Það sem ekki verður sagt á landsfundi VG

 

Ekki vegna þess að það þyrfti ekki að segja það, heldur vegna þess að það er enginn flokksmaður eftir til að segja það.

Og því ætla ég að birta það orðrétt hér á þessu bloggi.

 

"Átta  tesur" eftir Véstein Valgarðsson.  Áður fluttar á flokksráðsfundi Vinstrihreyfingarinnar -- grænsframboðs á Hvolsvelli 28.-29. ágúst 2009.

 

Ríkisstjórnarseta skiptir miklu, en til eru mál sem veg of þungt til að eftirgjöf sé ásættanleg.

1. Sá sem vill ekki ganga í Evrópusambandið sækir hvorki um aðild að því né kýs flokk sem gerir það.

2. Sá sem vill stöðva stóriðjustefnu lætur hvorki álversframkvæmdir í Helguvík halda áfram óáreittar né kýs flokk sem gerir það.

3. Sá sem lætur sér annt um jafnrétti kynjanna sker ekki niður kvennastörf á sama tíma og hann skapar karlastörf.

 4. Sá sem trúir hægrimönnum trúir að kreppan stafi af siðferðisbresti, klaufaskap eða kynhormónum, en sósíalisti veit að kreppa er innbyggð í auðvaldsskipulagið og er hvort háð öðru. Leiðin út úr kreppunni liggur út úr auðvaldsskipulaginu.

5. Sá sem heldur með fjármálaauðvaldinu lætur skattborgara greiða spilaskuldir þess og einkavæðir bankana aftur, en sá sem vill sjá hag almennings borgið hlífir heimilunum við óréttlátri eignaupptöku.

6. Sá sem hlítir ráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins byggir ekki upp neitt „norrænt velferðar“-neitt-neitt, heldur sker niður í opinberri þjónustu.

7. Sá sem sættir sig ekki við þjóðfélagsástandið byrjar á að kjósa umbótaflokk, en dugi það ekki stendur valið milli landflótta og byltingar.

8. Sá sem er í vinstristjórn framfylgir vinstristefnu, en stjórn sem framfylgir hægristefnu er ekki vinstristjórn. Hugsjónir eru ekki skiptimynt fyrir ráðherrastóla og hótanir um stjórnarslit koma ekki í stað endurgjalds fyrir eðlilegar málamiðlanir.

Höfundur var rekinn eftir flutning.

 

Kveðja að austan.

 


mbl.is VG mikilvægasti flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Sæll Ómar, takk fyrir að muna eftir tesunum mínum. Ein lítil athugasemd: Ég var ekki rekinn eftir flutning, en þrem árum eftir flutning sagði ég mig úr flokknum (og er reyndar, ásamt fleirum, nýlega búinn að stofna nýjan flokk).

Vésteinn Valgarðsson, 23.2.2013 kl. 09:10

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk fyrir Ómar svo satt að tárum tekur! Vésteinn hver er flokkurinn?

Sigurður Haraldsson, 23.2.2013 kl. 12:08

3 identicon

Í raun og veru er það meiri niðurlæging fyrir forustuna, þegar fólk segir sig úr flokknum. En það heimskasta, hjá þér, var að ganga í hann yfir höfuð, því þu vissir hvernig fólk þetta er.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 23.2.2013 kl. 12:09

4 identicon

Alþýðufylkingin, flokkur Vésteins.

Tekið beint upp úr stefnuskrá flokksins:

 "Alþýðufylkingin beitir sér gegn fjármagnsinnflutningi til landsins, bæði í formi lánsfjár og fjárfestinga, nema nauðsyn beri til af tæknilegum ástæðum og í undantekningartilvikum. Skilyrði fyrir fjárfestingu í íslensku atvinnulífi ætti að vera búseta í landinu og að viðkomandi sé hluti af því samfélagi sem starfsemin er í"

Þetta draumasamfélag ykkar í Alþýðufylkingunni gengur ekki upp. Þetta hefur verið reynt áður og heitir: Kommúnismi.  Þið gleymið einu lykilatriði, mannskepnan er gráðug og lævís og hefur alltaf tilhneigingu til að skara eldi að eigin köku. Þannig skapast forréttindastétt í öllum þjóðfélögum. Ekki  var forréttindastéttin skárri í kommúnismanum (sem nú hefur að mestu liðið undir lok), hélt almenningi í sultaról, bannaði þeim að ferðast og fá gjaldeyri. En forréttindahóparnir fengu gjaldeyri og versluðu í "dollarabúðum". 

Ykkar draumaland er ekki til, fyrst þarf að breyta manninum og það held ég að sé ekki hægt.

Margret S (IP-tala skráð) 23.2.2013 kl. 13:04

5 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Sigurður Haraldsson, Alþýðufylkingin er flokkurinn og heimasíða hans er hér: http://www.althydufylkingin.blogspot.com/

V.Jóhannsson, ég vissi vel að hverju ég gekk en mér þótti réttara að láta reyna á þetta heldur en að gera það ekki.

Margret S, við erum ekki að boða endurreisn Sovétríkjanna á Íslandi. Tilhneigingunni til að skara eld að eigin köku er best svarað með því að setja henni skorður, t.d. með því að hindra að einkarekið og gróðadrifið fjármálakerfi sogi til sín stóran hluta verðmætanna sem eru sköpuð í landinu, eins og við við viljum einmitt gera og þú getur séð í stefnuskránni.

Vésteinn Valgarðsson, 23.2.2013 kl. 14:16

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Vésteinn.

Þú verður að afsaka skáldaleyfi mitt, ég vildi ekki láta sannleikann eyðileggja góðu sögu.

Veit vel að þú fórst seinna, og undraðist mjög þolinmæði þína.

En það breytir því ekki að sumt verður ekki betur orðað, og óþarfi að reyna.

Þess vegna geymdi ég þessar tesur, bæði mér til minnis, sem og að ef mér þætti þær eiga erindi til þess blogghóps sem ég höfða til, að þá hefði ég þær til taks.

Gangi ykkur vel með nýja framboðið, en betur þætti mér að þið settust niður og læsuð sögu seinna stríðs.

Þá sæjuð þið bæði smettið á þeim óvini sem við glímum við í dag, sem og vissa speki um að sundrung gagnaðist ekki gegn honum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2013 kl. 15:15

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Mikið sammála því, og betur hefði helreið Steingríms verið stöðvuð innan flokksins.  En líkt og Þjóðverjar minnast félaga í Hvítu Rósinni, sem þorðu að tala þegar aðrir þögðu, þá eiga VinstriGrænir slíkt fólk líka.

Seinna eiga vinstrimenn eftir að minnast þess.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2013 kl. 15:22

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður V.

Einhvern veginn sá ég ekki þetta fyrir þegar ég gaf flokknum atkvæði mitt í nokkrum kosningum, og ég átti von á öðru af Steingrími eftir Hrunið 2008.

En máttur fés er mikill og hégómi og valdafíkn hættulegir veikleikar.

Og fleiri en Steingrímur seldu sál sína og síðan þjóð eftir Hrun.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2013 kl. 15:26

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Margrét S.

Við Hriflungar verðum seint sakaðir um kommúnisma, en sjáum samt bæði nauðsyn þess að vernda hagkerfi fyrir braski sýndarfjármuna sem og hitt að það myndi aldrei hvarfla að okkur að kenna slíka vörn við kommúnisma.

Eitt af vopnum frjálshyggjunnar var að telja fólki í trú um að í eðli sínum væri það spillt og gráðugt, og skörun elds að eigin köku væri því eðlilegt.

Þegar ég lít í kringum mig þá sýnist mér það aðallega vera undanvillingar, og undantekningar sem haga sér á slíkan hátt.

Samfélagið sem ég lifi í er gott, og byggt góðu fólki, og þar sem ég þekki til hjá vinum mínum og ættingjum, er sagan sú sama.

Er þetta bara ekki svipuð alhæfing eins og sú að Kínverjar eru allir eins???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2013 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 592
  • Sl. sólarhring: 1136
  • Sl. viku: 5800
  • Frá upphafi: 1328613

Annað

  • Innlit í dag: 501
  • Innlit sl. viku: 5173
  • Gestir í dag: 467
  • IP-tölur í dag: 456

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband