Skoðið hagsmuni, þá vitið þið tilganginn.

 

Ef félag steraneytanda leggur til að tollgæslan breyti eftirliti sínu á þann hátt að þegar ljóshært vöðvabúnt heldur á tveimur níðþungum töskum, blístrandi, að þá fari tollarar alltaf í kaffi, þá er augljóst að félag steraneytanda er ekki að hugsa um meintan kaffiþorsta tollgæslufólks.

Ef félag landaframleiðanda leggur til að sykurskattur sé afnumin, og vísar í frelsisákvæði Hayeks, þá er ljóst að tillaga þeirra stjórnast ekki af frelsisást.

 

Þegar ríkisstjórn Íslands, eftir að hafa tapað kosningum um ICEsave, leggur í herleiðangur gegn stjórnarskránni og leggur til að í framtíðinni verði bannað að kjósa um slíka samninga, þá er ljóst að ást á betri stjórnarskrá ræður ekki för.

Þegar þingmenn sem voru kosnir til að berjast fyrir hagsmunum heimilanna, semja við ríkisstjórn sem er í herferð gegn heimilum landsins, gegn því að viðkomandi ríkisstjórn setji á stað vinnu við að endurskoða stjórnarskrána, þá er ljóst að áhugi á hag heimilanna ræður ekki för.  

Enda hefur flokkar viðkomandi þingmanna, Dögun og Piratar innan við 3% fylgi samanlagt.

 

Hagsmunir ríkisstjórnarinnar í stjórnarskráar málinu eru augljósir.

En hagsmunir þingmanna Dögunar blasa ekki eins við.  

Hvað þá hagsmunir fólksins sem sannarlega hefur barist fyrir hagsmunum heimilanna.  

Af hverju eru þau að fórna heimilunum fyrir þetta áhugamál ríkisstjórnarinnar???

 

Þau gátu sagt sér að ríkisstjórnarflokkarnir hefðu engan áhuga á að endurskoða stjórnarskrána, ef svo hefði verið, þá hefði allt ferlið ekki verið hannað á bænum Bakka í Borgarfirði, og bræðurnir þar í bæ ekki látnir sjá um framkvæmd málsins.  

Það er auðvelt að kenna lítilli klíku um, en þessi litla klíka kom hvergi nálægt málsmeðferðinni.  

Hún er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og engra annarra.  

 

Eru þingmenn Hreyfingarinnar svo grunnhyggnir að þeir sjá ekki að það er búið að spila með þá allan tímann???

Hvaða spjót standa á ríkisstjórninni??

Er það ekki svikin við heimili landsins??'

Og var barátta fyrir heimili landsins ekki höfuðstefnumál Borgarahreyfingarinnar??

Hvenær gufaði sú umræða upp???   Var það ekki þegar umræðan um stjórnarskrána tók yfir???

Hafa flokkar verðtryggingarinnar, Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eitthvað þurft að verja stefnu sína gagnvart heimilum landsins???  

 

Tugþúsundir manna hafa verið svikin um réttlæti.

Þúsundir fyrirtækja eru uppá náð og miskunn bankanna komin.  

Öll fjármunamyndun í landinu fer í vexti og verðbætur.  

Samt er andófið gegn þessu með innan við 5% fylgi.

 

Er svona aulaháttur mannlegur, það er getur eitthvað mannlegt skýrt hið algjör klúður baráttunnar gegn hinum stökkbreyttu skuldum???

Þó heimska geti verið yfirgengileg, þá á hún sín takmörk.  

Sem fær mann til að íhuga, hvaða hagsmunir eða ávinningur býr að baki??

Og svarið er ekki tær heimska.  

 

Hvað sem skýrir þetta eymdarvæl þingmanna Hreyfingarinnar þá er það ekki heimska.

Dögun getur ekki afsakað sig með því.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Segja litla klíku taka völdin af þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki annað að sjá en að þjóðin óski sér óbreytt ástand þ.a.s. þjóðin styður Fjórflokkinn. Framboð sem fær að lágmarki 2,5% í kosningunum fær um 40 milljónir í styrk frá ríkinu sem greiðist á fjórum árum svo það er eftir eitthverju að slægjast fyrir viðkomandi framboðs þó engin verður þingmaðurinn.

 Hreyfingin er með þessu útspili að vekja athygli á sér fá fríjar auglýsingar í gegnum fréttaflutningin að þau ætli sér að koma með vantrausttillögu ef þetta eða hitt gerist ekki. 

Hreyfingin þarf á þessu að halda fjárhagslega því  eftir að þingmenn Hreyfingarinar hættu í Borgarahreyfingunni fékk sú hreyfing allt fé frá ríkinu síðustu fjógur árin. Því mætti segja að þetta er tær sild hjá þeim í Hreyfingunni að reyna að bjarga sér í þröngri stöðu fjárhagslega til að etja kapp við Fjórflokkin sem dæmi í komandi kosningum

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 15:56

2 identicon

“The struggle for freedom is ultimately not resistance to autocrats or oligarch but resistance to the despotism of the public opinion.”

einvherja hugmynd hvaða frelsisbaráttumaður skrifaði þetta?

Ps. góður pistill hjá þér Ómar, sem oftast.

kristjanerl (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 20:16

3 identicon

“The struggle for freedom is ultimately not resistance to autocrats or oligarch but resistance to the despotism of the public opinion.”

einvherja hugmynd hvaða frelsisbaráttumaður skrifaði þetta?

Ps. góður pistill hjá þér Ómar, sem oftast.

kristjanerl (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 20:46

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú heldur það Baldvin.

En það vill svo til að Dögun er á kennitölu Borgarhreyfingarinnar, og fær því ríkisstyrkinn.

Þeir ættu ekki að skjóta sig í fótinn þess vegna.

Og það er ekki merkileg barátta sem byggist á hávaða, en nær engum árangri.

Og neyð heimilanna er of mikil til að hafa í flimtingum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.3.2013 kl. 10:52

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Ekki græna glóru kirstjanerl.

En hreyfiafl þessa bloggs er að skrifa gegn hinu viðtekna.  

Eða eins og Skáld lífsins þýddi, "en mestu sökina – kæri bróðir - átt þú."

Algjör og einstakur aulaháttur andófsins skýrir ástandið, ekki styrkur fjármagnsins.

Og að benda á það er ekki til vinsælda fólgið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.3.2013 kl. 10:57

6 identicon

Afsakið Ómar rétt er það að nafnabreyting hefur átt sér stað Borgarahreyfingin varð að Dögun og kennitalan hélst óbreytt

Frjálslyndi flokkurinn sem er með aðra kennitölu er með undir nafninu Dögun í framboði svo væntanlega er þá verið að tala um eitt framboð með tvær kennitölur. Það er kannski ekki skrítið að maður ruglist eitthvað í þessari framboðsflóru sem verður í boði í næstu kosningum.

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband