27.1.2013 | 19:47
Hvernig er hægt að taka upp hanskann fyrir vörn þjóðarinnar??
Þegar Snatar bretar sækja að henni??
Taka menn upp vörn fyrir lögregluna þegar fíkniefnasalar kvarta yfir árangursríkum rassíum hennar??
Taka menn upp vörn fyrir sérstakan saksóknara þegar fjárglæpamenn kvarta yfir að mál þeirra séu rannsökuð??
Að sjálfsögðu ekki.
Menn styðja vörn þjóðarinnar, menn ráðast á hina gjammandi Snata og minna þá að þegar Örlagadómurinn fellur, þá er þeir væntanlegir tukthúslimir.
Því glæpir borga sig ekki.
En Ólaf þarf ekki að verja.
Hann ver sig sjálfur.
Með því að segja satt og rétt frá.
Kveðja að austan.
Fremur til þess að útskýra málin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 1224
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1083
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér Ómar (loksins...). Auðvitað getur Ólafur varið sig sjálfur, mér finnst persónulega fyndið hversu liðið hrekkur af honum vinstri/hægri. Það er eins og pólitíkusarnir hafi ekki nein svör við "barnalegu útskýringunum forsetans". Kannski (lesskilningur að vild) er slík framsetning nákvæmlega það sem þarf.
Sindri Karl Sigurðsson, 27.1.2013 kl. 22:01
Blessaður Sindri.
Tvíræðnin í fyrirsögn var frekar í þá átt að menn tækju þátt í að verja málstað þjóðarinnar, ekki að bera blak að Ólafi, sem er alveg fullfær um það sjálfur.
En Einar má þó eiga að hann reynir að halda fram málstað Íslands.
Flestir þegja bara, eða bulla.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.1.2013 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.