Lýðræðið hefur ekki sigrað.

 

Ekki á meðan fólkið sem samdi ICEsave 1 er ekki látið sæta ábyrgð gjörða sinna.

Það á sér enga afsökun, það fór gegn þjóð sinni vegna hagsmuna erlends valds.

 

Í 86. grein hegningarlaganna segir;

"Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt."

 

Þjóðinni var hótað með afarkostum um hvað yrði um hana ef hún hlýddi ekki.

Það var skrifað undir skuldabréf sem var henni ofviða að greiða.

Dómsvald var flutt úr landi.

Bretar og Hollendingar fengu yfirþjóðlegt vald til að skipta sér af fjármálastjórn íslenska ríkisins, það var samið um að þeir máttu gjaldfella lánið ef íslenska ríkið þurfti að endursemja um sínar skuldir, eða gæti ekki staðið í skilum með greiðslur sínar á gjalddaga.  Og ekki bara íslenska ríkið, heldur líka ríkisfyrirtæki.

 

Öll þessi atriði eru brot á 86. grein hegningarlaga og það er ekki hægt að láta eins og þetta hafi ekki gerst.

Það var logið af þjóðinni að þetta væri greiðsluskylda samkvæmt EES samningnum.  

 

Ekkert af þessu er óviljaverk eða nauðung.  Þetta fólk þarf að sæta ábyrgð gjörða sinna.

Þjóðin hefur enga fullvissu um að þetta fólk sitji ekki á svikráðum við hana í einhverju öðru máli.  Eins og til dæmis varðandi vogunarsjóðina.  

 

Það er ekki lýðræði að ríkisstjórn Íslands sitji eftir að hafa logið af þjóðinni og sagt henni ósatt á öllum stigum málsins.  Ekki þegar þær lygar snerta skerðingu á fullveldi hennar og að afhenda eigur þjóðarinnar erlendum ríkjum.  

Það er sagt að okkur hafi verið hótað, en hvar eru þær hótanir.  

Vinaþjóðir okkar kannast ekki við það, AGS kannast ekki við það, ESB kannast ekki við það.

Er eitthvað skriflegt til um þessar hótanir, eða er þetta blekking eins og sú fullyrðing að við yrðum að greiða vegna EES samningsins, og vegna þess að annars skylli hér á efnahagsleg ísöld.

 

Það mega vera til málsbætur, en þær málbætur verða þá að koma fram fyrir hlutlausum dómi sem vegur þær og metur.

Fyrrverandi forsætisráðherra var dæmdur fyrir að skrifa ekki fundagerð, miðað við þær sakir þá dugar vart eilífðin fyrir það sem þessi ríkisstjórn hefur gert sig seka um.

Og við vitum aðeins toppinn á ísjakanum.

 

Almenningur horfir dolfallinn á þann hroka að Alþingi láti eins og ekkert sé.  Að það sé ekki þegar komin afsögn ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.  Og það sé ekki búið að leggja þá fram vantrausts tillögu á ríkisstjórnina vegna þessa mál.

Alþingi hefur sýnt sig vanhæft með aðgerðaleysi sínu, og ógnar þar með lýðræði í landinu.

Ógn við lýðræði er ekki sigur fyrir lýðræðið.  Það eitt er á hreinu.

 

Og eins og Ólafur Ragnar Grímsson hefur staðið sig vel í ICEsave málinu, þá má hann ekki heykjast núna á síðustu metrum málsins.

Hann á að boða til ríkisráðsfundar og krefja Jóhönnu Sigurðardóttur um afsögn ríkisstjórnar hennar.

Verði Jóhanna ekki af tilmælum hennar þá á hann að setja Jóhönnu af og mynda utanþingsstjórn flekkslaus fólks af stuðningi við hina erlendu fjárkúgun.   

Og síðan að rjúfa þing, því Alþingi hefur þá brugðist hlutverki sínu að takast á við hina alvarlegu stöðu að erindrekar erlends valds stjórn þjóðinni.

 

Fyrsta hlutverk hinnar nýju ríkisstjórnar er að kalla saman Landsdóm, og ákæra þá sem gerst hafa sekir um að brjóta 86. grein hegningarlaganna.

Síðan á að skipa sérstakan saksóknar sem rannsakar allt ICEsave málið, og ákærir þá sem unnu gegn þjóðinni í ICEsave. 

ICEsave fjárkúgun breta á sér engin fordæmi í vestrænni sögu og fyrsti ICESave samningurinn var samkvæmt forsendum hans, margfalt hærri hlutfallslega en stríðskaðabætur Þjóðverja eftir fyrra og seinna stríð.

Svona rán og rupl má ekki líðast og það á að láta þá svara til saka sem ábyrgðina bera.  Til þess eru lög og reglur, að eftir þeim sé farið, og þar er enginn undanþeginn, ekki einu sinn stjórnmálastéttin.

 

Sjálft lýðræðið er í húfi, og þó málið sé óþægilegt, þá hefur þjóðin ekki efni á að sýna miskunn í þessu máli, ekki fyrr dómar eru kveðnir upp.  

Þá hefur lýðræðið sigrað, réttarkerfið unnið sína vinnu, og þá hefur þjóðin alveg efni á táknrænum dómum.  

Því það er ekki refsingin sem skiptir máli, heldur að athæfið sé ekki liðið.

Að menn selji ekki þjóð sína í skuldaþrældóm erlends valds, án undantekninga, því enginn mannlegur maður hefur slíkt vald.

 

Ef Ólafur tekur ekki af skarið, þá verður þjóðin að taka af skarið.

Og sameinast um bjarga lýðræðinu og framtíð þjóðar okkar.

 

Við líðum ekki fjárkúgun, við líðum ekki landsölu, við líðum ekki landráð.

Og við viljum að allir séu jafnir fyrir lögum.

Kveðja að austan,.

 

 

 


mbl.is Forseti fundaði um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Af hverju villt þú hlífa þeim þingmönnum sem sögðu "JÁ" við IceSave 3?

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 29.1.2013 kl. 17:44

2 identicon

Mín krafa er önnur og öðruvísi í sniðum.  Ég vil að allir þeir þingmenn sem sátu á Alþingi áður en hrunið átti sér stað segi af sér.  Fyrr geng ég ekki í kjörklefa.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 18:32

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er gott, sjaldan lesið eins mikla meðvirkni með fjárkúgurum HT.

En ef þú skyldir ekki vera búinn að gleyma því að þá voru kosningar 2009.

Og þá var gert upp við Hrunið.

Núna þarf að gera upp við fólkið sem sveik, laug og blekkti.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.1.2013 kl. 18:45

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jóhann.

Ætli það sé ekki vegna þess að ég er bæði góðviljaður og friðsamur.

Líka geri ég greinarmun á þeim mikla eðlismun sem er á ICEsave 1 og ICEsave 3, ekki það að ICEsave er jafn rangur, en hann er ekki landráð.  

Þar var nokkurn veginn reynt að vinna hlutina á eðlilegan hátt.

Að vísu var miklu logið til að reyna fá hann samþykktan, en það flokkast meir undir lagagreinina, bannað að styðja fjárkúgun.  Sem ég er í rólegheitum að finna í bloggi frá árdaga ICEsave andstöðunnar.

En hér er ég að blogga um bein landráð, það er ef skilgreining laga er rétt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.1.2013 kl. 18:49

5 identicon

Það er glórulaust að ætlast ekki til að hver og einn íslendingur sem var tilbúinn að samþykkja Icesave verði ekki látinn gjalda fyrir landráð sitt! Ráðherrar og þingmenn, bankapakkið sem kom á einhvern hátt að, fræðimenn og fjölmiðla sem dásömuðu Icesave. En síðast og ekki síst, þessi 40% kjósenda sem vildu samþykkja svikasamninginn!

Við ættum að safna öllu þessu fólki saman og auðmýkja með því að láta það dansa landráðadansinn á austurvelli! Því næst sendum við þau öll í útlegð til Grænlands. Ísland fyrir alvöru íslendinga!

Aron Orri (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 19:42

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Góð hugmynd Aron Orri.

Ertu búinn að æfa lengi??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.1.2013 kl. 20:03

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þú átt hrós fyrir að vera svona góðhjartaður og geta fyrirgefið þessu "JÁ" hyski á Alþingi, en ég hef alltaf lifað við að ég tek afleiðingunum eins og maður, hvort sem ég hef gert vel eða ekki vel. Fólk verður að taka afleiðingum gjörða sinna.

Treystir þú þessum "JÁ" herrum og frúm á Alþingi að standa fyrir rétti Íslands í komandi deilumumálum við önnur ríki? Það geri ég ekki.

Næsta próf hjá þessum "JÁ" herrum og frúm verður mjög fljótlega, "MARKRÍLDEILAN" og aftur eru það bretar sem vilja rúlla yfir okkur.

Nei þetta "JÁ" hyski hefur ekkert að gera á Alþingi Íslands, burt með það.

Og ef þetta "JÁ" hyski hefur framið landráð, þá á að draga þessa "JÁ" herra og frúr fyrir dómstóla og dæma þau til langrar fangelsis vistar ef þau eru fundin sek um landráð.

En á Alþingi Íslands hafa þessir "JÁ" herrar og frúr ekkert að gera um aldur og ævi.

Bendi þessum "JÁ" herrum og frúm að sækja um á þingum hollendinga og breta þau mundu sóma sér vel þar.

Megi skömm þeirra lifa um aldur og ævi.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 29.1.2013 kl. 20:28

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Fyrst og síðast þarf að koma hyskinu út úr húsum þjóðarinnar og fjarlæga það af launaskrá skattgreiðenda. Fangelsi með fríu uppihaldi a, la, Kvíabrygga er einum of rausnarlegt.

Ég tek undir með T H það þarf losna við dreggjar hrunaliðsins af alþingi áður en það getur talist trúverðugt.

Kveðja frá Noregi.

Magnús Sigurðsson, 29.1.2013 kl. 20:48

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús, það er mikill munur á þinni nálgun og Th, hann dregur athyglina frá sínu fólki, þú vilt fara alla leið.

Þín leið kallast uppgjör, hans leið að tryggja gerendum dagsins vinnufrið í óþurftarverkum sínum.

Og við verðum að passa okkur á að gína ekki við þessari brellu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.1.2013 kl. 22:16

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jóhann, ég geri það ekki, en á öðrum forsendum.

Í þessari færslu hér að ofan er ég að beina athyglinni á gjörðinni sem er óverjandi, og þjóðin verður að gera upp.

Ef mönnum verður það á að taka undir kröfur um allsherjar uppgjör, við allt sem þeir vilja gera upp við, þá missir sú krafa allan mátt, og þeir sem gerðu hið óverjanlega sleppa, og fá áfram frið til að selja land sitt.

Og hvaðan heldur þú að allsherjarkrafan sé ættuð??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.1.2013 kl. 22:22

11 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Allt hjal um landráð í þessu sambandi eru langt frá verknsðarlýsingu hegningarlaganna um landráð. Ekki er nóg að lesa lagagreinarnar með einhverjar misjafnlega ígrundanir, heldur þarf að finna einhver raunhæf tilfelli þar sem áður hefur reynt á þessi ákvæði. Greinargerð með frumvarpinu sem og dómapraxís, bæði hérlendis sem annars staðar ein og á hinum Norðurlöndunum.

Þetta er því eins og hvert annað rugl.

Landráð eru mjög alvarleg afbrot. Kannski að önnur ákvæði eigi betur við en sennilega ekki í þessu tilviki sem þú nefnir.

Guðjón Sigþór Jensson, 30.1.2013 kl. 00:46

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hvar voru reglur lýðræðisins brotnar í þessu máli Ómar? Lög voru samþykkt á alþingi. Forseti neitar að skrifa undir þau. Þeim er vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar voru þau felld. Ríkistjórnin hagar sér í samræmi við þá niðurstöðu. Lýðræðið virkaði. En þú villt samt láta dæma þá sem fóru eftir því fyrir landráð! Því miður, ég ekki skilja....

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.1.2013 kl. 05:36

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Svanur, þú ert alltof skýr maður til að gera þér upp þennan misskilning.

Þegar lýðræðislegur meirihluti Alþingis brýtur lög landsins, og axlar ekki ábyrgð á því, þá er lýðræðið í hættu.

Og láttu svo ekki eins og ég hafi samið hegningarlögin.,

Já, og góðan daginn, ég sé að þú hefur byrjað daginn snemma.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.1.2013 kl. 06:17

14 Smámynd: Ómar Geirsson

"Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess,".

Hvað er svona óljóst í þessum texta Guðjón og hvað á ekki við??

Hins vegar er það rétt hjá þér að fleiri lög voru brotin, þar meðal þau ákvæði hegningalaga sem banna aðstoð við fjárkúgun.  

En ég var ekki að fjalla um það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.1.2013 kl. 06:20

15 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi vægast mjög frjálsa túlkun þín á ákvæðum hegningarlaganna myndi ganga í einræðisríki en ekki landi þar lýðræði og meðalhóf er viðurkennt.

Með Icesave samningunum var reynt að koma einhverri niðurstöðu og greiða úr fjármálaóreiðunni. Hagnaðist einhver innan ríkisstjórnarinnar á Icesave samningunum? Ætli nokkur hafi verið að reyna slíkt.

Þessari leiksýningu um Icesave gat verið lokið fyrir 3 árum með nákvæmlega sömu niðurstöðu og nú með þessari dómsniðurstöðu.

Staðreyndir málsins voru alltaf ljósar: þrotabú Landsbankans átti gríðarlegt lánasafn við greiðsluþrot bankans sem leiddi til gjaldþrotsins. Afborganir og vextir hafa verið að skila sér inn.

Icesavesamningarnir gengu út á að ef allar útistandandi kröfur bankans yrðu afskrifaðar, þá kæmi til ákvæðanna sem stöðugt var verið að hamra á í hræðsluáróðrinum og tilfinningavellunni.

Nú hefur verið greitt um 93% í forgangskröfur og meira fé á leiðinni, meira að segja talið að milli 15-20% umfram þessar kröfur eigi eftir að skila sér. Þið framsóknarmenn hafið verið ansi brattir í túlkunum á Icesavesamningunum en aldrei viljað ræða um raunverulega stöðu mála. 

Er þetta veruleikafirring?

Guðjón Sigþór Jensson, 30.1.2013 kl. 08:27

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Guðjón.

Þar sem þú hefur lokið námi þá áttu að vita að þú slærð ekki fram svona fullyrðingu gagnvart röksemd.  Ef túlkun mín er frjálsleg, þá skaltu útskýra fyrir mér hvað er í lagatextanum sem nær ekki yfir þau atriði sem ég lýsi.

Það sem ég lýsi er allt skjalfest, allar lygarnar, allar blekkingarnar, allar hótanirnar.  Og það er líka skjalfest hvað um var samið í Svavarssamningnum.

Þú svarar þessu ekki með réttlætingu fyrir gjörðunum sem eru bannaðar í hegningarlögunum sem takast á við landráð.  Það er dómsstóla að meta réttlætingarnar, ég hef hvergi dæmt þetta fólk, nema ég legg til að það verði beðið um afsökunarbeiðni að uppkveðnum dómi.

Einræðisríki virða lög, þau eru einræðisríki vegna þess að valdið er ekki lýðræðislega kosið.

Alræðisríki hins vegar virða lög að vettugi, og þú ert að réttlæta slíkt stjórnarform.  Sem hefur ekki verið gert í Evrópu frá því á fjórða áratugnum. 

Hvað gengur þér til??

ICEsave reikningarnir eða greiðslur úr þrotabúinu eru ekki ólögleg, hvað þá að það komi þessu ákvæði hegningarlaga nokkuð við. 

Við erum að ræða um fyrsta ICEsave samninginn og hvað hann innhélt, og hvaða vinnubrögðum var beitt við að fá hann samþykktan.

Ég hef aðeins einu sinni áður heyrt rökfærslu sem þú stundar Guðjón, og það var þegar gömul kona sem hafði stutt Hitler í stríðinu enda höll undir þjóðernishyggju og var mikill andkommúnisti, sagði eftir að undir hana var borið myndir og fréttir í stríðslok af meðferð gyðinga í útrýmingarbúðunum, að þetta væri ekki rétt.

Vegna þess að hún hefði séð mynd af Göbbels og fjölskyldu, svona fallegt fólk gerði ekki svona hluti.

Og þar með ræddi hún ekki málið meir, og dó sannfærður nasisti.

Ég hélt að þessi rökhugsun væri liðin tíð Guðjón.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.1.2013 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 2020
  • Frá upphafi: 1412719

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1773
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband