11.2.2013 | 20:26
Er Árni farinn að panika??
Loksins þegar hans langelsti draumur rættist, þá á hann á hættu að vera formaður í flokki sem er ekki til.
Og þá er ég ekki að tala um sögulegt tap flokksins í skoðanakönnun, heldur um afdrif hans eftir að Landsdómur tekur fyrir meinta stuðning hans við ICEsave hryðjuverkið. Fyrir þá sem hafa illa fylgst með fréttum undanfarin áratug eða svo, þá eru kúganir sem beinast gegn þjóðum skilgreind sem hryðjuverk. Nauðsynlegt eftir árásir Al Kaida á neðanjarðalestakerfi í borgum Evrópu.
Stóra spurningin er, verður Samfylkingin lög niður eins og systurflokkur hennar á Ítalíu á sínum tíma??
Er eitthvað hægt að gera??
Til dæmis að skipta um nafn en ekki kennitölu eins og þegar Hreyfingin breytti sjálfri sér í Dögun???
Eða jafnvel kennitöluflakk, að skipta bæði um nafn og kennitölu og láta svo Jóhönnu eina sitja í súpunni???
Margir brosa yfir svona pælingum, en margt má segja um Árna Pál, en hann er ekki svo mikill bjáni að hann lærir ekki af reynslunni þegar hann hefur tvisvar brennt sig.
Hann var sá ráðherra sem fékk á sig gengisdóminn, og hann var síðan höfundur vaxtalaganna sem voru dæmd ólögleg.
Árni Páll veit að það gilda lög í landinu, og dómsstólar dæma eftir þeim.
Fjárkúgun er lögbrot, hryðjuverk er lögbrot, stuðningur við slíkt er lögbrot.
Þetta er til dæmis ástæðan fyrir því að Vítisenglum eru ekki leyft að koma til landsins, samtök þeirra eru bönnuð vegna meintrar glæpahneigðar liðsmanna samtakanna. Skiptir engu máli þó þeir týni til einn og einn saklausan þegar réttað er yfir þeim.
Það eru gjörðir hinna sem skipta máli.
ICEsave hryðjuverkið er stærsta fjárkúgun nútímasögu, sú sem kennd er við Versala og var framfylgt með öflugu hernámsliði, var aðeins brot af henni. En Versalakúgunin, þar sem ábyrgð fyrri heimstyrjaldar var skellt á saklausan almennings Þýskalands, var fram að ICEsave, stærsta fjárkúgun sögunnar. Eða það er nútímasögunnar.
Það þurfti eina kæru til að fella gengislánin, ekki vegna þess að svo margir höfðu fyrirfram trú á að einstaklingur gæti fellt bankanna, heldur vegna þess að ein kæra dugði til að dæmt yrði eftir lögum.
Og lögin voru skýr, viðmið við erlenda gjaldmiðla var bannað.
Lögin eru líka skýr varðandi þá háttsemi að styðja erlent vald við stærstu fjárkúgun mannkynssögunnar, ef miðað er við höfðatölu.
Lögin banna fjárkúgun, bannað Hlutdeild í fjárkúgun, og lögin banna að lygum og blekkingum sé beitt til að fá aðra til að samþykkja fjárkúgun. Sérstaklega er bannað að höfða til einfeldni fólks svo það skrifi undir fjármálagjörninga sem því varðar ekkert um. Samtökin Já-Ísland eru ekki í góðum málum. Vafamál að þeir einstaklingar sem stóðu að þeim samtökum, geti myndað önnur samtök, Já-ESB en Margrét Frímannsdóttir kann betur svör við því.
Og lögin banna samvinnu við erlent vald við að skerða sjálfsákvörðunarrétt og sjálfstæði þjóðarinnar. Það eitt og sér er meira að segja landráð.
Eina kæra, og spilaborg ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir er fallin.
Þetta veit Árni Páll, enda búinn að tapa þrisvar dómsmálum þar sem brot varða við skýr lagaákvæði. Þriðja dæmið er náttúrulega ICEsave dómurinn.
Og Árni er enginn bjáni. Hafði til dæmis vit á að láta reka sig úr ríkisstjórn fyrir að halda uppi vörnum Íslands gegn bresku fjárkúgurunum og uppskar hvern haturspistilinn frá Sigrúnu Davíðsdóttur fyrir vikið. Eitthvað sem kallar að tryggja sig fyrirfram.
Og fyrst að Árni er enginn bjáni, þá veit hann að Samfylkingin þarf að vera tilbúinn með plan, þegar spilaborgin fellur. Að Samfylkingin lifi þó Jóhanna sökkvi.
Það er mjög skynsamlegt hjá honum að ráða Þórunni til að greiða úr flækjum.
Hvort það dugi er annað mál.
En sá sem reynir ekki að bjarga sér þegar hringiðjan togar í hann, hann sekkur.
Og við skulum vona að Árna Pál takist ætlunarverk sitt.
Því óneitanlega væri eftirsjá að Samfylkingunni alveg eins og Sósíalistaflokki Ítalíu sem féll vegna mafíu tengsla sinna. Og spillingar.
Ef ekki þá legg ég til að Samfylkingin verði sett á safn.
Því hún má ekki gleymast.
Glæpir hennar gegn þjóðinni eru of alvarlegir til þess.
Kveðja að austan.
Greiðir úr flækjum fyrir Árna Pál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 445
- Sl. sólarhring: 727
- Sl. viku: 6176
- Frá upphafi: 1399344
Annað
- Innlit í dag: 374
- Innlit sl. viku: 5229
- Gestir í dag: 344
- IP-tölur í dag: 339
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ruslahaugur sögunnar er of góður staður fyrir Samfylkinguna, að minnsta kosti verður að draga ráðherra-brækurnar fyrir Landsdóm áður en þjóðin setur rautt strik yfir þessa þjóðníðinga. Þrátt fyrir tilraunir Árna Páls að villa á sér heimildir, með skeggrækt og með fylgikonunni Þórunni Sveinbjarnardóttur, mun hann ekki sleppa frá sakamannabekknum.
Þessi fylgikona skrifaði á bloggi sínu 06. febrúar 2010, mánuði fyrir þjóðaratkvæðið 06. marz 2010:
»Hafni kjósendur breytingunum í atkvæðagreiðslunni (þjóðaratkvæðinu) tel ég einsýnt að ríkisstjórnin segi af sér og Jóhanna Sigurðardóttir skili umboði til stjórnarmyndunar á Bessastaði. Samþykki kjósendur breytingarnar sem Alþingi hefur þegar afgreitt, þá blasir við að forseti lýðveldisins segi af sér embætti. Menn verða að tefla sínar skákir til enda. Í þessari stöðu verða ekki leiknir fleiri biðleikir. Valið er fólksins og valið er skýrt: Ríkisstjórn eða forseti.«
Við vitum að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fylgdi ekki ráðgjöf Þórunnar um afsögn þegar hún hafði fengið hýðingu í þjóðaratkvæðinu. Ráðgjöfinni fylgdi ekki heldur Árni Páll Árnason, sem var viðskiptaráðherra á þessum tíma. Mun Árni Páll taka meira mark á ráðgjöf fylgikonunnar í framtíðinni, en hann gerði 2010 ?
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 11.2.2013 kl. 22:58
Blessaður Loftur.
Mig grunar að Árni ætli að benda Jóhönnu góðfúslega á þessi einföldu sannindi, að skák eigi að tefla til enda.
En hvað Samstöðu þjóðar varðar, þá var til lítils barist ef þetta fólk getur haldið áfram með óhæfuverk sín eins og ekkert hafi í skorist, eins og það gildi ekki lög í landinu.
Oft hefur verið þörf, en núna er nauðsyn á skýrri rökhugsun sem kemur saman lögfræðilegri kæru út frá innihaldi laga og þeirri atburðarrás sem átti sér stað í aðdraganda Svavarssamningsins og því sem gerðist á þingi sumarið 2009.
Þegar var logið um greiðsluskyldu og innihald samningsins.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.2.2013 kl. 08:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.