18.2.2013 | 08:35
Hver er munurinn á löndunum tveimur??
Sem kenna sig við gyðjuna Isis.
Frá sjónarmiðum stjórnskipunar er það aðeins eitt.
Israel er lýðræðisríki þar sem lög og réttur gildir.
Brjóti ráðamenn þar lög, hvort sem það er forsetinn eða ráðherrar, þá eru þeir sóttir til saka, látnir sæta ábyrgð gjörða sinna.
Ísland er ekki lýðræðisríki, ekki lengur, hér ríkir geðþóttastjórnarfar þar sem gjörspillt stjórnmálastétt kemst upp með alvarlegustu glæpi án þess að þurfa sæta ábyrgð gjörða sinna.
Á Íslandi virka ekki stofnanir réttarríkisins ekki lengur.
Það hefur ekki reynt ennþá á aftökur og pyntingar, en það hefur reynt á alla aðra alvarlegustu glæpi.
Íslenskir stjórnmálamenn komast upp með landráð, þeir komast upp með að selja þjóð sína í skuldaánauð, þeir komast upp með vaxtaþjófnaðinn, þeir komast upp með sérstakt þjófatæki kennt við verðtryggingu, sem aðeins frá hruni hefur rænt heimili landsins yfir 400 milljarða, þeir hafa tekið þátt í fjárkúgun, og þeir hafa með ólögmætum hætti hrakið þúsundir af heimilum sínum.
Þeir hafa komist upp með hluti sem ekkert annað stjórnvald hefur komist upp með á Vesturlöndum í hundruð ára, að undanskildri þýsku alræðisstjórninni á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar.
Þeir sem gagnrýna Ísrael sem mest í dag ættu aðeins að staldra við og íhuga í eina mínútu hvað gagnrýni þeirra er innantóm, þeir gagnrýndu í öruggu skjóli eitthvað sem átti sér stað nógu langt í burtu, eitthvað sem var og er í tísku að gagnrýna.
Þegar það reynir á manndóm þeirra og reisn, að yfirgefa hið örugga skjól og leggja til atlögu við mannvonsku og mannhatur heima fyrir, að takast á við hið gjörspillta geðþóttastjórnarfar "sinna" manna, þá var hið örugga skjól tekið fram yfir manndóminn og reisnina.
Og eftir stendur hugleysingi sem engu þorir, sem ekkert gerir.
Hið nytsama verkfæri þeirra sem ráðskast með líf og limi fólks, sér og sínum til ábata.
Þetta er hið góða við ögurstund mannsins.
Hún afhjúpar þá sem klæðast búningum blekkingarinnar, afhjúpar þá sem þóttust vera, en eru ekki.
Þá sem eru miklir menn í öruggu skjóli.
Þar sem enginn er lífsháskinn, þar sem engin er kvölin.
Aðeins blaðaljósmynd og fjölmiðlaathygli.
En að berjast við bankamafíuna, að berjast við Útburðinn.
Nei, hann er ekki í Palestínu.
Kveðja að austan.
Réttarhöld yfir Lieberman hefjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 4
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 2023
- Frá upphafi: 1412722
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1776
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.