4.1.2013 | 16:18
Hver kostar hræðsluáróðurinn???
Ég bara spyr, enginn er svona heimskur eins og þessi ICEsave frétt er.
"Nýlegt mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er á þá leið að sæki Bretar og Hollendingar vaxtakröfur á hendur íslenska ríkinu í kjölfar taps fyrir EFTA-dómstólnum, en málaferlin í kjölfarið fara á besta veg, hafa þau í för með sér kostnað fyrir ríkissjóð sem nemur á bilinu 3,5% til 6,0% af vergri landsframleiðslu.".
Vá, bretar tapa málinu og það kostar íslensku þjóðina aðeins 6% af landsframleiðslu!!
Það er eins gott að maður stefni ekki fjárkúgara og fái hann dæmdan, það kostar stórfé.
Er þetta skýring á tregðu fólks að vitna gegn handrukkurum???
Þeir dæmdir sekir en fólk missir bíl sinn í kjölfarið.
Án gríns, það er enginn svona heimskur, spurningin er hvaða amerískur vogunarsjóður kostaði þessa frétt??
Hvað fékk blaðamaður Morgunblaðsins borgað fyrir hana??
Eða er þetta spurning um auglýsingartekjur Moggans???
Ef Davíð leiðréttir ekki þessa frétt í leiðara eða á forsíðu, þá er ljóst að hann er í sömu gryfjunni og Jóhanna.
Kostunargryfjunni.
Óskar má vera sterkur ef hann leggur æru Davíðs fyrir aur.
En þá er komin ný útgáfa af sögninni um Davíð og Golíat.
Og hún er ekki Davíð í vil.
Kveðja að austan.
Icesave-málið skipti lánshæfið miklu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 624
- Sl. viku: 5587
- Frá upphafi: 1399526
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 4767
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kæmi mér ekki á óvart að vinnslustöðva kostunaraðilinn við fréttina
væri
Íslandsbanki/Glitnir/Samherji og tengdir aðilar glottandi í framsætinu.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.1.2013 kl. 21:14
þetta er nákvæmlega rétt, og ég tók mér 2 vikur í að reikna áður en ég sagði Já í stað Nei i öðrum neitunarkosningum forseta íslnds. Má ég einnig benda þér á að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins mælti einnig með "já" við seinni "icesave" og það er auðvelt að reikna út sjálf á exel heima þegar forsendurnar eru réttar. Bjarni var alveg með á nótunum peningalega séð, en hinn skrumskældi Forseti vissi betur! Sem er að fæstir reikna neitt sjalfir í exel , jafnvel og þar með var pólitik Íslands í mínum huga eins og leikskólasandkassi!
ps: veit núna að Bjarni Ben er að hugsa eins og ég, á leikskólaplani, og það virkar!
PPS: Eg grátbið þig um að reikna sjálf/ur allar tölur!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.1.2013 kl. 22:05
ekki þarf eg að reikna neitt þegar eg fæ sendan reikning annars mans
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 4.1.2013 kl. 22:26
Hjartanlega sammála þér Helgi.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 00:31
Kostnaðurinn af Icesave III samningnum miða við skráða gengi krónunnar og vaxtamunin sem Bretar og Hollendingar ætluðu sér að hagnast á er að nálgast 130 milljarða og allt yrði að greiða með gjaldeyri.
Getur einhver sagt mér af hverju það er góður díll? Sér í lagi þar sem reikningurinn er ekki okkar að greiða.
Andrés (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 00:46
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Anna, þú varst blekkt, útreikningar þínir byggðust á rangri forsendu, þriðji aðili á aldrei að greiða það sem útaf fellur í viðskiptum milli tveggja aðila.
Það er svipað eins og að slá því fram að stysta leiðin milli tveggja punkta sé ekki bein lína og fá það svo út að 2+2 séu jafnt og að sá sem vinni mál gegn fjárkúgurum þurfi að borga þeim vexti.
Vitlausari getur ein fullyrðing ekki orðið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.1.2013 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.