Kosningaredding.

 

Til að fólk rísi ekki upp gegn fjármagninu fyrir kosningar.

Til að atkvæði þess leiti í flokka vogunarsjóðanna.

 

Flokka sem eiga eitt sameiginlegt, að vilja ekki hrófla við verðtryggingunni.

Vilja ekki leiðrétta forsendubrestinn.

Vilja vernda froðueignir sýndarfjármálakerfisins sem engin rauneign stendur að baki.

 

Landsspítalinn er að hrynja, og mun hrynja eftir kosningar.

Þá skiptir það engu máli fyrir vogunarsjóðina, þá eiga þeir Ísland, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin munu sjá til þess.

Því það er eins og einn bankamaðurinn sagði fljótlega eftir Hrun þegar hann var spurður um hvort einhver þjóð yrði eftir til að vinna fyrir fjármagnið, án nútíma heilsugæslu, án nútíma menntunar fyrir framtíðina.  "Jú, það mun alltaf fást fólk í staðinn fyrir þá sem flytja að landi brott, ástandið er ekki gott í Mið Asíu.".

 

Þjóðarskipti heitir þetta.

Í boði kjósenda þessa lands.

Kveðja að austan.


mbl.is Að hluta tekið úr rekstrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er skelfilegt ef íslensk þjóð lætur ræna landinu undan fótum sér og allri landhelginni,

lætur tvístra sér af vogunarsjóðum og leppum þeirra innan ríkisvaldsins, stjórnsýslu þess og stofnana,

lætur reka sig á flæðaflaustur og flótta til annarra landa. 

Það er skelfilegt að ríkisvaldið, stjórnsýsla þess og stofnanir virðist helst hlusta á ráð bankamannsins

og finnast það bara sjálfsagt mál. 

Hvers konar flokkar eru eiginlega Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin og Björt Framtíð?:

"Jú, það mun alltaf fást fólk í staðinn fyrir þá sem flytja að landi brott, ástandið er ekki gott í Mið Asíu."

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 16:50

2 identicon

Lýst vel á tillögur Hægri Grænna að settur verði á fót Sannleiks og sáttadómstóll, svo sátt náist í þjóðfélaginu, því það er óumflýjanlegt annað en að skoða og rannsaka þátt stjórmálamanna og annara í aðdraganda Hrunsins. Þeir stjórmálamenn sem hafa tekið þátt í að brjóta stjórnarskrána, og aðrir einstaklingar sem hafa sýnt af sér mjög alvarleg afglöp í starfi fyrir þjóðfélagið, verði sviptir eftirlaunum að fullu eða að hluta eftir alvarleika brota.

Þessi sanleiks og sáttadómstóll þarf að skoða mál allt aftur til ársins 1990 þegar þingmenn samþykktu frjálst framsal á sameign þjóðarinnar (kvótanum) sem er greinilega skýlaust brot á 72.gr stjórnarskrárinnar,og það þarf ýtarlega skoðun á því hvort þessa þingmenn á að svipta eftirlaunum að hluta eða að fullu.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 18:27

3 Smámynd: Gunnar Borgþór Sigfússon

Myndi kjósa þann flokk sem setti fram raunhæfar leiðir til að forða okkur frá verðtryggingaarbálinu! Hægri Grænir..Því ekki

Gunnar Borgþór Sigfússon, 13.2.2013 kl. 20:43

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nú vilja menn sameinast um að heimta upplýsingar, hverjir eru eigendur vogunarsjóða þeirra sem mynda svokallaða snjóhengju í Seðlabankanum. Er það til of mikils mælst?

Helga Kristjánsdóttir, 14.2.2013 kl. 00:37

5 identicon

Vel mælt Helga, það er svo sannarlega kominn tími til

að það sé vafningalaust upplýst hverjir eru "eigendur" vogunarsjóðanna.

Til hvers er það ríkisvald, stjórnsýsla þess og stofnanir, ef það flæmist undan sem tófur í greni?

Tófur voru venjulega svældar út úr greni sínu og sýslumenn greiddu verð fyrir skottin.

Nú er allt orðið öfugsnúið og sýslumenn svæla fremur almenning úr íbúðum. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.2.2013 kl. 01:48

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið góða fólk og afsakið hvað ég kem seint inn til að kvitta fyrir mig.

Félagi Pétur, það er allt öfugsnúið í dag, sem sannar að mikill er máttur þeirra peninga sem tvístra vörnum almennings.

Helga, þetta er allt vitað, Fréttablaðið birti ágæta grein um þetta.  Málið er að fólk snýst ekki gegn þeim, kýs sinn Sjálfstæðisflokk, kýs sína Samfylkingu, bæði þá litlu og þá stóru, og er svo hissa þegar börnin og barnabörnin flytja af landi brott.

Mest er ábyrgð sjálfstæðisfólks, arfleið þess er ekki að verða þrælar.

Gunnar, vissulega berjast menn Guðmundar Franklíns gegn verðtryggingunni, en til þess eins að endurvekja hana í annarri mynd.  Sem er hugmynd þeirra um ríkisdal.

Jón Óskar, þessi hugmynd um sannleiksnefnd er eitt af því mörgu góða sem HægriGrænir hafa vakið máls á.  

Og það verður ekki friður í landinu fyrr en menn skilja að það þarf að gera upp við lygina.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.2.2013 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 37
  • Sl. sólarhring: 629
  • Sl. viku: 5621
  • Frá upphafi: 1399560

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 4794
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband