3.1.2013 | 09:16
Máttur fjármagns er mikill.
Kostaða framboðið Björt Framtíð er með 12,3% fylgi þrátt fyrir að hafa enga stefnu aðra en inngöngu í ESB, og í forystu sé maður sem hefur afrekað að tjá sig ekkert um helstu mál sem brenna á þjóðinni.
Hefur Guðmundur Steingrímsson sagt orð um hina auknu neyð aldraðra og öryrkja sem Öryrkjabandalag Íslands kallaði Að dæma fólk í örbirgð???
Þingræða, blaðagrein???
Skuldavandi heimilanna, afnám verðtryggingarinnar, 1.000 milljarðarnir sem amerísku vogunarsjóðirnir ætla að hirða út úr hagkerfinu eftir kosningar???
Þingræða, blaðagrein???
Eitthvað??? Hefur hann sagt eitthvað um þjóðmál almennt??
Þingræða, blaðagrein???
Í fljótu bragði man ég aðeins eftir tvennu.
Þegar meirihluti myndaðist á Alþingi sumarið 2009 til að hindra mestu ógæfuna af Svavarssamningnum, það að árleg greiðsla yrði ekki hagkerfinu óbærileg, að þá sá Guðmundur Steingrímsson ástæðu til að fara uppí ræðustól, og skamma samþingmenn sína í stjórnarandstöðunni fyrir að halda uppi málþóf gegn samningi sem yrði ekki breytt því það væri búið að semja.
Síðan man ég eftir blaðagrein fljótlega eftir að hann stofnaði Bjarta Framtíð þar sem hann skrifaði einhverja samsuðu frá almannatengli uppúr heimspeki Dýranna í Hálsaskógi. Sem er góð og gild sem slík, en var samin af bangsapabba sem leiðbeining um friðsamlega sambúð, eftir að öll óargadýr skógarins höfðu verið lamin til hlýðni eða hrakin úr skóginum.
Heimspeki Guðmundar eða Bjartrar Framtíðar er góðra gjalda verð, og það er virkilega þörf á að þjóðin tileinki sér þá hugsun og þau vinnubrögð sem þar er lögð áhersla á.
En ekki í því samhengi að þau séu skálkaskjól fyrir stuðning við erlenda fjárkúgun, blóðmjólkun verðtryggingarinnar, algjört varnarleysi gagnvart amerísku vogunarsjóðunum og innlimum skuldaþrælkaðar þjóðar í erlent ríkjabandalag.
"Peace" merkið var ekki svarið við skriðdrekum Þjóðverja, uppgjöf fyrir arðræningjum er ekki svarið við vanda þjóðarinnar.
En slík uppgjöf er svarið á vanda fjármagnsins sem beið ósigur í ICEsave þjóðaratkvæðagreiðslunni og þorir ekki að sækja hina 1.000 milljarða fyrr en eftir kosningar.
Hið endanlega rán á þjóðarauðnum mun eiga sér stað eftir kosningar ef vilji fjármagnsins gengur eftir og hann gengur eftir ef enginn telur framtíð barna sinna þess virði að verja.
Það er svo sem ekkert að því að vogunarsjóðirnir í bandalagi við ESB áróðursdeildina kosti nýtt framboð eins og Bjarta Framtíð, óbermi hafa líka sinn lýðræðislegan rétt þó tilgangurinn sé að gera þjóðinni illt.
Eina illskan sem er bönnuð er sú sem boðar kynþáttaníð og kynþáttahatur, ef þú ætlar bara að ræna þjóð og rupla, þá er ekkert í stjórnarskránni eða löggjöf sem hindrar það.
En það er athyglisvert að framboð sem hefur það sitt eina stefnumál að láta innlima landið í ríkjabandalag undir stjórn Þjóðverja, skuli fá lungað af stuðning fólks sem þykist vera á móti kerfinu, spillingunni eða hvað sem það er á móti, á sama tíma og þessi frétt birtist í ESB miðli þjóðarinnar.
"Alþjóða Rauði krossinn telur að neyðin í ýmsum löndum Evrópu sé orðin svo mikil að líta verði á Evrópu sem neyðarsvæði. "
Björt Framtíð um neyð.
Fyndið!
Jafnvel Jón Gnarr getur ekki toppað þessu súrelísku fyndni fólksins sem þykist vera á móti.
Björt Framtíð um neyð.
Það var lausnin á vanda vogunarsjóðanna, að sundra andófinu gegn yfirtöku þeirra á þjóðfélaginu með algjöri andhugsun.
Snilldin er algjör snilld.
Að greina svona innihaldið, tómhyggjuna, sem grafið hefur um sig hjá hluta þjóðarinnar, og bjóða uppá það sem toppar "ekkert", sem maður hélt að væri ekki hægt að toppa, að markaðssetja neyð sem valkost í stjórnmálum, það er ekki öllum gefið og fáum fært að framkvæma.
Máttur fjármagns er mikill.
En þessi er það mikill að guðirnir mega fara að passa sig.
Þeir einoka ekki lengur hið ómögulega.
Kraftaverk fjármagnsins hefur litið dagsins ljós.
En ekki til góðs eins og í gamla daga.
Það er diffinn.
Það er ekkert gott við neyð fjöldans.
Björt Framtíð um neyð er aðeins björt fyrir þá sem eiga mikið en vilja eiga meira.
Fyrir almenning er hún svartnætti.
En að almenningur skuli sjálfviljugur vilja slökkva ljósin.
Það er snilld.
En ekki mennsk.
Kveðja að austan.
Björt framtíð eykur fylgi sitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 8
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 1660
- Frá upphafi: 1412774
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 1479
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Björt framtíð er ekkert annað en tæki samfylkingarinnar til að ná til baka fylgi sem að mun tapast og mun verða innlimuð í samfylkinguna strax eftir kosningar!
Thordur Sigfridsson (IP-tala skráð) 3.1.2013 kl. 12:37
Mér finnst ástæða til að benda á þessa grein: http://blog.pressan.is/gummisteingrims/2012/11/02/drepum-a-skitadreifurum-stodumat/ G Guðmundar Steingrímssonar sem birtist í Herðubreið. Það er líka athyglisvert hverjir áttu tilbúnar greinar til að lofsama Bjarta framtíð um leið og niðurstaða skoðanakannana lágu fyrir í gær. Hér á ég við Karl Th. Birgisson, ritstjóra Herðubreiðar: http://blog.pressan.is/karl/2013/01/02/bjort-framtid-er-ekki-bola/ Herðubreiðarhópurinn er líka hópur sem mér sýnist vera ástæða til að skoða gaumgæfilega.
Varpar ljósi á ýmsa þræði, tengsl og sambönd á stjórnmálasviðinu þar sem því er haldið fram að sé um þrjár ólíka hópa að ræða en er í raun bara einn. Það ætti því ekki að koma á óvart að Stefán Ólafsson dásamar frammistöðu Guðmundar Steingrímssonar í Kryddsíldinni hér: http://blog.pressan.is/stefano/2013/01/01/gudmundur-steingrimsson-slo-i-gegn/ og ýmsir í framvarðarsveit Dögunar fagna árangri Bjartar framtíðar í viðhorfskönnun Capacent og grein Guðmundar Steingrímssonar sem ég krækti inn hér að ofan.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.1.2013 kl. 13:39
Takk fyrir innlitið Þórður og mikið sammála þér.
Búktalarabrúðan er alltaf hluti af búktalaranum.
Það er þegar hann er í hlutverki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.1.2013 kl. 15:05
Blessuð Rakel.
Það var eiginlega Stefán sem gaf mér þessa hugmynd um Björt Framtíð um neyð. Það var einhver góð kona á Feisinu sem vakti athygli mína á þessari lofrullu Stefáns, datt reyndar í hug að Stefán væri að leita sér að þingsæti, en sá svo að hann var að vekja athygli á ákveðinni stefnubreytingu Guðmundar.
Núna ætlar hann að kíkja í pakkann, og meta svo.
Þorir ekki lengur að standa við sitt eina áþreifanlega stefnumál, að ganga í Evrópusambandið. Eins og hann skammist sín fyrir Bjarta Framtíð um neyð.
Svona í ljósi orða Daccords, forstjóra Alþjóðaráðs Rauða krossins.
"Stjórnvöld í Evrópu megi búast við að það brjótist út óeirðir líkt og í löndum Norður Afríku."
Það er spurning hvaða mál almannatengillinn finnur handa Guðmundi í staðinn, sjálfur hefur hann ekki sagt eitt eða neitt um eitt eða neitt.
Þar sem þetta er absúrd framboð þá er spurning hvort næsta málið, því flokkurinn virðist ekki ráða við nema eitt mál í einu, verði barátta við amerísku vogunarsjóðina.
Við sjálft fjármagnið sem kostar flokkinn.
Það væri fyndið, en við sjáum til Rakel.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.1.2013 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.