Sjálfstæðisflokkurinn sveik.

 

Lífsgildi sín, lífshugsjónir.

Hann stóð vörð um þjófatæki sem sannarlega hefur rænt heimili og fyrirtæki landsins um rúmlega 400 milljarða frá Hruni.

Þjófatæki sem hefur gengið það  nærri fjárhagi einkafyrirtækja að þúsundir þeirra eru í skuldaánauð banka, allur afrakstur fer til eiganda hinna stökkbreyttu skulda.  Hinn sjálfstæði atvinurekandi er í ánauð. 

Þjófatæki sem veldur sundrungu og upplausn í samfélaginu.

 

Samt eru til Sjálfstæðismenn sem vita þetta og skilja, en þeir hafa ekki náð að yfirbuga útsendara vogunarsjóðanna sem hafa fjárfest í hinum stökkbreyttu skuldum verðtryggingarinnar.

Af öðrum ólöstuðum finnst mér Kristján Þór Júlíusson hafa orðað kjarna þess sem um er rætt og ómennskan deilir á, á þann hátt að betur verður ekki gert.

Ætla því að vitna í hann, orð hans standa, fullgild og sönn.

Sívaxandi þungi í almennri umræðu um skuldavanda heimila landsins bendir eindregið til að sú staðhæfing Kjartans að „Seðlabankinn, ráðuneyti og opinberar stofnanir ofmeti í dag greiðslugetu heimilanna,“ sé því miður sönn.Vandinn sem við er að glíma kemur í kjölfar þess að efnahagslegur stöðugleiki hvarf og við tók gjaldeyriskreppa, lánsfjárþurrð og ofurvextir. Við þessar aðstæður fjarar hratt undan bæði greiðslugetu og greiðsluvilja fólks. Það sem mestu skiptir þó er að tiltrú almennings á að sigrast á vandanum fjarar sömuleiðis hratt út. Óbreytt ástand mun skaða hagsmuni allrar þjóðarinnar.

Þær efnahagslegu hamfarir sem hér hafa riðið yfir hljóta að kalla fram samfélagsleg viðbrögð með álíka hætti og Viðlagatrygging bætir tjón af náttúruhamförum. Fjármagnseigendur hafa flestir fengið nokkrar bætur að frumkvæði stjórnvalda, með framlögum úr ríkissjóði inn í peningamarkaðssjóði og yfirlýsingu um tryggingu innstæðna í bönkum og sparisjóðum. Það örlæti bera allir skattgreiðendur landsins hvort heldur þeir skulda meira eða minna.

Ég vil hér nefna nokkur atriði sem brýnt er að tekin verði afstaða til: Neyðarlög verði sett um frystingu vísitölu neysluverðs til verðtryggingar lána við upphafsgildi fyrir kreppu. Til greina ætti að koma að miða við vísitölu neysluverðs 1. mars 2008. Innleiðing nýrrar vísitölu húsnæðislána. Ný vísitala sem speglar verðþróun fasteigna – til hækkunar og lækkunar – þarf að taka við og vera byggð á virkum viðskiptum á fasteignamarkaði. ........Útfæra þarf heimildir Íbúðalánasjóðs til að skuldbreyta hluta af veðlánum og fara með þau sem tímabundinn eignarhluta, án þess að til eigendaskipta eða nauðungarsölu þurfi að koma.

....... Löngu er kominn tími til að brugðist verði við kröfum um úrbætur fyrir yfirskuldsett heimili landsins og tugþúsundum Íslendinga þannig gefnar vonir um að þeir geti áfram verið fullgildir einstaklingar í þjóðfélaginu.

 

Smánin við að hundsa þessu orð, mun að lokum ganga að Sjálfstæðisflokknum dauðum.

Hann gróf sína gröf, og er að falla ofaní hana.

Fólk er ekki fífl, fólk lætur ekki blekkjast.

 

Hið dauða fjármagn mun ekki ná að eyða okkar góða samfélagi.

Sjálfstætt fólk mun hindra það.

Kveðja að austan.


mbl.is Skora á Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Niðurstaðan í skuldamálunum hjá sjöllunum er hvorki fugl né fiskur.

Auðvitað get ég haft rangt fyrir mér, en mín tilfinning er sú að það sé mjög þung undiralda í samfélaginu sem fær orku sína frá því fólki sem var eingöngu með verðtryggð lán og nálgast nú óðum hengiflugið. Þetta fólk er ekkert að fara velta sér upp úr mikilvægi þess hvort að löggjöf verði sett með kristin gildi í huga eða ekki. Þetta fólk vill réttlæti og gæti misst þolinmæðina í vor ef ekki fer að sjást til lands í þessum málum.  

En búsáhaldabyltingin sýndi okkur fyrst og fremst fram á eitt og það er að það er nákvæmlega ekkert afl til í landinu sem getur stöðvað almenning í að skipta út stjórnvöldum með handafli ef sá gallinn er á margnum.

Sjallarnir geta svo orðið þess heiðurs aðnjótandi að verða fyrsti flokkurinn sem nær að verða borinn út úr stjórnarráðinu tvisvar.

Seiken (IP-tala skráð) 24.2.2013 kl. 17:51

2 identicon

Hvað sem um orð Kristjáns Þórs má segja,

þá er alveg ljóst að einnig hann mun taka hagsmuni flokksins fram yfir hagsmuni heimilanna.

Með orðum Guðmundar Ásgeirssonar þá er nú boðið upp á "Hálfvelgju í þágu heimilanna".

Um þetta gildir sem annað, að betra er að vera kaldur eða heitur, en að fylgja viðurstyggð hálfvelgjunnar.

The Deep Throat (IP-tala skráð) 24.2.2013 kl. 18:24

3 identicon

Fyrst verið er að skreyta sig með kristnum gildum, sem svo var hafnað á síðustu stundu.

"Ríkur maður drottnar yfir fátækum, og lánþeginn verður þræll lánsalans."

Orðskv. 22:7

Predikarinn (IP-tala skráð) 24.2.2013 kl. 18:30

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Predikari.

Gaman er að sjá að þú ert lesinn maður en hví ert þú að dúkka upp  með fræði þín hér??

Hér er verið að fjalla um svikara nútíðar, ekki forna visku sem einu sinni var færð til bókar.  

Ef þú ert að rugla þessum þræði við þann sem spannst við pistilinn um Útburð og kristin gildi, þá skil ég ekki innlegg þitt.

Því þar var verið að fjalla um Útburð og kristin gildi, ekki forna speki.

En hafir þú þörf á að sýna einhverjum öðrum fram á að þú sért lesinn predikari, þá gjörðu svo vel.

Í þessu húsi er aðeins eitt herbergi, og það er ekki hátt til lofts eða vítt til veggja, en alltaf pláss.

Líka fyrir þá sem hafa alvöru lífsins í flimtingum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.2.2013 kl. 22:08

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Seiken.

Það gæti farið svo.

En minni á þá staðreynd að menn fengu aldrei 2 tækifæri til að verjast Mongólunum.

Og eignist vogunarsjóðirnir verðtrygginguna, þá er við rammefldan þurs að etja.

Í dag eru það aðeins aumir flokkar sem ljúga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.2.2013 kl. 22:12

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður þú Dýpismaður.

Tillagan sem var samþykkt var ekki hálfvelgja.

Sýnd er ekki, og þar að leiðandi hvorki heit eða köld, volg eða hálfvolg.

Hún er ekki.

En Kristján Þór fór ekki gegn valdinu af einni ástæðu, hann fékk ekki stuðning frá fólki. 

Það er meinið, þar liggur hundurinn grafinn.

Þó búið sé að grafa grafir fólks, stilla því upp á grafarbarminn, aftökusveitin hafi mundað riffla sína, þá lítur enginn upp og sér að í aftökusveitinni eru aðeins örfáir, en þúsundir bíða aftökunnar.

Ekki frekar en þeir gyðingar sem skotnir voru í Lublin á sínum tíma.

Það er enginn að hindra aftöku þjóðarinnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.2.2013 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 389
  • Sl. sólarhring: 719
  • Sl. viku: 5973
  • Frá upphafi: 1399912

Annað

  • Innlit í dag: 349
  • Innlit sl. viku: 5113
  • Gestir í dag: 339
  • IP-tölur í dag: 337

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband