Það óvirða fleiri stjórnarskrána en Margrét Tryggvadóttir.

 

Fyrsta og mesta óvirðingin var þegar Alþingi sniðgekk dóm Hæstaréttar um ógildingu kosninga til stjórnlagaráðs og skipaði nefndina frægu sem fékk það virðulega nafn; Stjórnlagaráð.  

Þar með gekk Alþingi gegn þrískiptingu ríkisvaldsins og gaf út þá yfirlýsingu að sniðgöngun laga og reglna væri sjálfsagður hlutur.

Þar var tónninn sleginn að þeirri feigðarför sem kallast endurskoðun stjórnarskráarinnar og lauk með hinni algjöru óvirðingu að til sé fólk á Alþingi sem ræðir þessa tillögu Margrétar.

 

Í stað þess að biðja innanríkisráðherra að rannsaka hvaða vogunarsjóður, hvaða efnahagsböðull fékk Margréti í skítverkið.

Jafnvel þegar CIA tókst best upp í Suður Ameríku, þá náði stofnun ekki að skapa þvílíkan glundroða og ríkt hefur á Alþingi síðustu daga.

Glundroða sem á að tryggja að framkvæmdarvaldið og Alþingi snúist ekki gegn vogunarsjóðunum og fjárfestingu þeirra í verðtryggingunni.

 

Á meðan blæðir heimilum landsins, á meðan er fólk borið út af heimilum sínum.

Á meðan Alþingi vanvirðir þjóðina, stjórnarskrána og lýðveldið.

 

Það er fundur annað kvöld.

Mætum öll.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Óvirðing við stjórnarskrá landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu að halda her fram að Margret se að vinna fyrir einhvern efnahagsböðul eða vogunarsjoð? Þetta eru ansi hvassar asakanir svo eg spyr hvað þu hefur fyrir þer i þessu? Þetta er auðvitað haalvarlegt mal og þær asakanir sem þu ert her að færa fram svo mig langar endilega að vita hvaðan þu hefur þessar upplysingar eða grunsemdir?

Brynjólfur Tómasson (IP-tala skráð) 19.3.2013 kl. 14:35

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Brynjólfur.

Nú hefur þú alvarlega misskilið mig.

Þessar grunsemdir mínar eru minnst meiðandi fyrir Margréti, að hún þjóni þeim sem hag hafa af gjörðum hennar.

Vissulega er augljósasti möguleikinn, því við erum á Íslandi og hér gilda ekki sömu lögmál annars staðar í alheiminum, að Margrét sé svona víðáttuvitlaus að fatta ekki hvað hún er að gera umbjóðendum sínum, fólkinu sem kaus hana á þing til að berjast við kerfið og knýja fram leiðréttingu á lánum fólks.

En ég vil ekki þessa sérnálgun á Íslandi, og tek fyrir augljósar samsvaranir við þekkt verk efnahagsböðla.  Þeim hefur verið beitt á lönd fyrir miklu minni hagsmuni.  Þess vegna álykta ég að fingraför þeirra séu fingraför þeirra.

Jafnvel þó við séum á Íslandi.

En ég sé að þú vilt halda þig við níðið Brynjólfur, og ætlar Margréti þessa heimsku.

En trúðu mér, það er enginn svona vitlaus.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.3.2013 kl. 14:46

3 identicon

Nu ertu að snua utur einu sinni enn og ætla mer það sem þu ert að segja. þa utskyrðu þetta fyrir mig þin eigin orð "Í stað þess að biðja innanríkisráðherra að rannsaka hvaða vogunarsjóður, hvaða efnahagsböðull fékk Margréti í skítverkið" Hvað þyðir þetta? Eg er her að spyrja og er aklagaður um nið? Vertu einu sinni maður og stattu við það sem þu ert að skrifa og utskyrðu hvað þu meinar með þvi.

Brynjólfur Tómasson (IP-tala skráð) 19.3.2013 kl. 15:01

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Ég gerði það  Brynjólfur, það er eiginlega ekki mitt vandamál þó þú skiljir ekki einfalda rökfærslu.

Svona pistill getur ekki verið ítarleg ritgerð, hann fjallar um ákveðið atriði og það er vísað í þekkt dæmi til útskýringar.  Ég benti á sundrunguna í Chile, sem alltí einu spratt upp eftir að Allende var kosinn forseti, og CIA hefur núna beðist afsökunar á.  

Ég bendi á fingraför efnahagsböðla, að þegar heimska er ekki einleikin, þá er hún ekki einleikin.

Og níðið er sannarlega þitt.

Varla heldur þá að það gripið um sig panik í Dögunararmi Hreyfingarinnar þegar fylgið nálgaðist 5%, og það hafi þá verið ákveðið að grípa til markvissara aðgerða, til að ná því niður???

Til dæmis niður fyrir 1%??

Sem er að takast.

Brynjólfur, svoleiðis gerist bara í sögnum um Bakkabræður, eða myndum um Mr. Bean.  

Trúðu mér, þetta gerist ekki í raunveruleikanum.

Nema þegar menn hafa hag af.

Og fyrir þá sem fjárfestu í verðtryggingunni, er mikið í húfi að flokkur eins og Dögun nái að fæla fólk frá kröfunni um leiðréttingu hinna stökkbreyttu skulda.

Trúðu mér líka, þeir voru ekki bænheyrðir, þeim varð ekki að ósk sinni vegna þess að þeir köstuðu pening í óskabrunn.

Þeir gripu til gagnráðstafana.  Og það vil ég að sé rannsakað.

Það er jú heil þjóð undir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.3.2013 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband