Ætlar kirkjan að vera án þjóðar??

 

Hún hefur þagað fram að þessu.

Þagði þegar vígðir prestar réðust að þjóð sinni í þágu breta.

Kannski hrædd við hina pólitísku rétthugsun, kannski yfir höfuð hrædd.

 

Alla tíð hefur hún þagað þegar heimili landsins hafa engst á öngli ólána, hvort sem það er vegna hinnar ólöglegu gengislána, eða hinnar ólöglegu verðtryggingar.

Þagað þegar fólk hefur verið ofsótt og pínt.

Þagað þegar börn hafa berið borin út með rúmum sínum út á gaddinn.

 

Þagað, þagað.

Nema stundum talar hún um sekt.

Núverandi biskup er mjög  duglegur að tala um sekt.

Klínir sekt útrásarinnar á þjóðina.  Klínir sekt auðmanna á hinn venjulega mann.

Sækir í hinn forna arf þegar hamfarir voru afleiðingar syndugs lífernis alþýðunnar.  

En orð er ekki minnst á þjáningar fólks, um ofsóknir hins siðblinda fjármagns sem bitna á heimilum landsins.  Bitna á fjölskyldum, á börnum, á hinum veiku og veikburða.

 

Það er eins og íslenska kirkjan er aftur orðin kirkja hinnar gjörspilltu yfirstéttar sem lifir sníkjulífi á striti almennings.

Það er eins og hún  viti ekki að þjóðin þjáist undan oki verðtryggingar, eins og hún viti ekki að reynt var fjárkúga hana og rupla.

Það er eins og hún viti ekkert um Ísland í dag.

 

Samt vill þjóðin kirkjuna sína.

En kirkjan vill ekkert vita af þjóð sinni.

 

Hún er kirkja án þjóðar.

Kveðja að austan.


mbl.is Kirkjuþing kemur saman 1. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og allt ríkisvaldið, stjórnsýsla þess og stofnanir mun einnig kirkjan sem stofnun þegja, steinþegja.

Þar hugsar hver og einn prestlingur einungis um sín ríkis-verðtryggðu laun og lífeyri.

Kannski þeir fari að sem farísearnir forðum og krossfesti þjóðina að beiðni frá Rómarveldinu?

Örfáir munu þó vafalaust hræddir standa í smá hópum og krossa sig

... en enginn þeirra mun þora að rífa sig út úr hópnum og tala tungu hreinni ... ekki nú, ekki nú, fremur en fyrr.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 16:27

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ekki fer það þér nú vel Pétur minn að alhæfa.

Guðni Karl Harðarson, 28.2.2013 kl. 16:54

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég er kannski svolítið utangáttar í þessari umræðu en ég tel að þjóðin eigi að losa sig við kirkjuna.Mér finnst ekki rétt að ríkið innheimti sóknargjöld hvorki þjóðkirkjunnar né annarra safnaða og alls ekki laun presta.Það er kominn tími til að söfnuðirnir sjái um sig sjálfir.Það eru liðlega 80% í þjóðkirkjunni og þeir meðlimir eiga að borga brúsann fyrir sína kirkju.Að sjálfsögðu á að koma á móti að skattarnir lækki sem innheimtunni nemur.

Jósef Smári Ásmundsson, 28.2.2013 kl. 17:32

4 identicon

"Örfáir munu þó vafalaust hræddir standa í smá hópum og krossa sig

... en enginn þeirra mun þora að rífa sig út úr hópnum og tala tungu hreinni ... ekki nú, ekki nú, fremur en fyrr."

... eða hvað, eða hvað?  Við spyrjum Guðni minn um það

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 17:34

5 Smámynd: Rafn Guðmundsson

kirkjan á bara að þegja - hefur sennilega aldrei gert gang frekar en aðrir svona söfnuðir (nema fyrir þá trúuðu). sennilega er ég bara sammála Jósef Smára þarna í #3

Rafn Guðmundsson, 28.2.2013 kl. 17:38

6 identicon

En hver er athugasemd þín við pistil Ómars Guðni minn?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 17:39

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Í mínum huga er kirkja bara kirkja og hef aldrei hugsað um að það sé óréttlátt að hún sé á´fjárlögum. En nú veit ég að samningar eru í gildi milli kirkju og ríkis,vegna landeigna sem kirkjan átti. Ég veit heilmikið um starf hennar eftir að ég fór að vera heima. Fólki var rétt hjálparhönd í bágindum kreppunnar,það fé var ekki tekið frá kirkjunni,auk vinalínu sem meðlimir skiptust á að manna. Okkur er boðið upp á leikfimi í einni þeirra,ég hef ekki sótt það enn þá. Eftirmiðdagskaffi og fyrirlestrar t.d. um eldgosið í Eyjum hlustaði ég á í fyrra,söngur á eftir.Þar er fólk sem leggur vinnu fram án greiðslu,en það er auðvitað ekkert gagn fyrir þjóðina að hafa ofan af fyrir gamlingjum.

Helga Kristjánsdóttir, 28.2.2013 kl. 18:37

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þessi samningur sem þú talar um Helga er nú reyndar ekki til.þ.e. það eru engar jarðir tilgreindar sem ríkið átti að fá.En reyndar hefur kirkjan aldrei átt neinar jarðir .Að því slepptu þá getur varla verið sanngjarnt að öll þjóðin taki þátt í að fjármagna kirkju 80% hennar er það?En hún getur alveg unnið sitt góða starf fyrir ykkur sem tilheyra henni þó þessir 20% utanvillingar taki ekki lengur þátt í að fjármagna hana.Ég er ekki á móti því að gert sé vel við gamla fólkið enda líður nú senn að því að ég komist í þann hóp en það verður að vera sátt um þessi mál.Ég er ekki sáttur við þetta eins og þetta er í dag.Í dag bý ég erlendis og hef heitið mér því að koma ekki til baka meðan þjóðkirkjan og ríkisútvarpið hafa einokunarvald yfir fólki.Ég er nú bara svona skapi farinn.

Jósef Smári Ásmundsson, 28.2.2013 kl. 19:19

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Formleg staða kirkjunnar í samfélaginu er aukaatriði þess sem ég var að benda á.

Ég var að benda á að hin ósýnilegu bönd væru að rakna, því kirkja án siðferðis, er kirkja án innihalds.  

Og kirkja sem stendur ekki með þjóð sinni, verður brátt kirkja án þjóðar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.3.2013 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 59
  • Sl. sólarhring: 618
  • Sl. viku: 5643
  • Frá upphafi: 1399582

Annað

  • Innlit í dag: 50
  • Innlit sl. viku: 4814
  • Gestir í dag: 49
  • IP-tölur í dag: 49

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband