18.3.2013 | 12:57
"Fá mál væru á dagskránni vegna skuldamála heimilanna"
Og öll neðarlega í umræðunni.
Verðbólgan æðir að stað, sjálfvirk vísitala hækkar lánin margfalt umfram verðmætasköpun, heimilin brenna, og þingheimur hefur ekki tíma í að ræða málin.
Hvað þá að gera eitthvað til að stöðva drápstækið sem engu eirir.
Hvers á þjóðin að gjalda, engar syndir eru það miklar að þessi skrípasamkunda sé réttlát refsing.
Upphróp, kosningakeilur, hávaði.
Þetta er ekki þjóðinni boðlegt.
Þetta er sárgrætilegra en nokkur grátur.
Þess vegna er þjóðin boðuð á fund næstkomandi miðvikudag.
Mætum og segjum; Hingað og ekki lengra.
Við höfum fengið nóg.
Kveðja að austan.
Deilt um ábyrgðina á þingstörfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 13
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 1237
- Frá upphafi: 1412791
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1087
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvar verður þessi fundur Ómar og á hver vegum er hann?
Ljóðskáld lífsins (IP-tala skráð) 18.3.2013 kl. 13:29
skuldavandi heimilanna blablabla... afhverju á ríkissjóður að borga niður skuldin sem heimilin komu sér sjálfviljug og meðvitað í ? Afhverju eiga mínir skattar að fara í að aðstoða þá sem tóku kolvitlausar ákvarðanir í fjármálum ? Ef menn vilja afnema verðtrygginguna og fá lán á eðlilegum kjörum í framtíðinni þá er aðeins ein leið til þess, ganga í ESB og taka upp Evru.
Óskar, 18.3.2013 kl. 14:02
Blessaður Ljóðskáld.
Í þessum tengli má lesa allt um þennan fund og á vegum hvers hann er.
Ómar Geirsson, 18.3.2013 kl. 14:09
Blessaður Óskar.
Ég var farinn að halda að vogunarsjóðirnir væru hættir að fóðra ykkur Snatana, hérna rekur hvern snilldarpistilinn á fætur öðrum, og þið nennið ekki einu sinni að mæta og blabla.
Það lá við að ég væri farinn að sakna þín.
Sakna gömul góðu dagana þegar menn höfðu skoðanir og rifust um ICEsave og AGS.
En rás tímans verður ekki stöðvuð Óskar, stökktu upp á lestina og sameinastu fjölda lífsins, við endum með því að leggja Wall Street, verðtryggingin er aðeins upphitun.
Og evran, ha ha ha ha.
Þú hlýtur að kunna annan betri.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.3.2013 kl. 14:13
Þú hefur oft talað um konur sem hafi líf að verja. Heldurðu að liljur vallarins beri gæfu til að mæta?
Ljóðskáld lífsins (IP-tala skráð) 18.3.2013 kl. 14:32
Ja, ef ég stæði fyrir þessum viðburði, þá hefði ég eytt löngum tíma í að ræða við þær um samhljóman tilverunnar.
Meginskýring tregðunnar er tregðan sjálf.
Ekki skortur á hinum raunverulega samhljóman.
En ég bý í afdölum og veit ekkert um hvað gengur á þarna fyrir sunnan.
Ég bendi aðeins á, bendi aðeins á.
Einhver verður nota puttann.
Alveg eins og einhver verður að yrkja lífinu óð kæra ljóðskáld.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.3.2013 kl. 14:46
Það er til apparat sem heitir sími Ómar, ég nota það stundum til að benda fólki á hið augljósa.
Sjaldnar í seinni tíð, því mín orð hafa fallið í grýttan jarðveg þeirra sem ég hélt áður að skildu þau.
Því er ég bara einn í mínum víða himingeim en rekst enn einstaka sinnum á skylda sál í anda.
Kannski liljur vallarins kunni ekki á síma? Kannski boðberar samhljómsins kunni heldur ekki á síma?
Ljóðskáld lífsins (IP-tala skráð) 18.3.2013 kl. 15:17
Sími skapar aldrei samhljóman , kannski skýring þess hve tregðan vinnur á þessa dagana.
Það er augnsambandið, og ljóðið.
Síminn er aðeins brúklegur eftir að samhljóman hefur komist á.
En eins og ég segi, þá veit ég ekki hvernig boðendur þessa fundar hafa unnið. Veit aðeins að þeir stefna á samhljóman, og vonandi gengur það eftir.
En það er þetta með grýtta jarðveginn skáld mitt, gráttu hann eigi. Við stríðsmennirnir höfum eytt mörgum póstum og nokkrum stundum í síma til að fá fólk í stríð en fyrirhöfnin getur ekki einu sinni talist hafa fallið í grýttan jarðveg.
Árangurinn mældist ekki.
Sama er með bloggpistla mína þar sem ég ákallaði lesendur mína um að snúa bökum saman og láta kné fylgja kviði eftir ICEsave ósigur verðtryggingaþursanna.
Annars væri stríðið um verðtrygginguna tapað. Vogunarsjóðirnir myndu hafa endalegan sigur.
Salurinn tæmdist við þessi orð mín ljóðskáld, undirtektirnar engar.
Ég hef bent á hið augljósa, að almenningur þekkti Framboðið innan um hin óteljandi naflaframboð, og að fólk myndi koma til þeirra sem væri alvara með baráttu sinni. Að hún snérist um framtíð þjóðarinnar en ekki þess eigin frama.
Eitthvað sem fólk gerir kröfu um.
Frá því að dómur féll í ICEsave og hið augljósa blasti við, þá hefur rignt yfir þjóðina tilkynningum um allskonar framboð, og áður tilkynnt framboð líka látið rigna yfir þjóðina alls konar loforð og yfirlýsingar.
Um allt og ekkert nema eitt hefur verið sameiginlegt. Fullvissa um eigið ágæti.
En enginn sagst ætla gera það sem þarf að gera svo verðtryggingarófreskjan verði lögð af velli, svo skuldaánauð þjóðarinnar verði forðað.
Þann falska tón skynjar þjóðin og fylgi hinna óteljandi framboða eftir því.
Örfylgi.
Nei ljóðskáld gott, í dag telst það góður árangur að geta sagt að orð falli í grýttan jarðveg.
Ég get ekki státað af þeim árangri.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.3.2013 kl. 15:38
Ég hef alltaf haldið því fram að skinhelgin væri versta syndin,
en eftir að hafa lesið gaumgæfilega síðustu athugasemd þína Ómar,
þá hefurðu dýpkað skilning minn og ég sé það nú að stoltið (drambið) er alversta syndin.
Vegna stolts (drambs) egós síns stendur hver og einn og reigir sig, hani sem hæna,
góla og gagga sem varplausir fáráðlingar
en skynja ekki hinn dýpsta samhljóm við sammannlega alheimsandann.
Ætli ég mæti ekki á fundinn og steinþegi þar til fólk byrji að tala tungum hreinum.
Kannski ég verði vitni að þeim undrum? Kannski enn sé lífsins von fyrir heimilin?
Ljóðskáld lífisins (IP-tala skráð) 18.3.2013 kl. 16:04
Ég neita að trúa öðru en að liljur vallarins skilji um hvað er að ræða,
annars eru þær ekki konur samstöðu um lífið til að verja.
Ég neita að trúa öðru en að menn samhljómsins skilji það líka,
annars eru þeir ekki menn samstöðu um lífið til að verja.
En kannski er stoltið svo mikið að hvorki menn "samhljómsins" né "liljur vallarins" nái saman?
Geti ekki einu sinni talað saman vegna stolts, vegna sérgæsku drambsins.
Það nærir þá best sláttumenn dauðans til helbleikrar framtíðar íslensku þjóðarinnar í fjötrum.
Ljóðskáld lífsins (IP-tala skráð) 18.3.2013 kl. 16:29
Í akur sérhagmuna hverra verður þá sáð af sláttumönnum dauðans?
Nú mun ég þagna.
Þau skilja sem vilja.
Allir mega reiðast mér, hanar sem hænur, það skiptir mig engu máli lengur.
Skjótið mig, sendiboðann og njótið þess eins og ykkur þykir hæfa lund ykkar.
Nú mun ég hverfa
upp í himgeiminn.
Ljóðskáld lífsins (IP-tala skráð) 18.3.2013 kl. 16:41
Svo var spáð að "bræður myndu berjast og að bönum verðast" ljóðskáld gott.
Ég er hræddur um að þessi spá hafi ræst, og að hér séu forlög að verki.
Í bréfi til ágæts manns lýsti ég þeim raunveruleika sem blasir við mér.
Ómar Geirsson, 18.3.2013 kl. 17:05
ÞEGAR ÉG DEY
Þegar ég dey – þá þætti mér vænt um
að bara einhver liti upp til himins,
hlustaði á fuglana syngja – bara smá stund
og um kvöldið, eða nóttina, skimaði einhver
eftir skini og sveigju stjarnanna.
Bara það og ekkert meira og þá skal ég reyna
að blikka kankvíslega til baka
og kannski reyna líka að syngja þakkaróð
til einhvers – og um leið til ykkar allra, sem
hugsanlega viljið sjá og hlusta þá – eftir.
Ljóðskáld lífsins (IP-tala skráð) 18.3.2013 kl. 17:19
Kannski feigð, en vonin lifir samt.
Á meðan ljóðið lifir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.3.2013 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.