14.2.2013 | 09:31
" Með beinum afleiðingum fyrir íslenska fjármálakerfið"
En við Íslendingar þekkjum þessar beinu afleiðingar.
Íslenska fjármálakerfið hrundi vegna þessa innri markaðar ESB.
Evrópa þekkir þessar afleiðingar..
Fjármálakerfi álfunnar eru rústir einar, lifa á peningaprentun Seðlabanka álfunnar.
Við þekkjum afleiðingar þessa innra markaðar, við vitum fyrir hvað hann stendur.
Hann stendur fyrir hrossakjöt.
Kveðja að austan.
Fjármál utan við innri markað? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 112
- Sl. sólarhring: 114
- Sl. viku: 5643
- Frá upphafi: 1388476
Annað
- Innlit í dag: 86
- Innlit sl. viku: 4822
- Gestir í dag: 81
- IP-tölur í dag: 78
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Íslenska fjármálakerfið hrundi vegna þessa innri markaðar ESB." Hvaða bull er þetta eiginlega Ómar? Á nú að fara að kenna öðrum en íslenskum fjárglæframönnum um hrunið?
Óskar, 14.2.2013 kl. 10:52
Ómar, ertu að leika "nettröll" eða?
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.2.2013 kl. 11:33
Blessaður Óskar.
Þarna kemur þú með þekkta rökvillu áhanganda pólitískra trúarbragða, þegar raunveruleikinn rekst á ímyndina, og ekki lengur hægt að afneita honum, þá er skýringin alltaf sú, að mennirnir hafi brugðist, ekki kerfið.
Kommúnistar þurftu Killing Field, frjálshyggjan Dickens og nasistar myndir frá Auswitch.
Því miður fyrir ykkur stuðningsmenn nýfrjálshyggjunnar, þá eigið þið ekki ennþá ykkar symbol sem vekur ykkur af martröðinni, þið leitið skýringa í óförum ykkar hjá öðrum en kerfinu sem þið trúið á.
En einn daginn vaknið þið Óskar, trúðu mér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.2.2013 kl. 11:46
Varstu á skólabekk, að læra um undur netheima V??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.2.2013 kl. 11:47
Það hlýtur að teljast til mjög jákvæðra tíðinda ef fjármálaþjónusta á Íslandi verður ekki lengur hluti af innri markaði ESB, enda er fjármálaþjónusta meginlandsins aðallega í því að mergsjúga almenning.
Flowell (IP-tala skráð) 14.2.2013 kl. 12:35
Mér finnst það nú nokkuð augljóst að hinn frjálsi flutningur fjármagns milli landa sem kom með EEs samningnum hafi greitt fyrir útrásinni og þar með hruninu.Hvernig hefði það annars verið hægt?
Jósef Smári Ásmundsson, 14.2.2013 kl. 12:53
Já Ómar er ekki komið að því að við Íslendingar þurfum að endurskipuleggja fjármál Þjóðarinnar á ný og eitt er alveg ljóst að það gerum við ekki í ESB. Hann Össur kann að hóta og því miður fyrir hann þá er hann ekki trúverðugur í orðum eftir allar þær lygar sem hann hefur látið út úr sér á Alþingi...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.2.2013 kl. 13:05
Blessaður Flowell.
Þess vegna er svo spúkí að hlusta á formennina þykjast vera á móti núverandi rugli.
Þeir láta eins og EES samningurinn sé eitthvað akkeri.
Þetta er svipað eins og þegar spænskir íhaldsmenn ætluð alldeilis að bjarga spænskum efnahag, með evrunni.
Svona svipað eins og að lofa að hreinsa hús af myglu, mæta með tusku og hreint vatn, og skrúbba og skrúbba, allsstaðar nema þar sem myglan er.
Tími uppgjörs er í nánd, uppgjör við heimskuna. Þá heimsku að meta staðreyndir út frá pólitískri trú eða frösum.
Nema við Íslendingar verðum blessunarlega lausir við þær áhyggjur, náðarfaðmur vogunarsjóðanna sér til þess.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.2.2013 kl. 15:17
Nákvæmlega Jósef, það er einfalt orsakasamhengi þarna á milli, og það versta var að það var ekki, og er ekki hægt að stöðva fjárbrask því aðildarríki evrópska efnahagssvæðisins þurfa regluverkinu og mega ekki grípa inní vegna hinnar frægu mismunar.
Fjárbraskarar kæra stjórnvaldið til hlýðni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.2.2013 kl. 15:20
Jú Ingibjörg, það þarf að stökka upp frá grunni.
Og byggja á þeirri heilbrigðu skynsemi sem guð gaf okkur, en ekki á regluverki sem afneitar raunveruleikanum.
Frjálst flæði er dæmi um slíka afneitun, þú flytur ekki meira fjármagn milli landa en er til ráðstöfunar miðað við viðskiptajöfnuð hagkerfisins.
Og þú leyfir ekki fjármagnsflutninga örfárra sem stórskaða nærsamfélagið.
Það er nærsamfélagið sem er rjúkandi rúst víðast hvar í Evrópu og Bandaríkjunum, rústir sem aðeins ræningjaherir ollu í gamla daga.
Back til the basic, það er lausnin.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.2.2013 kl. 15:28
Já Ómar, ég hef litla sem enga trú á að þetta endi vel hjá okkur m.v. þær upplýsingar sem liggja fyrir í dag. Það væri frábært að hafa rangt fyrir sér í þessu máli.
Flowell (IP-tala skráð) 14.2.2013 kl. 16:09
Já Flowell, það væri óskandi.
En lífið er ekki fer, hvað þá ævintýri. Óskir eru aðeins fyrir tannálfinn og óskabrunna.
Í raunveruleikanum láta menn hlutina gerast, hafi þeir til þess vilja.
Sá skortur er meinið í dag.
Og ég hef ekki rangt fyrir mér um það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.2.2013 kl. 17:13
Össur er að segja að ef við einangrum ökkur frá Evrópu finnum við síður fyrir hruninu sem er yfirvofandi þar. Við erum á bakvið gjaldeyrishöft. Hvað er eiginlega vandamálið?
Guðmundur Ásgeirsson, 15.2.2013 kl. 03:36
Varst þú að trölla núna Ómar ? :)
Kristinn J (IP-tala skráð) 15.2.2013 kl. 07:42
Æ, ósköp er þetta sætt, námskeið um netheima líka fyrir lesblinda Krisinn, og þú hefur skellt þér á það.
Eða bíddu við, varst ekki lesblindur, var ég búinn að finna það út??
En allavega, þú hefur samt lært lexíur þínar.
Til hamingju með það Kristinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.2.2013 kl. 08:09
Blessaður Guðmundur.
Ætli vandinn sé ekki sá sami og hrjáði margar stjórnmálamenn á fjórða áratug síðustu aldar, þeim lá alveg lifandi á að koma sér í sælu Sovétsins, fannst náunginn vera of feitur og sællegur.
Það er vandi Össurar.
En okkar vandi er EES samningurinn, og sá stjórnmálamaður sem bendir ekki á það í dag, er ekki trúverðugur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.2.2013 kl. 08:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.