Valdið hnýtir lausa enda.

 

Verkfærin sem framkvæmdu skipanirnar, eru núna ákærð, nokkrum mínútum fyrir kosningar.

Ákæran vissulega þörf, en átti að koma strax eftir Hrun.

Ekki núna þegar valdið vill dreifa umræðunni frá öruggri yfirtöku vogunarsjóðanna á íslensku efnahagslífi.

 

Vissulega eru þetta ekki burðardýrin sem eru ákærð, ekki heldur skúringarkonan.

En þeir sem stjórnuðu glæpaklíkunni, þeir sem ábyrgðina bera, lifa í lystisemdum meðal auðskrípa heimsins. 

Þegar búnir að leggja aftur til atlögu með nýjum verkfærum.

 

Af hverju halda menn að stjórnmálaflokkarnir hafi stutt ICEsave??

Af hverju halda menn að allir fjölmiðlar landsins, að Morgunblaðinu undanskildu eftir að Davíð fékk húsbóndavaldið, hafi stutt ICEsave??

ICEsave var forsenda evrunnar, evran var forsenda eftirlitslausra fjárflutninga úr landi eins og var á gósentíma glæpaklíkunnar.

Það gerist ekkert af tilviljun þegar hundruð milljarða eru undir.

 

Valdið hnýtir lausa enda með því að skipuleggja sýndaruppgjör við Hrunið.

Lánar meira að segja sérstökum ríkissaksóknara nokkra menn til að sýna.

Valdið hnýtir lausa enda til að tryggja að það sjálft verði ekki snert.

 

Alvöru framboð gegn þessari glæpaklíku, gegn þessu valdi sem rændi og svívirti þjóð sína, og neitaði henni um réttlæti eftir Hrun, tilkynnir að það muni láta þetta fólk sæta ábyrgð.

Að það sé líka refsað fyrir alvarlegustu glæpina.

Að réttarkerfið sé ekki aðeins fyrir verkfæri og smáþjófa.

 

Það er glæpur að gera þjóð sína gjaldþrota.

Það er glæpur að reyna koma skuldum sínum á almenning.

Það er glæpur að skuldaþrælka fólk með þjófatækjum eins og verðtryggingunni.

Skuldaánauð þjóða er glæpur.

 

 

Og fyrir þessa glæpi eiga menn að sæta ábyrgð.

Enginn á að komast upp með þetta, enginn mun komast upp með þetta þegar þjóðin loks sameinast í vörn sinni og tekur glæpaklíkuna í bóndabeygju og hendir henni síðan í svartholið.

 

Þjóðin býður eftir herkallinu.

Hingað til hafa fagmenn vogunarsjóðanna, þessir sem kallaðir eru efnahagsböðlar, náð að sundra öllum þreifingum fólks, náð að eyðileggja góðan málstað með alls konar smáframboðum sem eiga það sammerkt að bjóða sig fram sem lausn, en ekki lausnina á vanda þjóðarinnar.  

Alvöru fólk hefur horfið þegjandi af sjónarsviðinu, aðrir sem gætu hafa ekki stigið fram.

Á ögurstundu þjóðarinnar hefur enginn risið upp og sagt, "Hingað og ekki lengra, nú er komið nóg".

 

Það er fundur annað kvöld.

Kannski mun herkallið hljóma þar.

 

Hver veit??

Það veit það enginn nema með því að mæta.

 

Mætum öll.

Öll sem hafa fengið nóg.

Kveðja að austan.


mbl.is Mikið mæðir á Kaupþingstoppum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 31
  • Sl. sólarhring: 667
  • Sl. viku: 5315
  • Frá upphafi: 1326861

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 4715
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband