Óréttlæti.

 
Mér svíður óréttlætið í samfélaginu.
Óréttlætið sem birtist í endurkomu útrásarvíkinganna með fé úr skattaskjólum. Skattaskjólsvíkingar fá nú afslátt hjá Seðlabankanum til að gleypa fyrirtæki sem búið er að skuldahreinsa á kostnað íslenskra skattgreiðenda.
Óréttlætið sem birtist í 400 milljarða eignatilfærslu frá heimilum með verðtryggðar skuldir til lífeyrissjóða sem töpuðu um 479 milljörðum í loftbólufjárfestingum.
Óréttlætið sem birtist í skuldaúrræðum sem fyrst og fremst hafa gagnast þeim tekjuháu sem skulduðu mest eftir hrun.
Óréttlæti sem felst í fullri innistæðutryggingu sem kostað hefur skattgreiðendur um 568 milljarða. Á sama tíma hefur almennri 20% leiðréttingu lána verið hafnað vegna þess að hún átti að kosta 285 milljarða. Óréttlæti sem felst í því að þeir sem höfnuðu áhættu í faseignakaupum fyrir hrun sitja uppi með mestu skuldirnar.
Óréttlætið sem birtist í vaxandi kynbundnum launamun en hrunið átti að vera tækifæri kvenna til að jafna metin.
Bankahrunið bjó til væntingar um samfélag byggt á réttlæti og jöfnuði. Endurreisn óréttlætisins veldur því vonbrigðum.
Ríkisstjórnin dýpkaði kreppuna með of hröðum niðurskurði. Nú ætlar ríkisstjórnin að lengja efnahagsþrengingar almennings með því að bregðast ekki við þeirri staðreynd að við búum ekki lengur við bankakreppu heldur skuldakreppu heimilanna. (Lilja Mósesdóttir)
 

Óréttlæti þrýfst í okkar skjóli.

Gleymum því ekki.

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 2034
  • Frá upphafi: 1412733

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 1787
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband