kl. 22:01

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Hefði gengið, en svo heyrði ég af framboði Sturlu vörubílstjóra í dag, spurning hvort hann og hans menn komist fyrir í Hörpunni.

Svo skilst manni að fleiri séu á leiðinni.

Svo þetta heimili gæti endað í einhverju ósamþykktu íbúðarhúsnæði, til dæmis í Hafnarfirðinum.

En þar hafa þeir víst mikla reynslu í að koma mjög mörgum fyrir á fáum fermetrum.

Svo að þetta gæti gengið,.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.3.2013 kl. 23:41

7 identicon

María Jónsdóttir segir allt sem segja þarf um mikilvægi Flokks heimilanna: 

"Er ekki hægt að hafa fókus á heimilin og bjarga þeim ?

Þurfa allir að níða alla niður  ?

Þurfum við ekki að standa saman og bjarga þessari þjóð (okkur sjálfum)

þannig að fólk eigi eigur sínar aftur og líf sitt ?" 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.3.2013 kl. 23:56

8 identicon

Þessi orð Maríu er að finna á feisbókarsíðu þar sem spurt er hvort heimilin eigi sér von.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.3.2013 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 637
  • Sl. sólarhring: 759
  • Sl. viku: 6221
  • Frá upphafi: 1400160

Annað

  • Innlit í dag: 580
  • Innlit sl. viku: 5344
  • Gestir í dag: 551
  • IP-tölur í dag: 541

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband