Á maður að gráta, eða hlæja??

 

Sjálfstæðisflokknum best treyst??

 

Í hvað heimi lifir þetta fólk, hefur það ekkert heyrt um þann vanda sem hrjáir þjóðina og mun binda endi á sjálfstæði hennar líkt og gerðist á Sturlungaöld forðum??

Það er ef fólk heldur áfram að styðja Ekki fólk með Ekki skoðanir.  

Burtséð frá því hvernig hugmyndafræði frjálshyggjunnar, hið algjöra frelsi hinna ofurríku til að braska og eyðileggja framleiðslu og verðmætasköpun með þessu frjálsu braski sínu, olli Hruninu og þessi hugmyndafræði gegnsýrir Ekki fólkið með Ekki skoðanir, þá þarf að takast á við skuldavanda heimilanna, við sjálfseyðingu verðtryggingarinnar og vænta gjöreyðingu efnahagslífsins vegna útborgana til amerísku vogunarsjóðanna svo ég vitni í þingmann Sjálfstæðisflokksins, Tryggva Þór Herbertsson.  

 

Eru Sjálfstæðismenn búnir að gleyma hvað Tryggvi sagði?? 

 

"Lífskjör myndu versna eftir því. Í mínum huga er sú leið algjörlega ófær. Hún myndi leiða til efnahagslegrar gjöreyðingar og fólksflótta. Þetta eru stór orð en því miður sönn. ",

 

Halda þeir að Tryggvi hafi verið að djóka??

 

Hvaðan kemur þessi blinda gagnvart þeirri miklu vá sem blasir við??

Ætla ekki að hafa fleiri orð þar um, ætla að láta miðstjórnarmann í Sjálfstæðisflokknum hafa þau orð.  Raunsönn orð, mælt af þunga manns sem ástundar ekki sjálfsblekkingar.  Og ættu að lesast af öllum sjálfstæðismönnum, áður en það verður of seint.

" Hinir forystumenn flokkanna sögðu ekkert nýtt í greinum sínum og endurspegluðu rifrildishefð Alþingis í Kryddsíldinni. Skilgreindu þeir vandamálin? Hvað á að gera í hrikalegum vanda þjóðarinnar?

Síhækkandi skuldir ríkissjóðs, gjaldeyrishöft, eignir gömlu bankanna erlendis og hér heima. Eignir banka, vogunarsjóða, jöklabréf og aðrar eignir sem leita út með allan okkar gjaldeyri, þannig að þjóðargjaldþrot blasir við, sé höftunum sleppt. Um tuttugu og átta þúsund einstaklingar eru í verulegum greiðsluerfiðleikum og áttatíu þúsund einstaklingar eiga ekkert á bankareikningum sínum. Þeir sem eru á aldrinum 22-42 ára eru með eignastöðu upp á mínus 82 milljarða króna. Getur hagkerfið gengið án eftirspurnar og skattgreiðslna þeirra í framtíðinni? Vandi þeirra sem tóku verðtryggð húsnæðislán, sem hafa hækkað um 450 milljarða frá hruni, og vandi 5.000 heimila, sem geta ekki greitt húsnæðislán sín er alþekktur.

Er hann ekki líka þekktur sá mikli mismunur sem er á þeim sem eiga von um 30% leiðréttingu gengislána og hinum sem eru að missa eignir sínar og sjá engan tilgang í að greiða af verðtryggðum lánum áfram? Hefur ekki legið fyrir í tvö ár, að gengislánin voru dæmd ólögmæt af Hæstarétti? Alþingi tók afstöðu með bönkunum gegn fólkinu, en það var einnig dæmt ólöglegt. Bankar bíða enn með útreikninga og vilja fleiri dóma Hæstaréttar.

Hefur ekki verið greint frá staðreyndum um veiðigjaldið, sem hefur ekkert með afkomu hvers fyrirtækis að gera og að óbreyttu mun leggja nær allar minni útgerðir niður og leggja af fiskveiðar, þar sem aflinn er unninn úti á sjó?"

 

Séra Halldór er ekki að djóka, ekki frekar en Tryggvi.

Ekki fólk með Ekki skoðanir mun Ekki leysa vandann.

Kveðja að austan.


mbl.is Sjálfstæðisflokknum best treyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Sigurðsson

´Þú skalt hlæja nafni. Sjálfstæðisflokknum er best treystandi. Horfum bjartsýnir fram á veginn....

Ómar Sigurðsson, 12.1.2013 kl. 11:18

2 Smámynd: Kristinn Pétursson

Alþjóðlegt klúður í bankamálum er ekki Sjálfstæðisflokknum að kenna Ómar. Vandamálið er að það var bullandi eftirspurn eftir svona skuldavöndlum eins og seldust um allan heim - fyrirbankakreppuna, - svipað og í USA  fyrir kreppuna þar 1929.  "Roosevelt lögin" voru sett 1936 og entust fram undir 1990 þegar einhverjir skíthælar komu losi á þau lög - með þessum hroðalegu afleiðingum - um allan heim.  Evrópa (bankaregluverk ESB) fór strax að keppa við USA um þetta nýja "bankaspilavíti". sem er að tröllríða öllu til andskotans.

Það sem gera þarf (alþjóðlega) er að kom þessu aftur í sama farið og 1936 í USA. 

Hvernig á að gera það veit ég ekki - en gjaldeyrishöftin ættu að gera Íslendingum kleift að gera þetta sjálfstætt það er sóknarfærið sem er framundan.

Við verðum að hætta að rífast svona innbyrðis með reiðina að leiðarljósi - og snúa bökum saman í endurreisninni.

Bestu kveðjur

Kristinn

Kristinn Pétursson, 12.1.2013 kl. 11:23

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Nafni, fólk sem Ekki skoðanir á þeim vanda sem Halldór telur upp, leiðir Sjálfstæðisflokkinn, bakland þess eru menn sem ætla að verja verðtrygginguna fram yfir dauða heimilanna, og þeir sem hafa gagnrýnt núverandi ríkisstjórn, meina ekkert með þeirri gagnrýni, ef hel þjóðarinnar er valkostur ef þeirra menn komast til valda.

Halldór er ekki síðri sjálfstæðismaður en þú og þú getur ímyndað þér sársaukann þegar hann skrifaði þessi orð.

"Hinir forystumenn flokkanna sögðu ekkert nýtt í greinum sínum ".

Í ljósi fyrirhugaðar yfirtöku amerísku vogunarsjóðanna þá er þögn ekki valkostur, og skýrir aðeins eitt, þegjandi samþykki.

Spáðu í það nafni, menn geta líka verið Íslendingar fyrir utan flokksmenn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.1.2013 kl. 11:49

4 identicon

Alltaf fyndið þegar fólk segir kreppuna hafi skollið á vegna sjálfstæðisflokksins.

Veit ekki betur en að það sé kreppa víða, hvort sem þar eru vinstri eða hægri menn við völd.

Hins vegar hefur þessi ríkistjórn sýnt og sannað að sjafstæðisflokkurinn er sá eini sem hægt er að treysta á að leiða okkur út úr þessu.

Allavega hefur ekkert sjórnmálaafl komið fram sem getur það.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 12.1.2013 kl. 14:35

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Lærðu að lesa Birgir ef þú lest einhvers staðar hér að ofan að kreppan hafi skollið á vegna Sjálfstæðisflokksins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.1.2013 kl. 14:44

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Kristinn.

Það er hvergi fullyrt hér að ofan að Hrunið væri Sjálfstæðisflokknum að kenna, því Hrunið var alþjóðlegt.  

Hér er bent á staðreynd, að "hugmyndafræði frjálshyggjunnar, hið algjöra frelsi hinna ofurríku til að braska og eyðileggja framleiðslu og verðmætasköpun með þessu frjálsu braski sínu, olli Hruninu"  og að þessi hugmyndafræði gegnsýrði núverandi forystumenn flokksins.

Kallast að læra ekki að reynslunni.

Að kalla þetta einhverja skíthæla er svipað að segja að það hafi verið einhverjir skíthælar sem stóðu fyrir hungursneyðinni í Úkraínu á sínum tíma.  Þekkt trix hjá þeim sem réttlæta isma sína en ég hélt að þú væri sjálfstæðismaður, Kristinn.

Varðandi að kenna þessi skrif Tryggva eða séra Halldórs Gunnarssonar við reiði, það er afneitun af áður óþekktri stærðargráðu á Íslandi.

Ég get fullvissað þig um það Kristinn að það var ekki reiði sem rak áfram fólk í þorskastríðinu, það er ekki reiði sem rekur fólk til að verja sig og sína gegn yfirtöku amerísku vogunarsjóða á íslensku bankakerfi, efnahagslegri gjöreyðingu og fólksflótta  svo ég vitni beint í Tryggva Þór;

Það kallast að vera maður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.1.2013 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 20
  • Sl. sólarhring: 947
  • Sl. viku: 4468
  • Frá upphafi: 1329030

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 3947
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband