9.2.2013 | 09:13
Þegar þingmenn afhjúpa sig.
Alþingi hefur nokkrum sinni afhjúpa sig sem vanhæft.
Það gerði það eftir gengisdóminn, þar var uppvíst að löggjafar og framkvæmdarvaldið ætlaði að láta svipta tugþúsundir eigur sínar, jafnt fyrirtæki sem heimili, í skjóli laga sem voru ólögleg. Þegar það er ljóst þá axlar Alþingi ekki ábyrgð, það gerir ekki tilraun til að bæta úr því tjóni og óþægindum sem hin ólöglegu lán höfðu valdið fólki. Heldur setur það lög um útreikninga vaxta sem síðan voru dæmd ólögleg.
Ofaná allt annað var Alþingi að stuðla að vaxtaþjófnaði.
Þegar fjármálaráðherra í skjóli nætur afhenti vogunarsjóðum nær allt fjármálakerfi landsins án þess að það mál væri rætt, og án þess að það væri kannað hvaða alvarlegu afleiðingar það gæti haft fyrir efnahagslíf landsins og fjárhag þjóðarinnar þá reis þingheimur ekki upp og krafðist opinberar rannsóknar. Í öllum löndum heims hefði verið kallað á slíka rannsókn því að baki svona ákvörðunum er alltaf bein spilling, ívilnanir (kallast mútur í flestum löndum), kverkatök eða annað sem útskýrir hina afbrigðilegu hegðun í þágu örfárra auð- gegn hagsmunum þjóðar.
Alþingi lét gott heita.
Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir kynnti Svavarssamninginn illræmda, án þess að segja satt til um innihald hans, fegraði það með blekkingum, þagði yfir afleiðingum vanefndarákvæða eða flutning á dómsvaldi úr landi, þá varð henni alvarlega á. Hún braut lög í þágu erlends valds.
Réttlæting hennar var að þetta væri gert vegna alþjóðlegra skuldbindinga þjóðarinnar, að hin breska fjárkúgun væri leidd út frá EES samningnum. Þegar EFTA dómurinn kvað úr um að svo væri ekki þá stóð eftir stjórnvald sem hafði tekið þátt með beinum hætti að fjárkúga þjóð sína í þágu erlends valds. Og beitti til þess lygum, rangfærslum, hótunum.
Alþingi virðist ætla að láta það líðast.
Þessi þrjú dæmi hér að ofan afhjúpa vanhæft þing, en þegar þingmaður andófsframboðs tekur ekki þessi dæmi fyrst þegar hún talar um að Alþingi sé vanhæft, heldur nefnir dæmi um þar sem hætt var við óboðleg vinnubrögð í þörfu máli, þá er ljóst að viðkomandi þingmaður er innst inni sammála þeim gjörðum sem ég rakti hér að ofan.
Öll þessi dæmi varðar fjárhaglegt sjálfstæði, fólks, fyrirtækja, heimila, og hins opinbera. Og þegar lagt er saman, þjóðarinnar sjálfar.
En ekki talin þess verð að tína til um vanhæfi Alþingis.
Sem líklegast útskýrir af hverju þingmenn Hreyfingarinnar styðja þessa ríkisstjórn, menn styðja það sem þeir eru sammála.
Það er bara núna þegar komið er að atkvæðasnapinu að rætt er um vanda heimilanna, að núna eigi að berjast, því nú er komið að kosningum.
Hið nýja nafn Hreyfingarinnar, Dögun mælist með nokkur prósent þannig að það virðist vera markaður fyrir svona augljós svik.
En glæpurinn er að þetta fólk hefur tekið málefni heimilanna í gíslingu, fólk tengir baráttu Hagsmunasamtaka heimilanna við Hreyfinguna, sér ekki muninn, og telur að hinar ágætu tillögur Hagsmunasamtakanna, sem frá upphafi hafa barist fyrir raunhæfum aðgerðum í skuldamálum fólks, sé sama tóbakið.
Eigi rætur í falsi og undirferli, sé aðeins valdabrölt og eiginhagsmunapot í þágu örfárra einstaklinga.
Ef ég væri vogunarsjóður þá hefði ég ekki getað skipað málum á betri hátt.
En ég er ekki slíkur, en ég bendi á það.
Það eru skýring á að ekkert breytist.
Að þjóðin liggur særð á víðavangi og hýenur vomi yfir.
Þegar búnar að glefsa, eiga aðeins náðarbitið eftir.
Skýringin er einföld.
Það sem þarf að verja, er ekki varið.
Kveðja að austan.
Vanhæft þing, svo mikið er víst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 4
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 2023
- Frá upphafi: 1412722
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1776
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hreyfingin sem gerði samning við ríkistjórnina um stjórnarskrármálið gegn því að verja hana falli og um leið sviku heimilin í landinu í hendurnar á erlendum vogunarsjóðunum og innlendum málaliðum þeirra, standa núna gapandi yfir þessari þróun mála. Er hægt að vera meira útá túni eða hvað. þau eru móðgun við alla heimskingja og bjálfa heimsins.
En svik þeirra við heimilin verða ekki gleymd. Því get ég lofað.
Toni (IP-tala skráð) 9.2.2013 kl. 11:20
Blessaður Toni.
Fékk hérna góða setningu í einkabréfi sem ég ætla að deila.
"Samlandar okkar margir hverjir eru eflaust að gera upp við sig hvort réttara sé að vera sauðkind eða mannkind."
Síðan þegar menn sáu svona sauðkind á ferli, þá labbaði hún í halarófu inní útrýmingarbúðir, án þess að séð væri að valdi væri beitt til að hjálpa fólki á endastöðina.
Við erum sem þjóð að ganga inní svipaðar útrýmingarbúðir, nema það er ekki gas í boði, heldur skuldaánauð, en niðurstaðan sú sama, endalok.
Og á endalokum reynir ekki á minni fólks, geymt en ekki gleymt eru þá algjör öfugmæli.
Það er það sem fólk áttar sig ekki á í dag, það er ekkert seinna.
Fjandinn sem við glímum við núna er nógu erfiður viðfangs, þó hann hafi eign sína á okkur skjalfesta.
Þess vegna skiptir það svo miklu máli að meðreiðarsveinar hans séu stöðvaðir núna, meðan hann þarf á þjónustu þeirra að halda. Þegar hann er kominn með skjalið, nauðsamningana þá skiptir hann engu máli hvað verður um þetta fólk, hvort reið þjóð yppi sig, því þá á hann þjóðina, ekki bara meðreiðarsveinana eins og í dag.
Okkar eina von, fyrst að peningar óvinarins hafa náð að sundra allri andstöðu gegn honum, felst í mistökunum sem voru gerð í ICEsave, þar voru skýr lög brotin, og það af mörgum.
Ef lögin eru virkjuð, þá myndast lag fyrir svo margt annað í vörn þjóðarinnar.
Öll áróðursmaskínan sem vinnur gegn þjóðinni væri kippt úr leik, og það munar um minna. Seldu stjórnmálamennirnir væru líka að verja gjörðir sínar, í stað þess að leggja á ráðin gegn þjóð sinni.
Við það myndaðist svigrúm aðgerða.
En það gerist ekki ef allir standa hjá.
Þá gerist bara það sem gerðist síðast og þar síðast og gerðist vegna þess að fólk horfði á vitleysinga fara sínu fram.
En það þarf að stöðva vitleysingana,
Það dugar ekki að skamma þá eftir á.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.2.2013 kl. 13:18
Það er nefnilega það. Að venju hittir þú naglann á höfuðið. Þau eru ekki barnanna best, þau sem gaspra hæst, en sigla í raun undir fölsku flaggi.
Jónatan Karlsson, 10.2.2013 kl. 21:05
Takk Jónatan.
Það er því miður sterk fylgni þar á milli.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.2.2013 kl. 22:10
Ótrúlegt hvað Birgittuhópurinn berst dag og nótt fyrir stjórnarskrá, stjórnarskrá, stjórnarskrá. Meðan læknar eru að gefast upp og flýja í hópum úr landi. Meðan skólar og spítalar eru fjársveltir og tæki ónýt. Meðan börnum og foreldrum er kastað út á götu.
Merkilegt með þessa fáránlegu stjórnarskrá þeirra að þjóðin bað aldrei ALDREI um hana.
Elle_, 11.2.2013 kl. 00:02
Blessuð Elle.
Þetta er annað hvort alvarlegt dómgreindarleysi eða Hrunið var tækifæri fyrir þetta fólk til valda.
Kommúnistar bentu á óréttlæti hins gamla stéttaþjóðfélags, misskiptingu auðs og félagslegt misrétti.
En ekki til þess að bæta úr, heldur til að fá völd, völd fyrir sína eigin þjóðfélagsskipan sem var ennþá grimmari og ennþá óréttlátari en sú gamla.
Ósköp svipað eins og hjá þeim sem gagnrýna ástandið eftir Hrun, en svar þeirra er innganga í ESB þar sem fjármagnið er ennþá grimmar og niðurbrot samfélaga í þágu frjálshyggjunnar komin á fullt skrið.
Hvar Birgitta er í þessu dæmi, veit ég ekki, hún er einhvers staðar í fortíðinni, og berst þar við ímyndaða óvini.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.2.2013 kl. 08:58
Sammála þessu svari, Ómar. Svo mætti bæta við að lögreglan er fjársvelt með skólunum og spítölunum.
Elle_, 11.2.2013 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.