5.1.2013 | 16:51
Hvernig flokkur er Dögun???
"Af gjörðum skulið þér verða dæmdir" stendur einhvers staðar og eins má segja að gjörðir segi til um manninn.
Að gjörðum skulið þér verða þekktir stendur líka einhvers staðar.
Þegar franski Evrópuþingmaðurinn, Alain Lipietz útskýrði fyrir þjóðinni að regluverk ESB gerði ekki ráð fyrir ríkisábyrgð á innstæðum, heldur væri regluverkið sett til að koma í veg fyrir þá mismun sem af slíkri ríkisábyrgð stafaði því augljóst væri að þá nytu bankar stærri landa forskot á banka smærri landa, þá fékk fjölmiðill ESB, Kristinn H. Gunnarsson í Kastljós til að útskýra fyrir þjóðinni, að hann Kristinn H Gunnarsson, væri miklu fróðari um regluverk ESB en maður sem kom að samningu reglna framkvæmdarstjórnarinnar um fjármálamarkaðinn.
Og hann Kristinn H Gunnarsson, vissi að það stæði í regluverkinu að einstaka þjóðir væru í ábyrgð fyrri tryggingasjóði sína.
Færði ekki fyrir því fagleg rök en þjóðin átti að borga ICEsave.
Það segir mikið til um málstað breta að Kastljós skyldi ekki geta teflt fram neinum málsmetandi lögfræðing gegn Alain Lipitz, og það segir mikið til um hvaða mann Kristinn H. Gunnarsson hefur að geyma að hann skuli hafa tekið upp rýting á förnum vegi og reynt að stinga þjóð sína í bakið með honum.
Og það segir mikið til um Dögun að þessi Brútus okkar Íslendinga skuli flykkjast í flokkinn.
Önnur frétt í dag er feldurinn sem Þorvaldur Gylfason dvelur undir, að hann gefi ekkert upp hvort hann ætli fram fyrir Dögun.
Þorvaldur er maðurinn sem varði hávaxtastefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þegar ungir hagfræðingar með Lilju Mósesdóttir í broddi fylkingar gagnrýndu hana.
Hann taldi sig vita betur en nóbelshagfræðingurinn Joseph Stiglitz þegar sá síðarnefndi kom til landsins og benti á að klassík úrræði sjóðsins dýpkuðu kreppur og létu þær jafnvel lifa sjálfstæðu lífi.
Bitnuðu harðast á almenningi, þjónuðu fjármagni.
Það segir mikið um Dögun að hún skuli leita til Þorvalds um framboð, segir í raun hverjum flokkurinn þjónar.
Það segir líka mikið til um Dögun að óvinir hennar númer eitt tvö og þrjú á þingi eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Ekki það að ég ætli að verja fortíð þeirra flokka, en það eru aðrir gerendur í dag.
Gerendur sem hafa skuldaþrælkað þjóðina með hávöxtum og með því að standa vörð um þau tæki og tól sem fjármagnið notar til að blóðmjólka almenning í þágu eiganda sinna, amerísku vogunarsjóðina.
Þessir gerendur eru samstarfsmenn þingmanna Dögunar.
Slitnar ekki slefan á milli þeirra.
Maður þarf ekki í raun að spyrja hvernig flokkur Dögun er.
Maður þarf að spyrja hvað er allt þetta góða fólk að gera þar. Því vissulega styður margt gott fólk Dögun.
Hvaða afsökun notar það til að vera í þessum félagsskap??'
Feitur tékki frá vogunarsjóðunum þegar þeir hafa endanlega hremmt þjóðina í kjaft sinn og kló eða er það feitt embætti við blóðmjólkun og þrælarekstur. Kannski að fá að halda á einhverri svipu þegar kemur að því að píska heimili landsins áfram.
Kannski feitri svipu því allt sem í boði er virðist vera feitt. Feitur þjónn kallað Laxness þessa ónáttúru að svíkja þjóð sína á örlagastundum.
Það er illa komið fyrir flokknum sem kenndi sig við Frjálslyndi og barðist fyrir rétti mannsins að fá að lifa uppréttur í dreifðum byggðum landsins í friði fyrir lénsvaldi kvótakerfisins, að enda í þessum félagsskap böðla þjóðarinnar.
Að enda sem Brútus Andófsins.
Jafnvel þó 1001 milljarður séu miklir peningar þá hélt ég að æra þess væri ekki til sölu.
Að það hefði sál sem yrði ekki keypt.
En manni getur skjátlast, það er víst mannlegt að skjátlast.
Samt veit ég að mér hefur ekki skjátlast í þessu mati á þessu góða fólki.
Það á æru, hefur sál sem er ekki föl.
Það vill þjóð sinni vel, vill standa vaktina gegn vogunarsjóðunum.
Þess vegna spyr ég aftur, hvernig flokkur er Dögun???
Skilur nokkur maður það????
Hvernig flokkur er Dögun???
Kveðja að austan.
Kristinn er genginn í Dögun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 47
- Sl. sólarhring: 49
- Sl. viku: 2066
- Frá upphafi: 1412765
Annað
- Innlit í dag: 47
- Innlit sl. viku: 1819
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 37
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, ég velti því fyrir mér hvernig muni ganga að samræma t.d. viðhorf KHG og Þórðar B. Sigurðssonar í skuldamálum heimilanna. Það hafa fáir verið jafn duglegir við að rakka niður lántakendur eftir hrun og KHG. Í mínum huga er hann fyrst og fremst samfylkingarmaður en fari hann fram fyrir Dögun þá verður það bara ennþá brýnna að Dögun nái ekki yfir 5%.
Seiken (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 17:47
Þú spyrð hverskonar flokkur er dögun. Svona þér til glöggvunar þá er hér heimasíðan, og kjarnastefna flokksins, sem hefur verið unnin lýðræðislega og með því grasrótarfólki sem fylgdi Dögun en ekki Samstöðu.
http://www.xdogun.is/
http://www.xdogun.is/kjarnastefnur/
Alltaf betra að kynna sér málin áður en geyst er af stað.
Þú spyrð af hverju er allt þetta góða fólk í Dögun, og tilefnið er að Kristinn H. Gunnarsson skráði sig í stjórnmálasamtökin. Nú er það svo að það er ekki hægt að banna fólki að skrá sig í stjórnmálasamtök.
Uppistaðan í forystu Dögunar er gott fólk sem hefur unnið gott verk að koma þessum stjórnmálasamtökum á koppinn. Ég er þar á meðal.
Þegar vinkonur okkar Ásta og Rakel eru að tala um grasrótina, þá klofnaði hún í tvennt allavega, sumir fóru með Tunnunum yfir í Samstöðu og gott mál með það, hitt fólkið hélt áfram og rann inn í Dögun og hefur unnið þar að uppbyggingu stjórnmálaafls sems hefur þetta fyrst og fremst á sinni dagskrá:
"Dögun – stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði sem bjóða munu fram í næstu alþingiskosningum og leggja áherslu á brýna hagsmuni almennings, hafa sammælst um neðangreindan stefnuramma. Öllum sem fallast á forgang þessara mála er boðið til þátttöku."
Þennan neðangreinda stefnuramma má lesa í kjarnastefnu samtakanna.
Þó að Kristinn H. Gunnarson hafi ákveðið að ganga inn í Dögun, þá er það bara þannig, og ekkert við því að gera eða segja, svo er bara að sjá hvernig honum vegnar í því ljósi um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Hann þarf að laga sig að stefnu samtakanna nákvæmlega eins og aðrir sem þar eru. Eitt skal yfir alla ganga. Sumt fólk þrífst samt illa innan slíkra takmarkana og það verður bara að koma í ljós hvort Kristinn er einn af þeim.
Það hefur verið unnið gott verk eins og ég sagði áður, og gott fólk sem bæði þekkir vel til og kann til verka. Þar höfum við fólk úr Hreyfingunni og Frjálslyndaflokknum og síðan allskonar önnur samtök sem eftir að hafa unnið í málefnahópum og tekið þátt að móta stefnuna, og eru ennþá að þá hefur þetta góða fólk ákveðið að taka slaginn með Dögun.
Ég er reyndar frekar hissa á þessum árásum þeirra sem vilja nýjar áherslur, á Dögun, það væri frekar að einbeita sér að því að tala um spillinguna og falsið sem einkennir gömlu flokkana og hafa skapað það vantraust sem fólk hefur á fjórflokknum.
Þingmenn Hreyfingarinnar hafa einmitt sýnt að þeir eru heilir í því sem þeir eru að gera, hafa stutt góð málefni, en hafnað því sem þeim hefur ekki líkað við. Þú ættir ef til vill að lesa greinina hennar Margrétar, sem ég tel eina af okkar albestu alþingismönnum fyrr og síðar. Hér er þessi hreinskipta grein, frábært uppgjör hennar við Alþingi Íslendinga; http://blog.pressan.is/margrett/
Mér finnst að þessi nýju framboð ættu helst að sameinast, en allavega að láta vera með svona hnútukast, sem gegnir þeim eina tilgangi að auka mátt fjórflokksins.
Sérstaklega svona ómerkilegt innlegg minn kæri eins og þetta vanhugsaða blogg þitt er í dag. 'Eg hefði ekki trúað því að lesa svona þvælu frá þér. Get svo svarið það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.1.2013 kl. 18:07
Sheiken það mun einfaldlega ekki ganga upp. Ef Kristinn ætlar sér að vinna með Dögun þá þarf hann að laga sig að kjarnastefnu framboðsins, það er svo einfalt. Þetta er það sem framboðið snýst um m.a. og Kristinn H. Mun ekki breyta því á neinn hátt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.1.2013 kl. 18:10
Ég held að nú sæki vomur á marga innan Dögunar.
Hverjir innan Dögunar leituðu eiginlega liðsinnis frá Kristni H. Gunnarssyni og töldu hann góðan feng?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 18:29
Enginn, hann gerði þetta örugglega sjálfur og óstuddur. En hann er Kristinn H. Ein manneskja. Þetta eru breið samtök og hver sá sem kemur inn þarf að viðurkenna kjarnastefnu flokksins, sem er vel unninn og samþykkt. Þó ýmsir málefnahópar séu enn í vinnslu, þá er það þannig að þeir þurfa að lúta að því sem flokksmenn hafa samþykkt, og það verður ekkert vikið frá kjarnastefnu flokksins, þó einhverjir riddarar komi á hvítum hesti og vilji banka upp á. Þannig er það bara.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.1.2013 kl. 18:45
Blessuð Ásthildur.
Útgangspunktur þessarar greinar er af ávöxtunum skulið þið þekkja þá, sem ég aðlagaði að gjörðum. Hvergi minnst á orð, því orð eru auðstýrð.
Í stjórnarskrá Sovétsins var grunnstefið mannhelgi byggt á frelsi, jöfnuði og bræðralagi, það var hvergi í stjórnarskránni ákvæði um til dæmis að smábændur ætti að svelta til dauðs svo hægt væri að fjármagna stóriðjustefnu.
Það var heldur ekkert í stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar sem ég glaptist til að kjósa, að það ætti að styðja fjárkúgun breta eða taka nýja stjórnarskrá fram yfir skuldamál heimilanna.
Hvað þá að þingmenn hennar ættu að vera hækja gerandanna eftir að fólkið með samvisku innan VinstriGrænna fékk nóg.
Orð eru ódýr, gjörðir eru dýrar, því þær afhjúpa þinn innri mann.
Til dæmis get ég lækað á mörg skynsöm orð um kvótakerfið, og nauðsynlega endurskoðun á því, það breytir því ekki að þingmenn Dögunar studdu frjálshyggjuaðför að landsbyggðinni með stuðningnum við ofurskattinn, skattur sem dregur allan þrótt úr landsbyggðinni, loksins þegar smá birta kom inní hagkerfi hennar.
Svo dæmi sé tekið sem ég sleppti að minnast á í pistlinum.
Varðandi þetta með hnútukastið þá get ég lítt sagt annað en það sem ég sagði við hundsvekkta fylgismenn VinstrGrænna á sinni tíð þegar þeim gramdist skammir mínar, "augu ykkar munu opnast", ég blogga um stefnu, ekki fylgispekt.
Ég er í stríði við ógnaröfl, og fer ekki vettlingatökum um þá sem styðja þau, sama í hvaða flokki þeir eru.
Það er ekki nóg að segjast vera á móti, menn þurfa að vera það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.1.2013 kl. 19:00
Eitt er ljóst og það er að fólk virðist ekki sjá hinn augljósa mun sem getur verið á því
"að sameinast" og "að standa saman".
Sumir ákveða að "sameinast" í td. sorginni eða gleðinni, það er Gnarr effektinn og jafnvel Þóru effektinn.
En það þarf markvissa ákvörðun hvers og eins til "að standa saman", td. gegn aðvífandi ógn.
Það er Ásthildur mín, það sem ég held að Ómar sé að fjalla um. Hann er að kalla eftir því að við stöndum saman.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 19:30
"Að sameinast" er einnig oft notað um stundarbríma, td. puntudúkku og lukkuriddara.
Og gáið að því, að þau þurfa ekkert endilega að standa saman við þá iðju sína ;-)
"Að standa saman" er hins vegar og ég ítreka það:
Markviss ákvörðun hvers og eins til "að standa saman", td. gegn aðvífandi ógn.
Sú ákvörðun er stefnumiðuð og skýr þegar ógnin blasir allt í einu við fólki og augu þess opnast.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 19:45
"Og það segir mikið til um Dögun að þessi Brútus okkar Íslendinga skuli flykkjast í flokkinn."
Hvað segir þetta innlegg? Að það skuli fordæma heilan flokk af því að einn maður ákvað að ganga inn í hann? Fordæma allan skóginn vegna þess að eitt tréð er sjúkt.
Og talandi um að standa saman. Ekki gátu Samstaða og Dögun staðið saman, og það var ekki vegna þess að Dögun bæði ekki um samstöðu með Lilju. Nú skal höggva í þann knérunn fjórflokknum til mikillar ánægju svo sannarlega, íslendingar eru sennilega mestu fífl sögunnar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.1.2013 kl. 20:11
Ég skal ítreka það enn eina ferðina að það "að standa saman"
hefur með markvissa ákvörðun hvers og eins að gera, td. gegn aðvífandi vá eða ógn sem steðjar að:
Sú ákvörðun er stefnumiðuð og skýr þegar ógnin blasir allt í einu við fólki og augu þess opnast.
Íslendingar hafa blessunarlega oft náð að standa saman gegn aðvífandi vá eða ógn ... og það geta ekki fífl.
Ég neita hreinlega að trúa því Ásthildur, að þú teljir nú Íslendinga vera "sennilega mestu fífl sögunnar."
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 20:53
Nei ég sagði það í fljótfærni. En við getum hreinlega ekki staðið saman um nokkurn skapaðan hlut, þess vegna sitjum við uppi með spillinguna ómengaða, og komumst ekki upp úr hjólförunum, því það eru alltaf einhverjir tilbúnir til að rakka niður alla þá sem reyna og vilja breyta. Þá er hjólað í manninn en ekki málefnin.
Þess vegna er þetta sennilega algjörlega vonlaust verk. Þó íslendingar séu ekki mestu fífl sögunnar, þá eru þeir svo sannarlega kjánar í því að standa saman.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.1.2013 kl. 21:33
Hehe Ómar minn, Dögun er eini flokkurinn sem gerir draum Bjarts í Sumarhúsum mögulegan, að brjóta upp kvótakerfið og gefa almenningi frelsi til handfæraveiða, frelsi sem kæmi gjaldþrota þjóð í gang ;)
Aðalsteinn Agnarsson, 5.1.2013 kl. 22:19
Oft hef ég nú verið þér sammála Ásthildur mín. En ég verð því miður að tjá þér að þú ert á algjörum villigötum varðandi Dögun. Ég kynntist því á fundum. Og það var fljótlega ljóst hvaða leiðir þessi flokkur ætlaði að fara og hvernig hann varð til.
Og þetta er flokkur sem kallar sig lýðræðislegan og vilji persónukjör en á sama tíma er með uppstyllingarnefnd.
Guðni Karl Harðarson, 6.1.2013 kl. 01:41
Ekki nóg með að hækjan Hreyfingin heldur lífi í Jóhönnustjórninni, heldur eru forystumenn þessarar ´Dögunar´ stækir ESB sinnar.
Björn Emilsson, 6.1.2013 kl. 02:52
Takk fyrir innlitið félagar.
Aðalsteinn, Dögun gerir ekki eitt eða neitt mögulegt annað en að koma óorði á góðar hugmyndir.
Til þess til dæmis að breyta kvótakerfinu þá þarft þú sátt um hugmyndir þínar og styrk til að fá þær samþykktar. Sundrungarpólitík, hávaði og upphróp, eru hvorki leiðin að sátt eða styrk, þegar á reynir fælist fólk svona hávaða.
Og hver segir að Dögun vilji breyta kvótakerfinu á þann hátt sem þú segir??'
Vissulega þekki ég tillögur þeirra, margt gott og skynsamlegt þar, enda gekk til liðs við flokkinn margt gott og skynsamt fólk úr Frjálslynda flokknum. En hver er gjörð Dögunar, hvað hafa þeir stutt?'
Jú, ofurskattlagningu sem mun stuðla að fjöldagjaldþroti smærri og meðalstórra útgerða í greininni og neyða restina til að selja frá sér kvóta áður en óefni er komið.
Afleiðingin er byggðaröskun með tilheyrandi eignamissi almennings á landsbyggðinni. Auk þess standa eftir stórfyrirtækin sem alltaf geta gengið að fjármagni vísu. Auk þess skapast tækifæri fyrir nýtt fjármagn að koma inn í greinina, fjármagn sem er ekki að gera út til að halda úti atvinnu og byggð, heldur til að græða á braski og arðráni.
Arðrán er alltaf fylgifiskur útleigu í gegnum uppboðsmarkað. Sagan kann engin önnur dæmi en að menn nái leigugjaldinu en með því að blóðmjólka það sem þeir tóku á leigu.
Þetta er það sem Dögun styður, og gjörðir dæma manninn, ekki fagurgali.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.1.2013 kl. 09:01
Ásthildur.
Hvað er það sem Íslendingar vilja ekki sameinast um sem gerir þá að svona miklum fíflum í þínum augum??
Hin ólöglegu vaxtalög sem ég kenni við vaxtaþjófnað??
Baráttan fyrir verðtryggingunni, að viðhalda því ránstæki á eigum almennings og fyrirtækja???
Velferðakerfi auðmanna???
Þetta eru meginmál ríkisstjórnarinnar sem þingmenn Dögunar, eins ólíkir eins og þeir eru, hafa sameinast um að styðja.
Er ég persónulegt fífl þó ég neiti að kyngja stuðningi við þessi mál vegna þess að í staðinn fær Dögun að styðja aðför Jóhönnu Sigurðardóttur að stjórnarskránni?? Að slepptum öllum fagurgalanum, sem innbyrðis er í slíku ójafnvægi að hin nýja stjórnarskrá yrði með öllu marklaust plagg, þá er aðeins tvennt sem breytist frá fyrri stjórnarskrá, landsbyggðin er svipt þingmönnum sínum án umræðu og það er lokað fyrir þann möguleika að þjóðin geti greitt atkvæði um ICEsave samninga framtíðarinnar.
Ef ég er fífl vegna þessar andstöðu, þá er ég stolt fífl.
Mjög stolt.
Eitthvað virðist þú líka eiga í erfiðleikum með að vera ekki fífl fyrst að þessi pistill á bloggi mínu hreyfir svona við þér. Hvaða máli skiptir þig hvað skoðanir ég hef á Dögun fyrst að þú deilir ekki þeim skoðunum??? Ég get linkað til þín á pistil eftir Halldór Jónsson, þann mæta sjálfstæðismann. Sá pistill er jákvæður þar sem hann dregur fram það helsta úr stefnuskrá Dögunar og segir að flokkurinn hafi sagt Skák á Sjálfstæðisflokkinn.
http://halldorjonsson.blog.is/blog/halldorjonsson/entry/1275079/
Af hverju hrósar þú ekki þeim mæta manni í stað þess að mæta hingað og kalla mig fífl?? Skipar þér þannig á bekk með öllum þeim stuðningsmönnum núverandi ríkisstjórnar sem hafa regluleg mætt hingað til að tjá mér þessa skoðun sína.
Flestir án nokkurs rökstuðnings og þó, sumir hafa reynt að útskýra af hverjum maður er fífl fyrst maður vill ekki sætta sig við erlenda fjárkúgun eða algjör yfirráð auðmanna á íslensku þjóðfélagi með tilheyrandi skuldaþrælkun almennings.
Skoðum þín rök.
Fyrir utan það sem ég merki sem afbrýðissemi að ég skuli gefa Kristni þessa nafnbót í stað til dæmis Þorvaldar Gylfasonar eða þingmanna Dögunar sem halda lífi í þessari ríkistjórn óhæfuverka gagnvart almenningi landsins, að hvar ýja ég að að ég sé að fordæma Dögun vegna þess að Kristinn ætli að ganga í hana.
Ég spyr, hvað segir það um flokk sem Kristinn kýs að ganga í vegna samhljómanar við skoðanir sínar. Það er þessi samhljóman skoðana sem vekur spurninguna, ekki Kristinn eða hans innganga. Ég skil nefnilega mjög vel af hverju Kristinn telji Dögun góðan valkost fyrir sig og sína, ég sé nefnilega nákvæmlegu hluti og hann, en þeir einfaldlega ríma ekki við mínar skoðanir.
Ég er nefnilega á móti óhæfunni, ekki stuðningsmaður hennar.
Og um leið og þú kýst að vera með, þá ertu ekki á móti.
Ég skil Kristin vel, hann er stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar og hann er aðeins að velja sér einn flokk af mörgum sem það gera, og það er hans lýðræðislegur réttur. Það er ómaklega að honum vegið að gefa það í skyn að hann sé eitthvað skemmt epli í Dögun, ég er ekki sammála Kristni H. Gunnarssyni, en ég frýja honum ekki vits, og hann er maður sannfæringarinnar, hann gengur úr flokki í stað þess að ganga af skoðunum sínum.
Hann er ekki maður sem sýkir skóginn, hann er maður sem kýs sér trjálund til að vera í og það út frá sinni dómgreind og mati hvernig viðkomandi trjálundur er uppbyggður.
Þess vegna spyr ég hvernig flokkur Dögun er því í honum er líka fólk sem á enga samleið með Kristni H. Gunnarssyni.
Hvað er það sem sameinar svona ólíkt fólk???
Ekki er það andstaðan við ESB, ekki er það andstaðan við verðtrygginguna, ekki er það staðfesta gegn ásókn erlendra fjárkúgara.
Eitthvað er það samt, þess vegna spyr ég.
Í þeirri von að einhver geti svarað, og svarið er ekki að ég sé fífl, þó það sé ágætt svar út af fyrir sig, þá kemur það ekkert efni spurningarinnar við.
Þess vegna spyr ég aftur, Hvers konar flokkur er Dögun, hvað er það sem sameinar þetta ólíka fólk??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.1.2013 kl. 09:47
Aðalsteinn Agnarsson, 6.1.2013 kl. 15:48
Ómar Dögun eru samtök fólks sem er með ólíkan bakgrunn, ólík sjónarmið, en þau hafa það samt sameiginlegt að hafa unnið málefnasamning um það sem fólk er sammála um. Eða þau hafa talað sig niður á ákveðin grundvallaratriði, sem þau geta sammælst um.
Það er ekki rétt að það sé ekki ágreiningur um ESB, það eru þarna fólk sem vill fara inn í sambandið, aðrir sem alls ekki vilja fara þangað inn og svo eru nokkrir sem vilja kíkja í pakka. Félagsmenn hafa einfaldlega ákveðið að þetta mál sé ekki á dagskrá, og það séu mikilvægari hlutir sem þurfi að berjast fyrir, svo sem eins og björgun heimila landsins, afnám verðtryggingar, ný sýn á sjávarútvegsmálin og svo framvegis. Þetta er hægt að lesa sér til á heimasíðu Dögunar: WWW.xdogun.is
Ég var ekki að kasta hnútum í Kristinn H. Gunnarsson, ég kann ágætlega við hann og hans konu. Hef átt ágætis samskipti við þau. Það er ekki málið hér, heldur þessar upphrópanir og "fréttir" í öllum fjölmiðlum um að hann skyldi innrita sig í Dögun, og upphróp fólks um að nú væri Dögun ónýtur flokkur og svo framvegis.
Ég er að reyna að benda á að þó einhver áberandi gangi í stjórnmálasamtök þá er slíkur maður bara einn að ganga í samtök, hvorki meira né minna. Ég er líka að benda á að það bannar enginn manni að ganga í flokk sem er öllum opinn.
Það er því ekki verið að ráðast að Kristni, heldur umræðunni í kring um þetta mál, fréttunum og viðbrögðunum.
Ég vona svo sannarlega að Kristinn verði okkur til styrktar, það er undir honum sjálfum komið auðvitað. Hann hefur örugglega kynnt sér stefnuskrá flokksins og telur sig geta unnið að þeim málefnum sem hafa verið samþykkt og skjalfest. Svo heyrist mér hann hafa áhuga á að koma að ýmsum málefnahópum, þar er að vísu ákveðin rammi, sem einungis er eftir að fínpússa og laga. En sjálfsagt getur hann lagt þar inn sínar áherslur eins og allir aðrir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.1.2013 kl. 16:02
Þú vilt sem sagt meina Ásthildur að Kristinn H. Gunnarsson sé bara genginn (í endurnýjun lífdaga) í Dögun,
en að Dögun sé ekki gengin inn í Kristinn H. Gunnarsson?
Hann hefur jú talist þrígildur hingað til, hvað flokka varðar og gæti því orðið fjórgildur í splúnkunýrri dögun sinni.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 16:39
Það er nákvæmlega það sem ég er að segja Pétur minn. Svo skulum við bara sjá hvernig þetta æxlast. Eins og ég segi það er ekki mikið að hnika til í manufestó stjórnmálaaflsins Dögunar. Þar hafa margir lagt hönd á plóg núna í meira en ár, og það hefur verið vel farið ofan í sauma á flestu og varlega farið og samþykktir liggja fyrir í flestum málum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.1.2013 kl. 20:25
Blessuð Ásthildur.
Það er fólk með ólíkan bakgrun og ólíkar lífsskoðanir í öllum flokkum og allflest á það sameiginlegt að vilja landi sínu og þjóð vel.
Á þessum tímum er það því miður bara ekki að því, landið okkar fagra varð fyrir árás ósvífinna fjármálamanna sem eru langt komnir með að leggja stjórnkerfið undir sig.
Og þeir blóðmjólka þjóðina, og ætla sér að söðla undir sig eigur hennar og framtíðartekjur.
Þetta eru menn með reynslu, hafa gert þetta áður í öðrum löndum þó þeir hafi ekki fyrr lagst til atlögu við vestræna þjóð.
Þessum mönnum þarf að verjast, og málið er að það er enginn að því.
Ég vona að ykkur gangi vel að semja stefnuskrár í Dögun, hefði samt kosið að þið hefður snúist til varnar fyrir þjóð ykkar og framtíð barna ykkar.
En það er bara þannig, hver kýs sinn farveg sem hann vill vera í.
Börnin okkar erfa þá einfaldlega byltinguna fyrst við höfðum ekki döngun í okkar að verja framtíð þeirra.
Þegar þau spyrja okkur þá getum við sagt þeim að á árunum fyrir Hrun hafi einhver mara lagst yfir þjóðina, og smán saman hafi hún slævt dómgreind fólks og vitund fyrir því sem var að gerast.
Þegar frá leið Hruni var ljóst að þessi mara var ekki þessa heims, þetta voru gjörningar sem breytti fólk í eitthvað sem það er ekki, sem það hafði aldrei verið.
Það er ekkert mannlegt sem fær útskýrt dómgreindarbrest Samfylkingarfólks gagnvart því sem er að gerast í ESB eða stuðning þess við hina bresku fjárkúgun. Leiðarljós þess var hugsjón um betra mannlíf, ekki eymd og örbirgð, hvað þá að þau yrðu gerendur í því ferli með hinni siðlausu svörtu frjálshyggju.
Eins er það ekki í eðli íhaldsmanna að fylkja sér um mannvonsku og mannhatur eins og hugmyndafræði frjálshyggjunnar byggist á. Hvað þá að þeir snérust ekki til varnar eftir Hrun þegar ljóst var að hið svarta fjármagn rændi þá, börn þeirra og barnabörn. Skilyrði þess að vera rændur er jú að eiga eitthvað, og þeir sem eiga hafa stutt Sjálfstæðisflokkinn.
Þessi brenglun hugar var búin að eiga sér stað löngu fyrir Hrun, en ágerðist eftir Hrun þegar afleiðingar hennar komu í ljós.
En svo féllu stuðningsmenn VinstrGrænna fyrir björg um leið og þeim bauðst völd gegn því að starfa með hinu svarta fjármagni. Að mæring frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum skuli vera þeirra helsta haldreipi í dag, og réttlæting, segir meir en nokkurt ímyndunarafl hefði getað skáldað fyrstu dagana eftir Hrun.
Það má útskýra þetta með mannlegum brestum og breyskleika en þegar í ljós kom að þjóðin fylkti sér um fólk sem neitaði skuldugum heimilum um réttlæti, þá var mér ljóst að ekkert mannlegt gæti útskýrt það siðrof íslensku þjóðarinnar. Þjóðar sem hafði komist í gegnum þrengingar fyrri alda með hjálpsemi og samhjálp.
Nei, það lagðist mara yfir þjóðina, fólk sem fékk gott siðað uppeldi taldi verðtrygginguna vera æðri mennskunni, það neitaði að hjálpa þeim sem voru hjálpar þurfi. Vegna aurasýki, vegna ótta, vegna einhvers sem það var ekki innst inni.
Þessi mara útskýrir það sem er að gerast í andófinu, hjá fólkinu sem þykist vera á móti en fann farveg sinn í hávaða og upphrópunum sem hið svarta fjármagn kyndir undir.
Það ógnar enginn vogunarsjóðunum í dag, þeir hafa alla þræði stjórnmálanna í hendi sér.
Maran útskýrir hinn algjöra dómgreindarbrest, að það haldi að stuðningur eða samstarf við óvininn sé vörnin gegn honum.
Það er ekki hægt að ræða þessi mál, það er ekki hægt að rökræða við fólk sem horfir á nakinn keisara og segir að hann sé í fötum.
H.C. Anderssen vissi hvað hann söng þegar hann sagði þá dæmisögu.
Einn daginn mun fólk sjá þetta og skilur þá ekkert í hvað það var að hugsa.
Líklegast þegar þrælahlekkirnir smella um framtíð barna þeirra.
Þá er gott að muna sögnina um Möruna ísmeygilegu sem lagðist yfir sál og vitund fólks.
Sú sögn er góð afsökun.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.1.2013 kl. 23:01
Kæri Ómar, verð að vera sammála neðanverðu úr pistlinum, en er ekki enn búin að lesa commentin:
---------
- - - og það segir mikið til um hvaða mann Kristinn H. Gunnarsson hefur að geyma að hann skuli hafa tekið upp rýting á förnum vegi og reynt að stinga þjóð sína í bakið með honum.
Þorvaldur er maðurinn sem varði hávaxtastefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þegar ungir hagfræðingar með Lilju Mósesdóttir í broddi fylkingar gagnrýndu hana.
Hann taldi sig vita betur en nóbelshagfræðingurinn Joseph Stiglitz þegar sá síðarnefndi kom til landsins og benti á að klassík úrræði sjóðsins dýpkuðu kreppur og létu þær jafnvel lifa sjálfstæðu lífi.
Það segir mikið um Dögun að hún skuli leita til Þorvalds um framboð, segir í raun hverjum flokkurinn þjónar.
Það segir líka mikið til um Dögun að óvinir hennar númer eitt tvö og þrjú á þingi eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Ekki það að ég ætli að verja fortíð þeirra flokka, en það eru aðrir gerendur í dag.
Gerendur sem hafa skuldaþrælkað þjóðina með hávöxtum og með því að standa vörð um þau tæki og tól sem fjármagnið notar til að blóðmjólka almenning í þágu eiganda sinna, amerísku vogunarsjóðina.
Þessir gerendur eru samstarfsmenn þingmanna Dögunar.
---------
Í lokin vil ég minna á að Þorvaldur þessi aumi líkti andstæðingum ESB-inngöngu (yfirtöku) við glæpamenn og sagði opinberlega að það væri hollt fyrir okkur að borga ICESAVE. Já, kúgunina ICESAVE. Það mun aldrei gleymast.
Elle_, 7.1.2013 kl. 00:17
Minn ágæti hvað áttu við með því að við séum ekki að hugsa um börnin okkar?
"Ég vona að ykkur gangi vel að semja stefnuskrár í Dögun, hefði samt kosið að þið hefður snúist til varnar fyrir þjóð ykkar og framtíð barna ykkar."
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2013 kl. 00:18
Svo er það stjórnarskrármálið, en þjóðin bað aldrei um nýja stjórnarskrá. Þar fer Þorvaldur fremstur en það er ekkert skárra en hafa Jóhönnu, Steingrím eða Össur í forsvari.
Elle_, 7.1.2013 kl. 07:42
Ég veit það ekki Ásthildur hvernig ég á að útskýra þetta, H.C. Anderssen gaf eiginlega ekki aðra lausn en þá að lítið barn benti á hinn nakta keisara. Og ég er miðaldra karlmaður.
Þó minnir mig að þú hafir tekið undir rökfærslu mína hér í árdaga þegar það fannst einn og einn hrekklaus VinstriGrænn sem mætti hingað sviðinn undan háði mínu og spotti á flokk sem kenndi sig við jafnrétti og félagshyggju en ynni með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að endurreisn velferðarríkis fjármagns, að slíkt samstarf væri ekki í þágu barna okkar.
Það væri ekki börnum hollt að alast upp í þjóðfélagi skuldaþrælsins.
Sú rökfærsla gildir ennþá Ásthildur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.1.2013 kl. 08:24
Takk fyrir innlitið Elle.
Það er alltaf matsatriði eða kannski reyndar smekksatriði hvort er aumkunarverða handbendið eða forystusauðirnir þegar um framkvæmd óhæfuverka er að ræða.
Ég persónulega hef mun meiri skömm á Þorvaldi en þeim Steingrími og Jóhönnu.
Hann á að vita betur, afi hans var mennskur.
Það er bætandi fyrir hvern mann að lesa texta eftir afa hans Vilmund heitinn Jónsson landlækni, mannúð og mennska er drifkraftur orða hans.
Hann er einn af mönnunum sem byggði upp samfélagið sem Þorvaldur er af skemmdarfýsninni einni saman að rífa niður.
Menn hefðu kosið sér annan arf.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.1.2013 kl. 08:49
Úr minngargrein Vilmundar Jónssonar um Sigríði Árnadóttir, konu sem hann kynntist á Ísafirði og hafði djúpstæð áhrif á hann. Um hana orti Matthías Jochumson kvæðið Systkinin frá Hvammi.
Greinin segir allt um það fólk sem byggði upp landið okkar.
Og við nennum ekki að verja þetta land okkar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.1.2013 kl. 08:57
Ómar en það er nú einmitt í kjarnastefnu Dögunar að bjarga heimilunum og afnema verðtrygginguna, hefur þú lesið linkana sem ég benti á hér að ofan?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2013 kl. 11:43
Ásthildur, ég les ekki hvað stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar setja á blað, ég berst gegn þeim.
Að lesa allt orðagjálfrið, að lesa réttlætinguna við stuðninginn við hið svarta fjármagn, það er aðeins hlutskipti þeirra sem skrifa söguna seinna meir.
Ég les hins vegar hugmyndafræðinga frjálshyggjunnar til að skilja hvernig þeir fóru að því að blekkja fólk, plata það til að moka sína eigin gröf.
Um hagfræðilega réttlætingu þeirra á óhæfu og ómennskunni.
Í stríði þarftu að þekkja óvin þinn, ekki hinn nytsama sakleysingja.
Ennþá eru þið flest í Dögun í seinni hópnum, en ekki lengi enn.
Lokaorrustan um Ísland er að hefjast, þá skiptir ekki máli af hvaða hvötum menn manna skotgrafir óvinarins, það dugar að vita að þeir manna þær.
Svo einfalt er það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.1.2013 kl. 12:20
Ásthildur var í rasistaapparatinu Frjálslynda flokknum á sínum tíma. Hún stekkur alltaf auðtrúa á hvaða nýju bólu sem er, ef hún bara er nógu rotin og léleg. Eitt af þessum glórulausu tískufórnarlömbum stjórnmálanna. Þessi flokkur er blanda af einfeldningum og lýðræðisfjandsamlegum illvirkjum. Hann er hættulegur þjóðarheill okkar.
Baldur (IP-tala skráð) 8.1.2013 kl. 11:08
Ómar, í 26 sagðir þú:
Ég persónulega hef mun meiri skömm á Þorvaldi en þeim Steingrími og Jóhönnu.
Já, ég þurfti að hugsa um þetta. Jóhanna og Össur, eins skæð og þau eru, hafa varla vitsmuni fyrir þann skaða sem Steingrímur og Þorvaldur gætu valdið okkur. Veit ekki hvor væri verri, lygalygalaupur eða fullkominn siðvillingur.
Elle_, 9.1.2013 kl. 18:19
Blessuð Elle.
Eigum við ekki að segja að hann eigi að vita betur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.1.2013 kl. 18:47
Ég er búin að leggja inn kvörtun við innlegg númer 30 það er alveg takmörk fyrir því hvað ég læt bjóða mér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2013 kl. 18:51
Þetta dæmir sig sjálft Ásthildur, öll þessi umræða, og það eina sem ég veit að málstað Ísraela er lítill greiður gerður með svona ofstæki.
Ég var ekki að fylgjast með athugasemdarkerfinu á meðan ég samdi síðasta pistil, og tók mér frí eftir hann. Sá athugasemdina fyrst í dag og ákvað að láta hana standa þeim til háðungar sem hana skrifaði.
En segðu til ef þú vilt að ég fjarlægi hana.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 9.1.2013 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.