Útburður barna er ekki kristið lífsgildi.

 

Stuðningur við þjófnað verðtryggingarinnar er ekki kristið lífsgildi.

Þjófnaður sem verður til vegna rangra útreikninga á verðbólgu í viðmiðun verðtryggingarinnar.

Afleiðingin, hinar stökkbreyttu skuldir hafa hrakið börn af heimilum sínum, valdið fjölskyldum þeirra ómældum erfiðleikum, vegið af tilverugrunni þeirra.

Slíkt gerir ekki kristinn maður, ekki hundheiðinn maður, aðeins þeir sem trúa á lífsgildi þess í neðra.

 

Skuldaánauð, skuldaþrældómur er ekki kristið lífsgildi.

Þú átt að gæta þíns minnsta bróður, þú átt ekki að gera öðrum illt, þú átt að gera öðrum það sem þú vilt að þér sjálfum sé gert.  

Forysta Sjálfstæðisflokksins vill ekki leiðrétta hinar stökkbreyttu skuldir, hún vill aðeins gera fólki kleyft að eyða sínum síðasta eyri í að borga þær.

Hún leggur til skuldaánauð.

 

Sem er ekki kristið, hugsanlega hundheiðið, en örugglega í takt við lífsviðhorf þess í neðra.

Sundrung, átök, bræðravíg, eru vegarvísir á leiðinni til Heljar, þar sem sá í neðra á heima.

 

Að neita fólki um réttlæti, að ræna eignum þess og framtíð, slíkt er ekki kristið, slíkt er illt.

Það er leið frjálshyggjunnar, leiðin sem tekur dautt fjármagn fram yfir lifandi fólk.

 

Frjálshyggjan og kristnin eru meiri andstæður en eldur og ís, frjálshyggjan segir að þú eigir ekki að gæta bróður þíns, að þú megir gera öðru fólki allt ef þú aðeins græðir á því.

Frjálshyggjan segir að við séum í eðli okkar spillt, ill og gráðug. 

 

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar  að kjósa frjálshyggjukonu sem varformanninn sinn, sem er hans réttur.  

En hann á ekki að hæða kristna trú, kristin lífsgildi að klæmast svona á þeim eins og gert er í þessari ályktun.

 

Þeir sem kastað hafa kristinni trú fyrir guðlausri dýrkun á Mammon, eiga að sjá sóma sinn í að láta kristni og kristið fólk  í friði með sín gildi.

Þó þeir kannist ekki við eðli sitt, rætur trúar sinnar eða hvern þeir dýrka í raun, þá eiga þeir ekki að sverta það sem gott er í þessum heimi og draga það niður í svaðið til sín.

Ég veit að þeim er ofviða að segja satt, en á allri lygi er takmörk.

 

Sjálfstæðisflokkurinn á að virða þau takmörk.

Kveðja að austan.


mbl.is Kristin gildi ráði við lagasetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skelfilega er þetta góð ádrepa hjá þér Ómar og sönn....því miður.

Og mér finnst pistillinn alveg gefa tilefni til þess að hlusta á Charlie Chaplin í kvikmynd hans „Einræðisherrann“ þegar hann flytur þessa glæsilegu ræðu undir lok myndarinnar.

http://www.youtube.com/watch?v=6FMNFvKEy4c

Toni (IP-tala skráð) 24.2.2013 kl. 09:18

2 Smámynd: Ólafur Als

Hvar stendur það skrifað að frjálshyggjan leyfi þér að geta öðrum all, svo fremi þú græðir á því? Óttaleg þvæla er þetta í þér, Ómar. Það býr frjálshyggja í öllum mönnum, misjafnlega mikil - svipað með félagshyggjuna, vænti ég. Hver er annars tilgangur pistilsins? Að bendla Sjálfstæðisflokkinn við Andskotann?

Ég segist stundum trúa á kristin gildi en veit að slíkt er fremur loðið og teygjanlegt, sérstaklega í ljósi þess að ég er ekki sannkristinn maður. Önnur gildi eru mér einnig hugleikin, sérstaklega þau er varða einstaklingsfrelsi. Þar vil ég tilheyra frjálshyggjunni á sem flesta vegu.

Ég fagna því að þessi flokkur vilji hafa kristin gilda að leiðarljósi í lagasetningu þar sem það á við (!) en er algerlega ósammála að ríkið eigi að hlúa að kirkjunni, sérstaklega, og trúarlífi, umfram það sem viðgengst í dag.

Ólafur Als, 24.2.2013 kl. 10:16

3 identicon

Sæll.

Tek undir með Ólafi Als, fín athugasemd hjá honum.

Ómar, þú verður að losa þig við þennan frjálshyggjudraug sem er að ásækja þig. Hvað er frjálshyggja? Kynntu þér það. Það var engin frjálshyggja ríkjandi hérlendis eða erlendis á árunum fyrir hrun. Það sæir þú ef þú kynntir þér hvernig frjálshyggja er skilgreind. Hvernig skilgreinir þú frjálshyggju?

Hvernig færð þú út að frjálshyggjan segi að við séum í eðli okkar spillt, ill og gráðug. Hvernig færðu það út? Er heimildarmaður þinn kannski Steingrímur J. eða Össur?

Hættu nú innihaldslausum fullyrðingum, mér skilst að þitt blogg sé lesið af mörgum og þá ríður enn meira á að þú vandir þig!

Helgi (IP-tala skráð) 24.2.2013 kl. 11:12

4 identicon

Ef þú átt tvo kirtla gefðu þá þeim sem á engan annan þeirra. Gefa, ekki lána gegn margföldu og verðtryggðu endurgjaldi og með því skilyrði að hægt sé að rífa af hann af honum og börnum hans ef hann stendur ekki undir okri vaxta og verðtryggingar.

Umræðan sem farin er af stað um þessa ályktun landsfundarins snýst um eitthvað allt annað en það sem ályktunin getur boðið uppá þ.e.a.s. kristin gildi, hvort sem að þau eiga uppruna sinn í ábendingum Krists um hvernig siðaður maður kemur fram við náunga sinn eða eigi uppruna sinn í einhverjum eldri siðalögmálum. Nei, umræðan um þetta stjórnast af hneykslunargjörnum krötum og vinstrimönnum annarsvegar og móðgunargjörnum hægrimönnum hinsvegar (þessu er ekki beint sérstaklega að góðum vini mínum Ólafi og hans ágæta innleggi) því miður.

En sjáum til.

Toni (IP-tala skráð) 24.2.2013 kl. 11:19

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ólafur.

Það er ekki ég sem eigna andskotanum siðblindu og siðlausa græðgi, það er gert í bókinni sem kristnir menn byggja trú sína á.

Og ég er ekkert að bendla Sjálfstæðisflokkinn við Andskotann, hann er fullfær um að gera það sjálfur.

Ég er að benda á hvað felst í kristnum gildum, og að stefna Sjálfstæðisflokksins að standa vörð um hinar stökkbreyttu skuldir er andstæð slíkum gildum.

Þeir sem andmæla því, eru sjálfsagt eins og þú, vita ekki hvað þeir eru að segja.

Frjálshyggja er ekki eðlislæg manninum, siðblinda er skilgreind sem sjúkdómur, og þó menn greini á um útbreiðslu hennar, þá er sú prósentutala nær einu prósenti en tíu.

Hugsanleg skýring á því að þú ferð rangt með er sú alkunna þvæla að rugla saman frjálslyndi og frjálshyggju, en þó bæði orðin byrja á effi, þá eru skilgreiningar þeirra algjörar andstæður.

Frjálshyggjan virðir engin siðalögmál og er þar með höfuðógn lífs á jörðu.

Hún viðurkennir aðeins eina forsendu, að arðsemi eiganda sé eina viðmið sem samfélagið virðir, það knýr áfram efnahagslífið, og öll uppbygging samfélagsins eigi að mótast út frá arðsemi.

Fyrirtæki hafa engar samfélagslegar skyldur, samfélagið hefur engar aðrar skyldur en að halda uppi lög og reglu.  Hinn meinti frjálsi markaður sjái um restina.

Þetta er hin fullkomna andstæða þess siðalögmáls að þú eigir að gæta bróður þíns, sem er ekki val, heldur skylda, og þó biblía frjálshyggjunnar hafi ekki verið skráð, þá eru á netinu ótal myndbönd með glottandi mönnum útskýra þetta fyrirkomulag, Yjútúbaðu til dæmis Friedman.

Kristni felldi frjálshyggjuna á nítjándu öld, og hún mun fella hana í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki verið hvorug tveggja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.2.2013 kl. 13:32

6 identicon

Ákvæði um kristin gildi við lagasetningu lifði í sólarhring: Landsfundur felldi ákvæðið brott

Ákvæðið umdeilda sem landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti í gær, um að kristin gildi og hefðir skuli ávallt vera til hliðsjónar við lagasetningu lifði aðeins tæpan sólarhring. Það var stefna flokksins síðan í gærkvöldi, en er það ekki lengur.

Eins og Eyjan hefur skýrt frá, urðu harðar deilur um ályktunina í gær og hvöttu m.a. Ásdís Halla Bragadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður Heimdallar, landsfundinn til að endurskoða samþykkt sína og fella ályktunina brott, enda stæðist hún til að mynda ekki ákvæði stjórnarskrárinnar.

Í ályktuninni, sem allsherjar- og menntamálanefnd fundarins hafði unnið, sagði að kristin „gildi séu þjóðinni til góðs nú sem aldrei fyrr“.

Eftirfarandi setning vakti mikla athygli og nú verið tekin út úr ályktuninni:  „Öll lagasetning skal ávallt taka mið af kristnum gildum og hefðum þegar það á við.“

The Deep Throat (IP-tala skráð) 24.2.2013 kl. 16:37

7 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði kristnum gildum, en valdi óhefta frjálshyggjuna á ný ... og útburð barna.

The Deep Throat (IP-tala skráð) 24.2.2013 kl. 16:40

8 identicon

Skulu hér gilda frekar sjaría lög íslamista í stíl við Gnarr og BF og Samfylkingu, sem Hanna Birna tapaði borginni til?  Þess spurði að minnsta kosti einn prestur á landsfundi 1190 sálna sem fer stöðugt fækkandi, ár frá ári:

Innlent | mbl | 24.2.2013 | 15:14 | Uppfært 16:41

Tillaga um kristin gildi felld út

Biblían stækka

Biblían mbl.is/Árni Sæberg

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti að fella á brott tillögu í kafla um trúmál að taka skuli mið af kristnum gildum við alla lagasetningu. Orðalagið var umdeilt og kvöddu ýmsir sér hljóðs vegna þess í gær og í morgun.

„Öll lagasetning skal ávallt taka mið af kristnum gildum og hefðum þegar það á við,“ sagði í tillögunni um trúmál sem samþykkt var í gær en hefur nú verið felld út.

Kristin gildi eða sjaría lög?

Emil Örn Kristjánsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, tók til máls á fundinum í dag. Sagðist hann á engan hátt vera að taka undir með „öfgamönnum í borgarstjórn Reykjavíkur“, sem vildu banna Nýja testamentið í skólum, þótt hann bæri það upp að samræmingarnefnd leggi til að felld verði niður setningin að öll lagasetning skuli taka mið af kristnum gildum.

Emil Örn mælti með tillögunni á landsfundi í gær. Skýrði hann þá ekki út hvað hann teldi til kristinna gilda að öðru leyti en því að hann sagði boðorðin 10 vera mjög einfaldar reglur og skýrar „enda fóru þau aldrei í nefnd“. Emil Örn sagðist einnig telja að aldrei væri meiri nauðsyn en einmitt nú að hnykkja á því að kristin gildi og hefðir stjórni lagasetningu hjá okkur.

„Ekki viljum við, ekki viljum við að það fari að gilda sjæra [sic] lög hér um afmarkaða hópa er það nokkuð?“ sagði Emil Örn og átti þá væntanlega við sjaría lög íslamista.

Ungir Sjálfstæðismenn gagnrýndu ákvæðið harðlega í gær og lögðu fram tillögu um að það yrði fellt út úr ályktuninni. Sú tillaga var felld naumlega og ályktunin samþykkt óbreytt í gær en málið, sem vakti heitar umræður víða á netinu, var tekið fyrir að nýju í dag og var ákvæðið fellt út.

Nóboddíinn (IP-tala skráð) 24.2.2013 kl. 16:57

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi, ég er mörgum sinnum búinn að ræða þessi mál við þig, þú kemur samt alltaf inn eins og biluð plata.

Ég er búinn að benda þér á siðgrundvöll hennar, hvernig ég skilgreini hana, hvernig hún er skilgreind af því fólki sem aðhyllist hana.

Ég er búinn að benda þér á hugtakaruglinginn þinn, þegar þú reynir að færa rök fyrir þínu máli, búinn að benda þér á hvar þú ferð rangt með staðreyndir, og búinn að benda þér á að þú flýrð vettvanginn þegar þú getur ekki fært rök fyrir frösum þínum.

Hvað get ég gert til að þóknast þér??

Samið fyrir þig andsvörin líka???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.2.2013 kl. 22:30

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Toni.

Þú ert tvíklofinn í innleggjum þínum hér að ofan, slíkt er ekki gott fyrir heilsuna, það er leitar oft út í höfuðverk.

Ef mín ádrepa er sönn, þá er innlegg Ólafs ekki ágætt.  

Spáðu í það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.2.2013 kl. 22:33

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Og hvað get ég sagt, þú sem undir yfirborðinu dvelur??, annað en þetta.

"Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði kristnum gildum, en valdi óhefta frjálshyggjuna á ný ... og útburð barna."

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.2.2013 kl. 22:34

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innleggið Nóboddí.

Ágæt samantekt, en ég vona að þú áttir þig á að ég er dulítið að gera grín að þessu spauglega máli, jafnvel pínulítið að hæða fólkið í yfirdrepsskap þess.

Fyrir utan að vera dauðans alvara með gagnrýni minni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.2.2013 kl. 22:36

13 identicon

1Sérhver maður hlýði þeim yfirvöldum, sem hann er undirgefinn. Því ekki er neitt yfirvald til nema frá Guði, og þau sem til eru, þau eru skipuð af Guði. 2Sá sem veitir yfirvöldunum mótstöðu, hann veitir Guðs tilskipun mótstöðu, og þeir sem veita mótstöðu munu fá dóm sinn. 3Sá sem vinnur góð verk þarf ekki að óttast valdsmennina, heldur sá sem vinnur vond verk. En viljir þú eigi þurfa að óttast yfirvöldin, þá gjör það sem gott er, og muntu fá lofstír af þeim. 4Því að þau eru þjónn Guðs þér til góðs. En ef þú gjörir það sem illt er, þá skaltu óttast. Yfirvöldin bera ekki sverðið ófyrirsynju, þau eru Guðs þjónn, hegnari til refsingar þeim er aðhefst hið illa. 5Þess vegna er nauðsynlegt að hlýðnast, ekki einungis vegna hegningarinnar, heldur og vegna samviskunnar.

6Einmitt þess vegna gjaldið þér og skatta, því að valdsmennirnir eru Guðs þjónar, sem annast þetta. 7Gjaldið öllum það sem skylt er: Þeim skatt, sem skattur ber, þeim toll, sem tollur ber, þeim ótta, sem ótti ber, þeim virðing, sem virðing ber.

Syndari (IP-tala skráð) 24.2.2013 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 58
  • Sl. sólarhring: 194
  • Sl. viku: 1617
  • Frá upphafi: 1321509

Annað

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 1377
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband