27.2.2013 | 10:07
Stíflan er að bresta.
Og mun kaffæra þjóðfélagið ef ekki verður brugðist við.
Vítahring verðhækkana, launahækkana og sjálfvirkra hækkana lána þarf að stöðva.
Og það verður ekki gert nema með þjóðarsátt.
Lykillinn af þeirri þjóðarsátt er að kippa verðtryggingunni úr sambandi og leiðrétta hina stökkbreyttu skuldir.
Skilji menn það ekki, þá skilja þeir ekki neitt.
Og eiga ekki að bjóða sig fram til Alþingis.
Fífl leysa ekki málin.
Kveðja að austan.
![]() |
Verðlag hækkar mikið milli mánaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 0
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 2564
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2289
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Raunsætt mat:
1) Það eru kosningar bráðlega og síðan stjórnarmyndunarviðræður. Þetta mun eiga huga og hjarta stjórnmálamanna.
2) Yfirskuldsett þjóðfélag bæði einstaklingar og fyrirtæki
3) Rikissjóður sem fjármagnar sig á óvertryggðum lánum (frá lífeyrisþegum á almennum markaði !)
4) Mikill halli á opinberum rekstri
5) Vaxtastigið verður í framhaldi alfarið ákvarðað af gengi IKR ekki verðbólgu
Í skjóli alls þessa eru ENGAR líkur á að nokkuð verði gert á næstu mánðum, ekki fyrr en í óefni er komið. Ég veit þú ert farinn að átta þig á hvað er í gangi þ.e. ríkið ætlar að brenna niður skuldir sýnar í IKR í verðbólgu. SÍ mun reyna að halda vöxtum eins lágum og hægt er næstu árin óháð verðbólgunni ! Sorry
Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 10:38
Nú gleðjast Hrægammasjóðir sem aldrei fyrr, verðbólgan á mikilli uppleið,stýrivextir Seðlabanka í 6% þegar þeir eru 1-2% í nágrannalöndum,og seðlabankastjóri hótar enn frekari hækkun stýrivaxta,ef aðrar stéttir fá sama og hjúkrunarfræðingar,nú er spurt hvað á þessi fávitaháttur að standa lengi.
Jón Ólafur (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 11:48
Blessaður Björn.
Vissulega er ég sammála því að ENGAR líkur eru á að nokkuð verði gert á næstu mánuðum, og loksins þegar eitthvað verður gert, þá verður það gert af fólki sem hefur enga burði til að takast á við vandamál þjóðarinnar.
En ríki brenna upp skuldir sínar með verðbólgu, gera þau það ekki, þá eru þau ekki ríki lengur. Ef þau fórna innviðum fyrir skuldir, þá leysast þau upp.
Það má vel vera að einhver kóngur í gamla daga hafi verið svo vitlaus að halda verðgildi gjaldmiðils síns, og leggja niður herinn, en hann var ekki lengi kóngur eftir það, og sagan skráir ekki sögu lúsera.
Skuldir eru ekki heilagar kýr, aðeins fólk og samfélög þess.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.2.2013 kl. 15:29
Blessaður Jón Ólafur.
Fávitahátturinn stendur jafn lengi yfir og þjóðin líður hann.
Flóknara er það nú ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.2.2013 kl. 15:29
Þetta skeður tvisvar á ári og hefur gert í áratugi. Að það skuli ennþá vera talin frétt að verðlag hækki eftir að útsölum lýkur og að fólk skuli verða undrandi og fyllast svartsýni með tilheyrandi dómsdagsspám er stór furðulegt.
En fávitahátturinn stendur jafn lengi yfir og þjóðin uppistendur af fávitum með ekkert langtímaminni. Þjóð sem allt í einu kannast ekkert við að þekkja samspil verðbólgu og verðtryggingar. Og man ekki til þess að það hafi nokkurntíman verið verðbólga á Íslandi.
Vítahring verðhækkana, launahækkana og sjálfvirkra hækkana lána þarf að stöðva.
Og það verður ekki gert nema með þjóðarsátt.
Lykillinn af þeirri þjóðarsátt er að setja lífeyri aldraðra, sparnað landsmanna og skattfé í að afskrifa skuldir lántaka.
Skilji menn það ekki, þá skilja þeir ekki neitt.
Nema fólk vilji að það verði þjóðarsátt um að lífeyrir landsmanna verði óhreyfður, skattar komi ekki til og lántakar borgi sjálfir sínar skuldir. Að lántakendur verði ekki þeir sem ráða þjóðarsáttinni og þeir sem hagnast á kostnað allra hinna.
Fífl leysa ekki málin.
Harmur (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 16:00
Æ, aldrei fór það svo að vogunarskrípi myndi ekki heiðra mig með heimsókn sinni.
Með hagsmuni ellilífeyrisþega í hendinni og húmor að vopni.
Jamm og jæja, jamm og jæja.
Ekki mikið meir um það að segja.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.2.2013 kl. 16:09
Þegar fjárglæframenn sem tóku lán eins og þau væru áhættulausir ókeypis peningar heimta að aðrir borgi skuldir þeirra þá vakna "vogunarskrípin" sem ekki tóku áhættuna en eiga nú að bæta skuldurum óheppnina í þessu fjárhættuspili sem þeir stunduðu.
Rétt skal vera rétt.
Harmur (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 16:23
ÆÆÆÆ, ææ, eru nú heimili landsins orðin fjárglæframenn, voðaleg sú hvöt að ætla að útvega börnum sínum þak yfir höfuð.
Og svaka óheppni þetta með hrunið, kom alveg að skýjum ofan.
En það er mikill misskilnngur vogunarskrípi mitt þegar þú heldur að húsbændur þínir hafi ekki tekið áhættu, vissulega héldu þeir að fjárfesting þeirra í verðtryggingunni væri áhættulaus, að það þyrfti að aðeins að múta nokkrum lykilmönnum í viðskiptalífinu, í stjórnmálum og þeir myndu virkja gjammara sína til að halda þjóðinni niðri.
En það vara bara rangt mat, þjóðin sá í gegnum gjammarana.
Og hún er bara rétt að byrja að snúast gegn þeim.
Sorrý.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.2.2013 kl. 16:37
Mér er sama í hvaða spilavíti þú stundar þína fjárglæfra en það er mikill misskilningur fjárglæfraskrípi mitt þegar þú heldur að tilgangurinn helgi meðalið. Það eru fjárglæfrar þegar þú tekur matarpeningana og veðjar í von um að vinna hús, jafnvel þó það séu matarpeningar barnanna þinna. Að bera við fáfræði og heimsku eftirá gerir þig bara að tapsárum fjárglæframanni.
Sorrý. Ég vill ekki borga fyrir þig.
Harmur (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 16:55
Enda enginn að biðja þig um það kæra vogunarskrípi.
En þú mætti fara með nokkrar maríubænir, sálarheillar þinnar vegna.
Það er ljótt að selja sálu sína ómennum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.2.2013 kl. 17:36
Það er ljótt að veðja aleigunni og framtíð barna sinna á að það yrði ekki verðbólga á Íslandi.
Það er ljótt að ætlast til þess að aldraðir taki síðan á sig tapið.
Það er ljótt að vera þannig ómenni.
Harmur (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 19:21
Það er þín fullyrðing að aldraðir taki á sig tapið. Og þar sem þú ert sæmilega ritfær þá afsakar heimska ekki þessa fullyrðingu þína.
Aðeins skrípi sem hefur annarlega hagsmuna að gæta notar stílvopn sitt á þann hátt sem þú gerir.
Og þar sem ég er góðviljaður, þá endurtek ég ábendingu mína um þörf þína fyrir að fara með nokkrar Maríubænir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.2.2013 kl. 19:38
Ég veit ekki hversu austarlega þú býrð. En vestan við Færeyjar og austan við Grænland er ríki þar sem megnið af öllum verðtryggðum lánum eru veitt af lífeyrissjóðum, beint og óbeint. Allar "leiðréttingar" lenda því beint og óbeint á þessum lífeyrissjóðum taki skattgreiðendur þær ekki á sig. Það að það séu einhverjir vogunarsjóðir og feitir fjármagnseigendur sem beri skaðann ef skuldirnar eru ekki borgaðar að fullu er röng. Bein afleiðing er sú að lífeyrir aldraðra skerðist næstu áratugina.
Aðeins skrípi sem hefur annarlegra hagsmuna að gæta afneitar þessum staðreyndum en gefur í skin að tapið lendi bara á einhverjum útlendum vogunarsjóðum sem öllum er sama um.
Það kallast ekki að vera góðviljaður að vilja gefa sjálfum sér annarra eignir. Við hér vestan við Færeyjar og austan við Grænland notum annað orð.
Búið, bless.
Harmur (IP-tala skráð) 27.2.2013 kl. 20:27
Kjaftæði, marghrakið af þeim sem hafa fjallað um málið.
Þú ert að vísa í draug sem notaður var til að hræða fólk, sem er ljótt. Og blekkingar þínar eru þannig fram settar að þú veist betur.
Svo ég ítreka, spáðu í þetta með Maríubænirnar, það er víst eina yfirbótin sem Lykla Pétur tekur mark á.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.2.2013 kl. 20:44
Ómar, það er ekkert kjaftæði að stærstu lánveitendur í vertryggða kefinu eru lífeyrissjóiðir og Íbúðalánasjóður. Barátta Vihjálms Birgissonar og fl. fyrir afnámi verðtryggingar er aðför að eignedum þessara aðila. Núverandi og verðandi ellilífeyrisþega annarsvegar og skattgreiðenda hinsvegar. Undaskildir eru þó núverandi og verðandi ellilífeyrisþegar eins og stjórnmálamenn og opinberir starfsmenn sem ekki greiða í almenna lífeyrissjóði.
Þess vegna er það mjög gróft hjá Jóhönnu, okkar fyrrverandi vonarstjörnu og leiðtoga, að skammast út í Gylfa hjá ASÍ fyrir að þráast við að láta lífeyrissjóðina taka á sig hluta af niðurgreiðslum til skuldugra húseigenda. Ekki kom hún með tillögu að því að skerða lífeyrisréttindi sín og sinna til þess sama. Er hún þó á mörgum sinnum betir lífeyriskjörum en almúginn sem hún ætlast til að taki á sig skerðingu. Sjálf ætlaði hún að halda sínu og kom aldrei annað til greiða að því er virðist.
Börnin okkar eiga svo í framtíðinni að taka á sig hærri skattgreiðslur til að mæta auknum útgjöldum Tryggingastofnunar til tekjutryggingar þegar lífeyrisgreiðslur almennings verða orðnar að engu.
Þeir sem eiga því að taka á sig skellinn að mati Viljhjálms eru skattgreiðendur og lífeyrisþegar, núverandi og verðandi. Þeir eiga að greiða niður húsnæðisskuldir skuldugra húseigenda sem þegar hafa getað fengið niðurfelldar hluta af sínum skuldum með 110% reglunni. Nú er því ekki að neita að í mörgum tilfellum eru skuldir heimilanna vegna húsnæðis meiri en sem nemur verðmæti húsnæðisins. En það er tiltölulega mjög lítill hluti sem þannig er ástatt fyrir. Nær eingöngu þeir sem keyptu sína fyrstu íbúð á árunum frá 2004 til 2008, þeir sem sátu uppi með tvær íbúðir vegna íbúðaskipta í hruninu og svo þeir sem voru að stækka verulega við sig á sama tímabili.
Það er til fullt af fólki líka sem er með háar "húsnæðisskuldir" sem keypti fyrir t.d. árið 2000. En þær eru í fæstum tilfellum í reynd húsnæðisskuldir. Það eru einkum þeir sem hafa skipt á húsnæði á tímabilinu og innleystu hagnaðinn við söluna á eldra húsnæðinu og tóku fullt lán á nýju íbúðina í stað þess að láta söluhagnðinn af þeirri gömlu ganga upp í hina nýju. Svo eru hinir sem færðu yfirdráttinn vegna einkaneyslu á húsið þegar þar losnuðu veðheimildir til að lækka vaxtagreiðslur og jafnvel geta byrjað aftur að safna á yfirdráttinn. Dæmi eru um fólk sem í þrígang flutti milljónir af yfirdrætti á húsnæðið.
Hverjir hagnast svo á því sem skattgreiendur og lífeyrisþegar tapa. Jú, skuldugir húseigendur sem eru líka í hinum hópunum tveim. Munurinn er sá að byggingakostnaður hefur hækkað í hruninu eins og skuldirnar. Það kemur að því þegar offramboðið af hálfbyggðu húsnæði minnkar að húsnæðisverðá notuðu húsnæði fer að draga dám af verði nýs húsnæðis. Þá geta þeir sem fengu lánin niðurgreidd af skattgreiðendum selt með umtalsverðum söluhagnaði en hæpið finnst mér að ætla að þeir fari að skila söluhagnaðinum í ríkiskassan, þaðan sem niðurgreiðslan kom.
Það er með öðrum orðum ætlast til þess að leigendur, skuldlitlir húseigendur (aðallega eldriborgarar) og börnin okkar greiði niður lánin til þessara skuldugu húseigenda.
Þetta er svo arfa vitlaus barátta hjá Vilhjálmi, og þetta segist hann vera að gera fyrir félagsmenn sína sem ef rétt er eru ekki leigendur eða eldra fólk. Hann er bara að berjast, með ærnum kostnaði sem lendir á félagsmönnum, fyrir hluta sinna félagsmanna á kostnað hinna. Ef hann hinsvegar stæði ði baráttu fyrir lægri vöxtum væri hann að vinna þarft verk. Það að hér skuli líðast 5% og jafnvel hærri vextir ofan á verðtryggingu er hreint okur. Hér á árum fyrr var maður dæmdur fyrir minni sakir í okurvaxtamáli.
Bara sem dæmi þá væri maður sem hefði keypt íbúð um aldamótin á 100% verðtryggðu láni og aldrei greitt neitt niður af láninu, bara vexti, komin með umtalsvert eigið fé í íbúðinni núna. Þetta gildir að vísu ekki um alla staði á landinu því íbúðaverð á notuðu ræðst af fleiri breytum en bara byggingakostnaði. Þar koma atvinnumöguleikar og félagslegar aðstæður líka inn í. Það var þannig líka fyrir hrun.
Landfari, 27.2.2013 kl. 23:12
Blessaður Landfari.
Það er elja að koma hérna inn á þráðinn og taka upp þráðinn á málefnalegan hátt þar sem vogunarskrípið hætti.
Þú átt að geta sagt þér það sjálfur að hið meinta kjaftæði var ekki um eignarhald á verðtryggðum lánum. Kjaftæðið var að gamla fólkið tapaði á leiðréttingu skulda.
Gamla fólkið á nefnilega allt sitt undir slíkri leiðréttingu.
Því unga fólki getur farið og það situr eftir með sínar verðlausu krónur í lífeyrissjóðnum.
Það eru ekki krónur sem fæða fólk og klæðir, það er fólk, krónur eru aðeins ávísun á raunveruleg verðmæti, og það er heildarmagn slíkra verðmæta sem ákveða verðgildi króna, ekki verðtryggingin.
Verðtryggðu lánin eru einskis virði ef fólk hættir að borga af þeim, hvort sem fólk ákveður að yfirgefa landið, eða gefst uppá greiðslubyrðinni.
Og það eru skatttekjur ríkisins sem tryggja umönnun eldra fólks, kerfi sem reynir að halda í krónur en ekki fólk, skilar alltaf minni og minni afgangi í að tryggja slíka umönnun.
Þú tekur ekki meir út úr kerfinu en þú setur inní það, sama hvað margar krónur þú átt inná bók.
Að skilja þetta ekki er megin feill þinnar rökfærslu Landfari.
Að öðru leyti þá nenni ég ekki að ræða þessi mál enn aftur, hef annað við tíma minn að gera. Tók síðast þessa rimmu fyrir nokkrum vikum við ágætan mann sem þorir að koma undir nafni, Sigurð M. Grétarsson, þegar hann kom eins og þú öðru skrípi til bjargar. Ef þú vilt fræðast þá getur þú gúglað á þann þráð, annars máttu hafa þínar meinlokur í friði fyrir mér.
Tími umræðunnar er liðinn, nú mun verða látið sverfa til stáls.
Og þið tapið þessu stríði alveg eins og þið töpuðu ICEsave, því lífið sigrar alltaf dauðann, það er lögmál lífsins.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.2.2013 kl. 09:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.