Jón væri meiri maður.

 

Ef ill meðferð á heimilum landsins væri ásteytingarsteinninn.

En ef eitthvað sameinar ESB trúboðið og ESB andstöðuna, þá er það ástin á verðtryggingunni.

 

ESB trúboðið vill verðtrygginguna, hún er þeirra helsta vopn, til að sannfæra þjóðina um ágæti ESB.

ESB andstaðan samanstendur af hópi gamalmenna sem halda að verðtryggingin sjái fyrir þeim í ellinni, hafa ekki frétt að maðurinn lifir á brauði, ekki gulli.

 

Sem aftur vekur upp spurninguna, hve mikil alvara er að baki andstöðu þessara gamalmenna, í Heimsýn, hjá Vinstrivaktinni gegn ESB, hjá Evrópuvaktinni.

Ef hún bara ekki tómstundagaman í ellinni???  Svo einhver muni eftir þessum fyrrum leikurum á sviði þjóðmálanna. 

Veit ekki, en ef vottur af viti væri í þessu fólki, þá væri verðtryggingin þeirra helsit óvinur, því hún fæðir ESB trúboðið, útvegar fylgi og stuðning.

Þetta er svona svipað og berjast við eiturlyf, en krefjast um leið að eitursmyglarar njóti friðhelgi.  Hugsanlega sönn barátta, en án árangurs.

 

Vinstra fólk drepur ekki heimili hins venjulega manns, vinstra fólk verndar heimili fólks.

Undantekningin er vinstra fólkið sem fylgir Steingrími og Jóhönnu, það styður níð verðtryggingarinnar, og vinstra fólkið sem er á móti ESB, það styður líka níð verðtryggingarinnar.

Sem vekur upp spurningar um hvort allir eigi ekki að vera rétthendir, allavega á Íslandi.

 

Allavega þá er gott að Jón sé genginn til liðs við þjóðina í baráttu hennar við ógnaröfl fjármagns og siðlausrar græðgi.  

Hann þekkti ekki sinn vitjunartíma þegar Steingrímur sveik hugsjónir jafnaðar og félagshyggjufólks, en hann þekkti ESB skrímslið.

Sem þýðir að Össur hafi gert eitthvað gagn um ævina.

 

En hvers eiga heimilin að gjalda??

Kveðja að austan.


mbl.is „Kornin sem fylltu mælinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég sagði mig úr VG 2010 eftir að skýrslan um að "hrægammasjóðir" hefðu fengið "leyfi" okkar, eða fjármálaráðherra okkar (SJS) um að gleypa heimilin! Það get ég ekki sætt mig við sem íslendingur.

Einnig höfðu VG lofað að kvótakerfinu yrðu breytt í gær! 

LALALALA....

Ég vil ljúka viðræðum við ESB og að við (þjóðin) fáum að kjósa...ólíkt Jóni!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.1.2013 kl. 20:12

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

nákvæmlega, maður er eiginlega hissa yfir hversu lengi hann vissi og gerði ekkert. Jóni er sama um islendinga eins og Steingrími, annars hefðu þeir ekki samþykkt hrægammasjóðsskyrsluna 2010.

Hitt er skrytið að Jón þykist enn vera "þjóðlegur" í stríði sínu gegn Evrópu!

Er Ísland Jóns í Kína?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.1.2013 kl. 20:13

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

það var svo sárt að vera "blekkt" í 49 ár að jafnaðarstefnan hefði hugsjón.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.1.2013 kl. 20:16

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Anna.

Það er sárt að vera blekktur, en hugsjónir blekkja ekki, fólk blekkir.

Þar sem þú ert það einlæg hér að ofan, þá ætla ég að vera stilltur, aldrei þessu vant, og viðurkenna að það er gilt sjónarmið að vilja kjósa um aðildina að ESB, losna við þá umræðu í eitt skipti fyrir allt.

En mitt sjónarmið breyttist við hryðjuverkaárás breta sem gerð var með samþykki Brussel.  Þá áttaði ég mig á því að hrægammarnir höfðu tekið yfir Evrópuhugsjónina, og misbeittu henni í sína þágu.

ESB er ekki lengur það sem við héldum að það væri, það er að mínu dómi.  

Það brást almenningi í fjármálakreppunni, viðbrögð þess eru keimlík því sem maður hefði átt von á fyrir frönsku byltinguna 1789, það er hagsmunir aðals teknir fram yfir allt annað.

Vissulega deila menn um þetta, en ég held að atburðarrásin sé að sanna mitt mál.  

En hvað um það, Jón hefði átt að segja af sér fyrr, og þá á "þjóðlegum" forsendum.  Það var löngu fulljóst að Vg var gengið í björg fjármálamafíunnar.

Og slíkt gerir ekki hugsjónaflokkur, reyndar enginn flokkur, nema leppar og skreppar peninganna.

Og hugsjónir munu kveða þessa leppa og skreppa í kútinn.

Sannaðu til.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 23.1.2013 kl. 20:30

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég skammast mín og mun aldrei styðja meðvitaða landráðamenn og það var aldrei ætlunin, hélt að VG væru "hrein" af ruglinu, en auðvitað er ég sjálfstæð kvenalistakona!

mun taka þátt í pólítik héðan af....

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.1.2013 kl. 20:48

6 identicon

Sæll.

Þú segir: "Vinstra fólk drepur ekki heimili hins venjulega manns, vinstra fólk verndar heimili fólks". Þetta er einfaldlega ekki rétt, við höfum söguna sem sýnir okkur að þetta er ekki rétt. Vinstri menn ganga eins langt og þeir geta í að taka frelsi ef fólki. Stjórnmálamenn og embættismenn skipta sér af því í dag hvað fólk borðar og sumt mátt þú einfaldlega ekki borða því fullkomnir og alvitrir embættismenn hafa ákveðið að það sé ekki gott fyrir þig.

Hvers vegna flýr fólk alltaf lönd þar sem vinstri stefna (sósíalismi og jafnaðarmennska) eru við lýði? Hvers vegna hætti fólki lífi og limum til að flýja A-Evrópu? Við sáum vel á hruninu og eftirmálum þess hve slæmur sósíalismi er. Hrunið og eftirmál þess er að öllu leyti í boði hins opinbera, bæði hér og erlendis.

Trúir einhver heilvita maður því að atvinnuleysi hérlendis sé í raun bara rétt rúm 5%? Hvað með allan þann fjölda sem flúði land? Hvað eru margir í skóla en vildu vera í starfi ef þess væri kostur? Hvað eru margir fallnir af atvinnuleysiskrá og komnir í faðm sveitarfélaganna? Eru þeir taldir atvinnulausir sem eru í hlutastarfi en vilja vera í fullu starfi? Atvinnuleysistölurnar eru gott dæmi um það þegar hið opinbera lýgur að þegnum sínum með tölfræði. Raunverulegt atvinnuleysi í USA er t.d. ekki um 8% heldur 14%.

Hugsjónir munu því miður ekki kveða eitt eða neitt í kútinn, til þess þarf hugsjónafólk. Tökum stjórnarskrána. Hvað ætli mörg lög séu í gildi sem stangast á við stjórnarskrána? Þetta er því miður ekki einstakt hérlendis, dómstólar eru með allt á hælunum. Gott dæmi má finna frá USA: Hæstiréttur USA dæmi ekki að ein einustu alríkislög væru í anstöðu við stjórnarskrána frá 1937 til 1995. Ástandið er sjálfsagt ekki ósvipað hérlendis enda sýnist mér að iðulega komi sæmilega skynsamt fólk komi sem algerir örvitar úr lögfræðinámi hérlendis.

Stjórnarskráin mun ekki vernda okkur gegn hinu opinbera ef við verndum hana ekki. Finnst bara mér eignarréttarákvæðið vera innantómt þegar stjórnmálamenn geta ákveðið að taka svo og svo mörg % af því sem ég á og vinn mér inn? Hvað hefur stjórn norrænnar velferðar bætt mörg hundruð milljörðum króna við skuldasúpu þjóðarinnar?

Helgi (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 22:55

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Enn og aftur Helgi ruglar þú saman ofríki og ofstjórn við hægri og vinstri, þessi árátta var til löngu á undan að menn settust til vinstri á franska byltingarþinginu. 

Frægasta dæmið um algjöra ofstjórnunaráráttu er Quin keisari, hann var allsvakalegur.  Platón og Konfúsius voru stjórnunarmenn og mótuð menningu, Platón þá vestrænu og Kofúsíus þá kínversku.  

Forræðishyggja fylgir fólki sem hefur áráttu til að stjórna öðrum en sjálfum sér, versta birtingarmynd hennar í dag, er ekki Norður Kórea, heldur USA, þar sem meintir hægri menn fara offari gegn almenningi.  

En það er ekki hægri, það er forræði.

En víkjum að aðfinnslum þínum, gerðu mér þann greiða að taka þér bók í hönd og lestu þér til um sögu hins venjulega manns, byrjaðu til dæmis á Fátæku fólki eftir Tryggva Emilsson.  Svo getur þú opnað sögubækur, lesið þá kafla sem taka á félagssögunni, kynnt þér híbýli fólks og aðstæður.

Komdu svo aftur og við getum haldið áfram spjalli okkar.

Því ég er alveg sammála þér um forræðishyggjuna, og vil ná böndum á hana. 

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.1.2013 kl. 09:35

8 identicon

Sæll.

Enn og aftur svarar þú  mér ekki efnislega, þú bara fullyrðir. Vinstri menn eru haldnir slæmri forræðishyggju. Dæmi er nýjasta útspil Ögmundar í sambandi við netið. Margir vinstri menn telja sig oftar en ekki vita betur en aðrir hvað er öllum fyrir bestu í stað þess að leyfa fólki einfaldlega að velja. Hvað viltu kalla sykurskattinn annað en forræðishyggju?

Hvernig fara hægri menn í USA offari gegn almenningi? Hvernig eru þeir verri en þeir sem stjórna N-Kóreu?

Vandi vesturlanda er sá að þau hafa færst mjög til vinstri undanfarna áratugi, Sjálfstæðismenn hérlendis og repúblikanar í USA eru þar engin undantekning :-(

Helgi (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 07:14

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Helgi það er eiginlega ekki mitt vandamál ef þú skilur ekki svar mitt.

Ég var góðfúslega benda þér á að forræðishyggja væri jafngömul manninum, en vinstri hægri skilgreining á rætur sínar að rekja til sætaskipa á franska byltingarþinginu.

Kommúnista sem slíkir, til dæmis, er alfarið á móti ríkisvaldi, þetta á að svífa svona um í einhverri alheims sælu þar sem hinn kommúníski maður framleiðir og lifir í samvinnu og sátt og allt ríkisvald óþarfi.  Þess vegna sögðu hinir hreinlífu í þeirra hópi að Stalín hefði bara verið ríkiskapítalisti, og mikið til í því.

Einnig eru til vinstri menn, sem eru ekki kommúnistar, en til vinstri, sem leggja mikla áherslu á valddreifingu og sem minnst ríkisafskipti.

Ef þú fylgdist eitthvað með Helgi, og létir ekki pólitísku trúarbrögð þín mata þig, þá vissirðu að heimurinn er ekki svarhvítur.

Sykurskatturinn er forræðishyggja, en líka skattur á ákveðinn klæðaburð eins og var í Kína löngu fyrir daga Marx sem sósíalistar og kommar rekja uppruna sinn til.  Sama gilti um gluggaskatt á Englandi, eða bann við dansi eða hlátri á ákveðnu tíma í sögu landa sem sögðu skilið við kaþólsku kirkjuna.

Púrítanar eru einu alræmdustu forræðishyggjumenn sögunnar, skiptu sér að flestu í mannlegu samfélagi.  Þeir komu frá Bretlandi og hafa mótað mjög nýja heiminn, nýlega var maður handtekinn í einhverju krummaskuði biblíubeltisins, og ákærður fyrir blót á almannafæri, þó viðkomandi væri út á miðri á í báti.

Dæmið um USA versus Norður Kóreu var smá absúrd til að fá þig að hugsa um samhengi hlutanna.  Norður Kórea er alræðisríki, ekki forræðisríki, þar er stjórnað með kúgun sem nær til alls mannlífs.

USA er lýðræðisríki þar sem forræðishyggjufólk hefur komið öllum andskotanum inní löggjöfina.  Hægri menn hafa gert bandalag við þetta fólk, en vissulega er það klárar ýkjur að tengja það við hægri, því forræðishyggjan lítur sínum eigin lögmálum, og fólk jafnt til vinstri eða hægri setur sig upp á móti henni.

Til dæmis í USA, þar plagar hún bæði hópa sem sumir kalla hægri öfgamenn, líka hópa sem klárlega eru til vinstri.

Að kenna hana við hægri, er sama ranga hugtakanotkun og þú gerir þig sekan um Helgi.

Alveg eins og að kenna ríkisafskipti við hægri eða vinstri, þau eru bara ríkisafskipti.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 26.1.2013 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 449
  • Frá upphafi: 1412811

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 388
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband