18.3.2013 | 20:04
Hvernig átti að greiða ICEsave 1??
Skuldbinding sem var áætluð rúmlega 500 milljarðar.
Svona í ljósi þess að Seðlabankinn telur í dag að undirliggjandi viðskiptajöfnuður nægi ekki til að standa við afborganir af skuldum.
Það þarf að endurfjármagna LÍ bréfið, en í ICEsave samningnum stóð það skýrt að ef ríkissjóður Íslands myndi draga eina afborgun, eða endursemja um eina skuld (reyndar lágmark á upphæð, en hún var ekki há), þá mættu bretar gjaldfella allt lánið, og ganga að eigum íslensku þjóðarinnar.
Eignir gamla Landsbankans innheimtust betur en ráð var fyrir gert, en fyrst að þjóðin sagði Nei við ICEsave, þá höfðu bretar engan hag á að skemma fyrir þrotabúinu, til dæmis að þvinga það í hraksölu eigna. Líkt og mörg dótturfyrirtæki íslensku bankanna þurftu að þola.
Hvað hefðu bretarnir gert ef þeir höfðu algjört tangarhald á íslensku þjóðinni???
Svona í ljósi fyrri framkomu þeirra???
Seðlabankinn laug þegar hann fullyrti að íslenska þjóðin gæti staðið við ICEsave 1.
Raunveruleikinn hefur afhjúpað þá lygi.
Þessi frétt afhjúpar þá lygi.
Hvernig geta lygarar og fjárkúgarar komist upp með að stjórna áfram??
Og beita alefli sínu gegn sanngjörnum kröfum heimilanna um leiðréttingu á hinum stökkbreyttu skuldum??
Af hverju ná ekki lög yfir stórglæpamenn inna valdaelítu landsins?'
Af hverju eltist réttarkerfið aðeins við smáglæpamenn??
Hvers vegna látum við bjóða okkur þetta sem þjóð??
Er svona gaman að vera skuldaþræll? Að eyða ævinni að borga skítinn eftir útrásina á meðan gerendur Hrunsins velta sér í vellystingum út í hinum stóra heimi.
Og láta launaða leppa sína ráða öllum málum hér á landi.
Af hverju??
Hvers vegna??
Hvað er að okkur??
Sem þjóð, sem samfélagi, sem einstaklingum.
Hvers vegna látum við þjófa og fjárkúgara stjórna??
Hvers vegna unum við skuldaánauðinni??
Hvenær fáum við nóg??
Kveðja að austan.
Staðan neikvæð um 60% af landsframleiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 446
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 385
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ómar, ætlunin með ICESAVE var að koma okkur í þjóðargjaldþrot svo við skriðum inn í dýrðarveldi Jóhönnu og Össurar. Þau vissu vel að við gætum ekkert staðið undir 500 - 1000 milljarða skuld. Þau vissu líka vel að við skulduðum þetta ekki. Það skipti engu máli.
Elle_, 18.3.2013 kl. 22:13
Það þarf að heimta rannsókn á Icesave málinu! Einn flokkur er með þá stefnu en það er ekki nóg. Það þarf eitthvað annað að koma til. Það gengur ekki að bíða þangað til gerendurnir eru komnir á ellilaun eða í gröfina. Nú veit ég ekki um Indefence en það þarf einhver slík samtök til að þrýsta á slíka rannsókn burtséð frá því hvaða flokkar klófesta völd í vor!! Gerum eitthvað í þessu!!
Pétur Harðarson, 19.3.2013 kl. 01:35
Blessuð Elle, þá er það spurningin af hverju við látum bjóða okkur þetta sem þjóð að hinn síruplandi lýður leikur ennþá lausum hala.
Það er ekkert að þjófnum sem gengur laus, hann væri skrýtinn ef hann byði sig fram til afplánunar.
En það er mikið að fólki og samfélagi sem lætur stórþjófa ganga lausa fyrir framan nefið á sér.
Og mundu Elle, þau nýta sér hinar meintu ósjálfbæru skuldir til að koma þjóðinni nauðugri í ESB.
Svo, á móti ESB??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.3.2013 kl. 09:17
Blessaður Pétur.
ICEsave er ekki mál sem þarf að rannsaka, ICEsave er mál sem þarf að ákæra í.
Á þessu tvennu er reginmunur, og sjálf framtíð þjóðarinnar er undir því komið að þetta lið verði stöðvað í tíma.
Því stórþjófar hætta aldrei, ef þú stöðvar þá í miðju ráni, eins og ICEsave, en sleppir þeim, þá er bara næsta rán skipulagt.
Það rán er að frumkvæði vogunarsjóðanna.
Það er ekkert val, ef þá á að verða framtíð í þessu landi, þá þarf að stöðva þetta lið.
Lögin eru skýr.
Jóhanna og Steingrímur frömdu landráð. Einbeittir stuðningsmenn þeirra eru sekir um þátttöku í stærstu fjárkúgun nútímasögu, snatarnir sem lugu í fjölmiðlum og í netheimum er sekir um hlutdeild, og um vísvitandi blekkingar við að hafa fé af fólki.
Þetta er liðið sem berst gegn leiðréttingu hinna stökkbreyttu lána, þetta er liðið sem vinnur fyrir vogunarsjóðina.
Og það gengur laust með öll sín völd og áhrif.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.3.2013 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.