26.2.2013 | 21:49
Geggjaðir íhaldsmenn.
Skera niður, skera niður, skera niður þar til einn daginn fallexin sker þá niður.
Ætli það fylgi geggjun að læra aldrei?
Kveðja að austan.
Tekist á um niðurskurð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 446
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 385
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, lét varnaðarorð falla í dag vegna fyrirhugaðra 85 milljarða dollara niðurskurðaraðgerða. Barack Obama Bandaríkjaforseti segir niðurskurðinn rangan og Repúblikanar á þingi neita að samþykkja tillögur forsetans um að hækka skatta á fyrirtæki og þá efnameiri.
„Þessi niðurskurður er rangur, hann er ekki skynsamlegur og ekki sanngjarn,“ sagði Obama í dag, er hann var í heimsókn í skipasmíðastöð í Newport. Hann segist óttast að niðurskurðurinn muni koma niður á vörnum landsins og ef hann verði að veruleika muni tugþúsundir hermanna missa störf sín.
Að auki mun landamæragæsla minnka, kennurum verður sagt upp störfum og draga mun úr ýmissi almannaþjónustu. Repúblikanar saka forsetann um að beita hræðsluáróðri og að beita her landsins fyrir sig. ///////Ekki kalla þessa menn þarna sem é segi sjáfsæðismenn,Demokrta þeir eru okkar flokki líkir,en Repubilkanir er langt ti hægri við okkur nær Nasistum að mínu mati,Ómar vinur minn!!!!
Haraldur Haraldsson, 27.2.2013 kl. 15:39
Blessaður Haraldur.
Frjálshyggjan er sprottin úr sama jarðvegi og nasisminn, jarðvegi illsku og mannhaturs.
Hún er vissulega áberandi í Repúblikanaflokknum, en þar er líka margt góðra íhaldsmanna.
Aðrir íhaldsflokkar glíma við þennan fjanda í mismiklu mæli.
Vandinn liggur i afsiðun fólks, það áttar sig ekki á að sumt einfaldlega má ekki, það má ekki rústa tilveru náungans vegna taumlausrar gróðahyggju, og okkur kemur hlutskipti náungans við.
Við erum eitt, erum öll á sama báti.
Og það verður ekki friður og framtíð í þessum heim fyrr en mannkynið áttar sig á hinum fjórum grunnreglum lífsins.
Skilningur á þessu er forsenda lífs á jörðu. Þess vegna eru kristilegir íhaldsmenn svo mikilvægir í vörninni fyrir mennskunni. Þeir skilja að forsendur siðmenningarinnar er siðuð hegðun.
Og þeir þurf að þekkja þá úr sem skilja það ekki, þá sem setja gróða sem sitt æsta og eina lífsboðorð.
En varðandi Ben Bernake, þá er hann óskabarn Repúblikana í stóli seðlabankastjóra. Aðhyllist frjálst markaðshagkerfi, og vill sem minnst ríkisafskipti. Hann leggst gegn niðurskurði eins og staðan er í dag, vegna þess að hann veit að það veldur meiri skaða en ávinningi.
Breytir samt ekki því að Bandaríkjamenn þurfa að ná tökum á ríkisfjármálum sínum, en það þarf að gera það á þann hátt að allt hrynji ekki í leiðinni.
Þetta er svo augljóst og aðeins annarlegir hagsmunir græðginnar fara gegn þessu.
Þetta er geggjun vegna þess að þetta bitnar á hinum fátæka, á hinum aldraða, á hinum veikburða, og skaðar samfélagið til lengri tíma.
En takk fyrir innlitið Haraldur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.2.2013 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.