26.1.2013 | 17:43
Hver hefur hag af handafli gegn stjórnarskránni??
Bretar sem vilja ekki næsti ICEsave samningur fari í þjóðaratkvæði.
Ríkisstjórnin, því á meðan eru óhæfuverk hennar ekki rædd.
Vogunarsjóðirnir sem þola ekki dagsljósið.
Vil minna fleyg orð Lilju Mósesdóttur,
"Við munum ekki komast upp úr kreppuhjólförunum og losna við gjaldeyrishöftin nema skrifa varanlega niður skuldir heimila og fyrirtæka og þar með eignir aflandskrónueigenda og kröfuhafa. Ríkisstjórn sem leggur alla áherslu á stjórnarskrárdrög sem hefðu komið í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur um málefni eins og Icesave er á rangri braut".
Orð sem útskýra handaflið.
Fjármagnsmafían óttast umræðu um þá ógn sem býður þjóðarinnar eftir kosningar þegar ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins tekur við, flokkar sem ætla ekki að gera neitt varðandi aflandskrónurnar eða skuldir heimilanna.
Flokkar sem vilja ekki skerða um krónu eignir aflandskrónueiganda og kröfuhafa.
Raddir fólksins eru hluti af því moldviðri sem þarf að viðhalda í þjóðmálaumræðunni fram yfir kosningar.
Þær eru handbendi fjármagnsins, alveg eins og Dögun og Björt Framtíð.
Umræða um ómál.
Þögn um alvöruna.
En hvað með okkur sem eigum líf sem þarf að vernda.
Ætlum við að þegja???
Kveðja að austan.
Boða fund að viku liðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 17
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 2195
- Frá upphafi: 1404966
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 1887
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ó nei við munum sko sannarlega ekki þegja!
Guðni Karl Harðarson, 26.1.2013 kl. 18:07
Þetta stjórnarskrár ferðalag var óþarft . Réttmætar kröfur almennings um úrbætur voru leiddar á villigötur af ráðandi öflum til þess að auðvelda inngöngu í ESB.
Það breytir ekki því að ferðalag þetta hefur leitt í ljós eitt af alvarlegustu meinum þjóðfélagsins en það er gerspillt og óhæft laga og dómsvald. Spillingin felst í því að ýmist er ekkert gert ef "réttir" aðilar knýja ekki á eða hitt að lappir eru dregnar og furðulegustu útúrsúningum er beitt ef í því felast mögulegar ógnanir gagn vart kerfinu sjálfu. Þar má nefna ógildingu réttmætra stjórnlagaþingskosninga hvar smávægilegir hnökrar sem engin áhrif hefðu haft á útkomu, voru nýttir af annarlegum orsökum til þess að ógilda kosningarnar. Eins furðulegir útúrsúningar varðandi hinar nýju stjórnarskrártillögur t.d. varðandi aðgang að lofti og sólarljósi.
Enn ein "rósinn" í hnappagat dómskerfisins og lagatæknihyggjunnar er nýfallinn dómur yfir DV vegna mismunarins á orðunum "rannsaka" og "skoða". http://www.dv.is/blogg/jon-trausti/2013/1/26/rettlaetid-i-riki-lagahyggjunnar/
Maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta yfir svona endemis hálfvitagangi!
Þessi liðónýti lagatæknilýður er bersýnilega einn af hornsteinum hrunsins og það sem verra er að það flækist líka á öllum póstum fyrir að hér verði hægt að ná upp einhverju réttlæti, ekki einungis af smásmygli heimsku og hroka heldur líka af ágirnd og græðgi. Ekki vantaði það að margt af þessu siðleysis ráni sem fór fram á eigum almennings var löglegt, en reyndar annað ekki t.d. gengistryggðu lánin, en enginn gerði neitt, það hentaði ekki gróðasjónarmiðunum. Ekki er að efa að vogunarsjóðirnir eiga í þessu pakki, áhugasama og sporlétta liðsmenn gegn heiðarlegum skuldurum .
Skilanefndir,þrotabú,dómsmál á dómsmál ofan,lagaþras og útúrsnúningar, gjaldmælirinn tikkar og tikkar.
Möðkunum fjölgar og þeir fitna á meðan hræið rotnar! Hvert fara þeir svo þegar allt kjöt er búið af hinni löngu dauðu skepnu?
Það vill enginn þetta rusl annarsstaðar!
Vissulega eru til einstaka undantekningar en þær staðfesta bara regluna!
disclaimer
Vegna þeirra efnalegu takmarkanna sem mér eru settar um að halda uppi vörnum álíti þetta sama kerfi mig aumann þess virði að lögækja mig eftir hinni stórfurðulegu og einkennilega túlkuðu meiðyrðalögjöf og þar sem enn fremur yrði ég að treysta á þetta sama kerfi í vörn og búa við sókn af þess hálfu sem og að hlýta dómi þess, þá tel ég mér hollast að taka fram að ofanskrifuð athugasemd byggir á skoðunum mínum sem kunna að vera illa undirbyggðar og byggja á þeim upplýsingum sem ég hef að mestu úr fjölmiðlum og almannarómi og blessunarlega litlum afskiftum af þessu sama kerfi þannig að ég kann að hafa rangt fyrir mér og bið þá sem kunna að líða fyrir þá glópsku mína innilega afsökunnar enda byggir þessi afstaða mín miklu frekar á skoðun en rannsókn!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 18:51
Stjórnarskráin
(Ef ég misskil eitthvað í þessu máli, þá skýrðu það fyrir mér
svo að ég geti haft þetta rétt.)
Til að koma okkur í ESB þurfti ríkisstjórnin að breyta tveim greinum
í stjórnarskránni.
Önnur greinin var um að það mætti framselja vald frá Íslandi til
erlendra aðila.
Hin greinin var um að fella niður grein um takmörkun
á eignarhaldi útlendinga á Íslandi.
Ríkisstjórnin þorði ekki að segja þetta berum orðum,
en bað hóp manna og kvenna, að koma með óskir
um breytinga á stjórnarskrá.
Þá bjuggu aðilar til 100?*** blaðsíður af óskum,
bættu þar inn í setningu, að leyfilegt væri að framselja
vald til erlendra stofnana.
Einnig var ekki sett inn í nýju stjórnarskrána
takmörkun á eignarhaldi erlendra aðila,
þannig að þegar gamla stjórnarskráin félli úr gildi,
yrði erlendum aðilum leyfilegt
að eignast allt á Íslandi.
Nú er umræðunni stýrt um allt annað en þessi tvö atriði,
og sagt að engu megi breyta.
Það er alltaf reynt að spila á okkur,
Jón og Gunnu.
Við ætlum að vinna eftir annarri formúlu en í fjármálunum,
og í kosningaloforðunum.
Þannig að:
Fólkið fær að eiga húsin sín, við reynum að halda kosningaloforð,
og segjum frá því ef við ætlum að færa vald til ESB,
og ef við ætlum að leyfa erlendum aðilum
að kaupa að vild á Íslandi.
Við ætlum allir að bæta hag fólksins á Íslandi,
og þá þurfum við ekkert að fela.
Engin undirmál.
Egilsstaðir, 26.01.2013 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 26.1.2013 kl. 23:36
Veit ekki hvort þú ert að beina spurningunni til mín Jónas, en ef ég ætti þann draum stærstann að koma Íslandi inn í ESB þá hefði ég helstar áhyggjur af að það rækist á horn gömlu stjórnarskrárinnar varðandi framsal valds til erlends ríkis og eignarhald útlendinga á Íslandi, ekki að vita nema EES samningurinn þar um sé óhæfur.
Síðan áliti ég ESB umsóknina fyrirfram tapaða ef ég reyndi ekki að koma í lög einhvers konar reglu sem tryggði íslendingum arð af auðlindinni þótt útlendingar veiddu hér en greiddu skatta annarsstaðar. A.m.k. að rusla upp einhverskonar Pótemkím tjöldum þar um á meðan ég væri að koma þjóðinni inn.
Svo náttúrulega ef ég væri t.d. í Samfylkingunni og áliti mig vita betur en fólkið sjálft hvað því væri fyrir bestu þá myndi ég forðast að koma hreint fram með þessi plott og umfram allt, koma með öllum ráðum í veg fyrir að það fengi að kjósa um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu, jafnvel þó hinir nytsömu sakleysingjar sem ég ýtti úr vör til að koma plottunum mínum í framkvæmd vilji auka vægi þeirra.
Svo myndi ég líka ef ég væri svona hugsandi hvetja unga menn og konur í laumi náttúrulega, til að stofna systurflokk til að taka óánægjufylgi og ef einhver færi að ybba gogg yfir plottinu því, þá myndi ég búa til ágreining í fjölmiðlum við þessa flokka, jafnvel þó ég hefði kanski sagt í fjölmiðlum daginn áður að ég væri maður sátta og samninga en algjörlega hættur að "snapa fæting".
Þetta myndi ég allt gera ef ég væri svona hugsandi og ekki sýst ef ég héti Össur og liti út eins og vinalegur bangsi með skrítið skegg. Það myndi bara gera mér auðveldara fyrir að koma aftan að fólki!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.1.2013 kl. 01:57
ps.
Ef ég væri svona innréttaður þá stæði mér hjartanlega á sama um það sem ég teldi vera píp í fólki með önnur atriði nýrrar stjórnarskrár, vitandi það að þetta væri hvort sem er bara almennt orðalag sem engum "alvöru" pólitíkusi eða lögfræðingi dytti i hug að fara eftir, enda bíða 100 þúsund og eitthvað blaðsíður af lögum og reglum í sæluríkinu,sem tækju yfir þetta allt við inngöngu.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.1.2013 kl. 02:12
Takk fyrir umræðuna félaga.
Aldrei þessu vant ætla ég að leyfa henni að fljóta án minna afskipta.
Samt góður punktur að setja það í stjórnarskrá að stjórmálamenn yrðu að segja hvað þeir eru að gera og ætla að gera.
Hvað segðu ímyndarfræðingar þá???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.1.2013 kl. 08:33
Þetta ferðalag stjórnlagaráðs ásamt lendingunni er ósköp raunalegt.
Umræðan um stjórnlagaþing var orðin gömul og mörg glöddumst við þegar boðað var til kosninga um val fulltrúanna. Allt fór það nú eins og við munum.
Svo var skipað stjórnlagaráð og það fannst mér snjallt af stjórnvöldum af því ég var áhugamaður um stjórnlagavinnu sem þráfaldlega hafði verið stöðvuð af pólitískum öflum.
Nú liggja fyrir drög.
Þá kemur í ljós hversu vanþróað pólitískt siðferði okkar er.
Stjórnarskrárdrögin sem á að þrýsta fram til lögfestingar með illu fremur en góðu eru smíðuð með það markmið fyrir augum að liðka fyrir þeirri vinnu Votta ESB að lauma okkur þangað inn svona ámóta og sálinni hans Jóns míns inn um Gullna hliðið.
Á hinni sveifinni eru svo fulltrúar LÍÚ - valdsins á Alþingi sem hóta því að liggja dauðir fyrr en þessi drög - sem kveða á um sameign þjóðar á auðlindum - verði samþykkt.
Fyrir fjórum árum töluðum við um að læra af Hruninu!
Árni Gunnarsson, 27.1.2013 kl. 10:44
Takk fyrir þitt ágæta innlegg Árni.
En ertu viss um að LÍÚ valdið sé á hinni sveifinni??
Ég upplifi þetta sem Valdið að fífla þjóðina, afskræma væntingar hennar um hvernig ágæt stjórnarskrá, gæti orðið betri.
Og eitt veit ég, þetta auðlindaákvæði snertir braskið ekki neitt. Það er mun flóknara, og að hluta til hrein hugmyndabarátta því áður en gagnsókn auðmanna hófst gegn velferðasamfélögum Vesturlanda, þá fjárfestu þeir í hugmyndafræði sem gegnsýrir alla opinbera umræðu í dag, og leggur línurnar í hagfræði og stjórnmálum.
Birtingarmynd þess er það það sem við köllum alþjóðavæðing, sem er sögð vera um meint frjáls viðskipti en er í raun tæki arðráns og þrælkunar. Vinnur gegn eðlilegum viðskiptum í stað þess að auka þau.
Hugmyndafræði sem við köllum frjálshyggja og snýst um réttlætingu á braski og sníkjum hinna ofurríku.
Eitt verkfærði er að sýndarskuldsetja þjóðir og hirða svo auðlindir þeirra. Þá er ekki spurt um eignarrétt þjóða, eða slík ákvæði í stjórnarskrám, það er gert, það er framkvæmt.
Auðlindir í eigu þjóðar er mjög sniðug leið fyrir þetta brask til að láta leppa sína í stjórnmálastétt afhenda sér auðlindir þjóðar á silfurfati uppí hina meintu skuld sem búin var til með gjaldmiðlabraski eða öðru.
Það er leikreglurnar sem skipta máli Árni, og réttur samfélaga til að nýta auðlindir sínar. Hinn helgi eignaréttur er leið þjófsins til að halda ránsfeng sínum frá samfélögunum sem eiga gögn landsins og gæði.
Fólk vill vel með þessu ákvæði en er í raun að vinna fyrir þjófana einu, hið alþjóðlega fjármagn brasks og sýndarviðskipta.
Baráttan er heima í héraði, á Alþingi, á alþjóðavettvangi, en hún er ekki í sýndinni, eins og umræðan um stjórnarskrána er. Því hún er pappír sem valdið virðir einskis. Nema þegar það vill löghelga ránsskap sníkjanna.
Fjármagnið stjórnar okkar með orðræðunni sem það skóp. Og við náum ekki að verjast því nema við sköpum okkar orðræðu sem heldur sig við raunveruleikann, ekki sýnd, og nýtum þá heilbrigðu skynsemi sem guð gaf okkur í stað þess tilbúna bókvits sem allt var keypt af hinum ofurríku á árunum uppúr 1970, þegar frjálshyggjan breytist úr afkima afbrigðilegrar hugsunar yfir í að vera meinstrím umræðunnar í dag.
Það er lærdómur Hrunsins, við vorum blekkt, og við eigum ekki að láta sömu orðræðu halda áfram að blekkja okkur.
Það blasir ógn við þjóðinni, verjumst henni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.1.2013 kl. 11:20
Ég er nú nýr hérna en orðinn eldri en tvævetur. Ég hef orðið var við að Ríkisstjórnin sé að tala um að " opna " þessa og þessa kafla við EES. Þetta er rangt! 1 Ágúst 2008 voru innleidd lög 38/2004/EB sem veita EES/EFTA ríkisborgurum meiri réttindi á Íslandi en Íslendingum sjálfum! Þetta eru landráð! Og brot á 65 gr stjórnarskrár Íslands. Ég hef fengið tölvupóst frá Ögmundi Jónassyni ( að ósk minni) þar sem hann segir að þetta hafi verið " skekkja" sem verið sé að lagfæra. Og með að setja aðildarviðræður á hægagang þýðir bara að svo eftir kosningar verður allt sett á fullt aftur. Og ég sé hérna fyrir ofan að stjórnarskrárbreytingin var gerð til þess að brjóta 2 mikilvægustu greinar gömlu stjórnarskrárinnar.
Þetta er ekki fyndið lengur.
Halldór Haraldsson (IP-tala skráð) 27.1.2013 kl. 12:33
ÉG VIL AÐ ALLIR HUGSI UM ÞAU FLEYGU ORÐ " VÉR MÓTMÆLUM ALLIR ".
Ég hef undanfarið ( seinustu 20+ ár) barist fyrir réttlæti mínu við hinar ýmsu ríkisstofnanir og Úrskurðarnefdir yfir þeim. Og ég verð að segja að það er margvísleg lög hægt að brjóta af þessum stofnunum án þess að það sé tekið á því. Það er jú í lagi að brjóta á einstaklingum á Íslandi. Og það er bara sagt við mig " farðu bara í mál ".
Eins og lagið var hérna um daginn. Brjóttu mikið af þér og stjórnvöld semja við þig, brjótir þú lítið muntu ekki eiga viðreisnar von.
En það líður að Alþingiskosningum á Íslandi. Þar fer púðrið út um allt sem þarf að sameina í eitt gott skot.
Halldór Haraldsson (IP-tala skráð) 27.1.2013 kl. 12:45
Því miður ertu sannspár Halldór.
" Þar fer púðrið út um allt sem þarf að sameina í eitt gott skot. " .
Fátt sem hindrar það.
Takk fyrir innlitið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.1.2013 kl. 14:03
Jónas þú segir:
"Önnur greinin var um að það mætti framselja vald frá Íslandi til erlendra aðila."
Þið hjálpið mér kannski við að muna rétt frá. Sá einhverja frétt um daginn í sambandi við kolefnisgjald eða kolefniskvóta frekar. Ísland eða þ.e.a.s. alþingi samþykkti að ESB myndi ákveða kolefniskvóta Íslendinga í framtíðinni! Og með því væri að framselja vald frá Íslandi til erlendra aðila.
Ég reyndi að vísu að googla þetta en fann það ekki.. Óttarlega lélegt að mér en er þetta rétt eða allavega í áttina.
kv, Þröstur
Þröstur (IP-tala skráð) 27.1.2013 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.