Eru þingmenn sekir um glæp???

 

Hvað afsakar að ekki er þegar komin fram vantrausts tillaga á ráðherrana sem með lygum og blekkingum afsöluðu fjöreggi þjóðarinnar í hendur erlendra aðila.

Það er búið að dæma þá.

 

Á bak við gjaldþrotasamninginn ICEsave 1 var afsal á dómsvaldi um allan ágreining í hendur dómsstóla annarra ríkja, þeirra ríkja sem fjárkúguðu landið.

Það er landráð.

Eigur íslenska ríkisins voru settar uppí pant.  Að veði gegn skilvísum greiðslum.  

Það er landráð.

Erlendar ríkisstjórnir fengu boðvald yfir fjárlögum íslenska ríkisins undir því yfirskini að þau stefndu ekki skilvísum greiðslum í hættu.  Gátu lokað á sjúkrahús, skóla, allt.  Líklegast er atlagan að sjúkrahúsum landsbyggðarinnar fyrsta skrefið til að geta staðið skil að ICEsave, þú eyðir ekki sömu krónunni tvisvar, og það var búið að ráðstafa þeim til bretar og Hollendinga.

Það er landráð.

 

Og skrifa undir skuldabréf, sem er opið og með engum efri takmörkunum, og samkvæmt forsendum samningsins, útilokað fyrir Ísland að greiða til baka, með eigur þjóðarinnar og skatttekjur undir, það er landráð.

Það er landráð að alvarlegustu sort sem nokkurri þjóð í vestrænni sögu hefur verið gerð.

 

Og þingmenn ætla að leggja fram vantraust um fjárlög, núna nokkrum dögum fyrir kosningar.

Bilunin sem þessi orð og röksemd lýsa er án fordæmis.

Skilja menn ekki grundvallarforsendur löggjafar og lýðræðis????

Skilja menn ekki þann alvarlega glæp sem Svavars samningurinn var??

 

Eina réttlæting ríkisstjórnarinnar var sú lygi að ICEsave væri þjóðréttarleg skuldbinding samkvæmt EES samningnum.  Það var ekki vafi, heldur lygi því hvergi var vitnað í lög og reglur ESB sem kváðum slíka ríkisábyrgð, eða það ákvæði EES samningsins sem heimilaði ESB að ákveða slíka ríkisábyrgð.

Af hverju halda menn að bretar og Hollendingar hafi farið þessa leið fjárkúgarans, að innheimta meinta skulda án undangengins dóms???  Gegn skýrum ákvæðum breskra, hollenskra og íslenskra laga sem banna slíkt athæfi.  Enda ein grundvallarregla réttarsamfélagsins að dómi þurfi til að innheimta meinta skuld.

Það var enginn vafi en því var haldið fram að EFTA dómur dæmdi ekki eftir lögum og reglum.  Hann dæmdi eftir hagsmunum.  

 

Núna er kominn dómur og eftir stendur ríkisstjórnin allsber á almannafæri.

Almenningur spyr í forundran, ætlar hún ekki að axla ábyrgð??

Og enn einu sinn lætur Alþingi eins og ekkert hafi gerst.

 

Það hvarflar að manni sú hugsun að hver og einn alþingismaður sé sekur um glæp.

Áliti sig samsekan um ICEsave glæp ríkisstjórnarinnar.

Og þori því ekki að berjast gegn óhæfunni.

 

Ef svo er þá þarf Ólafur að standa við forsetaeið sinn og virkja 24. grein stjórnarskráarinnar.

 

"24. grein Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið, enda komi Alþingi saman eigi síðar en tíu vikum eftir að það var rofið. Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.".

 

Samtímis á hann að taka framkvæmdarvaldið úr höndum Alþingis, skipa utanþingsstjórn sem undirbýr kosningarnar.

Og gefa út forsetabréf um Landsdóm.

 

Fordæmalausar aðstæður kalla á fordæmalausar aðgerðir.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Vantraust í farvatninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega sammála og það væri óskandi að Forseti vor taki til sinna aðgerða núna.

Birgitta Jónsdóttir er búin að segja að hún muni styðja Ríkisstjórnina. Annaðhvort er eitthvað mikið í gangi innan Ríkisstjórnarinnar sem við vitum ekki um sem réttlætir þessa framkomu Ráðamanna okkar svo mikið að þeim finnst allt í lagi að ljúga að Þjóðinni og taka fullan þátt í þeim lygum með því að lýsa yfir stuðningi við þessa ömurlegu framkomu sem við þjóðin höfum orðið fyrir af þessu fólki sem á að hafa hag okkar Þjóðarinnar í forgangi...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.1.2013 kl. 08:00

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ingibjörg.

Við þurfum ekki að vera hissa á Birgittu eða öðrum stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar.  Þetta er fólk sem gerir allt fyrir völd, lagði af stað með hugsjónir, endaði sem valdasjúklingar.

Hugsjónirnar sem gáfu Samfylkingunni gildi, VinstriGrænum, Hreyfingunni, þetta er allt dagað uppi.

En það eru fleiri þingmenn á þingi, og þeir eiga að sýna manndóm sinn og segja einu sinni satt um hvað þjóðinni var gert, og af hverju slíkt má ekki.

Út frá rökum stjórnarskrár, laga, siðfræði, heimspeki, út frá okkar kristna menningararfi.

Sem var orðað í einni setningu, "svona gerir maður ekki".

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.1.2013 kl. 08:20

3 identicon

Ólafur Ragnar skrifaði undir Icesave I án þess að spyrja okkur þjóðina.

Er Óli þá ekki líka landráðamaður skv. þessum kenningum?

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 08:49

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Jón Sigurðsson af hverju höfnuðu Bretar og Hollendigar þeim samningi aftur, veistu það...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.1.2013 kl. 09:54

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hollendingar sorry...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.1.2013 kl. 09:54

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Hvaða kenningum Jón??

Ertu að meina að hegningarlögin séu kenningar ekki lög??

Eða ertu að tengja gjörðir landráðamanna við þá sem þeir blekktu??  

Ertu sem sagt að meina að það mátti ekki rétta í Nurnberg því þá hefði átt að rétta yfir allri þýsku þjóðinni??

Hvaðan kemur þér þessi hvöt að verja óhæfuverk??

En þó að þú setur fram bull í spurningu þinni þá skil ég þig alveg efnislega, og ég skal svara.

Ef Ólafur hefur brotið þau ákvæði hegningarlaga sem taka á hegðun sem skilgreind er sem landráð, þá mun hann að sjálfsögðu axla þá ábyrgð.

Ólafur er maður, ekki mannleysa.

En mér vitanlega hefur hann ekki gert neitt af því sem varðar við þessi lög.

Ef aðrir vita betur, þá mega þeir koma með þau rök.

En fullyrðingar byggðar á bulli, eru ekki rök.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.1.2013 kl. 09:57

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ingibjörg.

Verjendur óhæfunnar þyrla nú upp miklu moldviðri til að vernda húsbændur sína, þá sem sviku þjóð sína á ögurstundu hennar.

Og ekki bara það, lögðust svo lágt að selja hana í þrældóm óbærilegra skulda.

Við skulum passa okkur á því að taka ekki þátt í þessu moldviðri.

Höldum okkur við lög og reglur lýðræðisins, krefjumst þess að lög gildi í landinu, líka fyrir háa.

Við látum dómsstóla dæma, en krefjumst þess að lög gildi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.1.2013 kl. 10:00

8 identicon

Sæll.

Óskandi að þeir þingmenn sem sögðu já við Icesave, sama hvaða útgáfu, enduðu í grjótinu - líka Bjarni Ben. Svona framganga og dómgreindarleysi á að hafa afleiðingar.

Ef réttarkerfið klikkar, sem það gerir ábyggilega, eiga kjósendur að beita yfirstrikunum grimmt í næstu kosningum - þetta fólk á ekki að fá að gleyma sínum gjörðum.

Helgi (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 10:25

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Menn lenda ekki í grjótinu af því bara, menn þurfa að brjóta lög til þess.

Við megum ekki rugla saman lögbrotum og pólitískri ábyrgð.

En hins vegar hafa landráðarnir hag af slíku, og reyna því að tengja brot sín við alls óskylda hluti.

Í þeirri von að sleppa.

Og það sem verra er, þeim er að takast það.

Og er það það sem þú vilt??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.1.2013 kl. 10:37

10 identicon

Hvað finnst þér Ómar

um áskorun til þeirra 44 þingmanna sem sögðu já við Icesave III, að þeir víki af þingi, ásamt þeim 3 sem sátu hjá?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 13:03

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú veist svarið við því Pétur, viltu að ég peisti það til þín aftur á þessum þræði???

Valdið er eins og þykkur múr utan um stóra borg.  Hin hefðbundna leið til að rjúfa slíkan múr er að ráðast á hann þar sem hann er veikastur, þess vegna fundu menn upp múrbrjótinn.  Hann er mikill kraftur sem einbeitir sér að einum veikum bletti.  Ef sá blettur er ekki til, þá rjúfa menn ekki múrinn ef varnarliðið er nógu fjölmennt til að verja múrana.  Og það ógnarvald sem við erum að glíma við, hefur nægan mannskap í það.
 
Þá er spurning að gefast upp eða hanna nýtt vopn. 
 
Konstantínópel stóð í yfir þúsund ár án þess að vera hertekin utan frá.  Arabar urðu frá að hverfa, tyrkneskir ættbálkar náðu að leggja undir sig land Konstantínópels, en þeir náðu ekki að rjúfa múra hennar.  Fyrr en soldáninn Muhamed annar fékk til sín færasta byssusmið þess tíma til að útbúa eina risafallbyssu, ein sú stærsta sem gerð hefur verið til þessa dags, og með henni var alltaf skotið á sama staðinn.  Og að lokum kom skarð í múrinn, og borgin féll.
 
Þessi tillaga er af ætt þeirra heimsku að skjóta með handbyssu á þykkan múrvegg, og segja síðan stoltur, "ég barðist við valdið", en valdið varð ekki varð þá baráttu, nema hugsanlega mátti finna skrámu á einu múrstein, sem tók mikla leit að finna, og engu skipti.
 
Og ég hélt að þú vissir það Pétur.
 
Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.1.2013 kl. 13:09

12 identicon

Þingmenn eiga að hlýða sannfæringu sinn ... og ef það var sannfæring þessara 44 þingmanna og 3ja að auki,

að þjóðin ætti að borga einkaskuldir einkavinavæddra bankarænigja,

þá er siðferðis- og réttlæitskennd þeirra eitthvað broguð og þeir ekki hæfir til að sinna löggjafar- og fjárveitingarvaldi því sem þinginu er ætlað að sinna.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 13:11

13 identicon

Ég hélt að þetta væri öllum augljóst Ómar. 

Við erum að tala um æðsta vald landsins til lagasetninga og fjárveitingarvalds,

undirstöðu þá sem hefur verið misnotuð til að vernda "leppa og skreppa" auð-hringa-drottna.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 13:20

14 Smámynd: Ómar Geirsson

So, þetta kemur lögum um landráð ekkert við Pétur.

Flest skynsamt fólk setur spurningarmerki við þessa kröfu, getur ekki tengt sig við hana, og það sem verra er, þessi tillaga fjölgar í varnarliðinu sem ver múra valdsins.

Því hún jafnar saman hinu alvarlegasta, og því sem grandvarir þingmenn töldu nauðsyn.  Og menn verja sitt fólk ef þeir telja að því vegið.

Og þeir sem bætast við varnarliðið eru miklu fleiri en þeir sem sækja að því.  Þá eru ótaldir hinir sem voru fyrir og vörðu óhæfuna í gegnum þykkt og þunnt.

Vitskorturinn Pétur er, og ekki þurfum að vera hissa á Ástþór að mæla með honum, að þessi krafa er besta vörn valdsins að það þurfi ekki að sæta ábyrgð gjörða sinna.

Varðandi það sem þú ert að tjá, þá taldi ég mig hafa rætt oft við þig um að eitt leiði að öðru.

Þú getur ekki talið uppí tíu ef þú byrjar ekki á að segja einn.

Þessi umræða okkar Pétur er birtingarmynd þess að ekkert ógnar valdinu í dag.

Ekkert.

Það eru allir útí móa að elta bein.

Sorglegt, en satt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.1.2013 kl. 13:21

15 identicon

Eitt af öðru og annað af öðru, það er lífsins streymi Ómar ... ekkert er fast. 

Vatnið er miklu sterkara en allir múrbrjótar Ómar.   Án þess, án streymisins

ná liljur vallarins aldrei að blómstra í æðstu stofnun þjóðarinnar, Alþingi ... fyrir kveljandi illgresinu.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 13:51

16 identicon

Ég er ekki í neinum her ... ég leyfi mér bara að streyma og hlusta eftir andablæstri alheimsins,

að skynja, að hlusta, að hugsa, jafnvel það sem aðrir telja vitlaust, en tíminn streymir og það sem er talið vitlaust í dag verður oft það sem allir vildu kveðið hafa síðar, þannig leiðir eitt af öðru og annað af öðru ... í lífsins streymi, því ekkert er fast, allt er breytingum undirorpið.  Mér finnst þú alltaf tala af miklu viti Ómar, en raddirnar eru fleiri og það er gott og það er jákvætt, því þannig skiptumst við á skoðunum og þokumst vonandi öll, líka þú Ómar og líka ég, til meiri visku, sem nærir þá hið fagra, hið sanna og hið réttláta, sem býr í hjörtum okkar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 14:00

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Í raunveruleikanum ertu í grundvallaratriðum að leggja að jöfnu vörn sem byggðist á því að fella Hitler úr elli eða sprengja hann í loft upp í Berlín.

Leiðir allt að sömu niðurstöðu, nema í þeirri fyrri er hinn venjulegi maður þræll Pétur, en í hinni átti hann von um frelsi.

Þetta er sorgleg duld eftir lífi þrælsins Pétur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.1.2013 kl. 14:02

18 identicon

Þú mátt njóta þess Ómar að tala niður til mín, ef þér líður betur með það Ómar minn.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 14:07

19 identicon

"Be water my friend" ... :-) 

Og þess vegna einnig með þrumum og eldingum úr lofti til jarðar, til galdurs lífsins ... :-)

Takk fyrir öll þín skrif Ómar. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 14:29

20 identicon

Og hvað sem öllu líður, þá langar mig til að segja það hér, að þínir stórkostlegu pistlar Ómar minn kær

og sér í lagi þeir sem fjalla um galdur og hreyfingu lífsins hafa,

ásamt fornri og sífelldri speki, veitt mér innblástur til að skrifa þetta ljóð, þér og sífelldri speki til heilla:

GALDUR

Mýktin sigrar
sífellt
alla hörku.

Vitrir menn
hafa kallað það
galdur lífsins

þegar mýktin
dregur
hörkuna í sig

og úr verður
mjúkur
galdur lífsins.

Sá er líkastur hjali
lækjarins – og hjali
korna-barnsins

sem vekur okkur
til lífsins
og til verndar lífinu.

Þannig blundar
galdur lífsins
í okkur öllum

og yndi okkar er
að vakna
til opinberunar.

Eins er það oft
með litlu þúfuna
sem veltir hlassinu

svo það dreifist
um velli - og lífið
byrjar að blómstra

á ný - sínu fegursta
í hinum mjúka
galdri lífsins.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 14:45

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Pétur minn.

Ef þú tekur þátt í atlögu að framtíð barna okkar, og ég bendi þér á það, þá er ég ekki að tala niður til þín.

Ég tala um staðreyndir, hvort sem ég tala við þig, fólk sem mér þykir vænt um og styður Dögun, fólk sem mér þykir vænt um í Samstöðiu og náði ekki saman um einn grundvallarhlut, eða fólk sem mér þykir vænt um og, ætlar ekki að gera neitt því það nennir því ekki.

Það er ógn í lofti og öllum ljós sem hafa skilningsvit sín opin.

Það tókst að hindra einni atlögu valdsins með samstilltu átaki þar sem þeir sem leiddu baráttuna bar gæfu að gera það sem þurfti að gera, óháð fortíð, óháð flokksböndum, og þeir létu ekki leiða sig út í mýri með mönnum eins og Ástþóri Magnússyni.  Sem er alveg nógu mikið á móti en það taktlaus í sinni baráttu, að valdi þarf ekki einu sinni að lyfta sínu litla fingri við að verja sig gegn honum og hans líkum.

Slíkt er aðeins í þágu óvinarins eina.

En ICEsave var aðeins styrkleikaprófun, en núna mætir ekki neinn valdinu.

Og þegar bent er á það þá er verið að tala niður til fólks.

Ókey, ef svo er, þá þarf að gera það, börnin okkar verja sig ekki sjálf.  

Þú komst hingað inn og spurðir, og ég benti þér á vitleysuna í kringum þetta.  Hvaða máli skiptir hvaða skoðun ég eða þú höfum á gjörðum þessa þingmanna, þessar skoðanir eru fjölbreyttar, og verða vart sameinaðar um einn hatt.

En ef menn eyða orku sínum og kröftum í sérvisku sína, þá ná menn ekki saman um þá skoðun sem allflestir hafa, nema hinir aumu stuðningsmenn IcEsave kúgunarinnar.

Það var lag að sameina fólk, en einu sinni er fólkið á móti að klúðra þessu fyrir sér með algjör taktleysi.  

Grunnmeinsemdin er að það áttar sig ekki á að það er alltaf minnihluti, því til þess að geta verið á móti, þá þarf einhver að vera með, og hann ræður skipan mála.  Annars hefur sá sem er á móti, ekkert til að vera á móti.

En þegar alvara lífsins kallar á samvinnu þess við fólkið sem er með, þá geta hinir sem eru á móti, ekki hætt að vera á móti næsta manni, finna sér einhverja sérvisku til að hengja hatt sinn á, svo það er öruggt að það þurfi ekki að gera neitt annað en að vera á móti.

Og á ógnartímum er slík hegðun eitt sterkasta vopn óvinarins eina.

Þú ræður alveg hvaða skoðun þú hefur Pétur til allra hluta, þú mátt alvega vera spræna sem vill ekki sameinast fljóti lífsins, þitt er valið, þetta er þitt líf.

En þegar þú kemur inná síðu mína og spyrð mig, þá verður þú að vera maður til að taka svari mínu án þess að senda mér þær kveðjur að ég tali niður til þín.  Þú veist það jafnvel og ég að það er léleg aðferð til að tjá rökþrot sitt.

Þú ræður hvar þú stendur í þessari baráttu Pétur, en þú ræður því ekki fyrir mig.

Ég er ekki á móti, ég hef aldrei verið á móti.

Ég er með.

Og í dag er ég með lífinu sem ég ól, og ætla mér að vernda þó ég haldi út í þá baráttu einn, það skiptir mig engu.

Þegar maður er með, þá er maður bara með.  

Og gerir svo það sem maður þarf að gera.  

Hjól tímans ráða svo hvernig manni tekst til.

Það er það eina sem maður ræður ekki sjálfur.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 30.1.2013 kl. 15:37

22 identicon

Við lifum skrítna tíma Ómar minn og þér að segja þá get ég fullvissað þig um að þú ert ekki einn í baráttunni, enda þótt þér sýnist það nú og oft hefur mér einnig fundist það að ég sé einn í baráttunni fyrir því lífi sem ég ól.  Og það gildir um flesta, að það finnst þeim einnig einhvern tíma á lífsleiðinni, en það ætla ég svo sannarlega að vona að við getum sammælst hér um það að lækjarsprænur renna yfirleitt í stærri ár og að lokum í hafið sem gufar af sér og þéttist í háloftum svo af verður allt frá fárviðri og til gróðrarskúrar og úða.  Og ... einnig til eflingar lækjarsprænanna etcetera.

En það er þekkt, að sitt sýnist hverjum og margt er í mörgu.  Hér er svo td. einn sjálfstæður og ágætis prestur sem segir þetta um puntudúkkur "Sjálfstæðis"flokksins sem samþykktu Icesave III og eru nú að hugsa um að lýsa yfir vantrausti á ... ja, hann segir á sjálfar sig:

http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/01/30/hugsa-ser-ad-bera-fram-vantraust-a-sjalfan-sig/

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 18:35

23 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Ekki veit ég hvernig þú færð það út að ég sé að halda því fram að ég hafi verið einn í baráttu minni, í þeirri einu baráttu sem ég hef verið í, ICEsave, þá sameinaðist ég strax hópi góðs fólks sem myndaði kjarna Þjóðarheiðurs, við háðum stríðið hér í Netheimum við útsendara breta og leppa þeirra.  Og tókst það vel upp að þeir létu ekki sjá sig þar sem við vorum á ferðinni.

Áður áttu þeir umræðuna, þar til samhentur hópur mætti þeim.

Og þessi vinnubrögð og margra annarra hópa, er skýring þess að ICEsave vannst, einna barátta eftir Hrun.  Og skýring þess að HH hafa ekki skilað neinum árangri, ef maður dregur starf Marinós G. Njálssonar frá.  

HH er ósamstæður hópur sem hvorki hefur skýrt markmið eða takt, og árangurinn eftir því.  En hann vill vel, það verður ekki af þeim skafið.

En skilar engu.

Að vilja vel skilar engu í stríði, taktleysi ekki heldur.  

Ungi maðurinn sem stóð fyrir frama lest skriðdrekana á Torgi hins himneska friðar, vildi vel, en hann skilaði engu öðru en klessu sem þurfti að þrífa upp.

Þess vegna Pétur er ég lagður af stað í stríð, ekki sem kjáni, ekki sem bjáni, heldur sem maður sem þarf að verja líf sem hann ól.  Og hefur ekki efni á því að tapa.

Það er í þetta stríð sem ég sagðist halda einn út ef þannig skipaðist, því ég tek ákvörðun fyrir mig, ekki aðra, og döngun annarra, eða skortur á henni, er ekki mitt mál.

En ég er ekki einsamall, ekki ennþá allavega, en ekki fjölmennur heldur.

Hvað verður má guð vita.

En það er eitt á hreinu í stríði, það sýnist ekki sitt hverjum.  Þeir sem halda það, hætta mjög fljótlega að taka þátt í stríði, af mjög eðlilegum og náttúrulegum ástæðum, þeir eru dauðir.  Geta ekkert að því gert.

Þannig er bara lífið, maður rífst ekki við það.

Einu sinni Pétur, þegar þú varst ljón, þá skyldir þú ákveðna líkingu sem ég sagði þér, að þú réðist með múrbrjót á múra valdsins þar sem þeir væru veikir fyrir, og þú héldir einbeitingu við það verk.  Þú létir til dæmis ekki varnarlið valdsins ná þér af vettvangi með hrópum og köllum frá hliðinu þar sem þeir eru sterkir fyrir, enda hliðið rammgert og vel varið, það dygði ekki að hrópa að þér, Hey, komiði, við erum hérna, ráðist á okkur hérna.

Og þú skyldir þessa líkingu Pétur, að ég væri að benda á hvaða árangri takleysi skilaði, og þegar valdið ætti undir högg að sækja, þá þurfti það aðeins að útbúa eitthvað tilbúið mál, og allir í Andófinu færu að eltast við það, í stað þess að sækja að valdinu þar sem það væri veikt fyrir.

Þetta er til dæmis að gerast í dag, enn eitt tækifærið til að fella ríkisstjórnina er að renna úr greipum fólks vegna taktleysis, það er ekki sótt að henni þar sem hún er veikust fyrir.

Það hafa sannarlega margar manneskjur margt á samviskunni í ICEsave málinu, en það eru aðeins tvær manneskjur sem eru Sekar með stóru essi.  

En falli þær, þá fellur margt annað, og enginn veit hvar það fall endar.  Og það er ótrúlegt að ég þurfi enn einu sinni að deila við þig um augljósa rökleiðslu.

Það sýnist ekki sitt hverjum í þessu máli, ekki fjórflokknum sem loksins náði saman um eitt, að þegja vantraust í hel.

Af hverju skyldi það vera???

Jú, þeir óttast dómínóáhrifin.

Spáðu í það og komdu svo með í byltingu lífsins, við höfum verk að vinna, og það vinnst ekki á morgun.

Keðja Pétur minn.

Ómar.

Ómar Geirsson, 31.1.2013 kl. 13:24

24 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Landráðarnir sleppa ekki, ef núgildandi Stjórnarskrá heldur velli!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 31.1.2013 kl. 18:09

25 identicon

Í gær var ég bara úrvinda Ómar minn; hef verið vakinn og sofinn, nánast hvern einasta dag í 3 og 1/2 ár í baráttunni og þráði því að fá að hvílast, bara í einn dag.  Var orðinn hálf taktlaus og þann dag notaði ég til að reyna að finna aftur taktinn, hér á bloggsíðu þinni.  Og ég held að í dag hafi ég aftur fundið taktinn Ómar minn ...  ... að galdra eitthvað smálítið til baráttunnar fyrir lífið

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 31.1.2013 kl. 19:01

26 Smámynd: Ómar Geirsson

Prósi þinn í dag hefur dásamað lífð og baráttu þess Pétur.

Og mér þótti mjög vænt um að sjá það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.1.2013 kl. 19:23

27 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Eyjólfur.

Ég held að annað hvort hrekjum við Óbermin frá núna, eða við fáum aldrei aftur tækifæri til þess.

Við megum ekki gleyma að eftir kosningarnar munu vogunarsjóðirnir ráða öllu, og eftir það munum við ekki verða spurð um eitt eða neitt.

Svo við verðum að gera eitthvað, í alvöru.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.1.2013 kl. 20:12

28 identicon

Mér þykir vænt um að þér hafi líkað sú facebook færsla mín, sem þú vísar til Ómar og þau lofsamlegu orð sem þú hefur um hana.  Kannski er takturinn kominn aftur í takt, eftir eins dags hökt á einum hvíldardegi.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 03:17

29 Smámynd: Ómar Geirsson

Svo mælti skáld lífsins:

Restina lestu í fyrstu færslu dagsins Pétur.

Þú mun enning lesa Á stund sannleikans svo vonast ég til að sjá þig hjá Hreyfingu lífsins.

Við þurfum að lifa orð þín Pétur.

Við höfum allt líf okkar sem þjóðar að verja.

Við höfum jörðina undir fótum okkar að verja, land okkar og landhelgi.

Í herópi þjóðar okkar.

Kveðja Pétur minn.

Ómar.

Ómar Geirsson, 1.2.2013 kl. 06:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 21
  • Sl. sólarhring: 945
  • Sl. viku: 4469
  • Frá upphafi: 1329031

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 3948
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband