Er veruleikafirringin úthugsuð???

 

Ef ekki er tekist á við amerísku vogunarsjóðina blasir við efnahagsleg gjöreyðing segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.  Og bæti við, leið Sjálfstæðisflokksins, að gefa út langtíma skuldabréf, er ekki að virka.

Verðtryggingin er kljúfa þjóðina í herðar niður og er út af fyrir sig svipað efnahagslegt gjöreyðingarafl eins og amerísku vogunarsjóðirnir.

Og svar formanns Sjálfstæðisflokksins í miðri heimskreppu er að stækka kökuna.  

 

Er hann ekki af þessum heimi, eða er hann í hinu liðinu??

Liðinu sem ætlar að gjöreyða efnahagslífinu.

Það hvarflar svona að manni.

 

Hinn möguleikinn er svo mikil lítilsvirðing.

Kveðja að austan.


mbl.is „Við viljum stækka kökuna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Erlendir vogunarsjóðir

Í hnotskurn:

  • Rannsókn á því hverjir eru raunverulegir eigendur hrægamma- og vogunarsjóðanna verður að fara strax af stað.
  • Erlendir vogunarsjóðir eru hrægammasjóðir.
  • Erlendir hrægamma/vogunarsjóðir eiga 70% bankakerfisins.
  • Krefjast upprunavottorðs fjármagns.
  • Banna erlendum vogunarsjóðum á aflandseyjum að eiga í íslenskum viðskiptabönkum.
  • Greiða allar kröfur þrotabúanna til erlendu vogunarsjóðanna í íslenskum krónum.
  • Þrengja verulega að starfsumhverfi erlendra vogunarsjóða á Íslandi.
  • Hrein erlend skuldastaða Íslands neikvæð um 1.600 milljarða, eða sem nemur tæplega 100% af landsframleiðslu, en ekki 47% eins og nýjustu tölur Seðlabankans sýna.
  • Erlendir vogunarsjóðir stjórna bönkunum.
  • Kaupa verður kröfur bankana til baka á hrakvirði.
  • Herða til muna upplýsingaskyldu erlendu vogunarsjóðanna.
  • Alflandskrónugengi er 245 kr evran. Þetta er gengið sem útrásarvíkingar og erlendir vogunarsjóðir eru að nota við uppkaup á fasteignum og íslenskum fyrirtækjum í boði stjórnvalda og Seðlabankans.
  • Til þess að laga þetta verður að biðja um upprunavottorð fjármagns eins og stjórnvöld í Bandaríkunum "biðja um – og fá " í greiðslum yfir 10.000 dollara.
  • Taka Sviss og Bandaríkin til fyrirmyndar um lagaumhverfi erlendra vogunarsjóða.
  • Greiðslur í gjaldeyri ógna greiðsluhæfi Íslands.
  • Styttist í að nauðasamning þrotabúa föllnu bankanna ljúki.
  • Mikið atriði á að Seðlabanki samþykki ekki nauðasamninga sem geri kröfuhöfum kleift að fá útgreiðslur í erlendum gjaldeyri.
  • Greiðsluhæfi Íslands í erlendri mynt yrði í uppnámi.
  • Skuldastaða þjóðarbúsins verri en í Grikklandi.
  • Engin áhrif á trúverðugleika Íslands að fara illa með erlenda hrægamma/vogunarsjóði.

Meira á www.XG.is

Guðmundur Franklín Jónsson (IP-tala skráð) 12.1.2013 kl. 13:52

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Guðmundur, það vill svo til að þið eruð annar af tveimur flokkum sem berst gegn þeirri óhæfu sem verðtryggingin er.

Og þið eruð annar af tveimur flokkunum sem setur baráttuna gegn  "efnahagslegri gjöreyðingu og fólksflótta" á oddinn. 

Skynsamlegar tillögur, bæði gegn ásælni vogunarsjóðanna sem og hvernig á að takast á við skuldavanda heimilanna.

En hvorki HægriGrænir eða Samstaða á möguleika að koma manni á þing.

Hvort segir það meira um þjóðina eða baráttu þessara tveggja flokka??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.1.2013 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 272
  • Sl. sólarhring: 837
  • Sl. viku: 6003
  • Frá upphafi: 1399171

Annað

  • Innlit í dag: 231
  • Innlit sl. viku: 5086
  • Gestir í dag: 222
  • IP-tölur í dag: 219

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband